Morgunblaðið - 18.01.2009, Page 44

Morgunblaðið - 18.01.2009, Page 44
44 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Sendi innilegar þakkir þeim sem sýndu mér hlýju og vináttu við lát mannsins míns, HALLDÓRS ÞORBJÖRNSSONAR, Stýrimannastíg 6, Reykjavík. Hildur Pálsdóttir. ✝ Hulda Stef-ánsdóttir fæddist á Sólheimum á Seyð- isfirði 30. september 1925. Hún andaðist á Skógarbæ í Reykjavík 23. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Karl Þorláksson, f. á Skjöldólfsstöðum í Norður-Múlasýslu 22.5. 1901, d. í Reykja- vík 13.10. 1990, og Ragnheiður Þórkatla Einarsdóttir, f. á Búð- um í Staðarsveit 13.4. 1904, d. í Reykjavík 17.1. 1996. Alsystkini Huldu eru: Ellen Svava, f. 24.3. 1922, Sólveig Bára, f. 25.12. 1923, og drengur, f. 17.1. 1927, d. 22.8. 1927. Hálfbróðir Huldu samfeðra, er Stefán Niclas, f. 24.11. 1955. Hulda giftist Alfreð Clausen, d. 1981. Af- komendur Huldu eru Sigurgeir Höskulds- son, Ragnheiður Clau- sen, tvö barnabörn og tvö langömmubörn. Útför Huldu fór fram frá Foss- vogskirkju 5. janúar. Nú, þegar ég kveð Huldu, systur mína, í hinsta sinn, er ýmislegt sem leitar á huga minn. Á þessari stundu er söknuður og tregi nálægur en einn- ig þakklæti yfir að hún er laus úr þess- um erfiðu veikindum. Við vorum þrjár systurnar. Ég und- irrituð elst, Sólveig Bára látin og Hulda sem nú er kvödd. Yngstur var bróðir okkar sem lést fárra mánaða. Síðar eignuðumst við hálfbróður, Stefán Niclas lyfjafræðing, eftir að faðir okkar gekk í hjónaband öðru sinni. Stefán er nú búsettur í Reykja- vík ásamt fjölskyldu sinni. Æskustöðvar okkar voru Seyðis- fjörður með hin tignu fjöll Bjólfinn og Strandartind og Fjarðará setur sinn sterka svip á byggðarlagið. Á bökkum Fjarðarár bjuggum við lengst af, nán- ar tiltekið á Árstíg 8. Samband okkar systra var náið. Hulda var létt í lund, kom auðveldlega auga á hið broslega því var oft stutt í hláturinn. Í barnaskóla gekk hún und- ir handleiðslu hinna góðu kennara. Þá var skólastjóri Karl Finnbogason og síðar Steinn Stefánsson. Íbúar á Seyðisfirði voru þá um 700. Foreldrar okkar fluttu í Fjarðarsel þegar faðir okkar gerðist vélgæslu- maður við rafstöðina (byggð 1913) Þá var löng leið fyrir Huldu í skólann að ganga, oft snjóþungt. Seyðisfjörður var lítið samfélag þar sem allir þekktust. Ætli megi ekki segja að það hafi verið „Sólfögur sæ- lutíð, á saklausum bernsku árum“ eins og Guðmundur Guðmundsson skólaskáld tekur til orða í einu kvæða sinna. Hulda réð sig til starfa í Tryggva- skála á Selfossi hjá Brynjólfi Gísla- syni, sem þá var nýtekinn við veit- ingarekstri. Reyndar unnum við systur þar saman um tíma. Hulda eignaðist soninn Sigurgeir Höskuldsson sem ólst upp hjá föður- fólki sínu á Selfossi og býr hann þar enn í dag. Síðar settist Hulda að í Reykjavík og vann lengst af við af- greiðslustörf í versluninni Feldinum og versluninni Fram við Klapparstíg, og var hún vinsæl í því starfi. Hulda var tíður gestur á heimili okkar hjóna – maðurinn minn Sigurð- ur Einarsson, lést 25.6. ’92 – og var kostgangari eins og þá var kallað. Börn okkar dáðu þessa frænku sína. Síðar giftist hún Alfreð Clausen. Eignuðust þau dótturina Ragnheiði sem nú þegar hefur eignast sína fjöl- skyldu. Hulda systir fór í gegnum mikil veikindi, alzheimerssjúkdómurinn tók völdin, svo hún var svipt öllum mætti til tjáningar í lokin. Naut hún ómetanlegs stuðnings hjúkrunarfólks Skógarbæjar sem heiður og þakkir á skilið. Ég kveð systur mína sem perlu í minningu minni. Ellen Svava Stefánsdóttir. Hulda Stefánsdóttir ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Álfheimum 48, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 19. janúar kl. 13.00. Þórarinn Magnússon, Sigrún Reynisdóttir, Kristinn Magnússon, Hanna Bjartmars Arnardóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Magnús Þórarinsson, Svala Ögn Kristinsdóttir, Gríma Bjartmars Kristinsdóttir. ✝ Guðrún ÁsthildurPétursdóttir fæddist á Hrein- stöðum í Hjalta- staðaþinghá 1. júlí 1924. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Seyð- isfirði 5. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Pétur Pétursson póstur í Njarðvík, f. 6.8. 1878, d. 21.11. 1968 og Guð- rún Jónsdóttir, f. 23.2. 1883, d. 7.7. 1959. Al- systkini Ásthildar voru Hulda Ingibjörg sem er látin, Hjalti látinn, Eiður látinn og Brynjar búsettur í Sandgerði. Systkini Ást- hildar sammæðra voru Einar, Þór- ína, Guðrún Björg, Ester og Björn Sveinsbörn, þau eru öll látin. Fyrir átti Pétur soninn Jón, sem er látinn. Móðir Jóns var Halldóra Ólafsdóttir. Ásthildur giftist 1949 Birni Andr- éssyni, f. á Snotrunesi í Borgarfirði eystra 3.3. 1919, d. á Egilsstöðum 10.10. 2007. Foreldrar Björns voru Andrés Bjarni Björnsson bóndi á Snotrunesi, f. 10.9. 1883, d. 20.4. 1974 1943. 2) Andrés Valgarð, f. 14.7. 1951, sambýliskona Kolbrún Péturs- dóttir, f. 14.7. 1952. Börn þeirra eru Sigrún, f. 26.11. 1974 og Björn, f. 14.4. 1976, sambýliskona Anna María Guðmundsdóttir. Ásthildur og Björn ólu einnig upp Hrefnu Hrund Erons- dóttur, f. 1.7. 1968. Ásthildur og Björn hófu búskap í Njarðvík 1948 og bjuggu þar til 1974 þegar þau fluttu til Egilsstaða. Árið 1976 fluttu þau að Ullartanga 6 í Fellabæ og áttu þar heima þar til þau fluttu að Dvalarheimili aldraðra, Lagarási 17 á Egilsstöðum. Frá hausti 2005 dvaldist Ásthildur á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði við góða umönnun. Ásthildur ólst upp í Njarð- vík hjá foreldrum sínum við hefð- bundin sveita- og heimilisstörf. Þar var einnig símstöð sem þurfti að sinna og sá Ásthildur talsvert um það. Ásthildur gekk í skóla á Borg- arfirði og svo í Fagradal í Vopna- firði. Einnig var hún í vist á Akureyri einn vetur og á Héraði. Eftir að Ást- hildur og Björn fluttust til Egilsstaða vann hún á prjónastofunni Dyngju, á leikskóla og við heimilishjálp, auk þess að passa börn á heimili sínu. Ásthildur var liðtæk spilamanneskja og vann til verðlauna fyrir bridds, auk þess sem hún greip oft í spil við ýmis tækifæri. Ásthildur var mjög bókhneigð og las mikið. Útför Ásthildar fór fram í kyrr- þey. og Valgerður Jóns- dóttir, f. 26.9. 1890, d. 18.6. 1967. Ásthildur og Björn eignuðust tvo syni, þeir eru: 1) Pétur Reynir, f. 17.5. 1948. Fyrsta sambýliskona hans var Maggý Stella Sigurðardóttir. Dætur þeirra eru: a) Ásthild- ur Magnea, f. 26.8. 1969, gift Jóhanni Nikulási Bóassyni, börn þeirra eru Maggý Rut, f. 27.3. 1996, Sandra Dröfn, f. 12.2. 1998 og Reynir Þór, f. 2.7.2006. b) Anna Sigfríður, f. 29.7. 1972, gift Helga Ólafi Jakobssyni, börn þeirra eru Anton Logi, f. 14.8. 1993 og Sól- dís Ninja, f. 6.1.2003. Fyrir átti hún soninn Elvar Má Sigurðsson, f. 8.12. 1989. Önnur kona Péturs Reynis var Anna Stefanía Guðmundsdóttir. Dóttir þeirra er Birna Björk Reyn- isdóttir, f. 15.10. 1979, sambýlis- maður Haraldur Geir Eðvaldsson, sonur þeirra er Viktor Óli, f. 10.7. 2006. Eiginkona Péturs Reynis er Anna Sigríður Gústafsdóttir, f. 7.8. Elskulega amma mín! Eftir útivist í snjó og kulda var fátt betra en koma inn um bak- dyrnar á Ullartanganum. Forstofan er alltaf svo funheit að um leið og maður kemur inn finnur maður nefið þiðna á örskammri stundu. Eftir að hafa komið mér úr gall- anum kem ég inn á ganginn og heyri kunnuglegt raul í eldhúsinu. Amma er að finna til kaffibrauð á borðið og eins og venjulega raular hún á meðan. Hver tegundin á fæt- ur annarri er dregin fram úr búrinu. Sjálf var ég alltaf spenntust fyrir kleinunum enda allra bestu ömmukleinur sem finnast og einnig eru ömmulummurnar í miklu uppá- haldi. Ég hjálpa til, finn sykurkarið og sultuskálina ofan af frystikist- unni og set á borðið. Svo fer ég inn á skrifstofu og segi afa að koma. Við kaffiborðið er spjallað um dag- inn og veginn. Mjólk sullast niður og amma teygir sig upp í glugga- kistu, losar teygjuna utan af eld- húsrúllunni og rífur bréf til að þurrka. Þegar máltíðinni lýkur