Morgunblaðið - 18.01.2009, Síða 4
4 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
Argentína stóð fast á sínu, landið
gat ekki borgað. Að endingu var
gert samkomulag við þá lán-
ardrottna sem áttu 76 prósent af
ríkisskuldabréfum landsins um að
greiða á bilinu 25 til 35 prósent af
nafnvirði þeirra á mun lengra tíma-
bili en áður var áætlað. Á meðal
þeirra sem ríkið skuldaði var Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF).
Ekki var þó veittur afsláttur á lán-
um sjóðsins.
Samið við lánardrottna
um niðursettar skuldir
Argentína fór í gegnum mikla
efnahagskreppu sem náði hámarki
á árunum 1999 til 2002. Snemma á
tíunda áratugnum, áður en krepp-
an skall á, var talað um „efnahags-
undrið Argentínu“ og erlent fjár-
magn streymdi inn í landið, ekki
ósvipað því og gerðist á Íslandi á
síðustu árum.
Efnahagskreppan í
Argentínu
Landið lenti í
vanskilum með
erlendar skuldir
sínar í byrjun árs
2002, samtals um
141 milljarð dala,
eftir að erlent
fjármagn flúði
frá Argentínu í
hrönnum án þess
að nokkuð kæmi inn í staðinn. Arg-
entína neitaði að borga af erlendum
lánum og lýsti því í raun yfir gjald-
þroti.
Í kjölfarið var gjaldmiðilinn, arg-
entíski pesóinn, settur á flot, en
hann hafði áður verið bundinn við
bandaríska dalinn. Gengi hans
hrundi hins vegar með þeim afleið-
ingum að verðbólga rauk upp,
fimmtungur vinnufærra manna
varð atvinnulaus og milljónir
manna færðust undir fátækramörk.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF)
veitti landinu himinhá lán til að
verja gengi pesóans en allt kom fyr-
ir ekki.
Vanskil leiddu af sér
flótta erlends fjármagns
Argentína þurfti að endur-
fjármagna erlendar skuldir sínar
en lenti í stökustu vandræðum
með það. Kröfuhafar landsins, sem
voru meðal annars hrægamma-
sjóðir sem höfðu keypt rík-
isskuldabréf á niðursettu verði,
heimtuðu á sama tíma að þeim
yrði greitt samstundis. Argentína
átti hins vegar nánast ekkert laust
fé og gjaldeyrisvaraforði seðla-
banka landsins var nánast upp-
urinn. Í kjölfarið varð Argentína
nokkurs konar úrhrak á alþjóð-
legum fjármálamörkuðum. Þrátt
fyrir að efnahagsástand landsins
lagaðist eilítið voru skuldir þjóð-
arinnar samt sem áður þær hæstu
sem hafa verið í vanskilum, um 93
milljarðar dala, og Argentína gat
með engu móti greitt þær án þess
að fórna nauðsynlegum innviðum í
stjórnkerfi sínu.
Kröfuhafar heimtuðu
greiðslur af lánum
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
Þ
ær skuldir sem ríkissjóður hefur
stofnað til á undanförnum mánuðum
eru miklar. Ef skuldirnar sem eru
óháðar bankahruninu eru lagðar
saman við þær sem hafa skapast
vegna þess reiknast Morgunblaðinu til að sam-
tals sé um að ræða 2225,6 milljarða króna auk
þeirra lána sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
(IMF) og ýmsar vinaþjóðir ætla að veita okkur,
samtals 643,6 milljarða króna, til að efla gjald-
eyrisvaraforða Seðlabankans og til útgáfu rík-
isverðbréfa. Samtals er því um brúttókostnað
upp á 2869,2 milljarða króna að ræða.
Í raun má skipta þessum skuldum í þrennt. Í
fyrsta lagi núverandi skuldir ríkisins án tillits til
þeirra skulda sem bankahrunið mun hafa í för
með sér, í annað stað kostnað vegna endur-
fjármögnunar á nýju bönkunum þremur og
Seðlabankanum og að lokum lántökur vegna
beinna áhrifa af bankahruninu.
