Morgunblaðið - 18.01.2009, Qupperneq 18
18 Samfélagsmál
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
Polarolje
Selolía, einstök olía
Gott fyrir:
Maga- og þarma starfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Liðina
Polarolían fæst í:
apótekum, Þín verlsun Seljabraut,
heilsuhúsum, Fjarðarkaupum,
og Melabúð
Meiri virkni
Hátt hlutfall Omega 3
fitusýrur
Fiskbúðinni Trönuhrauni
Sími 555 2992 og 698 7999
V
ið ákváðum að kort-
leggja nemendahóp-
inn fyrir um þremur
árum og niðurstaðan
var að upp undir
helmingur nemenda var með við-
bótargreininguna einhverfu. Og þá
förum við að skoða hvað við getum
gert til að bæta kennslu og þjón-
ustu fyrir nemendur skólans,“ seg-
ir Dagný Annasdóttir, skólastjóri
Öskjuhlíðarskóla.
Í framhaldinu var ákveðið að
efla úrræði fyrir einhverfa í skól-
anum og hluti af því var að setja
upp sértaka skynörvunaraðstöðu
við skólann. „Börn með einhverfu
hafa í flestum tilfellum skertar
skynstöðvar,“ útskýrir Dagný.
„Þau geta haft truflað sjónskyn,
heyrnarskyn, jafnvægisskyn, sárs-
aukaskyn eða bragðskyn sem gerir
það að verkum að þau skynja
heiminn ekki eins og við hin.“ Í
skynörvunaraðstöðunni er unnið
með ólíkar skynstöðvar og reynt
að skapa róandi andrúmsloft til að
draga úr áreitum. Þar fá börnin
tækifæri til að kynnast ólíkum
áferðum efna, þau eru nudduð til
að örva snertiskynið, róandi hljóð
og tónlist er spiluð og útbúnaður á
borð við hengirúm og vatnsrúm er
nýttur til að þjálfa upp jafnvæg-
isskyn, svo eitthvað sé nefnt.
Einhverfir
um helming-
ur nemenda
Fyrir ári var einnig komið á fót
stöðu ráðgjafaþroskaþjálfa við
skólann, að sögn Dagnýjar. „Hann
veitir kennurum og foreldrum ein-
hverfra nemenda ráðgjöf auk þess
að sinna ráðgjöf á landsvísu.“
Mál í myndum
Aðallega eru notaðar þrjár að-
ferðir við þjálfun nemendanna í
skólanum að sögn Dagnýjar. Svo-
kallað TEACCH-kerfi gengur
fyrst og fremst út á skipulögð
vinnubrögð þar sem dagsskipulag
nemandans er sett upp á mynd-
rænan hátt, þannig að hann sjái
auðveldlega hvað dagurinn ber í
skauti sér. „Sem dæmi um dags-
skipulag í skóla er: samverustund,
tónmennt, sund, frímínútur, há-
degismatur og frístundarheimili.
Þá veit barnið að hverju það geng-
ur og óvissan veldur ekki óöryggi
vegna þess að öryggi er grundvall-
aratriði í daglegu lífi einhverfra
barna.“
Í skólanum er einnig unnið með
PECS sem er myndrænt boð-
skiptakerfi ætlað þeim sem eiga
erfitt með mál og frumkvæði í
samskiptum. Það byggist á mynd-
um sem barnið raðar upp í „setn-
ingar“ og kemur þannig til skila
löngunum sínum og vilja.
