Morgunblaðið - 18.01.2009, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 18.01.2009, Qupperneq 41
Minningar 41 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009 ✝ Sigríður Sigurð-ardóttir fæddist á Grund á Langanesi 22. apríl 1917. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sundabúð á Vopna- firði 9. desember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sig- urður Sigvaldason, f. á Þorsteinsstöðum í Sauðaneshreppi 11.10. 1872, d. 10.2. 1937, og Aðalbjörg Jónasdóttir, f. á Hlíð á Langanesi 18.12. 1878, d. 19.4. 1930. Systkini Sigríðar voru: Sig- urbjörg, f. 1905, d. 1981; Helga, f. 1906, d. 1950; Gunnlaugur, f. 1908, d. 1973; Sigvaldi, f. 1919, d. 1998; Jónas, f. 1912, d. 2005; og Matt- hildur, f. 1914, d. 2001. Sigríður ólst upp hjá föðursystur sinni Hólmfríði Sigvaldadóttur og manni hennar Jónasi Pálssyni í Kverk- ártungu í Skeggjastaðahreppi. Sigríður giftist 3. ágúst 1947 Gunnlaugi Antonssyni, f. 22.4. 1908, d. 15.7. 1976. Þau eignuðust 8 börn, þau eru: 1) Jónas Pálsson, f. 29 .8. 1946. 2) Hólmfríður Aðal- björg, f. 9. 11. 1947. Maki Sigurður Kristjánsson, f. 1.2. 1946, d. 19.6. 1976. Börn hennar eru: a) Krist- rún, f. 8. 8. 1969, maki Dofri Jóns- son, f. 15.5. 1972. Þau eiga fjögur börn. b) Fanney, f. 21.2. 1970, maki Orri Árnason, f. 7.2. 1969. Þau skildu. Þau eiga tvö börn. c) Krist- ján, f. 1.2. 1971, maki Herdís Lilja Jónsdóttir, f. 20.8. 1972. Þau eiga tvö börn. d) María Lena Ólafs- 1982. 6) Matthildur Guðrún, f. 17.7. 1953. Maki Steinar Hilm- arsson, f. 16.8. 1948. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Gunnþórunn, f. 1.6. 1974, maki Geir Vilhjálms- son, f. 3.4. 1971. Þau eiga tvo syni. b) Hilma, f. 2.10. 1976, maki Rúnar Þór Konráðsson, f. 9.5. 1979. Þau eiga tvær dætur. c) Gunnlaugur, f. 2.10. 1976. d) Þór- halla Kolbrún, f. 31.8. 1982, maki Baldur Örn Gunnarsson, f. 31.7. 1980. Þau eiga eitt barn. 7) Unnur Elínborg, f. 22.3. 1955. Maki Indr- iði Þóroddsson, f. 6.5. 1948. Börn þeirra eru: a) Þórunn, f. 20.7. 1975, maki Halldór Gunnar Jón- asson, f. 13.2. 1964. Þau eiga þrjú börn. b) Sigríður Ósk, f. 2.3. 1979, maki Krzysztof Krawczyk, f. 28.5. 1977. Þau eiga tvo syni saman en Sigríður Ósk á einn son fyrir. c) Þröstur, f. 14.2. 1982. d) Sig- urlaug, f. 22.4. 1989, maki Friðrik Óli Atlason, f. 8.1. 1984. 8) Sigrún Björg, f. 21.10. 1958. Maki Björg- vin Sveinbjörnsson, f. 10.5. 1958. Börn Sigrúnar úr fyrri sambúð eru: Stefán Smári, f. 14.5. 1988, og Linda Kristbjörg, f. 3.10. 1989, Jónsbörn. Sigríður var einn vetur í hús- stjórnarskólanum á Hallormsstað. Hún var kaupakona í Jökuls- árhlíð, Vopnafirði og Gríms- stöðum á Fjöllum þar sem hún kynntist manni sínum Gunnlaugi Antonssyni. Sigríður og Gunn- laugur bjuggu á Melavöllum á Langanesströnd frá 1950. Sigríð- ur fluttist síðan að Hafnargötu 11 á Bakkafirði og bjó þar fram í júlí síðastliðinn er hún veiktist. Dvaldi hún síðustu fjóra mán- uðina á Sundabúð á Vopnafirði. Sigríður var jarðsungin frá Skeggjastaðakirkju 18. desember. dóttir, f. 8.11. 1983. 3) Kristinn Bjartmar, f. 23.12. 1948. Maki Anna María Helga- dóttir, f. 30.11. 1957. Börn þeirra eru: Sandra, f. 10.2. 1986, maki Gísli Tryggvi Gíslason, f. 22.10. 