Árdís - 01.01.1951, Page 59

Árdís - 01.01.1951, Page 59
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 57 MINNINGARORÐ: Guðbjörg Guðmundsdóttir Johnson Fœdd 8. desember 1886 — Dáin 19. febrúar 1941 Kona sú, er hér getur um, verður þeim ógleymanleg, er áttu því láni að fagna, að kynnast henni náið, og ber til þess margt; hún var kona fríð sýnum, fas- mild og svo hjartahlý, að í návist hennar fanst manni alt verða að sól og sumri; það var veruleg unun í því að eiga viðræður við Guðbjörgu; hún var rökvís, stál- minnug og svo næm á ljóð, að til undantekninga mátti teljast. Guðbjörg var fædd í Smiðs- gerði í Skagafirði hinn 8. dag des- embermánaðar árið 1866. For- eldrar hennar voru Guðmundur Pétursson og Þorbjörg Finnboga- dóttir, bæði skagfirzkrar ættar, og með þeim fluttist hún til Vest- urheims árið 1876. Um hríð dvaldi fjölskyldan í Nýja-lslandi, en hélt svo þaðan til North Dakota. Guðbjörg giftist Jóni Jónssyni ættuðum úr Bárðardal, hinum mesta dugnaðar og sæmdarmanni; voru þeir systkinasynir Stephan G. Stephansson skáld og hann; þau Guðbjörg og Jón bjuggu um .langt skeið rausnarbúi í hinni fögru Garðar-bygð, er víðfrægt varð vegna alúðar og ljúfmensku húsráðenda; sat gestrisnin þar jafna á Guðastóli, hvern, sem að garði bar. Þeim Jóni og Guðbjörgu varð þrettán barna auðið; tvö létust í æsku, en hin öll náðu fullorðins aldri, og má með sanni segja, að þar sé um einvalalið að ræða; meðal þeirra eru Friðrik Guð- mundur, er situr með mikilli sæmd óðal foreldra sinna, og Emilía Sigurbjörg, ekkja Hjálmars A. Bergman háyfirdómara, göfug kona og elskuverð. Sál Guðbjargar mótaðist af slíkri he'iðríkju, að hvergi bar á skugga; lífið varð henni fagur og auðnuríkur skóli frá vöggu til grafar. E. P. J. Ouðbjörg Guðmundsdóttir Johnson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.