Þriðja aðferðin sem unnið er
með í skólanum er atferlisþjálfun
sem miðar að því að gera barnið
sem sjálfstæðast og fá það til að
taka sem mestan þátt í daglegu
lífi. „Við erum búin að vera með
ráðgjafa frá ABC-skólanum í
Sacramento í Bandaríkjunum síð-
an í ágúst,“ segir Dagný en sá
skóli kemur við sögu í heimild-
armyndinni um sólskinsdrenginn
Kela. Í ABC-skólanum er unnið
með einhverf börn frá unga aldri
en um 40% þeirra útskrifast þaðan
út í hefðbundna skólakerfið. „Na-
talie vinnur að því að setja upp
heildstæða atferlisþjálfun fyrir
einhverfa nemendur hjá okkur og
veitir líka starfsfólki ráðgjöf. Við
reiknum með því að hún verði hjá
okkur fram á vor en það hefur
komið mjög vel út að hafa hana í
fullu starfi.“ Dagný bætir því við
að ráðgjafinn hafi komið til lands-
ins í gegnum Margréti Dagmar
Ericsdóttur, sem gerði myndina,
en í fyrravetur vann hann í Hjalla-
skólanum þar sem Keli sótti skóla.
Fleiri aðferðir eru notaðar í
Öskjuhlíðarskóla og t.a.m er unnið
með svokallaðar félagsfærnisögur í
því skyni að kenna börnum á
ákveðnar aðstæður í lífinu, s.s.
hvað þau geti gert ef þau týna for-
eldrum sínum í verslunarmiðstöð.
Þá segir Dagný haldna reglulega
teymisfundi með foreldrum og öll-
um þeim sem koma að barninu, s.s.
í heilsdagsskóla, skammtímavistun
og liðveislu í því skyni að samrýma
vinnubrögð þessara aðila.
Skaðandi hegðun
Loks bætir Dagný við að í vetur
hafi verið lögð áhersla á að end-
urmennta starfsfólk í því hvernig
megi draga úr áráttukenndri og
óæskilegri hegðun. „Ef við náum
því hefur heilmikið áunnist. Við er-
um með börn sem skaða sjálf sig
og líka börn sem skaða aðra. Allir
starfsmenn okkar eru því nú á
námskeiði þar sem þeir læra
hvernig megi fyrirbyggja slíkt og
hvernig hægt sé að færa ein-
stakling úr óæskilegri aðstöðu yfir
í betra umhverfi.“
Öskjuhlíðarskóli er heildstæður
grunnskóli, með börn frá 1. og
upp í 10. bekk og er fyrst og
fremst ætlaður nemendum sem
eru með þroskahömlun eða
undir 70 í greindarvísitölu.
Flestir hafa þó einhverjar við-
bótarhamlanir því með stefnu
um skóla án aðgreiningar fara
flest þau börn sem eru með
„væga þroskahömlun“ í al-
mennu grunnskólana og geta
blómstrað þar að sögn Dagnýj-
ar.
„Við sjáum að aldurs-
samsetningin hjá okkur er eins
og öfugur pýramídi – það eru
aðeins 8 nemendur í fyrsta og
öðrum bekk til samans en þau
eru hins vegar 18 sem útskrifast
í vor. Þannig að þeim smáfjölgar
alltaf upp allan grunnskólann.“
FJÖLGAR EFTIR ÞVÍ
SEM ÞAU ELDAST
Dagný segir aðferðirSomu Mukhopadhyayvið að kenna mál-
lausum börnum með einhverfu
að tjá sig vera mjög athygl-
isverðar en þær koma við sögu
í kvikmyndinni um Sólskins-
drenginn. Þær sýni að leggja
megi meiri áherslu á að kenna
börnum í gegnum heyrn.
„Hingað til höfum við kannski
verið upptekin af því að kenna
einhverfum börnum á sjónræna
sviðinu. Þarna kemur hins veg-
ar í ljós að til eru einstaklingar
sem blómstra og ná tökum á
tungumálinu og félagslegri
færni með því að fá kennslu
sem byggist á heyrnræna svið-
inu. Það opnast heil ný veröld
fyrir þá.“
En væru möguleikar á því að
fá slík úrræði hingað heim?
„Mér finnst allt koma til greina
sem gagnast barninu í að
þroskast og dafna,“ svarar
hún. Til að slíkt gæti orðið
þyrfti að fá ráðgjafa til lands-
ins sem þróaði aðferðina og
staðfærði fyrir íslenska skóla.
