Morgunblaðið - 18.01.2009, Síða 43
Minningar 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
✝ Jakobína Krist-mundsdóttir fædd-
ist í Vestmannaeyjum
19. október 1918. Hún
lést á hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni í Reykja-
vík 18. desember síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Krist-
mundur Jónsson bif-
reiðastjóri frá Ytri-
Skógum, f. 10.9. 1889,
d. 8.8. 1968 og Guð-
laug Sigurðardóttir
húsfrú frá Rauðafelli,
Austur-Eyjafjöllum, f.
24.3. 1888, d. 22.3. 1983. Jakobína
var eina barn þeirra hjóna.
Jakobína giftist 1943 Bjarna K.
Bjarnasyni vélstjóra, f. 4.9. 1911, d.
8.3. 1985. Þau slitu samvistum 1963.
Börn þeirra eru 1) Guðlaug f. 17.11.
1943. Maki, Gísli Svavarsson, f. 15.2.
1943, d. 8.9. 2001. Í sambúð með Jóni
T. Ágústssyni f. 25.4. 1936. Börn
hennar eru a) Svavar f. 30.4. 1961,
fyrrverandi kona
hans er Agnes Guð-
mundsdóttir f. 8.11.
1961, börn þeirra eru
Birgir Þór f. 18.9.
1982, dætur hans eru
Ásdís Birta f. 11.6.
2006 og Aníta Sóley f.
1.8. 2008. Berglind
Ósk f. 27.3. 1987, og
Brynjar Örn f. 26.4.
1988. Sambýliskona
Svavars er Katarína
Hörnfeldt, börn
þeirra eru Emil An-
dor f. 2.2. 2003 og
Tinna f. 19.3. 2005. b) Guðlaug Rún
f.10.3. 1975, maki Árni Gunnar
Ragnarsson f. 15.10. 1974, sonur
þeirra er Hlynur Snær f. 11.8. 2002.
c) Bjarni Jakob f. 13.9. 1976, maki
Bylgja Rún Stefánsdóttir f. 8.9.
1980, sonur þeirra er Stefán Ingi f.
19.10. 2006. 2) Bjarni f. 28.3. 1945,
fyrrverandi kona hans er Margrét
Eyjólfsdóttir f. 30.8. 1946. Sonur
hennar og uppeldisbróður Bjarna er
Guðbjartur f. 13.11. 1965. Barns-
móðir Bjarna er Hildur Hilm-
arsdóttir f. 4.11. 1941, dóttir þeirra
er Guðlaug Ingibjörg f. 21.5. 1980,
maki Ellert Guðjónsson f. 15.10.
1980. 3) Kristmundur f. 9.10. 1954.
Jakobína ólst upp í Skógum í
Vestmannaeyjum. Hún fór mjög ung
til Reykjavíkur og lærði hár-
greiðslu, sem var fátítt í þá daga.
Hún varð meistari í þessari grein og
starfaði við þá iðn þar til hún gifti
sig 1943. Þá færðust störf hennar
inn á heimilið. Jakobína átti við mik-
ið heilsuleysi að stríða. Hún flutti til
Vestmannaeyja eftir skilnað og lát
föður síns og hélt þar heimili með
móður sinni fram að gosi 1973. Þá
fluttu þær mæðgur til Reykjavíkur.
Jakobína eyddi síðustu árum sínum
á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þar
sem sérstaklega vel var hugsað um
hana.
Útför Jakobínu fór fram í kyrr-
þey.
Ó, minning þín er minning hreinna ljóða,
er minning þess, sem veit hvað tárið er.
Við barm þinn greru blómstur alls hins góða.
Ég bið minn guð að vaka yfir þér.
(Vilhjálmur frá Skáholti.)
Kæra mamma, nú er komið að leið-
arlokum. Ég ætla að kveðja þig með
nokkrum orðum. Minningarnar
hrannast upp en ég tel bara upp fá-
einar. Þú varst fallegasta kona sem
ég hef séð. Það átti enginn eins fal-
lega mömmu og ég, alltaf svo fín og
hárið í lagi, snyrtileg varstu svo af
bar. Þú passaðir líka upp á að ég væri
fín. Ég man þegar þú varst að krulla
á mér hárið, þú lagaðir líka hárið á
vinkonum mínum. Ég man þegar við
fórum í bíó saman, sáum sömu mynd-
ina oft, ég man um hvað hún var.
