Morgunblaðið - 18.01.2009, Síða 49
Velvakandi 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009
Litli Svalur
' DUPUIS
HELDURÐU AÐ HANN SÉ
ENNÞÁ REIÐUR ÚT Í ÞIG
SÍÐAN ÞÁ?
HANN ER AÐ
MINNSTA KOSTI
ALVEG HÆTTUR AÐ
TAKA Í HÖNDINA
Á MÉR
BLÓM ERU
SVO VITLAUS
EN NÚ HALDA ÞAU AÐ
ÞAÐ SÉ RIGNING
ÞAÐ ER SVO
GAMAN AÐ
RUGLA ÞAU
SJÁÐU!
ÞAÐ ER SÓL
OG HEIÐUR
HIMINN!
TILRAUNIN FÓR
ÚRSKEIÐIS OG KALVIN
HEFUR BREYST Í
RISASTÓRA FLUGU
FLUGAN SVEIMAR UM
GLORSOLTIN, Í LEIT AÐ
ROTNANDI HOLDI
HVAÐA DÝRLEGI FNYKUR
ER ÞETTA? FLUGAN FÆRIR
SIG NÆR BRÁÐINNI
ÉG ER
GLOR-
SOLTINN
EKKI VERA
ÓGEÐSLEGUR,
KALVIN. FARÐU
BARA ÚT MEÐ
RUSLIÐ EINS
OG ÉG BAÐ ÞIG
KALVIN, ÉG SKRÁÐI ÞIG Í
SUNDKENNSLU!
ÉG VIL
EKKI
LÆRA
AÐ
SYNDA!
ÞAÐ ER OF
SEINT AÐ
KVARTA
SKRÁÐIR
ÞÚ LÍKA
HOBBES?
NEI, ÞAÐ
MÁ EKKI
BLEYTA
HANN
AF
HVERJU
EKKI!
ÞVÍ ÉG ER
LENGI AÐ ÞORNA
OG Á MEÐAN
LYKTA ÉG
FURÐULEGA
Kalvin & Hobbes
Kalvin & Hobbes
Kalvin & Hobbes
ÞESSUM gæsum finnst Bónus-brauðið hið mesta góðgæti og bítast um það
á Tjörninni þar sem velviljaður maður reynir að skipta þessu jafnt á milli.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Gæsirnar á Tjörninni
Góð þjónusta
í Fönix
MIG langaði til að
benda ykkur á góða
þjónustu. Ég taldi að
uppþvottavél mín væri
ónýt og fór í Fönix þar
sem ég vissi að til voru
sams konar vélar. Ég
fékk frábæra þjónustu
hjá Þórhalli versl-
unarstjóra Fönix. Í
stað þess að grípa
tækifærið og selja mér
nýja vél, kom hann með
ráðleggingar varðandi
vélina mína og nánast
lagaði hana í gegnum
síma. Vélin þarf í viðgerð en fyrir
brot af því sem hefði kostað að
kaupa nýja. Þetta kallar maður góða
þjónustu. Góð þjónusta og góðar
vörur.
Hulda Magnúsdóttir.
Yndislegar móttökur
HVAÐ get ég gert að gagni? Í öllu
krepputalinu og með allar neikvæðu
fréttirnar glymjandi í eyrunum velti
ég fyrir mér hvað ég gæti gert. Jú,
ég fann mér verkefni inni í skáp. Tók
fram alla garnafganga sem ég átti og
prjóna barnahúfur og vettlinga.
Sníki líka afganga hjá vinkonunum
og einu sinni í mánuði ætla ég að
heimsækja Mæðrastyrksnefnd og
færa henni afraksturinn. Ég fel
þeim það verkefni að gefa áfram þá
hluti sem ég framleiði og vona að
einhvers staðar komi þeir að góðum
notum. Ég heimsótti þær í dag í ann-
að skiptið og móttökurnar voru ekki
af verri endanum. Þú ert yndisleg,
takk fyrir. Ef til vill eru fleiri sem
vildu gera eitthvað en vantar bara
hugmyndina en hér er hún komin.
Kveðja,
Öryrki.
Ríkisstjórnin fái frið
HVAÐA tilgangi þjón-
ar að garga, meiða, og
eyðileggja? Mér sýnist
ríkisstjórnin róa líf-
róður að bjarga land-
inu. Látið hana í friði.
Hvernig er hægt að
ætlast til að hvergi sé
skorið niður, þegar
peningar eru engir, og
miklu minna en það.
