Morgunblaðið - 18.01.2009, Síða 48

Morgunblaðið - 18.01.2009, Síða 48
48 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009 Sudoku Frumstig 3 6 2 5 2 5 7 4 6 8 2 3 3 5 4 7 5 4 8 9 4 9 7 2 7 9 6 8 1 6 5 9 3 9 1 6 2 7 1 9 5 1 3 5 9 8 8 6 3 6 8 1 3 9 7 1 5 2 6 8 5 1 7 9 2 4 1 3 5 8 4 6 9 4 3 7 2 4 3 9 5 9 1 7 7 1 1 5 8 6 7 5 3 9 5 3 1 7 1 4 6 3 6 9 2 4 1 8 5 7 3 3 8 4 7 2 5 6 1 9 7 5 1 3 9 6 8 2 4 4 7 8 9 6 2 1 3 5 9 1 6 5 3 4 2 8 7 2 3 5 8 7 1 9 4 6 5 4 3 1 8 9 7 6 2 1 2 9 6 4 7 3 5 8 8 6 7 2 5 3 4 9 1 5 8 2 1 6 4 7 3 9 6 4 3 2 7 9 5 1 8 7 9 1 3 8 5 6 4 2 4 1 7 5 3 8 9 2 6 3 2 6 9 1 7 8 5 4 9 5 8 4 2 6 1 7 3 1 7 4 6 9 2 3 8 5 8 6 5 7 4 3 2 9 1 2 3 9 8 5 1 4 6 7 5 3 2 4 1 9 8 6 7 6 8 1 5 2 7 3 9 4 7 4 9 3 8 6 5 2 1 3 1 8 7 6 2 4 5 9 9 7 6 1 5 4 2 8 3 2 5 4 8 9 3 7 1 6 1 2 7 9 4 5 6 3 8 4 9 5 6 3 8 1 7 2 8 6 3 2 7 1 9 4 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist töl- urnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er sunnudagur 18. janúar, 18. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Varir hins réttláta vita, hvað geðfellt er, en munnur óguðlegra er eintóm flærð. (Ok. 10, 32) Víkverji er mjög ánægður meðþjónustu um borð í flugvélum Icelandair. Þegar Víkverji fór til London á dögunum nýtti hann sér reyndar ekki tæknibúnað um borð til að horfa á kvikmyndir eða hlusta á tónlist. Eftir á að hyggja botnar Vík- verji ekkert í hugsunarleysi sínu en hefur sér til afsökunar að þetta var morgunflug og Víkverji er alllangt frá sínu besta fyrir klukkan ellefu á morgnana og hefur þá mjög takmark- aða orku í að horfa á langar kvik- myndir. Víkverji hugsaði því mest um það á leið til áfangastaðar hversu gott væri að flugtíminn væri ekki mjög langur. x x x Íbakaleiðinni, í kvöldflugi, horfðiVíkverji hins vegar á eina og hálfa kvikmynd. Þar sem hann er gríð- arlega mikill kvikmyndaaðdáandi ljómaði hann allan tímann þótt mynd- irnar væru nokkuð frá því að falla fullkomlega að smekk hans. x x x Sú fyrri var nýjasta Indiana Jones-myndin sem Víkverja fannst líða fyrir of mikið tæknibrölt. Samt var Harrison Ford nokkuð flottur og svo var Cate Blanchett í myndinni og Víkverji dáir hana. Þess vegna var þetta allt í góðu lagi. Seinni myndin var Dreamgirls sem var alveg þokka- leg og þá sérstaklega vegna leiks Jennifer Hudson sem fékk Ósk- arsverðlaun fyrir leik sinn. Vélin lenti áður en þeirri mynd lauk en Vikverji vonast til að geta lokið áhorfi næst þegar hann flýgur með Icelandair. x x x Víkverji hefur löngum verið nokk-uð flughræddur en fann nær ekkert fyrir þeirri hræðslu í heim- ferðinni þar sem mestur tíminn fór í kvikmyndaáhorf. Hann mun sann- arlega nýta sér góða þjónustu Ice- landair í næstu flugferðum sem von- andi verða sem flestar. Víkverji veit nefnilega fátt skemmtilegra en að koma til útlanda og af því hann er vanafastur flýgur hann alltaf með sama flugfélagi. Það er því býsna gott að vita til þess að það fyrirtæki veitir góða þjónustu. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 feiknaafls, 8 náirnir, 9 drolla, 10 greinir, 11 hryssan, 13 sleifin, 15 mjó ísræma, 18 snaginn, 21 ber, 22 ófríða, 23 flíkarræksni, 24 fylki í Svíþjóð. Lóðrétt | 2 org, 3 sigruð, 4 skynfæra, 5 blaðs, 6 slepja, 7 fornafn, 12 fag, 14 ótta, 15 smáfiskur, 16 æra af víni, 17 kátt, 18 orðrómur, 19 málm- blanda, 20 líffæri. