Árdís - 01.01.1951, Side 55

Árdís - 01.01.1951, Side 55
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 53 Þessi síðustu ár kom hún í sóknarkirkju sína hvenær sem hún mátti og heilsa hennar leyfði — oft af veikum mætti, — því heilsan var veil síðari æviárin. — En mitt í önnum hinna fyrri daga — þegar börnin hennar voru á bernskualdri — og ærnar annir að- kallandi — gekk hún ásamt manni sínum og börnum þeirra í guðs- hús, — og ásamt honum þjónaði hún í söngflokk safnaðarins, en þar hafði hann um hríð forustu með höndum — og einnig á Sunnu- dagaskóla; en alt starf safnaðarins, vöxtur þess og viðgangur var þeim báðum til æviloka einkar hjartfólgið. — Á kyrlátan og praktískan hátt bar hún heill og heiður safnaðar síns fyrir brjósti og innti mikla þjónustu af hendi í þarfir hans með fúsum og glöðum hug. í Selkirk-bæ innti hún af hendi aðalskyldur ævidags síns með festu, skyldurækni og ráðnum huga. Eiginmanni sínum var hún mikil og trúföst stoð á langri samfylgd þeirra; en börnum sínum skilningsrík og sönn móðir, er bar hag allra þeirra er Guð hafði gefið henni til að elska og annast fyrir brjósti. — Hún hafði þá skapgerð og lyndiseinkunnir að vöggugjöf þegið er ávann sér affarasæla og trygga vini — og átti því djúp ítök í margra hjörtum. Fáorð var hún við fyrstu kynningu, alvarleg og háttprúð, en átti mikla hjartahlýju — til þeirra er hún tók trygðir við — og varð sannur og trúr vinur er treysta mátti. í hinu eldra kvenfélagi Selkirk safnaðar hafði hún starfað lengur en nokkur önnur kona — og var heiðurs-lífstíðar meðlimur félagsins. Þar hafði hún innt af hendi margþætt störf — verið til- lögugóð og gætin — ógleymanleg starfssystir; — fylgja henni fram á veg hjartfólgnar þakkir starfssystra hennar, — fyrir vel unnin störf með gleði af hendi leyst, — á hinum mörgu hjáliðnu árum. Við burtför hennar er nú autt sæti er áður var vel skipað; — söknuður í hugum ættmenna hennar, vina og samferðafólks, jafn- fiamt þakklæti fyrir liðinn dag og unnin störf — og örugga von um endurfundi á eilífðarströndum — er „Ættmennahópurinn allur að ættlandi kærleikans snýr“. S. Ólafsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.