Árdís - 01.01.1951, Qupperneq 60
58
ÁRDÍS
Mrs. Helga Thomsen
Fyrir ári síðan andaðist, á heimili
sínu, á Valour Road, í Winnipeg,
mæt og merk kona, Mrs. Helga
Thomsen, og vil ég minnast hennar
með nokkrum orðum.
Hún var fædd á Litla-Bakka í
Hróarstungu, í Norður-Múlasýslu, á
íslandi, 13. sept., 1873. Foreldrar
hennar voru þau hjónin, Halldór
Jónsson og Sigurbjörg Jónsdóttir;
var hún ættuð frá Berunesi, í
Suður-Múlasýslu. Fjölskyldan flutt-
ist vestur um haf, með stóra hópn-
um, árið 1876, nam land í Nýja-
íslandi, og nefndi bæinn sinn Litlu-
Mörk. Skömmu síðar æddi bólu-
veikin yfir alla bygðina. Helga litla
fékk veikina, var þungt haldin, en
náði, eftir nokkurn tíma, góðum
bata.
Eftir fjögurra ára veru í Nýja-
íslandi fluttist þessi hópur til
Norður-Dakota, og tók sér bólfestu í grend við Grafton-bæ. Þar
var heimilið í 9 ár. Á þeim árum naut Helga skólagöngu og sömu-
leiðis uppfræðslu í kristindómi. Hún var fermd af séra Friðriki
Bergmann. Á þeim árum hefir hún einnig notið heimilis tilsagnar.
Af föður sínum lærði hún fingrarímið, og gleymdi því ekki síðan.
Að þeim árum liðnum var flutt til Winnipeg. Þangað komu þau
31. júlí, 1889, og þar var heimilið síðan.
Nokkru eftir komuna til Winnipeg, lærði hún, þótt ung væri,
kjólasaum, og stundaði hún þá atvinnugrein, með miklum dugnaði
og ágætri verklægni, í mörg ár. Síðar vann hún hjá íslenzku álna-
vöru kaupmönnunum, fyrst hjá Stefáni Johnson og svo hjá Guð-
mundi Johnson. Síðar vann hún nokkur ár í verzlun J. Robinson,
niður á Main Street.
Hinn 15. maí, árið 1907, giftist hún Lorens Thomsen, frá Seyðis-
firði á íslandi. Heimili þeirra hefir ávalt verið í Winnipeg.
Þau hjónin eignuðust fjórar dætur. Ein þeirra, Sigurbjörg Sol-
veig„ dó 1914, en þær sem lifa eru: Guðrún Lilja, Mrs. Joe Borgford
(þau eiga einn son Lawrence Jón), til heimilis í Leslie, Saskat-
Mrs. Helga Thomsen