Morgunblaðið - 18.01.2009, Page 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
SVO gæti farið að samtök skógarbænda þyrftu
að keyra milljón trjáplöntur á haugana í vor.
Samningar voru gerðir um kaup á plöntum í
fyrra og við þá verður að standa. Hins vegar er
útlit fyrir að skógarbændur hafi ekki bolmagn til
að koma þeim í jörð vegna kostnaðar.
Björn B. Jónsson, framkvæmdastjóri Suður-
landsskóga og Landssamtaka skógareigenda,
segir að niðurskurður á fjárveitingum nemi um
20% í öllum fjórðungum nema á Austurlandi, en
skógarverkefnið þar hafi staðið betur að vígi.
Auk þess glími skógarbændur við óðaverðbólgu
eins og aðrir.
„Þetta er gríðarmikill niðurskurður og að
mörgu leyti er erfitt að mæta honum,“ segir
Björn B. Jónsson. „Á síðasta ári gerðu lands-
hlutaverkefni í skógrækt samninga um kaup á
um fjórum milljónum trjáplantna eftir útboð hjá
Ríkiskaupum. Samningar eru undirritaðir og bú-
ið að framleiða plöntur sem bíða vorsins í
geymslum hjá framleiðendum. Í þessum lið er
ekki hægt að skera niður um krónu og bitnar
niðurskurðurinn því af tvöföldu afli á gróð-
ursetningunni.
Við eigum ekkert val og verðum að taka plönt-
urnar sem við verðum einhvern veginn að losna
við aftur. Mér finnst líklegra að við keyrum
þessar milljón plöntur á haugana heldur en að
við finnum kaupanda að þeim í þessu árferði en
það verður að sjálfsögðu kannað.“
Björn segir að plönturnar verði ekki gefnar
því það raski markaðnum og stöðu framleiðenda.
Missa samningsbundnar tekjur
Á öllum svæðum verði færra fólk við störf
heldur en síðustu ár en sums staðar hafi starfs-
menn boðist til að minnka starfshlutfall til að
halda vinnunni.
Niðurskurðurinn bitni á mörg hundruð bænd-
um því laun þeirra lækki verulega milli ára.
Samningar hafi verið gerðir til a.m.k. 10 ára og
margir bændur reikni með föstum árlegum
tekjum af skógræktinni en verði nú að sæta 20-
30% skerðingu. Þá geti skólafólk sem komi í
heimabyggð á sumrin ekki gengið að störfum við
skógrækt eins og áður.
Milljón trjáplöntur á haugana
Skógarbændur hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að gróðursetja í vor allar þær plöntur sem
samið var um fyrir kreppu Niðurskurður bitnar á mörg hundruð bændum víðs vegar um land
Í HNOTSKURN
»Um 80% af fjárframlögumríkisins fara í launakostn-
að bónda, starfsmanna og
plöntuframleiðanda.
»Plöntukaup nema 35-40%kostnaðar, laun bónda eru
svipað hlutfall. Um 20% eru
annar kostnaður.
»Nær 800 bændur og land-eigendur víða um land eru
þátttakendur í landshluta-
verkefnum í skógrækt og
skjólbeltaræktun.
»Markmið stjórnvalda umskógrækt nást ekki í ár.
Morgunblaðið/Kristinn
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
NÝIR tímar eru framundan í Fram-
sóknarflokknum, líkt og almennt á
Íslandi. Þetta var meginþemað hjá
mörgum sem tóku til máls í almenn-
um umræðum á flokksþingi Fram-
sóknar í gær og lögð var rík áhersla
á að flokksmenn gengju samhentir
út af þinginu undir nýrri forystu.
Fundurinn fór rólega af stað og
svo virtist sem ákveðins spennufalls
gætti eftir mikla Evrópuumræðu
daginn áður.
„Ég er mjög bjartsýn, við erum að
svara kalli tímans,“ sagði Siv Frið-
leifsdóttir og áréttaði að flokkurinn
stæði á miklum tímamótum.
Allt betra en íhald og afturhald
Hafliði Jósteinsson sagði að ís-
lenskt samfélag ætti ekki lengur að
líða það að hafa blaðrandi fólk inni á
Alþingi sem talaði heilmikið en segði
ekki neitt. Vísaði hann til Samfylk-
ingarinnar og fór heldur ekki blíðum
orðum um Sjálfstæðisflokkinn:
„Hristum af okkur ok hinnar bláu
krumlu,“ sagði Hafliði.