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hrauk, 4 freta, 7 iðkar, 8 öldur, 9 pár, 11 aurs, 13 þrár, 14 ólæti, 15 háll, 17 ljúf, 20 sig, 22 iðjan, 23 eik- in, 24 afræð, 25 tarfa. Lóðrétt: 1 heita, 2 akkur, 3 karp, 4 fjör, 5 endar, 6 aðr- ar, 10 áræði, 12 sól, 13 þil, 15 hrina, 16 lýjur, 18 jakar, 19 finna, 20 snið, 21 gert. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. d3 Be7 5. 0-0 0-0 6. He1 d6 7. a4 h6 8. a5 a6 9. h3 Rh7 10. Rc3 Kh8 11. Rd5 f5 12. Bd2 f4 13. Bc3 Rg5 14. b4 Rxf3+ 15. Dxf3 Bg5 16. Had1 Re7 17. Rxe7 Dxe7 18. d4 Bf6 19. He2 Bd7 20. dxe5 Bxe5 21. Bxe5 Dxe5 22. Bd5 c6 23. Bc4 Hf6 24. Hed2 Be8 25. Db3 f3 26. g3 Dxe4 27. Hxd6 Hxd6 28. Hxd6 Staðan kom upp á opna Hastings- mótinu sem lauk fyrir skömmu í Eng- landi. Guðmundur Kjartansson (2.284) hafði svart gegn enska stórmeist- aranum Stewart Haslinger (2506). 28. …Bf7! svartur vinnur nú óumflýj- anlega mann vegna þess að eftir 29. Bxf7 De1+ verður hvítur mát í tveim leikjum. 29. Dc3 Dxc4 30. Hxh6+ Kg8 31. Dxc4 Bxc4 32. Hh4 Be6 og svartur innbyrti vinninginn 24 leikjum síðar. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Gölturinn Zia. Norður ♠32 ♥KD7 ♦Á109 ♣ÁD764 Vestur Austur ♠KG94 ♠1087 ♥32 ♥10965 ♦D54 ♦876 ♣10985 ♣G32 Suður ♠ÁD65 ♥ÁG84 ♦KG32 ♣K Suður spilar 6G. „Allir spilarar eru geltir inn við beinið,“ sagði Victor Mollo og átti við þá áráttu okkar að stela samn- ingum af makker. Sennilega er þetta ekki alveg rétt metið hjá skáldinu, en Zia Mahmood er alla vega göltur. Hann vakti á 1G í suður, gagngert til að tryggja sér sagnhafasætið. Norður lyfti í 4G og Zia í sex. Lauftían út. Það dugir í tólf slagi að finna ♦D, en ef ekki má svína í spaða til vara. Tveir möguleikar, en Zia fann þann þriðja. Hann spilaði hjarta þrisvar og endaði í borði, en vestur henti spaða í þriðja hjartað. Þetta var leg- an sem Zia var að leita að. Hann tók ♣Á-D og sendi vestur inn á fjórða laufið. Þar með var fimmta laufið frítt og síðan varð vestur að gefa úr- slitaslaginn á spaða eða tígul. Stjörnuspá (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú hefur í mörgu að snúast og skalt fá fólk í lið með þér til að leggja hönd á plóg því þá gengur allt eins og í sögu. Markmið þitt er að bæta lífsleikni viðkomandi. (20. apríl - 20. maí)  Naut Allir vilja vera hamingjusamir og komast hjá þjáningum, sem þýðir að við eigum meira sameiginlegt en það sem sundrar okkur. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Vertu var um þig, því það er einhver draugagangur í gangi sem bein- ist að þér og þínum störfum. Nú er rétti tíminn fyrir þig til þess að söðla alveg um. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú trúir sjálfur að þú sért tilbú- inn til að taka næsta skref hvað skap- andi vinnu varðar. Heimboðunum ætti að vera farið að rigna yfir þig. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú vilt gera lítils háttar breytingar heima fyrir en skalt ekki hefja þær fyrr en þú hefur tekið allt inn í dæmið. Sinntu vinum og vandamönnum sér- staklega. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ert friðsæll og í góðu jafnvægi og hefur því góð áhrif á alla í kringum þig. Notið tækifærið og talið við aðra um sameiginlegar eignir og leiðir til úrbóta. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú sérð ekki fram úr önnunum og þarft að komast frá í smátíma. Hvaðeina sem viðkemur heimilinu mun gleðja þig. