Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 26
Við endimörk
þess að vera
manneskja
Á rennsli í Borgarleikhúsinu er verið að æfa skiptingar á milli atriða. Þess
vegna er kveikt á meðan leikarar hlaupa um sviðið í nærfötum. Svo eru
ljósin slökkt – og kveikt á ný. Ingvar Sigurðsson les dagblað og drekkur gin
af stút. Smám saman kárnar gamanið. Pétur Blöndal ræðir við hann um leik-
ritið Rústað eftir Söruh Kane, sem hann segir eitt það „svakalegasta“ sem
hann hafi fengist við á leiksviðinu.
Morgunblaðið/Golli
Rústað Ingvar Sigurðsson fer með aðalhlutverk í áleitnu verki, sem stendur undir nafni, í Borgarleikhúsinu.
persónurnar eru ekki klisju-
kenndar í heimsku sinni eða ill-
mennsku heldur verða þær fórn-
arlömb aðstæðna."
– Táknmyndirnar eru sterkar?
„Þegar líður á verkið verða þær
meira áberandi og kannski er það
óhjákvæmilegt þegar persónur eru
komnar að endimörkum þess að vera
manneskjur, þá verður að draga upp
meira abstrakt myndir – til þess að
áhorfendur afberi ljótleikann."
Hugrakkur hópur
– Hvernig fer ljúfur maður eins og
þú að því að leika svona hrotta?
„Þessi leikhópur og allir aðstand-
endur eru alveg einstök ljúfmenni;
við erum svo miklir ljúflingar að það
skipti engu máli hvað við lásum
verkið oft, okkur varð alltaf um og ó,
og í fyrstu yfirferðum vorum við
hálfskekin og skjálfandi þegar við
fórum í gegnum það."
Ingvar leggur áherslu á mál sitt:
„En það góða við okkur öll er að
við erum heldur ekki rög; þetta er
hugrakkur hópur. Maður verður
bara að bíta jaxlinn og má ekkert
hlaupa undan, heldur reyna að
ganga hreint til verks og heiðarlega
og vera höfundinum trúr. Enda sér
maður betur og betur hvílíkur snill-
ingur Sarah Kane; það er ekki á
hvers manns valdi að búa til leikrit
með svona mikilli innri sögn – með
öllu því sem stendur á milli línanna.
En í einkalífinu hefur hún verið
trufluð af sjálfri sér og lífinu."
– Örlög hennar voru sorgleg.
„Já, hún skrifaði fimm leikrit og
framdi sjálfsmorð. Hún gerði fyrst
tilraun til sjálfsmorðs, sem hefði að
öllum líkindum virkað, hún gleypti
185 pillur af einhverju tagi, en ein-
hver kom henni til bjargar á síðustu
stundu. Stuttu síðar svipti hún sig
lífi á spítalanum, slapp undan gæslu
og hengdi sig."
– Eru skírskotanir í líf hennar í
leikritinu?
„Leikhópurinn hefur skoðað ævi
hennar í sameiningu og Kristín fætt
okkur á nýsiefni. Kane ólst upp við
skrýtnar andstæður, fjölskyldan var
mjög trúuð en samt voru foreldrar
hennar blaðamenn gulu pressunnar.
Og ef maður rýnir í ævi hennar þá er
eins og hún leiti inn í sjálfa sig eftir
öllum persónum leikritsins. Ég leik
t.d. blaðamann og auðvelt að geta
sér til um að hún þekki heim blaða-
mannsins í gegnum foreldra sína,
þennan …"
Hann halllar sér aftur.
„Hvað á maður að kalla þessa
blaðamenn?"
Stutt þögn.
„Hann lifir í firrtum kjaftasögu-
heimi blaðamannsins, sem hún virð-
ist þekkja mjög vel. Þegar leikritið
var frumsýnt í Bretlandi árið 1995
og Sarah Kane varð í einu vetfangi
umtalaðasta manneskja í menning-
arlífi þjóðarinnar, þá benti hún á að
þetta væri bara leiksýning og hún
rataði á forsíður blaðanna, en fólk
kippti sér minna upp við raunveru-
lega harmleiki, fregnir af því færu
inn um annað eyrað og út um hitt.
En þegar leiksýning endurspeglaði
raunverulega harmleiki fólks, öll
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
V
arstu á rennslinu?" spyr
leikarinn Ingvar Sig-
urðsson þegar hann
tekur á móti blaða-
manni á heimili sínu.
– Já, svarar blaðamaður.
Það kemur andartaksþögn.
„Fyrirgefðu," segir hann síðan.
Þetta er ekkert venjulegt leikrit,
Rústað eftir Söruh Kane, og þarf
næstum því að biðjast afsökunar á
því sé það fært á fjalirnar.
Atburðarásin á Nýja sviðinu í
Borgarleikhúsinu áleitin í meira lagi
og víðsfjarri andrúmi notalegrar
borðstofu leikarahjóna í Vest-
urbænum. Handrit liggur opið á
borðinu, börnin „í sinni veröld" í her-
bergjunum, rólegt yfirbragð Ingv-
ars, tveir rjúkandi kaffibollar.
