Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 59

Morgunblaðið - 18.01.2009, Side 59
Menning 59FÓLK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2009 NÝR FRÉTTASKÝRINGAÞÁTTUR HEFST Í KVÖLD KL. 19.40 ANNAÐ OG MEIRA LEIKKONAN Kate Winslet vill ekki vera kölluð kvik- myndastjarna. Hinn tvöfaldi Golden Globe-sigurvegari segist lifa venjulegu lífi, án einkaþotna, kokka eða einkaþjálfara. „Vinsamlegast ekki kalla mig kvikmyndastjörnu. Mér líður ekki eins og kvikmyndastjörnu og ég held að ég hagi mér ekki sem slík. Ég á ekki mína eigin flugvél, ég er ekki með kokk eða einkaþjálfara. Fyrir mér er ég aðeins kvikmyndastjarna þegar ég er við stórar verðlaunahátíðir eða á mikilvægum glæsi- viðburðum. Það mætti líkja þessu við hatt sem ég ber og um leið og viðburðinum er lokið tek ég hann niður. Þá verð ég aftur ég sjálf og mamma, og það er forgangur minn,“ segir Winslet sem er gift leikstjóranum Sam Men- des. Hún segir þau lifa rólegheitalífi með börnum sínum, syninum Joe og Miu sem er dóttir Winslet frá fyrra hjónabandi. Er bara venjuleg Stjarna Kate Winslet var kvikmynda- stjarna á Gol- den Globe. Venjuleg Winslet með syni sínum. SUNDANCE-kvikmyndahátíðin var sett í Park City í Utah í Bandaríkj- unum á fimmtudaginn, en hátíðin var fyrst haldin árið 1978. Sundance er stærsta hátíð sinnar tegundar sem haldin er í Bandaríkjunum, en á henni eru eingöngu myndir eftir óháða kvikmyndagerðarmenn. Veitt eru verðlaun í fjölmörgum flokkum á hátíðinni, en bæði venjulegar kvik- myndir og heimildarmyndir eru gjaldgengar. Opnunarmynd hátíð- arinnar að þessu sinni er ástralska kvikmyndin Mary and Max eftir Adam Elliot. Sundance hátíðin sett Hress Adam Elliot, leikstjóri opn- unarmyndarinnar Mary and Max. REUTERS Tveir góðir Geoffrey Gilmore, stjórnandi Sundance, og leikarinn Robert Redford, stofnandi hátíð- arinnar, á setningarhátíðinni. LEIKKONAN Rachel Griffiths, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Brothers & Sis- ters sem voru sýndir á RÚV, á von á sínu þriðja barni. Hin 40 ára Griffiths, sem er ástr- ölsk að uppruna, og eiginmaður hennar, Andrew Taylor, eiga fyrir þriggja ára dóttur, Adelaide Rose, og fimm ára son Banjo Patrick sem er nefndur eftir ástralska ljóðskáld- inu Andrew Barton „Banjo“ Pater- son. Ólétt Rachel Griffiths á Golden Globe hátíðinni 11. janúar. Þriðja á leiðinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.