Morgunblaðið - 18.01.2009, Síða 42
42 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
✝ Gylfi Magnússonfæddist í Reykja-
vík 5. maí 1930. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í Kópa-
vogi 14. desember síð-
astliðinn Foreldrar
hans voru Margrét
Jónsdóttir, f. á Stóra-
Hálsi í Grafnings-
hreppi 26.11. 1906 , d.
31.1. 1985 og Guð-
mundur Magnús
Ólafsson, f. í Eyvík í
Klausturhólasókn í
Árnessýslu 2.8. 1901,
d. 12.5 1973. Gylfi átti fjögur systk-
ini sem öll eru á lífi. Þau eru: Ás-
laug Hulda, f. 10.2 1928, Hjördís, f.
12.4 1933, Jón Heiðar, f. 22.5 1936
og Rúnar, f. 27.4 1946. Gylfi kvænt-
ist 13.11. 1954 Huldu Dagmar
Magnúsdóttur, f. í Reykjavík 3.8
1926. Foreldrar Huldu voru Guð-
rún Ragnheiður Brynjólfsdóttir, f. í
Miðhúsum í Biskupstungum 20.8.
1886, d. 11.6. 1976 og Magnús Gísla-
son, f. á Melum í Kjós 18.8. 1872, d.
11.9. 1943. Synir Gylfa og Huldu
eru: 1) Magnús, f. 20.12 1951,
kvæntur Dagrúnu Gröndal, f. 6.9.
1953. Börn þeirra eru: a) Hulda
Dagmar, f. 2.6. 1974, dóttir hennar
er Írena Þöll Arnarsdóttir, f. 25.12.
1998, og b) Berglind Ósk, f. 15.4
1978. 2) Gylfi, f. 24.11 1955, kvænt-
ur Sigrúnu Ásmundsdóttur, f. 25.4
1958. Börn þeirra eru: a) Jóhanna,
f. 9.5 1980, sambýlismaður Jón
Ágúst Garðarsson, f. 7.2 1980, dótt-
ir þeirra er Aníta Eik, f. 6.11. 2004.
b) Ólafur Gylfi, f. 18.9. 1983, unn-
usta Helga Margrét
Haraldsdóttir, f.
30.12. 1985, og Arna
Björk, f. 12.7. 1996. 3)
Örn, f. 25.6 1960,
kvæntur Sveinbjörgu
Brynjólfsdóttur, f.
31.8. 1962. Dóttir
þeirra er Brynja, f.
13.5. 1995.
Gylfi fluttist ungur
að árum með fjöl-
skyldu sinni í Þing-
vallasveit, að Mjóa-
nesi, þar sem hann
ólst upp. Á unglings-
árum fluttist hann í Hafnarfjörð til
þess að stunda nám við Flensborg-
arskólann, en þaðan útskrifaðist
hann sem gagnfræðingur og hlaut
verðlaun fyrir góðan námsárangur.
Að námi loknu fór hann fljótlega út
á vinnumarkaðinn og fór snemma
að vinna sjálfstætt sem verktaki við
jarðvinnu og gatnagerð. Eftir að
hafa árum saman starfað sem sjálf-
stæður verktaki, seldi hann rekst-
urinn og hóf störf sem verkstjóri
hjá Breiðholti hf. Síðar gerðist
hann verkstjóri hjá Húsnæðisnefnd
Reykjavíkur og starfaði hann þar
uns hann fór á eftirlaun.
Gylfi og Hulda voru gift í 58 ár.
Þau hófu búskap á Sogavegi, en
lengst af bjuggu þau á Seltjarn-
arnesi með viðkomu á Álftarnesi og
í Grafarvogi. Síðustu átta ár hafa
þau búið á Naustabryggju í Reykja-
vík.
Útför Gylfa fór fram frá Áskirkju
22. desember, í kyrrþey að ósk hins
látna.
Jæja, þá er hann loksins búinn að
fá hvíldina. Eftir löng og ströng
veikindi lést pabbi aðfaranótt 14.
desember sl. Mig langar að minnast
og kveðja hann með þessum skrif-
um.
Í minningu var pabbi hinn sterki
og skynsami maður í fjölskyldunni
sem alltaf var hægt að leita til og fá
góð ráð og var hann boðinn og bú-
inn til að hjálpa eins og unnt var.
