Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 6

Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009  Í skýrslu um útþenslu hins op- inbera – orsakir, afleiðingar og úr- bætur – sem Viðskiptaráð Íslands (VÍ) sendi frá sér sl. sumar kemur fram að nákvæmar tölur um fjölda opinberra starfsmanna liggi ekki fyrir en hægt sé að áætla fjölgun þeirra með því að skoða þá flokka í vinnumarkaðstölum Hagstofu Ís- lands þar sem starfsmenn eru að megninu til á launaskrá hjá hinu opinbera. Mest fjölgun í opinberri stjórnsýslu Frá árinu 1998 hafði starfsfólki í þessum flokkum fjölgað um 35%, þegar skýrslan kom út, á sama tíma og heildarvinnuafl hafði aukist um 25%. Vakti það sérstaka athygli skýrsluhöfunda að starfsmönnum í opinberri stjórnsýslu hafði fjölgað um tæplega 50% á umræddu tíma- bili. Finnur Oddsson, framkvæmda- stjóri VÍ, segir eðlilegt að fjölga þurfi starfsfólki í opinberri stjórn- sýslu með vaxandi efnahag en vont sé að þeim fjölgi umfram aukn- inguna í einkageiranum. „Maður verður alltaf að gera ráð fyrir auk- inni skilvirkni hjá hinu opinbera en henni hefur því miður ekki verið til að dreifa. Það kemur sér afar illa við núverandi aðstæður í þjóðfélag- inu,“ segir Finnur. Hár launakostnaður hins opinbera á Íslandi Í skýrslunni kemur fram að launa- kostnaður hins op- inbera árið 2005, sem hlutfall af landsfram- leiðslu, hafi verið hærri en hjá nokkru Evrópu- sambandsríki að Danmörku og Sví- þjóð undanskildum. Fyrir tveimur og hálfum áratug mun Ísland hafa verið á meðal þeirra sem höfðu lægsta hlutfallið hjá sömu þjóðum. Uppsveifla síðustu ára var ekki nýtt Skýrsluhöfundum þykir óheppilegt að stjórnvöldum hafi ekki tekist að nýta uppsveiflu síðustu ára til að draga úr umsvifum hins opinbera enda sé erfiðara að hemja ríkisút- gjöld þegar sverfur að. Að sama skapi þykir þeim sérstaklega ámæl- isvert að starfsmönnum hjá hinu opinbera skyldi fjölga á tímum þeg- ar atvinnuleysi var í sögulegu lág- marki og mikil umframeftirspurn eftir starfsfólki á almennum vinnu- markaði. Minni sveigjanleiki Skýrsluhöfundar rita, sumarið 2008, að hlutfallsleg stækkun hins opinbera í samanburði við einka- geirann sé verulegt áhyggjuefni, enda hafi reynslan sýnt að einka- geirinn sé sá hluti atvinnulífsins þar sem framleiðniaukning sé mest. Hátt hlutfall opinberra starfs- manna dragi tvímælalaust úr sveigjanleika vinnumarkaðar. orri@mbl.is Óheppileg fjölgun op- inberra starfsmanna Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is Þ egar leið að jólum sendi fjármálaráðuneytið bréf til allra ráðuneyta rík- isstjórnarinnar með ósk um sparnaðartillögur upp á 10% af ársveltu hvers ráðu- neytis. Fyrirhuguð útgjöld ráðuneytanna á árinu voru 507 milljarðar og sparn- aðurinn því um 50 milljarðar. Ríkisstjórnin glímir því við sparn- að og hagræðingu í rekstri rétt eins- og aðrir. Meðal annars hefur utanrík- isráðherra kynnt í ríkisstjórn tillögur sínar sem nema 2,2 milljarða króna sparnaði eða 20% miðað við fjárlaga- frumvarpið sem var og heilbrigð- isráðherra hefur kynnt nýtt skipulag heilbrigðisþjónustunnar í landinu, sem reyndar hefur verið í vinnslu frá því fyrir sparnaðartilskipun fjár- málaráðherra. 22 þúsund ríkisstarfsmenn Ríkisbáknið hefur vaxið jafnt og þétt, bæði í krónutölu og starfs- mannafjölda. Ekki er ljóst hvaða áhrif sparnaðurinn hefur á fjölda ríkisstarfsmanna, en samkvæmt upplýs- ingum starfs- mannaskrifstofu fjármálaráðuneyt- isins hefur engin „miðlæg áætlun“ um fækkun rík- isstarfsmanna verið sett á. Árni M. Mat- hiesen fjár- málaráðherra staðfestir að eng- ar áætlanir liggi fyrir um fækkun ríkisstarfmanna og ekki sé hægt að segja til um hvort verði fækkað eða hversu mikið. „Ráðuneytin þurfa vissulega að draga saman seglin, en þeim er í meg- inatriðum í sjálfsvald sett hvernig mark- miðum um sparnað er náð. Útgjöldin samkvæmt fjárlögum á þessu ári, að vaxtagjöld- um undanskildum, eru í meg- inatriðum þau sömu og á síðasta ári. Hins vegar hefur samsetning þeirra breyst og sú hækkun, sem fyr- irhuguð var í fjárlagafrumvarpi árs- ins var tekin til baka.