Lagið í myndinni var Ave María. Ég
man eftir jólunum með ykkur pabba.
Ég man þegar við vorum að fara með
mjólkurbátnum til Vestmannaeyja.
Já, það var oft mjög gaman hjá okk-
ur.
Þú varst bara ung kona þegar
vondur sjúkdómur lagði stein í götu
þína. En þú varst svo dugleg, hugs-
aðir um ömmu, hélst heimili með
henni eftir að afi dó. Síðan kom gosið í
Eyjum og þið fluttust til Reykjavík-
ur. Ykkur leið bara vel hér í borginni.
Það var gott að koma til ykkar í Síðu-
múlann. Fyrir um það bil tíu árum
greindist þú með Alzheimer. Það var
mjög erfitt fyrir alla.
Þú hvarfst
þér sjálfum og okkur
hvarfst
inn í höfuð þitt
dyr eftir dyr luktust
og gátu ei opnast á ný
þú leiðst
hægt á brott
gegnum opnar bakdyr
bústaður sálarinnar
er hér enn
en stendur auður
sál þín er frjáls
líkami þinn hlekkjaður
við líf
sem ekki er hægt að lifa
þú horfðir framhjá mér
tómum augum
engin fortíð
engin framtíð
engin nútíð
við fengum aldrei að kveðjast.
(T.F.B. - þýð. Reynir Gunn-
laugsson.)
Síðustu árin þín voru í Sóltúni þar
sem var hugsað um þig eins og prins-
essu. Þar fórstu alltaf reglulega í hár-
greiðslu, alltaf jafn falleg og fín. Þökk
sé starfsfólkinu í Sóltúni.
Hversu langt sem lífið okkur ber
lifir bernskuminning helguð þér.
Héðan skal þér fylgja á guðs þíns fund
fögur þökk frá margri ljúfri stund.
(H.Sv.)
Kæra mamma, takk fyrir minning-
arnar. Hvíldu í friði, Guð geymi þig.
Þín dóttir,
Guðlaug.
Elsku amma Bína.
Þegar við sátum hjá þér í Sóltúni
síðustu dagana sem þú lifðir fórum
við systkinin að rifja upp gamlar
minningar um þig frá því við vorum
yngri. Minningarnar eru margar og
langar okkur að rifja upp nokkrar
þeirra sem okkur þykir hvað mest
vænt um.
Við komum oft í heimsókn til þín í
Síðumúlann, bæði þegar Lauga
amma bjó hjá þér og einnig eftir að
hún lést. Þú tókst ávallt á móti okkur
með bros á vör og ekki var verra að fá
að njóta þeirra kræsinga sem þú
hafði upp á að bjóða. Standa þá hæst í
minningunni appelsínur með sykur-
molum, pylsur, lakkrís og matarkex
sem við dýfðum í kaffi.
Á jólunum var alltaf rosalega
spennandi að koma til þín því þú áttir
langflottasta jólatré sem við höfðum
nokkurn tímann augum litið. Þú hafð-
ir það uppi á stórum pappakassa sem
þú skreyttir með bómul og tréð sjálft,
sem var plasttré, var skreytt með
marglitum jólakúlum og seríu. Í
kjallaranum í Síðumúlanum var
prentsmiðja og smíðaverkstæði en
þar gátum við fengið allan þann
pappír sem við vildum til að teikna og
lita á og spýtukubbana sem við feng-
um gefins notuðum við sem bíla eftir
að búið var að teikna á þá dekk og
glugga. Ef við fengum gefins þykkan
pappír var hann notaður í litla báta
sem litu út eins og litlar seglskútur,
límdar saman með glæru límbandi
sem við létum svo sigla um í sturtu-
botninum hjá þér fullum af vatni.