Stóran hluta af starfsævinni starf-
aði hann sem verktaki og síðar
verkstjóri við byggingarfram-
kvæmdir að uppbyggingu verka-
mannabústaða í Breiðholti og öðr-
um hverfum í Reykjavík er fylgdu á
eftir. Hæfni hans til verkstýringar
kom sér vel í fjölskyldunni, hvort
sem einhver var að fara að flytja
eða þurfti að mála, þá tók pabbi
alltaf að sér að undirbúa, kalla til
mannskap og tryggt var að gengið
yrði í verkið og allir hjálpuðust að.
Pabbi var ötull að hvetja mann til
verka og ekki var ég hár í loftinu
þegar pabbi réð mig í mína fyrstu
sumarvinnu. Þá hafði pabbi keypt
gamla skurðgröfu og kom henni
fyrir ekki langt frá þar sem við
bjuggum, gerði svo samning við
mig um að snurfusa og mála tækið.
Þarna hamaðist ég lungann úr
sumrinu, móður minni til mikillar
armæðu þar sem málningin fór að
miklu leyti á sjálfan mig og fötin og
lenti því á henni að þrífa en pabbi
hafði gaman af þessu og var dug-
legur að hrósa mér fyrir verkið.
Þegar ég var að kaupa mína fyrstu
bíla og íbúð þá tók maður pabba
með til að skoða og meta og alltaf
hvatti hann mann áfram og brúaði
tímabundið það sem upp á vantaði
ef hann mat að fjárfestingin væri
raunhæf.
Tafl og bridge voru hans áhuga-
mál, oft var erfitt fyrir hann að
finna tíma til að sinna sínum hugð-
arefnum og þegar maður hugsar til
þess í dag hvað hann náði góðum
árangri í skákinni og keppnisbrids
þar sem lítill tími var til að sinna
hugðarefninu því vinnudagur var
langur. Utanumhald heimilisins var
hjá mömmu og leystu þau verka-
skiptinguna farsællega og var
hjónaband þeirra farsælt og gott
veganesti út í lífið fyrir okkur
bræður. Rökrænar þrautir voru
ætíð spennandi viðfangsefni. Það
voru góðar stundir á jólum að leysa
skákþrautir og myndaþrautir sem
komu út fyrir jól. Nú varð maður
fyrir síðustu jól að treysta á eigið
hyggjuvit! Ég man þegar Taflfélag
Seltjarnarness var stofnað á átt-
unda áratugnum hvað ég var stolt-
ur af pabba að hann skyldi flytja
sig yfir til okkar frá TR og með því
sýna sinn stuðning við uppbygg-
ingu á ungu félagi.
Pabbi hefur verið sjónskertur í
nokkur ár og því ekki getað sinnt
sínum hugðarefnum. Íþróttum
fylgdist hann alltaf vel með og þá
sérstaklega handbolta. Þar var
hann vel inni í öllum málum, það
var ánægjulegt að sitja með honum
í desember og fylgjast með undan-
úrslitaleik í handboltanum. Hann
var vel inni í hlutunum og þekkti
vel til leikmanna. Við leiðarlok eru
orð fátækleg en minningar góðar
sem munu lifa áfram með okkur.
Örn.
Elsku afi minn, þú hefur kvatt
þennan heim. Á þessari stundu
hlýnar mér um hjartarætur því
margar góðar minningar rifjast
upp. Minning mín um þig er og
verður alltaf falleg. Þú varst eini afi
minn og ég er svo þakklát fyrir að
hafa átt þig sem afa, ég hefði ekki
getað óskað mér betri afa.
Mín fyrsta minning er þegar þið
amma voruð ný flutt á Álftanesið,
þar áttuð þið virkilega fallegt og
kærleiksríkt heimili. Samband ykk-
ar ömmu var einstakt, þið voruð svo
samhent og samstiga í lífinu og fjöl-
skyldan var ávallt í fyrirrúmi. Það
var alltaf svo gaman að koma í
heimsókn til ykkar því við sátum
aldrei auðum höndum, þið áttuð
stóran og glæsilegan garð það sem
við gátum gleymt tíma og stund í
leik.
