Árdís - 01.01.1951, Page 59
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
57
MINNINGARORÐ:
Guðbjörg Guðmundsdóttir Johnson
Fœdd 8. desember 1886 — Dáin 19. febrúar 1941
Kona sú, er hér getur um,
verður þeim ógleymanleg, er áttu
því láni að fagna, að kynnast
henni náið, og ber til þess margt;
hún var kona fríð sýnum, fas-
mild og svo hjartahlý, að í návist
hennar fanst manni alt verða að
sól og sumri; það var veruleg
unun í því að eiga viðræður við
Guðbjörgu; hún var rökvís, stál-
minnug og svo næm á ljóð, að
til undantekninga mátti teljast.
Guðbjörg var fædd í Smiðs-
gerði í Skagafirði hinn 8. dag des-
embermánaðar árið 1866. For-
eldrar hennar voru Guðmundur
Pétursson og Þorbjörg Finnboga-
dóttir, bæði skagfirzkrar ættar,
og með þeim fluttist hún til Vest-
urheims árið 1876. Um hríð dvaldi
fjölskyldan í Nýja-lslandi, en
hélt svo þaðan til North Dakota.
Guðbjörg giftist Jóni Jónssyni ættuðum úr Bárðardal, hinum
mesta dugnaðar og sæmdarmanni; voru þeir systkinasynir Stephan
G. Stephansson skáld og hann; þau Guðbjörg og Jón bjuggu um
.langt skeið rausnarbúi í hinni fögru Garðar-bygð, er víðfrægt varð
vegna alúðar og ljúfmensku húsráðenda; sat gestrisnin þar jafna
á Guðastóli, hvern, sem að garði bar.
Þeim Jóni og Guðbjörgu varð þrettán barna auðið; tvö létust
í æsku, en hin öll náðu fullorðins aldri, og má með sanni segja, að
þar sé um einvalalið að ræða; meðal þeirra eru Friðrik Guð-
mundur, er situr með mikilli sæmd óðal foreldra sinna, og Emilía
Sigurbjörg, ekkja Hjálmars A. Bergman háyfirdómara, göfug kona
og elskuverð.
Sál Guðbjargar mótaðist af slíkri he'iðríkju, að hvergi bar á
skugga; lífið varð henni fagur og auðnuríkur skóli frá vöggu til
grafar. E. P. J.
Ouðbjörg Guðmundsdóttir Johnson