„Jafnframt þyrftum við að
þjálfa ákveðinn hóp starfs-
manna sem hefði trú á þessu
og væri tilbúinn að leggja á sig
þessa vinnu. Hann þyrfti líka
að skuldbinda sig til að taka að
sér þetta verkefni í ákveðinn
tíma til að sjá hvort ávinningur
yrði af þessari aðferð eða
ekki.“
Kennt í
gegnum
heyrn
Skynörvun Í sérstakri aðstöðu í Öskjuhlíðarskóla er unnið með ólíkar skyn-
stöðvar og reynt að skapa róandi andrúmsloft til að draga úr áreitum.
Morgunblaðið/Golli
Skólastjórinn „Mér finnst allt koma til greina sem gagnast barninu í að
þroskast og dafna,“ segir Dagný Annasdóttir í Öskjuhlíðarskóla.
Fjórar sérdeildir fyrir einhverfbörn eru reknar við grunn-skóla á höfuðborgarsvæðinu,
auk sérdeildar á Akureyri. Þær eru
við Digranesskóla, Fellaskóla,
Hamraskóla og Langholtsskóla, en
Bjarnveig Bjarnadóttir veitir síðast-
nefndu deildinni forstöðu. Deildin
gegnir einnig ráðgefandi hlutverki
fyrir aðra grunnskóla. Við hana eru í
ár níu nemendur auk þess sem tí-
undi nemandinn tengist deildinni.
Að sögn Bjarnveigar tengjast
nemendur sérdeildarinnar allir al-
mennum bekkjum í Langholtsskóla
en fara mismikið út í þá eftir getu
hvers og eins. „Sum eru talsvert
mikið úti í bekk og einn okkar nem-
enda er svo til alfarið úti í bekk.
Flest börnin verða læs en það er ein-
staklingsbundið og í samvinnu við
foreldrana hvaða fög við leggjum
áherslu á. Þau sem geta mest fara í
gegnum öll fög eins og aðrir nem-
endur en stundum þurfum við svolít-
ið að forgangs-
raða.“
Þegar nemand-
inn er ekki úti í
bekknum fær
hann sérkennslu
á deildinni þar
sem farið er yfir
það sem hentar
betur að kenna
honum einslega
eða í litlum hóp.
„Aðferðin sem við styðjumst við er
skipulögð vinnubrögð sem komin er
úr TEACCH-hugmyndafræðinni,“
útskýrir Bjarnveig. „Það má segja
að hún byggist á mannúðarsálfræð-
inni þar sem virðing fyrir ein-
staklingnum og fötluninni er höfð í
hávegum. Við álítum sumsé ekki að
við getum „læknað“ þessa fötlun
enda er hún ekki sjúkdómur. Að-
ferðin gengur mikið út á skipulag og
sjónrænar vísbendingar með því að
útbúa töflu yfir það hvernig dag-
urinn verður hjá nemandanum.“
Deildin er einnig með það sem
kallað er „öfug blöndun,“ að Bjarn-
veigar sögn. „Þá koma nemendur úr
bekknum til nemanda í sérdeild og
læra þar með honum. Þetta skiptir
miklu máli félagslega. Krakkarnir
sjá þá oft nýja hlið á einhverfa nem-
andanum, því hann talar jafnvel
meira og hefur meiri samskipti við
þá inni á sérdeildinni en úti í bekkn-
um.“
Aðspurð segir hún foreldra yf-
irleitt mjög ánægða með þjónustuna,
enda byggist hún töluvert á sam-
vinnu við þá. „Það eru fleiri sem
vildu koma börnunum sínum hingað
en komast að. Þetta eru almennt litl-
ar deildir því það er ekki talið æski-
legt að nemendurnir séu fleiri en
átta eða svo. Við erum með um 7,5
stöðugildi enda þurfa flestir nem-
endurnir fylgd þegar þeir fara út í
bekk og þá er einhver úr sérdeild-
inni með þeim.“
Bjarnveig
Bjarnadóttir
Virðing fyrir einstaklingnum