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú hefur mikla þörf fyrir að gera breytingar í einka- og fjölskyldulíf- inu. En svo lengi sem fyrirætlanir þínar eru einlægar færðu án efa hjálp. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú þarft að taka á honum stóra þínum í dag því náinn vinur mun aldeilis reyna á þolrifin. Allir hafa gott af tilbreytingu svo skelltu þér út á lífið. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Taktu þátt í umræðunni, en mundu að ef þú vilt ná eyrum annarra þarft þú að vanda framkomu þína og málfar. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Sambönd við ólíklegasta fólk munu færa þér mikla velgengni. Planaðu starfsframa þinn eða hlúðu að mannorð- inu. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú getur haldið samstarfs- mönnum þínum á tánum án þess að vera með hávaða eða læti. Taktu bara tillit til annarra. 18. janúar 1930 Hótel Borg tók til starfa þegar veitingasalirnir voru opnaðir, en gistihúsið var tekið í notkun í maí. Hótelið var sagt „meiri háttar gisti- og veitingahús“ en það var reist „vegna vænt- anlegrar gestakomu, mikillar og virðulegrar“ til Alþing- ishátíðarinnar, sagði í Árbók- um Reykjavíkur. 18. janúar 1969 Eldur kom upp á Korpúlfs- stöðum. Miklar skemmdir urðu á húsinu og hluti af skjalasafni borgarinnar brann. 18. janúar 1986 Flugfreyjur gleymdust þegar vél Flugleiða fór frá Reykjavík til Egilsstaða. Vélin var yfir Þingvöllum þegar þetta kom í ljós og var henni snúið við til Reykjavíkur og flugfreyjurnar sóttar. 18. janúar 2003 Vefútgáfa Íslendingabókar var opnuð almenningi. Á fyrstu klukkustundinni sóttu þrjú þúsund manns um aðgang og tugir þúsunda næstu daga. Í Ís- lendingabók eru upplýsingar um 95% Íslendinga síðustu þrjár aldir og helming allra frá landnámi. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Drífa Árna- dóttir, bóndi og söngkona, er fimmtug í dag, 18. janúar. Hún er til heimilis að Uppsölum í Skagafirði. Drífa er að heiman á afmælisdaginn. 50 ára VERALDLEGIR hlutir eru ekki ofarlega á óska- lista Páls Rósinskrans söngvara yfir gjafir í tilefni 35 ára afmælisins í dag. Helst vill hann ást og kær- leik, eins og hann orðar það, en íslenskir ullar- sokkar koma þó til greina og þá gjarnan til þess að styrkja innlenda framleiðslu. Á yngri árum þótti honum mest gaman af því að fá leikfangabíla. Daginn vill hann helst hafa bara fyrir sig og kon- una. „Hana langaði til þess að halda veislu en ég vil hafa þetta kósí. Ég hélt stóra veislu þegar ég varð þrítugur. Það komu 150 manns og hljómsveit spilaði fyrir dansi. Það var góður matur á borðum, villibráð og alls konar réttir,“ segir Páll sem sjálfur veiðir sér stund- um til matar. Hann vonast til þess að fá góðan mat í dag en hefur ekki ákveðið hvort hann borði heima eða að heiman. „Kannski konan komi manni á óvart.“ Að sögn Páls er alltaf eitthvað um að vera hjá honum í tónlistar- bransanum en hann söng í gærkvöld lag eftir Einar Val Scheving í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Þetta var ættjarðarsöngur,“ segir Páll sem gjarnan vill bregða sér í íslenska ullarsokka í kjölfarið. ingibjorg@mbl.is Páll Rósinkrans söngvari 35 ára Í ullarsokka eftir sönginn Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.