1986, og Sindri Már, f. 8.4. 1989. Börn Önnu Maríu af fyrra hjónabandi: Jón Örv- ar, f. 25.7. 1976, Þór- dís, f. 12.5. 1978, og Helga María, f. 9.5. 1981, Gíslabörn. 4) Helgi Sig- urður, f. 20.4. 1950. Maki Guðný Benediktsdóttir, f. 18.9. 1952. Börn þeirra eru: a) Sigurbjörg Jóna, f. 25.1. 1971, maki Nils Kjartan Guðmundsson, f. 14.8. 1975. Þau eiga eitt barn. b) Guð- rún Sigríður, f. 26.7. 1973, maki Elín Yngvadóttir, f. 3.1. 1975. Þær eiga eitt barn. c) Arnar, f. 1.8. 1974, maki Erla Kaja Emilsdóttir, f. 6.10. 1976. Þau eiga fimm börn. d) Eydís Huld, f. 25.3. 1980. 5) Al- dís Emilía, f. 23.11. 1951. Maki Barði Helgason, f. 7.6. 1945, d. 16.7. 1999. Börn hennar eru: a) Gunnar Hreinn Hauksson, f. 12.5. 1968, maki Arnheiður Helga Ingi- bergsdóttir, f. 25.5. 1973. Þau eiga fjögur börn. b) Gunnlaugur Jóns- son, f. 18.1. 1973, maki Ósk Lauf- ey Óttarsdóttir, f. 13.4. 1979. Þau eiga tvö börn. c) Sigrún Alla Barðadóttir, f. 14.10. 1980, maki Viggó Ingimar Jónasson, f. 17.3. 1979. Þau eiga eitt barn. d) Sigríð- ur Steinunn Barðadóttir, f. 9.4. Sjá, dagar koma, ár og aldir líða, og enginn stöðvar tímans þunga nið. Þessar hendingar þjóðskáldsins koma upp í hugann þegar horft er á eftir samferðafólkinu sem hefur ver- ið stór og veigamikill hluti af lífi manns undangengna áratugi. Já, tíminn niðar áfram og enginn stöðv- ar framrás hans. Í fáum orðum vil ég minnast tengdamóður minnar, Sigríðar Sigurðardóttur frá Mela- völlum, sem jarðsungin var frá Skeggjastaðakirkju fimmtudaginn 18. desember sl. Ég er ekki frá því að ég hafi verið með dálítinn hnút í maganum þegar ég kom í Melavelli í fyrsta sinn. En það varði ekki lengi því gestrisni og hlýjar móttökur Siggu, eins og hún var oftast kölluð, ásamt góðlegu, hlýju og glettnislegu viðmóti Gunn- laugs tengdaföður míns, sem ég því miður átti allt of stutta samleið með, greiddu fljótt fyrir góðum kynnum sem óhætt er að segja að aldrei hafi borið skugga á. Sigga var ekki mikið fyrir að ber- ast á eða flíka tilfinningum sínum. Hæglát og dagfarsprúð kona með ríka réttlætiskennd. Hún gat orðið hvöss á svip fyndist henni mönnum eða málleysingjum vera misboðið. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og var ekkert að liggja á þeim ef svo bar undir. Oft var stutt í glettni og gamansemi. Reglumanneskja var hún en eftir að við fórum að búa fannst henni sjálf- sagt að við færum að skemmta okk- ur þegar færi gafst og var þá alltaf tilbúin að passa börnin fyrir okkur þegar þau voru lítil. Einu sinni sem oftar vorum við að fara á ball og Sigga kom til að vera hjá börnunum. Meðferðis hafði hún prjónana sína í svartri handtösku, en svo vildi til að Unnur átti aðra nákvæmlega eins. Eftir að hafa spjallað um stund teygir hún sig í prjónatöskuna en sér þá að innihald- ið er ekki prjónadótið heldur eitt- hvað sem við ætluðum að hafa með okkur á ballið. Fer hún þá að skelli- hlæja við tilhugsunina um svipinn á mér þegar ég færi að taka upp prjónana á ballinu. Skemmti hún sér vel yfir þessu. Eftir að ég fór að vera hér á Bakkafirði í fastri vinnu, en þá bjuggum við í sveitinni, var ég dag- legur gestur í kaffi á Hafnargötunni hjá Siggu og Jónasi. Alltaf var heimabakað brauð á borðum og ætl- ast til að ég væri heimagangur hjá þeim. Þegar við svo fluttum hingað á Bakkafjörð fyrir tveimur árum tal- aði hún um það við Unni hvort henni væri ekki sama þótt ég héldi áfram að koma til hennar í morgunkaffi og það hef ég gert flesta virka morgna síðan. Þegar ég kom ekki sagði hún oft næst þegar ég kom: „Hvað varstu að þvælast í gær?