Núverandi skuldir ríkissjóðs aðeins brot
Á þriðjudag var tilkynnt að skuldir ríkissjóðs
utan þeirra sem stofnað verður til vegna banka-
hrunsins séu 653 milljarðar króna. Stærsti hlut-
inn, 335 milljarðar króna, er innlendar skuldir.
Þar er um að ræða útgefin ríkisbréf, ríkisvíxla og
spariskírteini. Erlend langtímalán ríkisins eru
samtals sögð 318 milljarðar króna.
Til viðbótar við þessar skuldir bætist 154 millj-
arða króna halli á fjárlögum ársins 2009 sem þarf
að fjármagna með skuldabréfaútgáfu. Í 5. grein
fjárlaganna er Árna Mathiesen fjármálaráðherra
veitt heimild, fyrir hönd ríkissjóðs skattgreið-
enda, til að að taka lán upp á 160 milljarða króna
vegna þessa halla.
Endurfjármögnun kerfisins
Samkvæmt bráðabirgðaefnahagsreikningi nýju
bankanna þriggja þarf ríkið að leggja þeim til
samtals 385 milljarða króna í nýtt eigið fé. Sú
upphæð er þó ekki meitluð í stein og gæti auð-
veldlega orðið hærri þar sem mat á eignum og
skuldum nýju bankanna liggur enn ekki fyrir.
Auk þess er ljóst að ef bönkunum gengur illa að
innheimta viðskiptakröfur sínar á fyrirtæki og
heimili í landinu mun ríkið þurfa að leggja þeim
til enn meira fjármagn.
Seðlabankinn þurfti einnig á endurfjármögnun
að halda. Hann átti veðlánakröfur upp á 345
milljarða króna sem ljóst var að myndu ekki inn-
heimtast nema að litlum hluta. Ríkið greip inn í á
mánudag og tilkynnti að það myndi kaupa kröf-
urnar af Seðlabankanum á 270 milljarða króna og
greiddi fyrir með skuldabréfi. Mismunurinn, 75
milljarðar króna, skrifast sem tap á Seðlabank-
ann. Ljóst þykir að ríkið reiknar ekki með því að
innheimta mikinn hluta af veðlánunum því í rík-
isreikningi ársins 2008 er áætlað tap vegna
þeirra skráð um 220 milljarðar króna. Þá er tap
Seðlabankans vegna skortsölu áætlað um 35
milljarðar króna og enn er alls óljóst hversu mik-
ið fæst greitt fyrir danska bankann FIH Er-
hvervsbank sem Seðlabankinn tók í veð fyrir 83,6
milljarða króna láni til Kaupþings í byrjun októ-
ber.
Miklar lántökur vegna bankahruns
Að síðustu þarf íslenska ríkið að fá lánað vegna
beinna afleiðinga af bankahruninu. Þar ber fyrst
að nefna alls 5,1 milljarðs dala lán, 643,6 millj-
arða króna, til að efla gjaldeyrisvaraforða Seðla-
bankans og vegna útgáfu ríkisverðbréfa. IMF
mun sjálfur lána okkur 265 milljarða króna til
þessara gjörða. Auk þess ætla Danir, Svíar,
Norðmenn, Finnar, Færeyingar, Pólverjar og
Rússar að lána okkur samtals 378,6 milljarða
króna í sama tilgangi.
