Morgunblaðið - 18.01.2009, Síða 24
gamlársdag lék Sigmundur Ernir
aðalhlutverkið í þessari mynd,
sjálfan sirkusstjóra valdsins. Leik-
stjórinn var Ari Edwald en fram-
leiðandinn 365 eða réttara sagt
Baugur. Handritið fór að vísu úr
böndum og tökur klikkuðu.
Skoðum þetta aðeins nánar, því
þetta er dálítið merkilegt. Eins og
allir muna mættu fjölmiðlarnir fyr-
ir nokkrum vikum á borgarafund á
skemmtistaðnum NASA, um miðj-
an nóvember. Þetta var á margan
hátt átakanlegur fundur, því hann
staðfesti hyldýpið sem er á milli
þeirra sem stjórna fjölmiðlunum
og almennings í landinu. Í stað
þess að vera drjúgir með sig, eins
og þeirra er háttur, voru fjölmiðla-
menn flestir hverjir bljúgir og við-
urkenndu hver um annan þveran
að það væri til fólk í landinu og
báðust velvirðingar á því að þeir
hefðu ekki tekið eftir því
fyrr. Meira að segja
Sigmundur Ernir brá
sér í frjálslyndan gír
og sagðist myndu
fækka drottning-
arviðtölum við ráð-
herra og stjórn-
málamenn; þeir
hefðu hvort eð er
24 Skoðun
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
HAGFRÆÐIDEILD
HÁSKÓLA ÍSLANDS
www.hag.hi.is
Hagfræðideild HÍ – Málstofa í efnahagsmálum
Mánudaginn 19. janúar kl. 12:00-14:00, Hátíðasalur HÍ
Hvaða gjaldmiðil eiga Íslendingar að
nota í framtíðinni?
Willem H. Buiter, Prófessor í stjórnmálahagfræði
við London School of Economics
Í fyrirlestrinum mun Willem Buiter fjalla um þá kosti sem Íslendingar
hafa í gjaldmiðilsmálum. Hann mun fjalla um kosti og ókosti þess
að hér verði áfram sjálfstæður gjaldmiðill. Einnig mun hann skoða
þá valkosti sem fyrir hendi eru, svo sem einhliða upptaka annars
gjaldmiðils, innganga í Evrópusambandið og upptaka evru.
Buiter hefur gegnt stöðu prófessors við Princeton, Yale og Cambridge;
verið aðalhagfræðingur EBRD í London og setið í vaxtaákvörðunar-
nefnd Englandsbanka (Monetary Policy Committee).
Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.
BARNINU
LÍÐUR BETUR&
NÁTTÚRAN BLÓMSTRAR
• Glæný og gullfalleg bók um gömlu
góðu gildin.
• Hagnýtar uppástungur um „grænt“
uppeldi, sparnað og hollustu.
• Góð leiðsögn fyrir þá sem vilja draga úr
neyslu en auka um leið lífsgæði barna.
Á tilboði hjá Eymundsson.
sjálft sig svo sjálfsagt
að við förum smám
saman að líta á það
sem eðlilegt. Það
sveipar sig skikkju
tungumálsins, og lög-
um og reglum. „Ég
gerði ekkert ólög-
legt,“ segja lögbrjót-
arnir, þegar ekki eru
lengur til nein lög yfir
lögbrot þeirra. Þá
segjum við siðleysi,
en þurfa lögin ekki að
ná yfir siðleysið?
Annars er ekkert
gagn í þeim og þau
bara orðaleppur til að
firra menn ábyrgð. Á Íslandi lét
viðskiptalífið afnema flest þau lög
sem því fannst vera því fjötur um
fót. Til þess beitti það fyrir sig
frjálshyggjunni og stofnun sem
heitir Viðskiptaráð. Annaðhvort
hafði Viðskiptaráð þessi tök á lög-
gjafanum eða löggjafinn svaf á
vaktinni. Í einni af stefnuyfirlýs-
ingum Viðskiptaráðs segir: „Rök-
semdir gegn opinberri reglusetn-
ingu og eftirliti á
fjármagnsmarkaði eru meira sann-
færandi en röksemdir með slíkum
opinberum afskiptum. Miklu skyn-
samlegra væri að láta markaðs-
aðilum það eftir að setja sér eigin
reglur og framfylgja þeim.“ Og um
árangurinn af þessari stefnu segir:
„Athugun Viðskiptaráðs sýnir að
Alþingi fór í 90% tilfella að hluta
eða öllu leyti eftir tilmælum ráðs-
Eftir Einar Má Guðmundsson
Þ
egar Englendingar
segja að einhver hafi
enskt skopskyn, engl-
ish sense of humor,
þá meina þeir að við-
komandi hafi gott
skopskyn, góðan húmor. Þetta er
auðvitað bara málvenja, og ekkert
um hana að segja sem slíka, og
Englendingar hafa fínan húmor, ef
út í það er farið. Engu að síður
birtist í þessari málvenju ævaforn
hroki, hroki sem er vaxinn inn í
tungumálið, þegar hin fornu stór-
veldi telja jafnvel kímnigáfuna sér-
eign sína. Þegar Finnar tala um
finnskan húmor eiga þeir aðallega
við sjálfa sig og eru hálfafsakandi
því kímnigáfa Finna er kaldhæðin
og byggist oft á því að þegja og
láta sér fátt um finnast. Vond veð-
ur, myrkur, hörmungar koma þar
oft við sögu. Það talar heldur eng-
inn um albanskt skopskyn eða
rúmenskt skopskyn með svipuðum
hætti og þegar Englendingar tala
um enskt skopskyn og Zúlúmaður
myndi aldrei segja við þig, ef hon-
um fyndist þú fyndinn, að þú hefð-
ir zúlúskt skopskyn, zulu sense of
humor.