“ Síðustu mánuðina sem hún var heima sagði hún stundum þegar ég kom: „Ég er komin á fætur og þú ert kominn. Stendur þig bara vel núna.“ Sigga var vel meðvituð um gildi þess að hreyfa sig og á meðan hún gat fór hún út að ganga og þegar það var ekki hægt lengur notaði hún morgunleikfimina í útvarpinu til að hreyfa sig. Eldhússtörfin notaði hún líka til að halda sér í formi og til að hafa eitthvert hlutverk. En vinnu- dagurinn var orðinn langur og henn- ar langa dagsverki er nú lokið. En eftir standa ljúfar minningar sem ég og mín fjölskylda öll geymum fyrir okkur. Hvíl í friði. Indriði Þóroddsson. Látin er öldruð vinkona mín, södd lífdaga eftir langan vinnudag. Okkar kynni hófust þegar ég var barn og hún kaupakona hjá foreldrum mín- um í Ytri-Hlíð í Vopnafirði. Hún giftist síðar Gunnlaugi og þau byggðu upp bú á Melavöllum í Bakkafirði sem ekki hefur verið auðvelt á þeirri tíð. Þau áttu átta börn á tólf árum. Oft var margt í heimili þegar bættust við sumar- börn, sem send voru í sveitina. Stundum brá hún á það ráð að senda til veiða í ána í von um silung í mat- inn og bjargaðist þá máltíðin. Allt var unnið og nýtt heima til matar eins og var í sveit í þá daga. Vann hún allan fatnað á börnin, ekki var hlaupið í búðir. Hún sagði mér að sjálf hefði hún ekki farið til Bakka- fjarðar í sjö ár meðan börnin voru lítil. Eftir að hún missti mann sinn bjó hún með börnum sínum um árabil þar til hún flutti til Bakkafjarðar og hélt heimili með Jónasi syni sínum þar til áfallið kom og hún var flutt á sjúkradeild á Vopnafirði. Hún var aldrei heilsuhraust en þrautseigjan þeim mun meiri. Aldrei kvartaði hún þótt hún fatlaðist á öxl og fleira bag- aði. Hélt áfram að hekla fín milli- verk í sængurver handa afkomend- um, síðast langömmubörnum, og var á síðasta ári að ljúka við handa einu væntanlegu. Sagðist hún verða að hafa handavinnu. Hún gaf allt jafn- óðum. Við kynntumst svo náið þegar við fórum saman í ferðir með Ferða- félagi Vopnafjarðar. Hún gat þá far- ið að skoða sig um og var mikill náttúruunnandi og tók margar myndir. Oft bauð hún barnabörnum með í þessar ferðir að sýna þeim náttúruna og landið. Seinna kom hún oft til mín og dvaldi okkur til ánægju. Var hún þá að sinna erind- um á Vopnafirði, s.s. læknisheim- sóknum o.fl. Ekki var hún gráðug að taka lyf nema af brýnni þörf. Alltaf hugsaði hún um að gefa jóla- og af- mælisgjafir og var ég þá að aðstoða hana við það. Ég undraðist hvað hún mundi eftir öllum og einnig aldr- inum á börnunum. Hún fór á seinni árum í sumar- ferðir með eldri borgurum á Egils- stöðum og Vopnafirði og naut þess þótt heilsan leyfði það varla. Eins dvaldi hún stundum í sumarbúðum viku í senn við Vestmannsvatn. Hún var sérstök húsmóðir, allt í röð og reglu og fínt. Var hún einnig ávallt vel til fara. Hún bakaði með kaffinu og