Taflmaður varstu mikill, elsku afi
og voru þær ófáar stundirnar sem
þú eyddir með okkur barnabörn-
unum við taflborðið. Þú kenndir
okkur mannganginn, þegar við
höfðum náð góðum tökum á honum
kenndirðu okkur ýmis brögð, svo
sem heimaskítsmát. Aldrei var tafl-
ið langt undan og í minningunni
varst þú ávallt við taflborðið. Mér
er sérstaklega minnistæð sú hefð
sem þú og synirnir höfðu komið
ykkur upp á aðfangadagskvöld, að
tefla eftir að við höfðum lokið við að
opna gjafirnar. Þú og pabbi teflduð
oft saman og það er greinilegt
hvaðan skákáhugi hans er upprun-
inn. Áhuginn á skák smitaðist því
ég fór síðar að æfa skák, ég var
mjög stolt af því að eiga afa og
pabba sem góða skákmenn.
Á unglingsárunum þegar ég tók
mín fyrstu skref út á vinnumark-
aðinn á sumrin, fékk ég að vinna
með þér, þú varst góður verkstjóri
og allir þeir sem unnu undir þinni
stjórn báru mikla virðingu fyrir
þér. Það var virkilega gaman að
hafa kynnst þessari hlið á þér í
þessi fimm sumur sem ég starfaði
með þér.
Mér þykir afskaplega vænt um
að þú hafir fengið að kynnast dótt-
ur minni Anítu Eik, þú sýndir henni
alltaf svo mikinn áhuga og fylgdist
vel með hvað var um að vera í lífinu
hjá henni.
Ég veit að þú ert á góðum stað
núna og að þér líður vel þar, hvíl þú
í friði, elsku besti afi.
Þín,
Jóhanna.
Ástkær afi minn er látinn. Sökn-
uðurinn teymir mig á vit minning-
anna. Minninga frá minni yndislegu
barnæsku sem elsku afi átti svo rík-
an þátt í. Minningar um litla stelpu
sem ólst upp við ótæmandi ást,
hlýju og gleði. Ég vildi óska að ég
gæti, þó ekki væri nema örstutt
augnablik, orðið aftur þessi litla
stelpa og hjúfrað mig upp að afa
mínum. Heyrt hann hlæja að
blaðrinu í mér og séð skilningsríkt
brosið þegar ég nota bækurnar
hans fyrir stiga, byggi borg úr spil-
unum hans eða dreg alla taflmenn-
ina hans með mér í bað. Ég loka
augunum og sé fyrir mér húsið á
Lindarbrautinni. Afi situr í stólnum
sínum, niðursokkinn í krossgátu, og
amma raular lagstúf í eldhúsinu.
Amma biður mig að segja pabba að
maturinn sé tilbúinn. Hún hefur
alltaf átt það til að segja „pabbi
þinn“ þegar hún talar um afa, enda
má eiginlega segja að ég hafi verið
svo lánsöm að eiga tvo pabba. Mér
finnst eins og þarna hafi alltaf verið
sumar, alltaf verið sól. Ég var mik-
ill gaur og þau voru ófá tárin sem
þurrkuð voru af rauðum kinnunum
og ófáir plástrarnir sem settir voru
á hrufluð hnén. Ég hlýt að hafa
reynt verulega á þolrifin þó bæði
afi og amma hafi ávallt tekið öllu
með stakri ró. Þolinmæði þeirra
átti sér engin takmörk. Afi var
kletturinn sem allt gat lagað og öllu
gat bjargað. Hann var hetjan. Ég
man hvað mér fannst gaman þegar
hann læsti lyklana sína inn í
geymslunni. Þá var það ég sem
skreið inn um gluggann, opnaði
hurðina og var hetjan. Það kom líka
fyrir að ég læsti lyklana inni í
geymslunni, bara svo ég gæti kom-
ið og bjargað afa.
Ég óx úr grasi en var samt alltaf
stelpan hans afa. Það var alveg
sama hvaða gloríur ég fékk í koll-
inn, hann hafði alltaf trú á mér.
Alltaf stóð hann við bakið á mér
tilbúinn að hjálpa mér þegar mér
mistókst, leiða mig þegar ég villtist
og styðja mig þegar ég hrasaði og
datt. Ef ég bara gæti fundið faðm-
lagið hans einu sinni enn. Það var
dásamlegur tími er ég og dóttir mín
bjuggum hjá afa og ömmu í Krana-
dalnum. Það var allt gert til að sem
best færi um okkur og það fór
sannarlega vel um okkur. Við grip-
um iðulega í spil á kvöldin og alltaf
vann afi. Svo þegar hjónakornin
voru gengin til náða, heyrði ég tíst-
ið og pískrið í þeim fram. Mér
fannst það dásamlegt. Að geta
hlegið saman eftir öll þessi ár og
pískrað eins og spenntir unglingar,
var eitt af því sem gerði sambandið
þeirra svo fallegt.
