Morgunblaðið - 18.01.2009, Síða 13

Morgunblaðið - 18.01.2009, Síða 13
590kr. 1.490kr. Þetta er bara sýnishorn af úrvalinu!!! Skeifan - Smáralind - Kringlan - Hafnarfjörður - Selfoss - Vestmannaeyjar - Egilsstaðir - Akureyri - Ísafjörður MYNDIR FRÁ 590KR . SERÍUR FRÁ 1.490KR.DVD NÚ ER OPIÐ Í SKEIFUNNI Á SUNNUDÖGUM FRÁ 12 - 18 ra refsivist? Fangelsismál 13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009 L inda Hesselberg saksóknari ætlaði sér alltaf að búa til fordæmi úr mér. Þeg- ar býsnast var yfir hversu lengi ég hefði setið í einangrun sagði hún ósatt. Hún sagði gagnrýnina byggða á sandi. Ég hefði verið settur í einangrun, en látinn laus úr henni fljótlega. Svo hefði ég smyglað bréfi úr fangelsinu til lykilvitnis í mál- inu og þá hefði verið nauðsynlegt að einangra mig aftur. Svo sagði hún líka að ég hefði verið í yfirheyrslum jafnt og þétt allan tímann. Þetta er tómt kjaftæði.“ Birgir Páll Marteinsson er mjög ósáttur við margra mánaða einangrunarvistina, sem hann sætti í Færeyjum frá hausti 2007 og fram til vors 2008. „Þetta bréf, sem ég átti að hafa sent lyk- ilvitni? Það var svo, að frá fyrsta degi vildi ég fá að hringja í kærustuna mína og útskýra hvað hefði gerst. Viku eftir að ég var handtekinn ráð- lögðu íslenskir lögreglumenn, sem komu að yf- irheyra mig einn dag, mér að skrifa henni bara bréf. Ég gerði það og lét færeysku lögregluna hafa bréfið. Svo beið ég, en fékk aldrei neitt svar. Í 5-6 vikur spurðist ég fyrir um þetta í fangelsinu og þar sögðust menn hafa sent bréf- ið, en ekkert svar hefði borist. Í nóvember var einangrun aflétt og þá loks var mér sagt að sú ákvörðun hefði verið tekin að senda bréfið ekki. Og ég fékk það aftur í hendurnar. Ég var miður mín út af þessu, en strákar í fangelsinu sögðu að þessu mætti redda, þeir gætu komið bréfi til hennar. Og ég skrifaði bréf og útskýrði hvað hefði gerst. Ég hélt ennþá að þetta yrði afgreitt sem játningarmál, að ég væri bara að bíða dóms, enda hafði ég ekki verið ákærður. Ég skrifaði ekki orð um að hún mætti ekki segja þetta eða ætti að segja hitt, því ég hafði ekki hugmynd um að hún væri vitni í mál- inu. Ég vissi ekki að það væri neitt mál, því ég hafði játað! En ég bað hana að segja engum að ég hefði skrifað henni, því ég óttaðist að vera sendur til Danmerkur. Svo stakk ég gamla bréfinu með og strákarnir í fangelsinu smygl- uðu bréfunum út.“ Kærasta hans var honum mjög reið á þessum tíma. Skiljanlega, segir Birgir Páll. Og hún fór með bréfið til lögreglunnar. „Saksóknarinn fór með bréfið fyrir dómara og krafðist þess að ég yrði settur í einangrun fyrir að reyna að hafa áhrif á lykilvitni. Hún fullyrti að ég hefði aldrei reynt að hafa samband við kærustuna, fyrr en ég hefði frétt að hún væri vitni. Allt var þetta Einangrun er stöðug barátta Morgunblaðið/Rax Þórshöfn í Færeyjum Birgir Páll sat í gæsluvarðhaldi í fangelsinu í Þórshöfn. Honum er meinað að snúa nokkurn tímann aftur til eyjanna.  „Linda Hesselberg sak- sóknari beitti sér af ótrú- legri hörku í þessu máli. Þegar ég spurði hana hvers vegna farið væri svona með ungan mann, sem hefði hreint saka- vottorð, sagði hún: „Já, að því er við best vitum!“ Rétt eins og það væri álitamál. Þetta var allt hið hrapallegasta og sorglegasta mál og keyrt áfram af mikilli hörku,“ segir Eiður Guðnason sendiherra. Hann heimsótti Birgi Pál margoft í fangelsið í Færeyjum. Eiður segist hafa mátt færa Birgi Páli lesefni og ýmislegt smálegt, t.d. mynd- diska og sælgæti. „Það gekk á meðan hann var í einangrun, en þegar hann loks var laus úr henni virtust reglurnar verða stíf- ari. Þá mátti hann allt í einu ekki fá neitt matarkyns og mynddiskar urðu að vera innsiglaðir úr verslun til að hann fengi þá í hendur.“ Eiður kveðst aldrei hafa hitt fyrri lög- mann Birgis Páls, en hann skipti fljótlega og fékk annan. „Ég verð að viðurkenna að mér fannst verjandi hans afskaplega linur. Hann virtist ekkert beita sér í málinu.“ Málið var löngu upplýst hér á landi og Eiður segir að íslenska lögreglan hafi verið reiðubúin að fara til Færeyja og bera vitni um aðkomu Birgis Páls að málinu. „Ís- lenska lögreglan vissi alveg hversu lítill hlutur hans hafði verið. En boð um að ís- lenskur lögreglumaður bæri vitni var af- þakkað.“ Linda Hesselberg hefur lýst því, meðal annars í viðtali við færeyska dagblaðið Dimmalætting í september sl., að móðir hennar hafi látist af völdum fíkniefna- neyslu. Sú reynsla hafi mótað afstöðu hennar. „Hún lagði mikla áherslu á það í málflutningi sínum hversu alvarlegt brotið væri í svona litlu samfélagi og þess vegna ætti að fella þungan dóm,“ segir Eiður. „En afbrot Birgis Páls var fyrst og fremst kjánaskapur og misskilin trúmennska við bernskuvin. Meðferðin á honum var mjög harkaleg, þótt sumir fangavarðanna hafi reynt að létta honum lífið. Dómurinn var í samræmi við þessa hörku. Þegar hann hafði loks verið kveðinn upp hafði Birgir Páll aðeins eina viku til að taka ákvörðun um hvort hann ætti að áfrýja honum. Þrír sólarhringar voru liðnir af þeim fresti þeg- ar ég frétti að hann hefði ekki fengið að ráðgast við fjölskyldu sína. Þá gat ég beitt mér fyrir því að því banni yrði aflétt.“ Eiður kveðst vona að Birgir Páll spjari sig. „Ég held raunar að hann muni gera það og veit að honum gengur vel í náminu.“ Hörð sókn og lin vörn Eiður Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.