Sigríður Björnsdóttir.
St. Jósefsspítali
ÉG hef verið þeirrar
gæfu aðnjótandi að
hafa legið á St. Jósefsspítala í Hafn-
arfirði í tvö skipti. Sjúkrasaga mín
er löng. Ég hef legið á mörgum spít-
ölum þannig að ég þekki samanburð-
inn. Í stuttu máli sagt ber St. Jós-
efsspítali gjörsamlega af. Hlýjan og
umhyggjan tekur öllu öðru fram.
Það verður engum til framdráttar að
leggja niður þá framúrskarandi
starfsemi sem þar fer fram. Ég
skora á yfirvöld að skoða málið bet-
ur og hugsa sinn gang.
Björg Cray Hauksdóttir.
Að axla ábyrgð
MÉR leikur forvitni á að vita hvað
það þýðir að axla ábyrgð. Því í mín-
um huga er orðatiltækið „að axla
ábyrgð“ að standa sig í sínu starfi
eða sinni vinnu í staðinn fyrir að
segja af sér og flýja. Fólk hrópar
þessa dagana að þessi og hinn eigi að
segja af sér og axla ábyrgð. Gaman
væri að heyra hvaða skýringu fólk
hefur á þessu hugtaki.
Þórunn Lárusdóttir.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Bólstaðarhlíð 43 | Þorrablótið verður
23. janúar kl. 17. Þorramatur frá Lárusi
Loftssyni. Þorvaldur Halldórsson, Ragn-
ar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson
skemmta. Elín Metta 13 ára les þjóð-
sögu. Happdrætti og fjöldasöngur.
Skráning í s. 535-2760 fyrir 21. jan.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans-
að í Ásgarði, Stangarhyl 4, í kvöld kl. 20.
Caprí-tríó leikur.
Félagsheimilið Gjábakki | Þorrablót
Gjábakka og FEBK verður laugardaginn
24. jan kl. 19, húsið opnað kl. 18.30. Fjöl-
breytt dagskrá, m.a. syngur Guðrún
Gunnarsdóttir við undirleik Valgeirs
Skagfjörð, happdrætti og Haukur Ingi-
bergsson spilar fyrir dansi. Óbreytt
miðaverð frá í fyrra. Skráning í síma
554-3400
Háteigskirkja | Félagsvist á morgun kl.
13. Stund og fyrirbænir í kirkjunni á mið-
vikudag kl. 11, súpa kl. 12. Brids á föstu-
dag kl. 13. Brids-aðstoð fyrir dömur kl.
13.
Hraunbær 105 | Leikhúsferð sunnudag-
inn 1. febrúar á Fólkið í blokkinni í Borg-
arleikhúsinu. Skráning og frekari uppl. á
skrifstofu eða í síma 411-2730, fyrir 23.
jan. Verð 3500, með rútu.
Hæðargarður 31 | Skráning stendur yfir
á ættfræðinámskeiðið. Kynning á sam-
starfi við World Class miðvikud. 21. feb.
kl. 13, Ólafur Snorri þjálfari mætir. Þorra-
blótið föstud. 6. febrúar kl. 12. Tangó-
ævintýri þriðjudag og föstudag kl. 18.
Uppl. í s. 411-2790.
Íþróttafélagið Glóð | Félagið býður fólk
á öllum aldri velkomið í leikfimi í Kópa-
vogsskóla kl. 17-18. Uppl. í síma 564-
1490, 554-2780 og 554-5330.
Korpúlfar, Grafarvogi | Bútasaumur á
Korpúlfsstöðum annan hvern mánudag
kl. 13.30. Ganga frá Egilshöll alla mánu-
daga kl. 10.
Vesturgata 7 | Þorrablót verður föstu-
daginn 6. feb. Veislustjóri Árni Johnsen,
Sigurgeir Björgvinsson verður við flyg-
ilinn, þorrahlaðborð, Jóhannes Krist-
jánsson eftirherma, KK syngur og fjölda-
söngur. Guðmundur Haukur Jónsson
syngur og leikur fyrir dansi. Happdrætti,
uppl. og skráning í síma 535-2740.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Þorrablót
verður 23. janúar. Þorrahlaðborð, Sen-
jóríturnar syngja, lesin þjóðsaga, gam-
anmál, og leynigestur. Hljómsveitin Vita-
torgsbandið leikur fyrir dansi. Uppl. í s.
411-9450.