“ Ríkisstarfsmenn eru (1. október 2008) um 22 þúsund í 18.400 stöðu- gildum, eða rúmlega 12% af heildarvinnuaflinu í landinu. Laun og annar kostnaður vegna starfsmanna hjá rík- inu er um 28% af öllum rekstrarútgjöldum rík- isins. Stofnanir ríkisins að ráðuneytunum með- töldum eru um 220 talsins. Flestar stofn- anir heyra undir menntamálaráðu- neyti, heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neyti og dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Tæpur helmingur ríkisstofnana er með færri en 20 starfsmenn. Landspítali - háskólasjúkra- hús er langfjölmennasta stofn- unin en þar starfa tæplega 5.000 manns. Ótímabundin ráðning með uppsagnarfresti Æviráðning ríkisstarfs- manns er liðin tíð og um ráðn- ingu og starfslok almennra ríkisstarfsmanna gilda nú lög nr. 70/ 1996, um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins. Almennir ríkisstarfs- menn eru ráðnir ótímabundið til starfa með gagnkvæmum uppsagn- arfresti. Tímabundnar ráðningar eru þó ekki óheimilar en þær mega ekki vara samfellt lengur en í tvö ár. Embættismenn eru skipaðir eða settir í embætti af viðkomandi ráð- herra, ef tímabundið þá t.d. til fimm ára, en annars lýkur starfstíma þeirra með því að ráðherra veitir þeim lausn frá embætti. Almennir ríkisstarfsmenn eru yfirleitt ráðnir af forstöðumönnum stofnana og starf- inu lýkur með því að annar hvor aðila segir ráðningarsamningnum upp. Tímabundnum ráðingarsamn- ingum þarf ekki að segja upp því þeir falla sjálfkrafa úr gildi við lok samn- ingstímans. Aftur á móti gera lögin ráð fyrir því að starfsmanni sem er að nálgast 70 ára hámarksaldur sé sagt upp störfum með formlegum hætti. Ríkisstarfsmenn eru 12% vinnuafls í landinu  Engin „miðlæg áætlun“ um fækkun ríkisstarfsmanna, þótt sparnaður sé boðaður  Fjármálaráðherra segir ráðuneytin sjálf stýra hvernig sá sparnaður náist fram Hlutfallsleg fjölgun opinberra starfsmanna [ 2001=100 ] 150 140 130 120 110 100 90 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 Starfsmenn í opinberri stjórnsýslu Opinberir starfsmenn Heildarvinnuafl Aldursskipting ríkisstarfsmanna [ 1. janúar 2007 ] Aldur <25 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 55-59 60-64 65+ Samtals Fjöldi starfsmannaStöðugildi Hlutfall 54,4% 78,3% 84,8% 86,4% 87,6% 89,0% 90,5% 90,2% 89,1% 81,1% 85,3% 695 1.279 1.8181.423 1.599 1.885 2.0781.796 2.5272.214 2.9952.665 3.1842.883 2.7612.492 1.8961.690 962780 18.238 / 21.385 Þegar kreppir að er grundvallaratriði að þétta öryggisnetið í samfélaginu, þ.e. velferðar- og grunnþjónustuna, í stað þess að rífa göt á það. Það gerum við ekki með því að fækka op- inberum starfsmönnum,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og bætir við að fækkun starfsfólks hjá hinu opinbera sé iðu- lega dýr og óhagkvæmur kostur. Hann tekur eina af grunnstoðum hins op- inbera, heilbrigðisþjónustuna, sem dæmi. Hún hafi víðast hvar búið við mikla manneklu sem valdi álagi á þá sem þar vinna. „Þetta hefur gert það að verkum að kerfið hefur orðið dýr- ara. Fækkun starfsfólks kemur iðulega í bakið á okkur að þessu leyti enda kallar það á tvennt í senn, annars vegar yfirvinnu og hins vegar rándýrar einkalausnir,“ segir hann. Ögmundur spyr einnig hvort menn vilji draga úr lög- og tollgæslu í landinu? „Ég er þeirrar skoðunar að lögreglan hafi á heildina litið staðið sig geysilega vel við aðstæður sem gerast sífellt erfiðari. Eftir því sem hún verður fáliðaðri verður erfiðara að eiga við lögbrot. Aftur kemur þetta því í bakið á okkur.“ Ögmundur veltir líka fyrir sér hvort hyggi- legt sé að senda fólk úr opinberri þjónustu yf- ir í raðir atvinnulausra. Þá þurfi að fjármagna lifibrauð þess með greiðslum úr atvinnuleys- istryggingasjóði. „Er ekki skynsamlegra að hafa fólk að störfum þegar um fjármuni úr al- mannasjóðum er að ræða heldur en að hafa það atvinnulaust?“ Hvernig sem á málið er litið þykir Ögmundi sönnunarbyrðin liggja hjá þeim sem vilja leggja störfin niður en ekki þeim sem vilja verja þau. „Þvert á móti kallar margt á aukna opinbera þjónustu. Það eru gömul sannindi, allt frá því Franklin Roosevelt Bandaríkja- forseti skipti upp á nýtt í anda „New Deal- stefnunnar“ eftir kreppuna miklu. Sama á við núna. Ríkið á ekki að draga saman seglin held- ur efla opinbera starfsemi sem frekast er kostur.“ orri@mbl.is Þegar kreppir að á að þétta öryggisnetið í samfélaginu en ekki rífa göt á það SKOÐUN Ögmundur Jónasson formaður BSRB Minnismerki óþekkta embættis- mannsins eftir Magnús Tómasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.