Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 8

Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 8
8 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009 Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is E kki eru nema tveir dagar þar til Bar- ack Obama tekur við embætti Bandaríkjaforseta. Hann hefur haft tvo og hálfan mánuð til að undirbúa sig, leggja línurnar og velja ein- staklinga í ráðherrastóla og helstu embætti í Hvíta húsinu. Allt hefur þetta gengið áfallalaust að mestu. Obama hefur yfirleitt verið hrósað við skip- un í embætti. Val hans á fólki þykir henta til þess að sameina demókrata og má nefna að fjórir ein- staklingar, sem sóttust eftir því að vera í framboði fyrir hönd demókrata verða meðal hans nánustu samstarfsmanna. Skiptir þar mestu ákvörðun hans um að setja utanríkismálin í hendur Hillary Clinton, sem veitti honum harða keppni í forkosn- ingunum og fyrirfram var talin sigurstranglegri. Gagnrýndi hún Obama harðlega vegna reynslu- leysis, sérstaklega í utanríkismálum. Hinir eru Tom Vilsack, sem gaf kost á sér en dró sig til baka áður en forkosningarnar hófust. Hann verður landbúnaðarráðherra. Bill Richardson verður við- skiptaráðherra og Joe Biden varaforseti. Val hans á Clinton er reyndar snjallt að því leyti að ætli hún að láta taka mark á sér í embætti verð- ur hún að fylgja forsetanum að málum. Á hinn bóginn skapar það henni ágæta vígstöðu að erfitt yrði fyrir Obama að láta hana fara án þess að það skaðaði flokkinn. Þá sýnir Obama repúblikönum þá virðingu að hann lætur Robert Ga- tes sitja áfram í stóli varnar- málaráðherra. Hann ætlar að leggja áherslu á heilbrigðismál og það mun án efa hjálpa honum að koma erfiðum breytingum í gegn- um þingið að einn af leiðtogum demókrata þar, Tom Daschle, verður heilbrigðisráðherra. Val hans á Steven Chu, sem árið 1997 fékk nóbelsverðlaunin í eðlisfræði, í embætti umhverfisráðherra hefur gef- ið honum trúverðuleika í augum umhverfissinna. Einbeiting og staðfesta Verðandi forseti þykir hafa sýnt sömu einbeitinguna og staðfestuna við undirbúning valda- tökunnar og hann gerði í kosninga- baráttunni. Hann setur sér markmið og lætur ekki slá sig út af laginu, sama hvað á dyn- ur. Það skýrir hins vegar ekki til hlítar þann mikla velvilja, sem fylgir honum. Samkvæmt skoðanakönnun, sem CNN birti á aðfangadag eru 82% Bandaríkja- manna ánægð með það hvernig Obama hefur stað- ið að undirbúningnum fyrir að taka við. Það er fimmtán prósentustigum meira en bæði George W. Bush og Bill Clinton þegar þeir settust í for- setastól og hefur því verið haldið fram að enginn verðandi forseti hafi haft slíkan meðbyr frá því að byrjað var að gera slíkar kannanir. Nýtur Obama til dæmis næstum því helmingi meira trausts í efnahagsmálum en Clinton gerði áður en hann settist í embætti í janúar 1993. Obama er nokkur vandi á höndum nú þegar hann tekur við. Miklar vonir eru bundnar við hann en hann verður að gæta þess að byggja ekki upp slíkar væntingar að almenningur verði óþol- inmóður skili breytingar sér ekki sam- stundis. Aðstoðarmenn Obama hafa sagt fjölmiðlum að hann hafi farið rækilega yfir það hvernig Franklin D. Roose- velt hóf sitt fyrsta kjör- tímabil. Roose- velt var kosinn á tímum kreppu og lagði sérstaka áherslu á að koma miklu í verk fyrstu hundrað dagana í embætti. Að- gerðum sínum fylgdi hann eftir með reglulegum ávörpum til bandarísku þjóðarinnar. Mun Obama ætla að efna til samræðna við Bandaríkjamenn með svipuðum hætti. Hann vill koma því til skila að mikið liggi við og þingið verði að