sá um eldamennsku fram að áfallinu. Margir komu líka í kaffi til hennar og urðum við einnig þess aðnjótandi. Var hún að baka þegar hún fékk áfallið og var flutt á sjúkradeild á Vopnafirði þannig að það var hennar síðasta verk. Hún var orðin mjög veik undir það síðasta, þráði hvíldina. Hún hafði rænu annað slagið og vissi að hverju fór og bað dóttur sína fyrir kveðju til Bakkafirðinga. Ég náði að kveðja hana síðasta kvöldið áður en hún dó. Kveðjur hennar til Bakkfirðinga voru fluttar við útför hennar við Skeggjastaðakirkju 18. desember sl. Ég kveð þessa öldnu heiðurskonu með þökk og blessun Guðs. Samúðarkveðjur sendi ég til fjöl- skyldu hennar. Minningin lifir um mæta konu. Hvað er hel? Öllum líkn, sem lifa vel, engill, sem til lífsins leiðir, ljósmóðir, sem hvílu breiðir. Sólarbros, er birta él, heitir hel. (Matth. Joch.) Valgerður Friðriksdóttir. Sigríður Sigurðardóttir ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SUMARLIÐADÓTTIR, Heiðarhorni 6, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðviku- daginn 14. janúar. Leifur S. Einarsson, Oddný Guðbjörg Leifsdóttir, Björn Ólafsson, Leifur Gunnar Leifsson, Brynja Hjaltadóttir, Bryndís María Leifsdóttir, Friðrik Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur sonur minn, bróðir okkar og mágur, GUNNAR ÓLAFUR SKARPHÉÐINSSON frá Þingeyri, Hátúni 10, Reykjavík, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans sunnu- daginn 11. janúar, verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju föstudaginn 23. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina Dýra á Þingeyri eða Rauðakrossdeild Dýrafjarðar. Guðrún Markúsdóttir, Sigríður Skarphéðinsdóttir, Skarphéðinn Ólafsson, Njáll Skarphéðinsson, Pálína Baldvinsdóttir, Guðbjörg Skarphéðinsdóttir, Hilmar Pálsson, Bjarki Skarphéðinsson, Sigrún Lárusdóttir. ✝ Okkar hjartkæra RAGNHEIÐUR BENEDIKTSDÓTTIR, Ragna, frá Erpsstöðum, Laugavegi 39, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 11. janúar, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 20. janúar kl. 13.00. Halldóra Benediktsdóttir, Arndís Lilja Níelsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTRÚN H. JÓNSDÓTTIR, Hlynsölum 1, Kópavogi, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 20. janúar kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlega bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Steingrímur Jónasson, Bjarney Kolbrún Garðarsdóttir, Tryggvi Garðarsson, Rósa Steingrímsdóttir, Stefán Hjörleifsson, Jón Þór Steingrímsson, Sheida Keshtkar, Rebekka Stella, Tryggvi Þór, Ástþór, Silja, Harpa, Steingrímur Kolbeinn, Róbert Ingi, Andri Snær. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ODDNÝ GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Skógarbæ, áður Lautasmára 12, lést á Landspítalanum sunnudaginn 11. janúar. Útförin verður gerð frá Grafarvogskirkju mánudaginn 19. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Vilborg Pétursdóttir, Sigurður Haraldsson, Guðmundur Pétursson, Elsa Jónsdóttir, Sigríður Pétursdóttir, Heiðar Vilhjálmsson, Hendrik Pétursson, Marianne Hansen, Halldóra Pétursdóttir, Jóhann Helgason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.