Árdís - 01.01.1951, Blaðsíða 57
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
55
félagi Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, og starfaði ennfremur
af lifandi áhuga í trúboðsfélagi þess safnaðar.
í hópi þeirra, sem urðu henni samferða á lífsleiðinni, var
hún hjálpsöm, glaðlynd, trygg og vinföst. Hún hafði yndi af góðum
íélagsskap. Heimili þeirra hjónanna og barnanna var aðsetur gest-
risni, söngs og gleði.
Ég minnist þess, með þakklæti, hversu góðir vinir þessi hjón
voru í garð Jóns Bjarnasonarskóla. Öll börn þeirra, sem komust
á legg, stunduðu nám við þann skóla.
Mrs. Sigurjónsson átti fagra og ávaxtaríka æfi. í sannleika
var hún fyrirmyndar kona, sem flutti fegurð og nytsemd inn á öll
svið þar sem hún lagði hönd á verk.
Rúnólfur Marleinsson
Áslaug Ólafsson
Fædd 14. apríl 1866 — Ddin 22. febrúar 1951
Hún var fædd í Hvammi í
Langadal 1 Húnavatnssýslu á Is-
landi. Foreldrar hennar voru þau
Hans Natansson og Kristín Þor-
varðardóttir; þau bjuggu fyrst að
Hvammi en síðar að Þóreyjar-
núpi, og þar ólst Áslaug heitin
upp hjá foreldrum sínum til full-
orðins ára, og fluttist þaðan til
Vesturheims árið 1886.
Hinn 11. janúar 1887 giftist
hún Guðlaugi Ólafssyni frá Haga
í Húnavatnssýslu, sem var ágætis
maður og listasmiður. Vinir hans
kölluðu hann oftast „L a u g a
snikkara“.
Þau bjuggu lengst af í Winni-
peg, fyrst að Ross og Elgin Ave.
og síðar lengi að 716 Victor stræti.
Þar tóku þau opnum örmum
móti mörgum vinum sínum, sem
nýkomnir voru frá íslandi, og
liðsintu þeim á ýmsan hátt. Sömuleiðis skutu þau oft skjólshúsi
yfir unglinga, sem til Winnipeg komu til þess að leita sér atvinnu
Áslaug ólafsson