Morgunblaðið - 18.01.2009, Síða 56

Morgunblaðið - 18.01.2009, Síða 56
,magnar upp daginn MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009 Myndskreytingar í íslenskum barnabókum 2008 Verið velkomin í Gerðuberg í dag sunnudag kl. 15 „Heyrðist eins og harpan væri að gráta“ Sýning á brúðum Leikbrúðulands úr Völsungasögu Í Boganum: Úr högum og heimahögum Málverkasýning Huga Jóhannessonar Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík ı Sími 575 7700 ı www.gerduberg.is Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16 Leiðsögn fyrir hópa. Netfang: gerduberg@reykjavik.is s. 575 7700 Dimmalimm - Íslensku myndskreytiverðlaunin afhent fyrir bestu myndskreyttu barnabókina 2008  - S.V., MBL B A F T A TILNEFNINGAR11 ® Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Fimmtudagur 22. janúar kl. 19.30 Trommur og dans Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Einleikarar: Colin Currie og Pedro Carneiro Farncis Poulenc – Les biches, balletsvíta Áskell Másson – Crossings, konsert fyrir slagverk Igor Stravinskíj – Petrúska Vinafélagskynning á Hótel Sögu kl. 18.00 Mörgum eru eflaust minn-isstæðir tónleikar kon-gósku hljómsveitarinnar Konono N°1 á Listahátíð í Reykja- vík vorið 2007. Sveitin sú lék í opn- unarteiti Listahátíðar og hélt síðan almagnaða tónleika í Listasafni Ís- lands, Hafnarhúsinu. Sú var tíðin að tónlist frá Kongó naut hylli um alla Vestur-Afríku og kongóskar stjörnur voru gríð- arlega vinsælar. Á síðustu áratugum hefur þó heldur hallað undan fæti í takt við stjórnmálaólgu og stríðsátök sem hafa verið viðvarandi frá því í upp- hafi tíunda áratugar síðustu aldar, en undanfarin ár hafa geisað í Kongó átök sem menn hafa kallað afrísku heimsstyrjöldina, enda hafa svo mörg lönd Afríku dregist inn í þau grimmilegu átök. Gróskan til fólksins Gróskan í tónlistinni hefur færst frá hótelum og dansklúbbum og út til fólksins. Konono N°1 er gott dæmi um það, hljómsveit sem var svo fátæk að hún smíðaði ekki bara hljóðfæri sjálf úr rusli heldur líka hljóðnema (tálgaðir) og hátalara (úr riðstraumsrafalseglum). Músíkin sem sveitin lék var líka langt frá rúmbu og soukous vel- megunaráranna; mögnuð blanda af vesturkongóskri leiðslutónlist og kongóskri rúmbu, skæld og brotin vegna takmarkana hljóð- kerfisins. Á síðasta ári vakti önnur kon- gósk hljómsveit talsverða athygli. Sú heitir Kasai Allstars og er áþekk Konono N°1 að sumu leyti, en líka töluvert frábrugðin henni. Tuttugu og fimm manna hljómsveit Kasai Allstars starfar í Kinshasa líkt og Konono N°1, tuttugu og fimm manna sveit sem varð til upp úr fimm hljómsveitum frá Kasai- héraði í suðvesturhluta Kongó (heimahérað kongósku frelsishetj- unnar Patrice Lumumba sem myrt var af Belgum). Þótt Kasai sé eitt hérað búa þar margar þjóðir og hljómsveitin er skipuð tónlistarmönnum fimm þjóða; Songye, Lulua, Tetela, Luba og Luntu. Að sögn hafa þessi þjóð- arbrot sum eldað saman grátt silf- ur, en sveitin varð til fyrir tilstilli belgísks útgefanda og óhætt að segja að stofnun hennar hafi verið heillaráð. Tónleikar með sveitinni eru víst mikið sjónarspil, því af listamönn- unum tuttugu og fimm eru fjórtán dansarar sem dansa þjóðlega dansa þjóðarbrotanna, en marga þeirra hafa kristnir trúboðar reynt að banna í þeirri viðleitni sinni að útbreiða McDonalds-menninguna. Leiðtogi sveitarinnar Mputu Ebondo „Miamor“ lýsir því svo að þegar Kongómönnum var snúið til kristinnar trúar hafi þeim líka ver- ið bannað að spila þjóðlega tónlist, sem væri djöfulleg, og hljóðfæri sem notuð voru við slíka iðju voru brennd eða send á evrópsk söfn. Tónleikar sveitarinnar eru því að vissu leyti andóf gegn vestrænum menningarfasisma að sama skapi og þeir eru hylling kongóskrar menningar. Að því sögðu er tónlistin líka birtingarmynd vestrænna áhrifa því rafmögnuð hljóðfæri, aðallega likembe, eru áberandi í tónlistinni og líkt og með Konono N°1 skiptir bjögun talsverðu máli í heildar- hljómi sveitarinnar. Fjölbreytt og flókin Að vissu leyti er ósanngjarnt að bera þessar sveitir saman því tón- list Konono N°1 er öllu leiðslu- kenndari og beinskeyttari, nánast ekkert nema slagverk og likembe á löngum köflum, en Kasai Allstars notar mun fleiri hljóðfæri, raf- mögnuð sem órafmögnuð, og fyrir vikið er tónlistin fjölbreyttari og flóknari, en ekki síður skemmtileg. Sveitin sendi frá sér sína fyrstu plötu á síðasta ári, alla jafna kölluð In The 7th Moon, en heitir fullu nafni In The 7th Moon, The Chief Turned Into A Swimming Fish and Ate the Head of His Enemy By Ma- gic. Það kemur ekki á óvart að plat- an sú hafi víða verið talin með bestu plötum ársins, hún á það svo sannarlega skilið. Belgíska fyr- irtækið Crammed gefur plötuna út í Congotronics-útgáfuröð sinni en sú er ætluð fyrir nútímalega kon- góska tónlist. Skífa Konono N°1 kom einmitt líka út í þeirri röð. Kongóskt sjónarspil TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Þjóðleg Kongóska hljómsveitin Kasai Allstars sameinar hugmyndir úr ýmsum áttum. Á síðasta ári vakti kongóska hljómsveitin Kasai Allstars talsverða athygli. Tónlistin á fyrstu plötu sveitarinnar er kongósk og alþjóðleg í senn. HIN krúttlega Lily Allen hefur látið það uppi að hún hafi hætt að vinna með upptökustjóranum Mark Ronson því hún vildi ekki hljóma eins og Amy Winehouse. Ronson, sem vann að fyrstu plötu Allen, Alright, Still, var settur á höggstokkinn vegna þess að Allen var áhyggjufull yfir samanburði á milli hennar og annarra breskra kvensöngvara. „Ég mun örugglega vinna með honum aftur. Ég vildi bara ekki gera það í þetta skiptið því Mark hefur mjög retro tilfinningu fyrir því sem hann er að gera,“ sagði Al- len í viðtali við breska MTV. „Ég vildi aðskilja mig frá Duffy, Adele og Amy Wine- house vegna þess að þær eru svo frábærar í því sem þær gera – það yrði asnalegt af mér að fylgja þeim eftir.“ Önnur plata Allen, It’s Not Me, It’s You, kemur út 9. febrúar. Áhyggjufull yfir samanburði Krúttleg Lily Allen sendir brátt frá sér sína aðra plötu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.