Það var margt leyfilegt þegar við
fórum til ömmu. Í húsinu á móti íbúð-
inni þinni var Síðumúlafangelsið og
var ófáum stundum eytt við gluggann
í stofunni þar sem við fylgdumst
spennt með ferðum til og frá fangels-
inu. Þú hafðir nú alveg jafn gaman af
því og við. Þar sem þú áttir ekki bíl
var strætó í miklu uppáhaldi hjá þér
en þú lést þér ekki nægja að ferðast
frá A til B heldur var strætó notaður í
skoðunarferðir um Reykjavík og var
okkur systkinunum þá oftar en ekki
boðið með í bíltúr. Ekki þýddi fyrir
mig að ferðast með þar sem ég átti
það til að stökkva út á hverju götu-
horni bílveikur og grænn í framan en
Gulla fór ófáar ferðirnar með þér um
Reykjavík.
Þegar þú fluttir í Austurbrún hitti
Gulla þig nær daglega um tíma. Þeg-
ar hún kom í heimsókn að morgni til
bauðstu henni ávallt að leggja sig að-
eins með þér áður en þið fenguð ykk-
ur að borða. Þegar búið var að fá sér
næringu var ýmist spilað olsen olsen
eða lagður kóngakapall. Fljótlega
eftir að þú fluttir í Austurbrún fór að
bera á því að minnið brygðist þér og
smátt og smátt hættir þú að þekkja
okkur. Þegar hjúkrunarheimilið Sól-
tún var opnað varst þú með fyrstu
íbúum sem fluttust þar inn. Þrátt fyr-
ir að þú hafir greinst með Alzheimer
og hafir lítið sem ekkert þekkt þína
nánustu síðustu árin var alltaf stutt í
brosið. Það var alveg sama á hvaða
tíma við komum til þín, þú sast ávallt í
rólegheitunum, sönglandi Öxar við
ána, brostir til okkar og hlóst þegar
við töluðum við þig. Þannig munum
við minnast þín.
Elsku amma Bína. Við minnumst
þín með hlýhug í hjarta og þökk fyrir
þær góðu stundir sem við áttum með
þér. Guð veri með þér
Bjarni Jakob og Guðlaug Rún.
Með sárum söknuði kveðjum við
þig, elsku amma, langamma og
langa-langamma.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku amma. Við viljum þakka þér
fyrir allar góðu stundirnar sem við
áttum með þér, stundir sem nú eru
varðveittar í minningunni.
Takk fyrir allt.
Svavar Gíslason og fjölskylda.
Elsku Bína mín.
Nokkur kveðju- og þakkarorð til
þín þegar þú nú hefur kvatt okkur.
Margs er að minnast og er mér þakk-
læti til þín efst í huga fyrir það hvað
þú varst alltaf góð við mig og dreng-
inn minn, sem þú tókst sem þitt
barnabarn. Alltaf vildir þú vita um
Bjart og fjölskylduna, hvar hann
væri í heiminum núna. Ógleymanleg
er nóttin þegar við Baddi og Bjartur
komum til þín og ömmu í Skógum
vesturí og sögðum ykkur að farið
væri að gjósa og að við yrðum að fara
í land. Við vissum nú ekki alveg þá
hvernig við ætluðum að komast en
hugsuðum um það eitt að gera ykkur
ekki hræddar, en þið voruð auðvitað
bara rólegar, hugsuðuð bara um
Bjart, barnið.
Tíminn sem þú áttir, Bína mín,
með ömmu í Síðumúlanum var góður
og þú hugsaðir vel um hana. Í dag
hugsa ég um þennan tíma, um hvað
þú hugsaðir vel um ömmu og Bóbó og
reyndar okkur öll hin í fjölskyldunni,
þú sem varst með þennan hræðilega
sjúkdóm, sem svipti þig þeirri lífs-
hamingju sem þér var ætluð. En þú
barst þig alltaf með reisn og varst
alltaf svo falleg. Gleðin þín í lífinu var
að þú áttir þrjú góð börn, sem allt
gerðu til hjálpar, og svo þessi fínu
barnabörn og barnabarnabörn.
Bína mín, ég er svo þakklát fyrir að
hafa getað verið með þér á áttræð-
isafmælisdaginn og eiga allar góðu
minningarnar í hjartanu.
Þökk fyrir allt og guð geymi þig,
þín Magga.