Hér er aðeins eitt af hinum fín-
gerðu blæbrigðum hrokans, en við
erum stöðugt minnt á þennan
hroka, hrokann sem er afsprengi
valdsins og sjálft valdið. Hroki
byggist á valdi, ef ekki raunveru-
legu þá ímynduðu. Þetta vald gerir
ins.“ Samkvæmt
þessu má líta svo á
að Viðskiptaráð hafi
framið hér eins kon-
ar valdarán en án
þess að nokkur tæki
eftir því. Í Chile
þurfti herfor-
ingjabyltingu og fas-
istastjórn til að koma
þessu kerfi á, frjáls-
hyggjukerfinu, en á
Íslandi runnu þessar
hugmyndir smurðar í
gegnum Alþingi án
þess að nokkuð stæði
í vegi fyrir þeim.
Enginn löggjafi til að
sjá hvert þetta myndi leiða okkur.
Nei, frekar að löggjafinn væri í
vinnu hjá Viðskiptaráði, enda níu-
tíu prósent af málum þess sam-
þykkt og stjórn þess skipuð langri
röð af fólki sem er nátengt
hruninu. Samt telur þetta fólk sig
enga ábyrgð bera á hruninu, ekki
ef marka má framsöguerindi þess
og svör á borgarafundinum í Há-
skólabíói hinn 12. janúar síðastlið-
inn. Þvert á móti hefur Við-
skiptaráð yfir sér þetta
kryddsíldaryfirbragð, lýðræðislegt,
en umfram allt frjálslynt og yf-
irborðskennt. Á bak við þetta er
hin alþjóðlega frjálshyggja og
spilling hennar og er það ekki
fyrst og fremst hún, hin alþjóðlega
frjálshyggja, sem ungað hefur út
stjórnleysingjum um allan heim,
bæði grímuklæddum og grímulaus-
um? Þeir þurfa ekki annað en að
banka á gluggann á Hótel Borg og
Kryddsíld Stöðvar tvö breytist á
augabragði í það leikhús fáránleik-
ans sem hún í rauninni er. Áður en
kaplarnir voru skornir í sundur
vorum við stödd í bíómynd eftir
Luis Bunuel. Hún fjallaði um yf-
irstétt sem hefur ekki hugmynd
um heiminn fyrir utan og heldur
bara áfram að skemmta sér og læt-
ur sem ekkert hafi í skorist. Á
ekkert að segja, nú myndu raddir
fólksins heyrast. Allt þetta geta
menn séð í myndbrotunum sem
hafa verið klippt saman um borg-
arafundina. Kannski hefur Sig-
mundur Ernir haldið að þetta
myndi falla í kramið. Eða þetta var
til marks um að um þær mundir
var Baugsfáninn að roðna og kall-
aðist Rauðsól um hríð og líktist
merki Samfylkingarinnar. Fólkið í
salnum kinkaði kolli og hugsaði:
Batnandi mönnum er best að lifa.
En þetta stóð ekki lengi yfir.
Stuttu seinna kom einn ráðherrann
fram og sagði að hér væri mis-
skilningur á ferð, þetta væri ekki
fólkið í landinu, og fjölmiðlarnir
kinkuðu kolli og sneru sér aftur að
merkilegri málum en fólkinu í
landinu. Ráðherrarnir mættu aftur
í drottningarviðtöl og keisarinn var
kominn á sinn stað ásamt hinum
bráðsnjöllu vefurum valdsins.
Ef við lítum á þetta í örlítið víð-
ara samhengi blasir við sú stað-
reynd að á bak við allan fjölbreyti-
leikann, sem nútíminn hefur
skreytt sig með á þessu söguskeiði
frjálshyggjunnar, hefur í raun búið
ótrúleg einsleitni. Lýðræði fjöl-
miðlanna hefur hreiðrað um sig í
yfirborðskenndum lífsstílsþáttum
og öll frjálsu skoðanaskiptin verið
merkilega ófrjáls, eins og dæmin
sanna með ýmsum uppljóstrunum
Kryddlegin Baugshjörtu
Einar Már Guðmundsson