hjálpa ég ömmu að ganga frá og fer svo fram í stofu, finn fótboltaspilið undir sófanum og leik mér með það. Eftir skamma stund heyri ég hljóðið í inniskónum hennar ömmu þegar hún gengur eftir ganginum og kemur inn í stofu og leggst í sóf- ann. Við spjöllum skamma stund. Stofuklukkan hringir og minnir mann á að tíminn líður. Amma sest upp, horfir út Fljótið og veltir veðr- inu fyrir sér. Hún situr með hendur í kjöltu og klappar með flötum lófa á handarbak sér, með hægri hönd og svo vinstri til skiptis og ruggar sér rólega. Hún hummar eitthvað með sér en ég heyri að það er ekk- ert sem ég á að svara. Svona var ósköp venjulegur dagur á Ullar- tanganum. Amma mín. Í minningunni varstu mikið í eldhúsinu enda afar fær í öllu sem þar fór fram. Þú lagðir þig líka fram um að gera manni alltaf til hæfis. Þú keyptir t.d. oft pitsu handa mér og hitaðir hana í gamla „Gúndanum“ og þetta fannst mér alltaf afskaplega góðar pitsur. Oft fékk ég Fanta að drekka með, sem þú reyndar blandaðir yfirleitt út í vatn, sennilega hefur þér fundist það eitthvað bragðmikið. Einnig var ég sólgin í soðkökurnar sem þú gerðir með saltkjötinu og finnst mér dásamlegt að halda þeim sið við á mínu heimili. Ein jól var ég hjá ykkur og þú eldaðir kjúkling sérstaklega handa mér af því mér þótti enginn venjulegur jólamatur góður. Þú varst í raun ekki mikil barna- gæla en mér fannst þó alltaf gott að vera hjá þér. Þú varst afar þol- inmóð og dugleg að finna handa mér verkefni svo mér þyrfti ekki að leiðast. Það voru ófáar stundir sem þú sast með mér og hjálpaðir mér að handsauma barbieföt á dúkk- urnar mínar og leyfðir mér svo að strauja þau með gamla þunga straujárninu þínu sem ég fékk að hita á eldavélarhellu. Þannig kenndir þú mér á gamla tíma í leið- inni. Ég veit að þú ert komin í Njarð- víkina þína á ný og nýtur friðsæld- arinnar þar. Þú ert nú komin á betri stað, laus úr fjötrum veikinda þinna. Ég er afar þakklát fyrir all- ar þær stundir sem við áttum sam- an og mun geyma minninguna um þig í hjarta mínu. Birna Björk. Amma kvaddi heiminn rétt áður en ég hélt af stað í enn eitt ferða- lagið út í heim. Í fluginu vestur yfir haf gafst góður tími til að hugsa um þær stundir sem ég eyddi með henni og afa, sem kvaddi heiminn fyrir meira en ári síðan. Sumrin á Ullartanga eru í minn- ingunni endalaus, áttu sér hvorki upphaf né endi. Þar snerist lífið um mikilvæga hluti svo sem að rúnta á rútunum hans afa, veiða síli í skúr- ingafötu, gefa fiskunum í læknum (oftar en ekki soðna ýsu með kart- öflum), reyna að koma auga á Lag- arfljótsorminn, og éta þyngd sína í kleinunum sem amma steikti. Þó voru uppáhaldsstundirnar eflaust þær sem amma eyddi í að lesa fyrir mig. Oftar en ekki sat ég líka og las, og minnti ömmu reglulega á að þó ég væri að lesa eitthvað annað þýddi það ekki að hún ætti að hætta að lesa fyrir mig. Eina leiðin til að ná fullri einbeitningu hjá mér var að lesa íslenskar þjóðsögur, og einungis þær allra svakalegustu gátu fengið mig til að kasta frá mér mínum bókum og hlusta með óskiptri athygli á ömmu lesa um drauga og tröll, púka og útburði. Hversu mikil áhrif þetta hafði á þá ákvörðun mína að fara í sagn- fræðinám við Háskóla Íslands, skal ósagt látið. En oftar en ekki varð mér hugsað til ömmu þar sem ég sat á skólabekk og hlustaði á pró- fessorana ræða um Sturlunga og stöðulögin. Þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir tókst þeim þó aldrei að ná athygli minni jafn vel og ömmu á sínum tíma. Í stað þess að dvelja á Ullartanga á sumrin, hef ég flakkað um heiminn og kynnst því besta og versta sem mannfólkið hefur upp á að bjóða. En hvar svo sem ég er stödd í heiminum, fylgja þessar minningar mér, og ég veit að í þessum stóra, hrjáða heimi er til fólk eins og hún, sem alltaf mun vefja börn ást og umhyggju. Og gera lífið svo miklu betra. Sigrún Andrésdóttir. Guðrún Ásthildur Pétursdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.