Við þetta allt saman bætast lánveitingar vegna
Icesave- og Edge-netreikninganna sem Íslend-
ingar hafa samþykkt að ábyrgjast fyrir trygg-
ingasjóð innstæðueigenda. Sú upphæð er áætluð
um 695 milljarðar króna. Enn er ósamið um lána-
skilmála þeirra lána. Til að mæta þeim afborg-
unum verða eignir gamla Landsbankans seldar
en fyrir liggur að hluti kostnaðarins mun lenda á
skattgreiðendum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Yfirvofandi skuldasúpa
Reikningur skattgreiðenda vegna bankahrunsins er vel á þriðja þúsund milljarða króna
Eignir gömlu bankanna verða seldar á móti Óljóst hversu mikið lendir á þjóðinni
Morgunblaðið/Ómar
Seðlabankinn Íslenska ríkið tilkynnti í vikunni
að það hefði keypt veðkröfur Seðlabankans.
Fjármálaráðherra, Árni Mat-
hiesen, sagði nýverið að hann
vonaðist til þess að heildar-
skuldir Íslands yrðu komnar
niður í um þúsund milljarða
eftir fjögur ár.
Í fjárlögum kemur fram að vaxta-
gjöld ríkisins verði 86,9 milljarðar
króna á árinu 2009. Heildartekjur
ríkissjóðs á þessu ári eru áætlaðar
um 402 milljarðar króna og því fer
tæplega fjórða hver króna, um 22
prósent af heildarútgjöldum, sem
kemur í ríkiskassann í það að
greiða vexti af lánum. Á fjárlögum
ársins 2008 var áætlaður vaxta-
kostnaður 21,8 milljarðar króna,
eða 4,6 prósent af heildartekjum
ríkissjóðs. Hann varð þó tæp sjö
prósent á endanum eftir endur-
skoðun og er viðbótin að mestum
hluta tilkomin vegna lántöku í kjöl-
far bankahrunsins. Á þessum töl-
um sést hversu hratt vaxtakostn-
aðurinn hefur aukist á
undanförnum mánuðum. Enn á þó
eftir að reikna með flestum þeim
lánum sem ríkið þarf að taka í kjöl-
far bankahrunsins. Því skiptir
miklu máli að vel takist til þegar
samið er um lánakjör.
Aðeins byrjunin
Samkvæmt aðgerðaráætlun Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) fyrir
Ísland mun samanlagður halli rík-
issjóðs fram til ársins 2011 verða
470 milljarðar króna. Þennan
hallarekstur á að fjármagna með
útgáfu skuldabréfa innanlands. Sé
gert ráð fyrir því að bréfin beri
fimm prósent vexti, sem er varlega
áætlað, mun vaxtakostnaður þeirra
á tímabilinu verða um 280 millj-
arðar króna.
Þá verður lán IMF til Íslendinga
til styrkingar gjaldmiðlinum með
4,5 prósent breytilegum vöxtum.
Ef sú prósentutala myndi haldast
óbreytt allan lánstímann væru ár-
legar vaxtagreiðslur vegna þeirra
um 29 milljarðar króna.
Heildarlántökukostnaður vegna
viðbótarlána þeirra ríkja sem hafa
samþykkt að lána Íslandi það sem
upp á vantar liggur þó ekki fyrir.
Enn er ósamið um lánaskilmála
og vaxtakostnað þeirra lána sem
íslenska ríkið þarf að ábyrgjast
vegna Icesave- og Edge-reikning-
anna. Ekki hefur tekist að semja
við sameiginlega sendinefnd
Breta, Hollendinga og Þjóðverja
um lánakjör þó að samkomulag sé
um heildarupphæðina, um 695
milljarða króna. Erfitt er að áætla
vaxtakostnað vegna þessa þar sem
viðræðunum er enn ekki lokið en
ljóst er að hann verður umtals-
verður. Þegar hefur komið fram að
það muni taka þrjú til fjögur ár að
selja eignir Landsbankans til að
mæta þessum skuldum og þrátt
fyrir að þær seljist allar á við-
unandi verði muni kostnaður
skattgreiðenda samt vera að
minnsta kosti 150 milljarðar króna
auk vaxtagreiðslna.
Miklu máli skiptir hvernig semst um lánakjör