Morgunblaðið - 18.01.2009, Síða 33
lækkana og afnáms gjaldeyrishafta hefjist núna
í upphafi ársins. Spurður hvenær þetta fer af
stað segist Geir ekkert geta sagt um það ná-
kvæmlega. Allt bendi til að fljótlega á árinu
verði hægt að lækka vextina.
Losa um gjaldeyrishöftin sem fyrst
„Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fer yfir málin
með okkur núna um miðjan febrúar en lækkun
stýrivaxta og afnám gjaldeyrishafta spila sam-
an. Æskilegast væri að geta losað um þessi
gjaldeyrishöft sem fyrst, en það er ekki hægt
að tímasetja það. Einnig væri æskilegt að byrja
að lækka stýrivextina og gera það síðan nokkuð
hratt en þetta er háð því að við náum mark-
miðum okkar varðandi verðbólguna. Bæði at-
vinnulífið og heimilin bíða eftir að þetta ferli
hefjist. Við gerum okkur vel grein fyrir því að
óþreyjan er mikil en þetta eru vandmeðfarin
mál.“
Fram kom í Viðskiptablaði Morgunblaðsins
síðasta fimmtudag að skuldir þjóðarinnar væru
komnar yfir 2.000 milljarða króna. Forsætis-
ráðherra segist ekki bera brigður á þær tölur
en bendir jafnframt á óvissuna sem ríkir enn
um hvort eða hve miklar kröfur falli á ríkið
vegna Icesave og nýju bankanna. Þessi staða
geti breyst töluvert ef ríkið ákveði að selja
bankana þegar færi gefist.
„Eitt af því sem unnið hefur verið að í sam-
ráði við IMF er að setja þessar skuldir í sam-
hengi við gjaldþol okkar og möguleika á að
standa í skilum. Ríkissjóður er vel innan þeirra
marka sem við ráðum við og margar þjóðir eru
skuldugri en þetta, þrátt fyrir allt,“ segir Geir
og bendir jafnframt á að ríkið muni ekki endi-
lega nýta sér allar þær lánaheimildir sem hafi
boðist.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er búinn að inna
af hendi fyrstu greiðslu, um 830 milljónir doll-
ara, en Geir segir nær ekkert hafa verið dregið
á það fé. Jafnframt sé eftir að ganga endanlega
frá lánasamningum við þær þjóðir sem heitið
hafi lánafyrirgreiðslu. „Vonandi þurfum við
ekki að nota þessi lán, þetta er eins og að vera
með ónotaðan yfirdrátt.“
Nýlega var boðað að skipt yrði um banka-
stjóra Nýja Landsbankans. Spurður hvort á
næstunni megi reikna með frekari ákvörðunum
um að skipta út stjórnendum banka og eftirlits-
stofnana með fjármálakerfinu vill forsætisráð-
herra engu svara um það. Bendir á að ráðning
bankastjóra sé í höndum bankaráðanna. „Við
höfum fengið úrvalsfólk til að sitja í bankaráð-
unum og verðum að treysta því að það taki
skynsamlegar ákvarðanir um þessi atriði. Ýms-
ar breytingar hafa verið gerðar en gæta þarf að
því að breytingar innan bankanna grafi ekki
undan möguleikum þeirra á að starfa með eðli-
legum hætti, þannig að fagþekking glatist
ekki.“
Þegar talið berst að mögulegum breytingum
á ráðherraskipan innan ríkisstjórnarinnar vill
Geir heldur ekki tjá sig að svo stöddu. Misskiln-
ings hafi gætt í umræðunni um að landsfundur
Sjálfstæðisflokksins tengist mögulegum breyt-
ingum í ríkisstjórn.
Árið 2009 verður mjög erfitt
„Við höfum ekki dregið dul á það að árið 2009
verður mjög erfitt. Ef vel gengur gæti árið 2010
orðið auðveldara, sérstaklega þegar líður fram
á árið. Þetta fer mikið eftir því hver þróunin
verður í alheimsbúskapnum. Það er ekki okkur
í hag að öðrum gangi illa. Gríðarlegir erf-
iðleikar eru framundan víða um lönd,“ segir
Geir og nefnir bankakerfið í Bretlandi sem
dæmi. Þar hafi gífurlegum fjárhæðum verið
dælt inn í bankana án þess að það hafi haft mik-
ið að segja. Nýr forseti Bandaríkjanna, Obama,
hafi jafnframt kynnt umfangsmiklar áætlanir
til að örva hagkerfið og á meginlandi Evrópu sé
stöðugt verið að grípa inn í hjá bönkunum.
„Þetta er ekkert venjulegt ástand. Þegar
þetta skall á okkur hér í september af fullum
þunga voru fjármálastofnanir okkar ekki undir
það búnar. Meðal annars vegna þess að þær
höfðu hegðað sér gáleysislega, tekið mikla
áhættu og ekki sýnt þá ábyrgð sem þarf í þess-
ari starfsemi. Ríkiskerfið greip því miður ekki
inn í óhóflega stækkun bankakerfisins, það er
hið gremjulega í þessu máli, ekki að við skyld-
um hafa verið með opið bankakerfi og allt sem
því fylgdi á Evrópska efnahagssvæðinu. Það
var í sjálfu sér eðlilegt og ekki hægt að kenna
þeirri stefnu um enda bætti hún lífskjörin hér
stórlega í mörg ár. En þarna ætluðu menn sér
um of og því voru menn óviðbúnir þegar fjár-
málaóveðrið skall á okkur. Þegar þarna var
komið sögu, um mánaðamótin september-
október, var staðan sú að við vorum ekki fær
um að bjarga þessu kerfi. Ekki bætti svo úr
skák hvernig Bretar höguðu sér, bæði með
beitingu hryðjuverkalaganna og hvernig starf-
semi Kaupþings í Bretlandi var tekin yfir sem
að stofni til var 100 ára gamall breskur banki.