Innilegar samúðarkveðjur til Lau-
lau, Badda og Bóbó og fjölskyldna
þeirra
Margrét, Bjartur
og fjölskylda.
Jakobína Kristmundsdóttir
Mér er ljúft og skylt
að minnast föðursystur
minnar Ólafar Bene-
diktsdóttur sem lést
hinn 30. des sl.
Ég minnist hennar fyrst á síðari ár-
um seinni heimsstyrjaldarinnar, þeg-
ar hún bjó á efri hæð á Skólavörðustíg
11a í húsi foreldra sinna sem bjuggu á
neðri hæðinni. Þar bjó hún ásamt
Guðjóni Kristinssyni fyrri eiginmanni
sínum og dóttur þeirra Guðrúnu, sem
fæddist 1941 en lést á sl. ári eftir erfið
veikindi.
Á þessum árum átti ég heima á
Laugavegi 18, en fjölskylda okkar
flutti þaðan árið 1948 en þá var ég tíu
ára. Þar sem ég var þremur árum
eldri og reyndari en Guðrún litla
frænka mín fékk ég stundum það
verk að passa hana. Oftast héldum við
okkur í garðinum á Skólavörðustíg en
ég minnist þess enn að hafa farið með
Guðrúnu að sýna henni kolakranann
Ólöf Benediktsdóttir
✝ Ólöf Benedikts-dóttir, mennta-
skólakennari, fæddist
í Reykjavík 10. októ-
ber 1919. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 30. desem-
ber síðastliðinn og
var útför hennar gerð
frá Dómkirkjunni í
Reykjavík 9. janúar.
við höfnina. Spennandi
leiksvæði var í og við ko-
labinginn. Ég fékk litlar
þakkir þegar ég skilaði
Guðrúnu heim og við
bæði þakin kolaryki.
Ekki er hægt að
nefna Ólöfu án þess að
nefna Guðrúnu tvíbura-
systur hennar en þær
voru eineggja tvíburar
og svo líkar á yngri ár-
um að nánir ættingjar
áttu erfitt með að
þekkja þær í sundur.
Þær voru afar nánar
meðan báðar lifðu, en Guðrún lést fyr-
ir 12 árum.
Þær systur voru mér hlýjar og um-
hyggjusamar alla ævi og vildu alltaf fá
koss á kinnina þegar við hittumst.
Seinni maður Ólafar var Páll
Björnsson hafnsögumaður og eignuð-
ust þau dæturnar Önnu og Ragnhildi.
Ólöf átti langan og farsælan feril
sem menntaskólakennari við Mennta-
skólann í Reykjavík. Það gladdi hana
þegar gamlir nemendur hennar
sýndu henni þakklæti fyrir árangurs-
ríka kennslu.
Að leiðarlokum vil ég þakka Ólöfu
fyrir velvildina og ræktarsemina sem
hún sýndi mér og mínum alla tíð.
Afkomendum hennar og fjölskyldu
bið ég allrar blessunar.
Benedikt Sveinsson.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur
hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
EUFEMIU KRISTINSDÓTTUR,
Ebbu,
Garðatorgi 17,
Garðabæ.
Kristján Haraldsson, Halldóra S. Magnúsdóttir,
Eysteinn Haraldsson, Finnborg Laufey Jónsdóttir,
Sigurbjörn K. Haraldsson, Ingibjörg Sigurbergsdóttir,
Einar Haraldsson, Jóhanna K. Guðbjartsdóttir,
Haraldur Axel Haraldsson, Sigrún Ásta Gunnarsdóttir,
Hrafnhildur Haraldsdóttir, Snorri Olsen,
Margrét Ásdís Haraldsdóttir, Hlynur Rúnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför okkar
ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SIGRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR
frá Gvendareyjum,
síðast til heimilis á Hrafnistu,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík fyrir frábæra
umönnun og hlýhug.
Brynja Bergsveinsdóttir, Theodór Aðalsteinn Guðmundsson,
Sigurður Bergsveinsson, Helga Bárðardóttir,
Lára Bergsveinsdóttir, Guðmundur Guðjónsson,
Alma Bergsveinsdóttir, Guðni Magnússon,
Freyja Bergsveinsdóttir, Guðlaugur Þór Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix