Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 19

Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 19
Peningar 19 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Hinn umdeildi gjaldmiðill íslensku þjóðarinnar, krónan, skiptist í mynt og seðla. Að sögn Ingvars A. Sigfús- sonar, rekstrarstjóra Seðlabanka Ís- lands, ræðst kostnaður við fram- leiðslu myntarinnar af málm- innihaldi hennar, málmverði á markaði og myntsláttukostnaði sem stjórnast m.a. af því magni sem sleg- ið er í einu og hráefniskostnaði. Kostnaður í íslenskum krónum ræðst svo einnig af gengi krónunnar. „Í hvert skipti sem slá þarf nýja mynt er leitað tilboða. Miðað við þau verð sem Seðlabankinn hefur fengið undanfarin ár, umreiknuð yfir í ís- lenskar krónur á skráðu gengi Seðlabankans 7. janúar 2009, er verðbilið frá 3 krónum á mynt upp í rúmar 11 krónur. Efniskostnaður af dýrari málmi getur verið meira en helmingur af sláttukostnaði mynt- ar,“ segir Ingvar. Myntin er framleidd í útlöndum. Prentun á seðlum dýr Hann segir prentun á pen- ingaseðlum vandasama og dýra. Miklar öryggiskröfur séu gerðar til seðlaprentsmiðja og einnig liggi mikil rannsóknarvinna á bak við marga þá öryggisþætti sem notaðir eru í nútíma seðla. Íslenskir pen- ingaseðlar hafa verið prentaðir í Bretlandi í marga áratugi. „Prentkostnaður ræðst af því magni sem prentað er í einu og af þeim öryggisþáttum sem settir eru í seðlana. Venja er að hafa fullkomn- ari öryggisþætti í verðmeiri seðlum. Verð hvers seðils getur verið á bilinu 11 krónur upp í rúmlega 15 krónur eftir því um hvaða seðlastærð er að ræða og stærð pöntunar, en miðað er við skráð gengi Seðlabankans á pundi 7. janúar 2009,“ segir Ingvar. Myntin léttari en 1981 Núverandi myntsería hófst 1981. Þá var sett í umferð 1 króna sem var úr 75% kopar og 25% nikkel, þyngd 4,5 grömm. Árið 1989 var málm- innihaldinu breytt í nikkelhúðað stál. Við það breyttist þyngdin í 4,0 grömm. Fimm króna myntin sem sett var í umferð 1981 var líka úr 75% kopar og 25% nikkel, þyngd 6,5 grömm. Málminnihaldi var breytt 1996 í nikkelhúðað stál og við það breyttist þyngdin í 5,6 grömm. Tíu króna mynt var sett í umferð 1984. Málminnihald hennar var í upphafi 75% kopar og 25% nikkel, þyngd 8 grömm. Málminnihaldinu var breytt 1996 í nikkelhúðað stál og þyngd breyttist í 6,9 grömm. Að sögn Ingvars var breytt um málminnihald til að lækka fram- leiðslukostnað. Árið 1987 var 50 króna mynt sett í umferð. Málminnihald hennar er 70% kopar 24,5% sink og 5,5% nikk- el, þyngd 8,25 grömm. Árið 1995 var 100 króna mynt sett í umferð með sama málminnihaldi og 50 króna peningurinn, þyngd 8,5 grömm. Fjölbreyttir öryggisþættir Árið 1981 var ný seðlaröð sett í umferð. Það voru 10, 50, 100 og 500 króna seðlar. Nú hafa 10, 50, og 100 króna seðlarnir verið teknir úr um- ferð og þeir innkallaðir. Árið 1984 var 1.000 króna seðill settur í umferð Hvað kosta peningarnir? Morgunblaðið/Golli Hvort sem okkur líkar betur eða verr eru peningar snar þáttur í lífi okkar. En hvað skyldi kosta að framleiða peningana sem við höfum dags daglega milli handa, íslensku seðlana og myntina? Í HNOTSKURN »Samtals voru22.266.250.000 pen- ingaseðlar í umferð í lok des- ember 2008. Þar af voru 80,8% 5.000 króna seðlar, 2,8% 2.000 kr., 12,1% 1.000 kr. og 4,3% voru 500 krónu seðlar. » Í lok liðins árs voru24.436.438.000 myntpen- ingar í umferð. Þar af voru 57,9% 100 krónu peningar, 17,2% 50 kr, 16,6% 10 kr., 4,3% 5 kr. og 4,1% 1 krónu pen- ingar. og 5.000 króna seðill 1986. Árið 1995 var síðan 2.000 króna seðillinn tek- inn í notkun. Á árunum 2003-2005 setti Seðla- bankinn í umferð nýja uppfærða 500, 1.000 og 5.000 króna seðla í um- ferð. Seðlarnir voru með sama yf- irbragði en nútímalegri og með full- komnari öryggisþáttum. Öryggisþættir hafa verið til staðar í seðlum í mörg hundruð ár. Einn fyrsti öryggisþátturinn í seðlum var handskrifuð undirskrift, en margir þættir hafa bæst við, svo sem sér- unninn pappír, vatnsmerki, örygg- isþráður og upphleypt prentun. K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I - S Í M I : 5 7 8 4 0 0 0 - W W W . K E I L I R . N E T ORKU- OG TÆKNISKÓLI Vélarnar stjórna heiminum Keilir og Háskóli Íslands bjóða nú nám í orkutæknifræði og mekatróník við framúrskarandi aðstæður á Keilissvæðinu undir leiðsögn sérfræðinga í fremstu röð. Nemendur útskrifast með B.S. gráðu frá Háskóla Íslands. Orkutæknifræði veitir sterkan grunn í beislun og nýtingu jarðvarmaorku og virkjun á öðrum grænum, endurnýjanlegum orkugjöfum. Í mekatróník (e. mechatronics) fá nemendur þverfaglega menntun í hönnun og smíði rafeinda- og tölvustýrðs vélbúnaðar. Lögð er áhersla á verklegar æfingar í rannsóknarstofu og samstarf við fyrirtæki sem undirbýr nemendur fyrir atvinnulífið, þar sem vaxandi þörf er fyrir sérfræðinga á þessu sviði. Nánari upplýsingar á www.keilir.net. Umsóknarfrestur er til 20. janúar. Nú vantar fólk til að stjórna vélunum Keilir og Háskóli Íslands kynna B.S. nám í tæknifræði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.