Sú staða kom okkur gersamlega í opna skjöldu,
við töldum að Kaupþing myndi lifa þetta af, al-
veg fram á síðustu stundu,“ segir Geir að end-
ingu.
reykurinn hverfur
Morgunblaðið/Kristinn
sætisráðherra frá því að neyðarlögin voru sett 6. október. Hann segir tíma uppbyggingar framundan.
33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
Morgunblaðið/Árni Sæberg
8. desember Mótmælin harðna. Handtökur í
Alþingishúsinu eftir læti á þingpöllunum.
Morgunblaðið/Júlíus
16. desember Mótmælendur reyndu að brjóta
sér leið inn í húsakynni Fjármálaeftirlitsins.
Morgunblaðið/Júlíus
17. desember Jón Gerald mætti í Landsbank-
ann. Tryggvi Jónsson hætti síðar störfum.
Morgunblaðið/Ómar
22. desember Fjárlögin fyrir 2009 samþykkt á
Alþingi með 157 milljarða króna halla.
Morgunblaðið/Júlíus
Gamlársdagur Piparúða beitt í mótmælum við
Kryddsíldarþátt Stöðvar 2 á Hótel Borg.
Ljósmynd/Hugi Hlynsson
3. janúar Friðsöm mótmælastaða hefur verið
reglulega á Ráðhústorginu á Akureyri.
Ljósmynd/Stöð 2
13. janúar Mótmælendur komust mjög nærri
ráðherrum við Alþingi og hindruðu för þeirra.
aftur traust stjórnenda fyrirtækja, almennings
og umheimsins á íslenska hagkerfinu og stjórn-
kerfinu. „Þá dugar ekkert að allir sitji sem fast-
ast. Það þarf augljóslega að skipta um stefnu og
fólk og í raun hefur ekkert gerst í þeim efnum.
Það hlýtur að vera einn eðlilegur liður í endur-
uppbyggingunni að þeir sem voru við stjórnvöl-
inn þegar skútan strandaði stigi til hliðar og
hleypi öðrum að. Ekki er hægt að ætlast
til þess að þeir sem strönduðu skútunni
geti siglt henni áfram, og hvað þá að
menn séu til í að leggja mikið á sig til
að vinna með þeim,“ segir Gylfi og
vísar þar til stjórnenda bankanna,
stjórnvalda og embættismanna.
Hann vísar einnig til stjórnenda
sumra fyrirtækja. „Fyrirtækjablokkir
og fáir auðmenn stjórnuðu mjög miklu
á Íslandi og þeir eru ekki alveg
horfnir af sjónarsviðinu.“
Flest til staðar
En telur hann
raunverulega hættu
á því að íslenska
bankakerfið komist
aftur í þrot? Um
þann möguleika
hafa verið fluttar
fréttir og m.a. vísað til gífurlegrar skuldaaukn-
ingar þjóðarbúsins. Um þetta segir Gylfi að
skuldirnar séu vissulega miklar og staða bank-
anna ennþá veik en afar ólíklegt sé að þeir geti
hrunið aftur. Tölur um bankana séu allar lægri
en þær voru fyrir hrunið.
„Ég get ekki útilokað nein áföll en sé samt
ekki í hendi mér hvað það ætti að vera.
Við eigum eftir að fá fleiri slæmar
fréttir, eins og hvað verður um þær
eigur viðskiptabankanna sem á
eftir að gera upp. Eins og stemn-
ingin er á mörkuðum almennt þá
eru litlar líkur á mörgum góðum
fréttum. Við getum fengið slæmar
fregnir af því hvernig fjármögnun
hins opinbera gengur en það verður
aldrei áfall af þeirri stærðargráðu
sem við fengum yfir okkur síðastliðið
haust.“
Gylfi ítrekar að þótt
höggið í október
hafi verið gríð-
arlegt, og fá dæmi
séu um slíkt á
Vesturlöndum á
síðari tímum, þá
sé ekkert í kort-
unum sem sé
óviðráðanlegt. Vissulega sé framundan risavax-
ið verkefni og margt af því hundleiðinlegt og
fúlt, eins og gjaldþrot, uppsagnir og skatta-
hækkanir.
„Við eigum að geta siglt í gegnum þetta.
Þrátt fyrir öll ósköpin er ennþá allt til staðar
sem var á Íslandi fyrir hrunið; auðlindirnar, inn-
viðirnir, mannvirkin og meira og minna allt fólk-
ið. Við höfum því alla burði til að reka öflugt
hagkerfi en það þarf að fara fyrst í gegnum
mjög leiðinlega fjárhagslega endurskipulagn-
ingu áður en hjólin geta farið að snúast sæmi-
lega lipurlega aftur. Við þurfum að skipta um
stefnu og fólk við stjórnvölinn og ég óttast það
ekkert. Það er fjöldinn allur af hæfileikaríku,
velmenntuðu og ungu fólki sem getur leyst þá af
hólmi sem strönduðu skútunni,“ segir Gylfi.
Kominn tími á konur
Nefnir hann í því samhengi að íslenskt við-
skipta- og stjórnmálalíf hafi vannýtt eina auð-
lind, þ.e.a.s. konur. „Rannsóknir hafa löngum
sýnt að konur eru alla jafna síður áhættusækn-
ar en karlar. Eitt af því sem kom okkur í vand-
ræði var að hagkerfinu var meira og minna
stýrt af frekar áhættusæknum karlmönnum.
Því getur verið tími til kominn að þeir stígi til
hliðar og hleypi fleiri konum að sem eru með
önnur sjónarmið og aðrar lausnir,“ segir Gylfi.
ldu skútunni í strand