Þórir Ingþórsson sagði flokkinn
hafa rekið af leið og að nú þyrfti að
stýra honum í rétta átt. „Allt er
betra en íhald og afturhald,“ sagði
Þórir og lagði áherslu á að Ísland
gengi í Evrópusambandið þar sem
það væri miklu ódýrara og hagstæð-
ara en leið einangrunar.
Nýir tímar framundan
Framsóknarmenn leggja áherslu á að ganga samhentir út
af flokksþinginu Nýr formaður verður kosinn í dag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Halló Karl Gunnlaugsson heilsar hér upp á hjónin Guðrúnu Þorkelsdóttur
og Jón Helgason, fyrrverandi landbúnaðarráðherra.
ELDRI drengurinn sem slasaðist
þegar hann var ásamt yngri bróður
sínum að útbúa heimatilbúna
sprengju úr flugeldi í Grindavík sl.
föstudag fór í umfangsmikla augn-
aðgerð og aðgerð á höndum aðfara-
nótt laugardags.
Samkvæmt upplýsingum frá
lækni á augndeild Landspítalans er
líðan drengsins eftir atvikum og
var búist við að hann yrði útskrif-
aður yfir á barnadeild spítalans í
gær. Áverkar yngri drengsins voru
minni og var hann útskrifaður sl.
föstudag. Að sögn læknisins er sér-
lega hættulegt að taka svonefndar
vítisskottertur í sundur þar sem
þær geta sprungið hvenær sem er,
jafnvel þótt ekki sé verið að bera að
púðrinu opinn eld.
Drengurinn
fór í augn-
aðgerð
ÚTFLUTNINGUR Eimskips á bú-
slóðum hefur aukist talsvert miðað
við sama tíma í fyrra. „Útflutning-
urinn um þessar mundir er svip-
aður og hann er
almennt yfir
sumarmán-
uðina,“ segir
Heiðrún Jóns-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
lögfræði- og
samskiptasviðs
Eimskips.
Að sögn Heið-
rúnar hefur fyrirspurnum um bú-
slóðaflutninga fjölgað verulega að
undanförnu. „Það er mikið hringt
og spurt um flutninga á búslóðum
til útlanda, einkum til Norður-
landanna. Fólk er greinilega að
kynna sér málin. Miðað við fjölda
fyrirspurna mætti ætla að einhver
skriða flutninga sé að fara af stað.“
Sáralítið hefur hins vegar verið
að gera í innflutningi á búslóðum,
að því er Heiðrún greinir frá.
Anna Guðný Aradóttir, markaðs-
stjóri hjá Samskipum, segir að fyr-
irspurnum um flutning á búslóðum
til útlanda hafi fjölgað gífurlega frá
sama tíma í fyrra. „Okkur finnst
þetta vera ákveðin vísbending. Við
merkjum hins vegar ekki enn aukn-
ingu í bókunum.“ ingibjorg@mbl.is
Aukinn út-
flutningur á
búslóðum
VINNUBRÖGÐUM heilbrigðis-
ráðherra við undirbúning að sam-
einingu heilbrigðisstofnana er
harðlega mótmælt í ályktun sem
Herdís Á. Sæmundardóttir lagði
fram ásamt fleirum á flokks-
þinginu í gær. Í ályktuninni segir
að ljóst sé að þjónusta skerðist á
einstaka svæðum og kostnaður
sjúklinga aukist, t.d. vegna langra
ferðalaga.
Dýrari og lakari
heilbrigðisþjónusta
EINAR Gíslason lagði fram ályktun
á framsóknarþinginu í gær þess
efnis að Alþingi yrði leyst upp og
skipuð neyðarstjórn. Henni yrði
síðan falið að semja nýja stjórn-
arskrá, sem yrði lögð í þjóðar-
atkvæði og kosið til þings í fram-
haldinu. „Þeir sem komu þjóðinni í
þessa klípu eru ekki hæfir til að
dæma eigin verk,“ sagði Einar.
Neyðarstjórn
og þingið heim
ENGIN meiðsl urðu á fólki þegar kviknaði í bif-
reið eftir bílveltu skammt frá Hítará á Snæfells-
nesvegi sl. föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá
Bifreið alelda eftir veltu við Hítará
lögreglunni í Borgarnesi voru tveir farþegar í
bílnum auk ökumanns þegar hann missti stjórn á
bílnum með þeim afleiðingum að hann valt á hlið-
ina og endaði utan vegar. Fólkinu tókst að komast
út úr bílnum af sjálfsdáðum og slapp allt án
meiðsla. Bíllinn brann til kalda kola.