hafa hraðar hendur en þó ekki vera það svartsýnn að það grafi undan mörkuðum og dragi kraft úr almenningi. Hann hefur sagt að hann hafi undirbúið sig fyrir innsetningarræðuna með því að lesa skrif Abra- hams Lincolns. Reyndar hafa aðstoðarmenn Obama sagt að tempra þurfi væntingar almennings allt frá því að hann sigraði í kosningunum í nóvember og það er engin furða. Hann erfir tvö stríð frá Bush, annað í Afganistan, hitt í Írak, svimandi fjárlagahalla – hann er tvöfalt meiri en í fyrra og þá var líka sett met – og efnahagslíf í upplausn. Endurreist traust til ríkisvaldsins? Obama segir að „aðeins ríkisstjórnin geti rofið vítahringinn sem er að lama efnahagslífið“. En hvað þýðir það? Ronald Reagan sagði á sínum tíma að ríkisvaldið væri ekki lausnin á vandanum, ríkisvaldið væri vandinn. Meira að segja Bill Clin- ton lýsti yfir því um miðbik forsetatíðar sinnar að tími ríkisbáknsins væri liðinn. Ekki eru þó allir þingmenn á því að lausnin á efnahagsvandanum sé að dæla peningum linnulítið út í efnahagslífið. Efasemdarraddirnar eru hávær- ari í röðum repúblikana, en þær heyrast einnig hjá demókrötum. En eru þessir þingmenn tilbúnir að standa uppi í hárinu á vinsælum forseta? Stuðn- ingurinn við Obama nær nefnilega ekki til flokks- félaga hans á þingi. Aðeins 41% þingmanna demó- krata nýtur velþóknunar kjósenda samkvæmt könnun Politico/Allstate í árslok og 24% repúblik- ana. Samkvæmt sömu könnun studdu þá 63% Bandaríkjamanna Obama og 79% áætlun hans um að örva efnahagslífið. Obama hyggst leggja áherslu á að kynna áætl- anir sínar og aðgerðir rækilega fyrir almenningi og lítur hann og hans nánustu aðstoðarmenn svo á að það hafi mistekist hrapallega hjá Bush- stjórninni. Obama hefur meðbyrinn. Spurningin er hvernig honum tekst að nýta hann. Nýr forseti í meðbyr  Nýr forseti tekur við völdum í Bandaríkjunum með mikinn stuðning almennings  Tvær styrjaldir, svimandi fjárlagahalli og alþjóðlegur efnahagsglundroði bíða Baracks Obama Eftirlíking Vaxmynd af Barack Obama, verðandi Bandaríkja- forseta, hefur nú verið komið fyrir í vaxmynda- safni Madame Tussauds í New York. Reuters Minjagripir Alsiða er að bollar, nælur og fleira séu á boðstólum til að kynna frambjóðendur, en menn minnast þess ekki að jafn mikið hafi verið framleitt og nú af slíkum varningi eftir að kjöri var náð. Þegar Elizabeth Alexander fékk í mars 2007 verðlaun, sem veitt eru ljóðskáldum sem búa yfir ein- stökum hæfileikum en ekki hafa hlotið viðurkenningu á landsvísu, hefur hana sennilega ekki grunað að tæpum tveimur árum síðar myndi hún fara með ljóð við inn- setningu næsta forseta Bandaríkj- anna í embætti. Verðandi forsetar hafa ekki gert mikið af því að kalla til ljóðskáld þegar þeir hafa svarið embættis- eið. John F. Kennedy gerði það fyrst og leitaði þá til hins virta skálds Roberts Frosts. Frost orti nýtt ljóð í tilefni af athöfninni, en 20. janúar 1961 var hvasst og sól- in endurkast- aðist af ný- föllnum snjó þannig að skáldið gat ekki lesið textann. Þess í stað fór Frost, sem þá var 86 ára gam- all, með gamalt ljóð eftir minni. Haft hefur verið á orði að það hafi verið eins gott því að ljóðið sem hann orti hafi verið svo uppskrúfað og upp- hafið að það hafi verið á skjön við megnið af hans kveðskap. Bill Clinton kallaði skáldkonuna Mayu Angelou til þegar hann tók við embætti 1993 og þegar seinna kjörtímabil hans hófst 1997 fékk hann Miller Williams til að yrkja. Athygli vekur að aðeins demó- kratar hafa fengið ljóðskáld til að kveða við innsetningu sína, en þó er hermt að repúblikanar séu