Afi minn var sterkur persónu-
leiki sem endurspeglaðist í nærveru
hans. Hann var rólegur, traustur,
sterkur og skynsamur. Hann var
ávallt yfirvegaður og sanngjarn. Þá
sjaldan sem hann ávítaði mig, þá
vissi ég að ég átti það skilið. Þegar
hann hrósaði mér, þá vissi ég líka
að ég átti það skilið. Hann var
virðulegur í framkomu en undir
niðri kraumaði þó kímnin og fallega
brosið hans var aldrei langt undan.
Hann var bókstaflega gæddur öll-
um þeim kostum sem unnt er að
koma fyrir í einni manneskju. Hann
var besti afi sem nokkur stelpa get-
ur mögulega átt.
Elsku afi minn, takk fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig og allt sem
þú kenndir mér. Ég mun alltaf
elska þig.
Hulda Dagmar Magnúsdóttir.
Gylfi Magnússon
Okkur langar að
minnast ömmu okkar,
Sigurlaugar Ingunnar,
þar sem hún hefði orðið níræð í dag,
eða Laugu í Hrauni með nokkrum
orðum.
Í minningunni sem stelpuskottur
Sigurlaug Ingunn Sveinsdóttir
✝ Sigurlaug IngunnSveinsdóttir
fæddist í Vinaminni á
Blönduósi 18. janúar
1919. Hún lést í
Kjarnalundi á Ak-
ureyri 21. desember
síðastliðinn og var út-
för hennar gerð frá
Glerárkirkju 9. jan-
úar.
var fátt eins notalegt og
að koma í Hraun til
ömmu og afa. Þær voru
ófáar stundirnar sem
við sátum á eldhús-
bekknum og grömsuð-
um aftur og aftur í
gegnum glingrið og
gersemarnar sem voru
geymdar í hinum ýmsu
krukkum og skálum í
eldhúsglugganum. Ein-
hver hafði á orði að það
væri bekkjarbúskapur
hjá Laugu í Hrauni, og
virðist sá búskapur hafa fylgt nokkr-
um af systrunum úr Hrauni.
Það voru ófá skiptin sem við feng-
um að bjóða ömmu upp á hárgreiðslu
þar sem hún leiðbeindi okkur um
réttu handtökin við rúllurnar, og var
hún alltaf jafn ánægð með útkomuna.
Amma var snillingur þegar kom að
handavinnu og liggja ófá meistara-
stykki eftir hana, t.d. púðar, teppi, út-
saumsmyndir o.fl. Verk hennar bera
merki um listræna hæfileika og næmt
auga fyrir litasamsetningu. Eftir
standa mikilfengleg verk eftir hana,
sem við fáum að njóta.Við ætlum að
gera orð langömmubarnanna að okk-
ar: „Amma er núna glöð að hitta afa
aftur.“
Elsku amma, við þökkum þér fyrir
samfylgdina í gegnum árin.
Guðrún Ágústa, Sigríður
Ingunn, Sigurlaug Ingunn
og fjölskyldur.
✝
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður, afa, langafa og langalangafa,
GUÐBJÖRNS E. GUÐJÓNSSONAR
fv. kaupmanns,
Engjateigi 5,
Reykjavík.
G. Hafsteinn Guðbjörnsson, Maj-Britt Kolbrún Hafsteinsdóttir,
Hilmar Guðbjörnsson, Sveinbjörg Einarsdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vinarhug
og samúð við andlát og útför
ÓLAFAR BENEDIKTSDÓTTUR
menntaskólakennara.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Anna Pálsdóttir,
Ragnhildur Pálsdóttir.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við fráfall ástkærs föður
okkar, afa og langafa,
ÞÓRÐAR KR. JÓHANNESSONAR
skipstjóra
frá Gauksstöðum, Garði,
til heimilis á Álfaskeiði 64,
Hafnarfirði,
sem lést sunnudaginn 21. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir til Heimahlynningar og til lækna, hjúkrunar- og
starfsfólks á krabbameins-, hjartadeild og bráðamóttöku
Landspítalans við Hringbraut.
Einar Þórðarson, Bergljót Jóhannsdóttir,
Matthildur Þórðardóttir, Lárus Einarsson,
Jóhannes Þórðarson, Margrét Sigmarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.