Það fer eftir verkefnum hversu
mikið af undirbúningi Ingvars fer
fram á heimilinu. „Ég undirbý mig
mestmegnis einn fyrir bíómyndir, þá
móta ég persónuna meira sjálfur, en
í leikhúsinu er rýmri tími og skyn-
samlegra að vinna persónuna með
leikhópnum; það má segja að í þessu
leikverki og það á reyndar alltaf við,
að karakterinn sem maður leikur er
alls ekki manns einkamál. Hann
mótast að miklu leyti af hinum per-
sónum leiksins, það er okkar hlut-
verk að hlusta á hver annan og stilla
okkur saman.
Fórnarlömb aðstæðna
Leikstjóri Rústað er Kristín Ey-
steinsdóttir, sem fékk Grímuna fyrir
bestu leikstjórn í fyrra fyrir Þann
Ljóta „Hún er ung og kappsöm,"
segir hann brosandi. „Og óþolinmóð
– sem er æðislegt! Það er það góða
við að vera ungur, sérstaklega þegar
hæfileikarnir eru til staðar; hefur
gott auga fyrir formi og sans fyrir
tímasetningum. Það auðvelt fyrir
gamlan hund eins og mig að setja út
á aðferðina og segja liðinu að slaka
aðeins á. En þó að kapp sé best með
forsjá, þá er fagmennskan slík, að
það hvarflar ekki að mér."
Ingvar heyrði fyrst af þessu um-
deilda leikriti árið 2003. „Breskur
vinur minn henti bókinni í mig, bað
mig að lesa hana og sagði beinlínis
við mig: „Ef þú ert til í að leika Ian, í
Blasted, þá er ég til í að leikstýra
þér." Þá var þetta orðið tæplega tíu
ára gamalt verk og ég man að þegar
ég las það, þá fannst mér það ógeðs-
legt. Ég er ekkert hrifinn af „in your
face"-ógeðsverkum, kannski vegna
þess að oft verða stælarnir leikritinu
yfirsterkari, og einhverju er klínt
framan í mann sem maður hefur
engan áhuga á og nær engum
tengslum við.
Eftir fyrsta lestur spurði þessi
vinur minn hvort ég væri til í að
leika hlutverkið og ég sagðist ekki
geta hugsað mér það. En mér varð
sífellt hugsað til leikritsins, ég las
það aftur og aftur, og sá að það
fjallaði ekki um andstyggilegheit
persónanna, kúgun eða svívirð-
ingu, heldur fyrst og fremst um
ástina og þörfina að tengjast. Það
er svo mikil ástarþrá í verkinu og
26 Leikhús
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
Endurmenntun efnir til námskeiðs um samtímaleikritun í samvinnu við
Borgarleikhúsið í tilefni af sýningu á Rústað eftir Söruh Kane og leik-
lestri á öllum leikritum sem hún skrifaði í kjölfarið, en það eru Ást
Fedru, Hreinsun, Þrá og 4:48 geðtruflun. „Því hefur verið haldið fram að
áhrif leikskáldskapar Söruh Kane á leikritun síðasta áratugar megi bera
saman við þá miklu umsköpun sem leikrit Samuels Becketts, Beðið eftir
Godot, olli er það var frumsýnt árið 1953,“ segir í lýsingu námskeiðsins.
„Sarah Kane (1971) olli straumhvörfum í leikritun strax með fyrsta
leikriti sínu, Rústað (Blasted), sem frumsýnt var í Royal Court-
leikhúsinu í London 1995. Lundúnabúar tóku andköf þegar þessi 24 ára
stúlka vogaði sér að senda frá sér svo harkalegt leikrit þar sem myrk-
ustu hliðum manna var lýst á ógnvekjandi hátt. Í óhugnaðinum blasir
hins vegar við ófullnægð þrá eftir hlýju, mýkt, friðsemd og mannúð.“
Þá segir að Sarah hafi komið eins og stormsveipur inn í heim sam-
tímaleikritunar og rústað viðteknum hugmyndum um leikritun með
vægðarlausum og beinskeyttum leikritum. Una Þorleifsdóttir listahá-
skólakennari fjallar á námskeiðinu almennt um Söruh Kane, einkenni
verka hennar og áhrif þeirra á leikritun og leikhúsið almennt. Magnús
Þór Þorbergsson leiklistarfræðingur tekur síðan sérstaklega fyrir
hvernig „in-yer-face“-bylgjan, sem fylgdi í kjölfar Blasted, náði fótfestu
í Berlín og víðs vegar um Evrópu. Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri fjallar
svo um Rústað og uppfærslu Borgarleikhússins á því verki og beinir
sjónum að aðferðafræði leikhópsins og ræðir inntak, fagurfræði og þá
heimspeki sem liggur að baki uppsetningunni.
SAMTÍMALEIKRITUN RÚSTAÐ