alls ekki frábitnir hugmyndinni. Því má bæta við að Kennedy veitti Clinton innblástur og Obama er iðulega líkt við Kennedy. Elizabeth Alexander kennir við Yale-háskóla. Hún er 46 ára göm- ul og því af sömu kynslóð og verðandi forseti, sem hún hefur þekkt í tíu ár. Jafnréttisbarátta blökkumanna er henni í blóð bor- in, ef svo má segja. Móðir hennar er prófessor og kennir sögu blökkukvenna. Faðir hennar var ráðgjafi Lyndons B. Johnsons, þegar hann var forseti, í jafnrétt- ismálum kynþátta í Bandaríkj- unum. Alexander kann að meta að hafa fengið þetta tækifæri og ótt- ast ekki að viðhöfnin í kringum innsetninguna beri skáldskap- argáfuna ofurliði. Hún kveðst bera mikla virðingu fyrir Obama og umgengni hans við tunguna. „Mál hans er mjög auðugt og nákvæmt, en aldrei ýkjukennt,“ segir hún og bætir við: „Ég mun taka það mér til fyrirmyndar.“ Ljóðskáld á stalli við innsetninguna Elizabeth Alexander  George W. Bush, fráfarandi for- seti, virðist hafa gert sitt besta til að greiða fyrir valdaskiptunum. Þegar stjórn Clintons fór frá völd- um voru unnin ýmis skemmdarverk í Hvíta húsinu og meðal annars fjarlægðir allir hnappar með stafn- um W af lyklaborðum. Starfslið Bush hefur hins vegar lagt kapp á að aðstoða arftaka sína þótt ljóst sé að þeim muni fylgja nýjar og gjör- ólíkar áherslur. Sennilega ráða þar miklu þau gríðarlegu vandamál sem bíða nýs forseta, bæði heima fyrir og erlendis. Haldnir hafa verið reglulegir fundir með liðsmönnum Obama og um þúsund manna hópi í kringum hann hefur verið veittur aðgangur að viðkvæmum upplýsingum. Einnig hafa liðsmenn fráfarandi og verðandi stjórna hist til að æfa viðbrögð við árás hryðjuverka- manna. Ástæðan er sú að hryðju- verkamenn leita iðulega færis þeg- ar andstæðingurinn er óviðbúinn og vilja menn ekki láta koma aftan að sér á meðan á valdaskiptunum stendur. Bush greiðir fyrir valdaskiptum  Ný stjórn ætlar að örva efnahaginn með á milli 700 og 1.000 millj- örðum dollara. Obama hyggst leggja mikla áherslu á að efla innviði Bandaríkjanna, endurnýja vegakerfið og gera upp opinberar byggingar og skóla um allt landið til samræmis við kröfur nútímans. Ýta á undir atvinnu og neyslu, meðal annars með því að gefa fyr- irtækjum, sem fjölga störfum, skattaafslátt og lækka skatta þorra vinnandi manna. Sömuleiðis á að bæta hag atvinnulausra. Fjárfrekar aðgerðir til að örva efnahagslífið  Obama hefur heitið því að 10% af því rafmagni, sem Bandaríkja- menn nota, verði framleitt með endurnýjan- legum orkugjöf- um árið 2012 og sú tala verði komin upp í 25% árið 2025. Hann ætlar að draga úr útblæstri gróð- urhúsalofttegunda um 80% fyrir 2050. Einnig hefur hann hug á að setja útblásturskvóta líkt og gert hefur verið í Evrópusambandinu og er ráðgert að hægt verði að versla með heimildirnar. Margt lofar góðu í áætlunum Obama, en hafa verður í huga að við rótgróna og öfluga sérhags- muni verður að etja. Sérhagsmunir geta hindr- að áform í orkumálum  Samkvæmt áformum Obama um að kveðja bandarískt herlið skipu- lega brott frá Írak færi síðasti her- maðurinn heim í sumar. Andstaða hans við Íraksstríðið átti ekki lítinn þátt í velgengni hans í forkosning- unum. Obama hyggst hins vegar fjölga hermönnum í Afganistan. Obama ætlar að loka fangelsinu í Guantanamo á Kúbu þar sem grun- aðir hryðjuverkamenn hafa verið geymdir og iðulega sætt illri með- ferð og verið pyntaðir. Hann hefur sagt að verði því ekki lokið innan tveggja ára hafi stjórn sín brugðist. Írak, Afganistan og end- urreisn mannréttinda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.