Morgunblaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009 SAMNINGUR tannlækna og Sjúkratrygginga Íslands um for- varnaskoðun, sem er foreldrum að kostn- aðarlausu, nær nú einnig til 6 ára barna en ekki bara til barna á aldrinum 3 og 12 ára eins og áður. Nýi samningurinn tók gildi nú um áramótin og er Ingibjörg S. Bene- diktsdóttir, formaður Tannlækna- félags Íslands, ein þeirra sem þegar hafa sótt um aðild að samningnum. „Við mátum það svo, vegna stöð- unnar hjá fólkinu í landinu, að það væri betra að bæta einum árgangi við, heldur en að fá 3% hækkun á greiðsluna fyrir þetta. Það var okkar hugmynd að bæta 6 ára börnunum við,“ segir Ingibjörg sem fagnar því að samkomulag hafi náðst um málið. Tannlæknafélagið hafði í desem- ber lýst því yfir að ekki væri unnt að mæla með því að félagar þess skrif- uðu undir óbreyttan samning vegna forvarnaskoðunar 3 og 12 ára barna. ingibjorg@mbl.is Samið um forvarna- skoðun Ingibjörg S. Benediktsdóttir Skoða nú tennur 3, 6 og 12 ára barna MISTÖKIN við tilkynningu um réttkjörinn for- mann Framsókn- arflokksins, á flokksþinginu á sunnudag, urðu með þeim hætti að atkvæðatölur voru skrifaðar niður á blað, eftir upplýsingum á tölvuskjá. Við það urðu mannleg mistök, tölurnar víxluðust og sú hærri var eignuð Höskuldi Þórhalls- syni en sú lægri Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigmundur var hins vegar sigurvegarinn með réttu. Haukur Ingibergsson formaður kjörstjórnar sagði af sér í kjölfarið, en í samtali við Morgunblaðið í gær sagði hann, að sem slíkur hefði hann borið ábyrgð á störfum kjörstjórnar og hefði talið rétt og eðlilegt að axla ábyrgð á mistökunum með afsögn strax og þau komu í ljós. Haukur bað Höskuld Þórhallsson afsökunar á mistökunum á þinginu en ekki eru talin verða eftirmál af þessari uppá- komu. onundur@mbl.is Tölum víxlað af skjá á blað Haukur Ingibergsson Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is WILLEM H. Buiter, prófessor í evr- ópskri stjórnmálahagfræði við Lond- on School of Economics, hélt fyrir- lestur í Háskóla Íslands í gær. Þar sagði hann að einkavæðing íslensku bankanna hefði misfarist á þann hátt að engin virk löggjöf hefði verið til staðar til að hefta vöxt þeirra. Að öðrum kosti hefðu þeir aldrei vaxið í a.m.k. 900% af landsframleiðslu. Bui- ter sagði jafnframt að þó svo hin al- þjóðlega lánsfjárkreppa hefði sett ís- lensku bankakreppuna af stað hefði það verið algjör tilviljun. Hvað sem var hefði getað komið henni af stað og á endanum hefði eitthvað annað orðið til þess. „Þeir hefðu hlaupið á vegg á endanum,“ sagði Buiter. Yf- irvöld hefðu brugðist algjörlega. Hann gagnrýndi líka að heildar- skuldir ríkisins væru kynntar sem 110% af landsframleiðslu. Hans út- reikningar meta þá upphæð á um 160% af landsframleiðslu og gera ráð fyrir lægra verði fyrir erlendar eign- ir bankanna. Seðlabankinn ekki andsnúinn birtingu „Buiter-skýrslunnar“ Buiter var annar höfunda skýrslu sem unnin var fyrir Landsbankann í upphafi síðasta árs um stöðu íslenska bankakerfisins. Eftir fyrirlesturinn sagði hann að á sínum tíma hefðu bankarnir frekar viljað að skýrslan færi lágt, enda innihélt hún „við- kvæmar markaðsupplýsingar“. Hins vegar hefði eini maðurinn sem hann ræddi við í Seðlabankanum, Ingi- mundur Friðriksson seðla- bankastjóri, ekki verið andsnúinn því að skýrslan yrði birt. Icesave-málið svonefnda og beit- ingu breskra hryðjuverkalaga gegn Landsbankanum sagði hann regin- hneyksli og brot gegn réttarríkinu. Hins vegar væri ódýrasta leiðin út úr því máli að greiða lögboðna trygg- ingu fyrir hvern innstæðueiganda en leggjast ekki í stríð, sem ekki geti unnist, við Breta. Hans skilningur á því máli var sá að íslenskir stjórnmálamenn hefðu hrætt þá bresku út í ábyrgðarlausar yfirlýsingar í fjölmiðlum. Þeir hefðu óttast að Íslendingar mismunuðu innlendum og erlendum innstæðu- eigendum í útibúum bankanna, þar sem tryggingarsjóður innstæðueig- enda hefði verið tómur. „Tækið til að stöðva þetta varð að vera hraðvirkt og pólitískt vinsælt heima fyrir. Láta þá líta vel út,“ sagði Buiter. Við slík- ar aðstæður hefðu Bretar ekkert til- „Hefðu hlaupið á vegg“ Willem H. Buiter prófessor við London School of Economics hélt fyrirlestur í HÍ Morgunblaðið/RAX Harðorður Willem Buiter segir einhliða upptöku evru fljótlegustu leiðina til að útiloka sig frá Evrópusamstarfi. Slík ákvörðun myndi vekja reiði í ESB. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is „FYRIRSÖGNIN er sláandi en auðvitað verður þetta varla niður- staðan,“ segir Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Ís- lands, um þá frétt Morgunblaðsins að svo gæti farið að samtök skóg- arbænda þyrftu að aka milljón trjá- plöntum á haugana í vor. Ástæðan er að útlit er fyrir að skógarbændur muni ekki hafa bolmagn til að koma þeim í jörð vegna niðurskurðar á fjárveitingum til skógræktarinnar. „Ég treysti því að það verði brugðist við af fjárveitingavaldinu svo að þetta verði ekki að veruleika og ég hef enga trú á öðru. Ég trúi því ekki að við látum þetta fara svona,“ segir Magnús. Bæði hann og skógræktarstjóri segja tækifæri í skógræktinni til að sporna við atvinnuleysi á næstu mánuðum og misserum. Magnús segir að senn styttist í að Skógræktarfélag Íslands leggi fram hugmyndir að verkefnum sem ætlað er að sporna gegn atvinnuleysi. Um sé að ræða vinnu við „græna stíginn“, gönguleið sem liggur um öll helstu útivistarsvæði og perlur á höfuðborgarsvæðinu. „Þar leggjum við upp með að geta skaffað ung- mennum og kannski fólki í eldri kantinum alls kyns tækifæri til vinnu við að planta út, grisjun, stígagerð og fleira.“ Sérstök fjárveiting vegna atvinnuleysis Jón Loftsson skógræktarstjóri segir það hljóta að verða síðasta úr- ræði að menn hendi umræddum plöntum. „Menn eru að vinna í sín- um fjárhagsáætlunum. Ég held það séu ýmsir möguleikar þótt þeir liggi ekki alveg fyrir ennþá. Það gæti þurft samstillt átak til að koma út milljón plöntum.“ Hann segir í því sambandi jafnvel koma til greina að skógræktin komi að verkefnum sem sett yrðu á fót til að sporna við atvinnuleysi. „Það hefur verið rætt um sérstaka fjár- veitingu vegna atvinnuleysis og ef við fáum einhverja aura til að ráða fólk til að planta þessu held ég að þetta komist nú allt í jörðina á end- anum.“ Aðspurður segir hann það skelfi- lega tilhugsun að plöntunum yrði hent. „Ef menn hafa ekki fjármagn til að planta þessu núna er ekkert hægt að geyma þær uppi í hillu. En ég á eftir að sjá að það gerist – menn eru einfaldlega að vinna með þetta hér og nú.“ Skógræktin verði atvinnuskapandi Morgunblaðið/Þorkell Skógrækt Ekki er hægt að geyma trjáplöntur uppi í hillu, segir Jón.  „Ég trúi því ekki að við látum þetta fara svona,“ segir formaður Skógræktarfélags Íslands um hættu á að milljón trjáplöntum verði hent  „Gæti þurft samstillt átak,“ segir skógræktarstjóri Inntur eftir því hvort vera Íslands í miðri aðgerðaáætlun Alþjóðagjald- eyrissjóðsins hafi áhrif á lýðræð- isferlið, svarar Buiter því afdrátt- arlaust neitandi. Það er að segja hvort hann taki undir ummæli forsætisráðherra Ís- lands þess efnis að óheppilegt sé að ganga til kosninga við þessar aðstæður. Framgangur áætlunar- innar og endanleg lánveiting til Ís- lands upp á milljarða dollara geti oltið á stöðugleika í stjórnarfarinu hér heima. „Því fyrr sem því fólki sem hefur klúðrað málunum er skipt út fyrir þá sem ekki eru flekkaðir af mis- tökum, því betra. Kosningar eru þar að auki engin bylting. Ísland hefur hefð fyrir lýðræðislegum stjórnarskiptum, sem þurfa ekki að trufla áætlun Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins á neinn hátt. Þetta er um það bil slakasta útgáfa af fras- anum „vinsamlegast kjósið mig ekki út úr embætti“ sem ég hef heyrt. Ný ríkisstjórn getur hakað við afgreidd atriði í áætlun sjóðs- ins á þriggja mánaða fresti, rétt eins og sú fyrri,“ segir Buiter. Ástandið eigi ekki að hafa áhrif á lýðræðið lit tekið til heiðvirðra vinnubragða og lýðræðislegra. Í fyrirlestri sínum mælti Buiter sterklega gegn einhliða upptöku evru. Blaðamaður spurði hvort ekk- ert fordæmi væri til um einhliða upp- töku erlends gjaldmiðils, sem Íslend- ingar gætu tekið sér til fyrirmyndar. Buiter lítur hins vegar ekki af Evr- ópusambandinu. „Jafnvel þótt mörg dæmi væru til um slíkt væri það ekki viðeigandi fyrir Ísland, því það myndi útiloka landið frá því að fá nokkurn tíma fulla aðild að mynt- bandalagi Evrópu og njóta Seðla- banka Evrópu sem lánveitanda til þrautavara fyrir íslenska banka. Það gæti jafnvel útilokað ykkur frá aðild- arviðræðum, enda skýlaust brot á þeim reglum sem gilda um aðildar- ferlið.“ Hann þvertekur fyrir að ein- hliða upptaka dollarans í Ekvador sé heppilegt fordæmi. Mörg vandamál séu þar óleyst. Landbúnaður og fiskveiðar „Ef þið viljið ekki fara inn í ESB og ekki fá þessa þjónustu frá Seðla- banka Evrópu eruð þið að biðja um að hafa einungis lágmarks banka- starfsemi. Ef svo er ættuð þið endi- lega að evruvæðast einhliða, því það er besta leiðin til að loka þessum dyr- um endanlega,“ segir hann, í nokk- urri kaldhæðni. Í fyrirlestri sínum sagði hann íslenskt hagkerfi aftur fara að snúast um landbúnað og fisk- veiðar ef Íslendingar gangi ekki í ESB og taki upp evru. Þar sagði hann líka ótrúlegt hversu mikinn mannauð og margt hæfileikafólk íslenska þjóðin ætti, þrátt fyrir að vera aðeins um 300 þúsund manns. En samt sagði hann mannfæðina of mikla. „Þið getið ekki gert allt,“ sagði hann. „Framseljið vald ykkar í peningamálum og vald til að setja reglur um bankakerfi sem teygja sig yfir landamæri.“ Íslenskar stofnanir hefðu tapað of miklu trausti til að sjá um það. Ein atvinnugrein ráði ekki örlögum heillar þjóðar Í tilefni af þessu vakti blaðamaður athygli á því að stór hópur fólks væri einmitt andsnúinn ESB-aðild og að sá kostur gæti orðið ofan á í íslensk- um stjórnmálum. Enda fleira sem skipti þar máli en peningamál, ekki síst sjávarútvegur. „Sjávarútvegur er stór hluti af sögu ykkar en í raun- inni ekki stór hluti af ykkar lands- framleiðslu. Hann stækkar jú vissu- lega eftir bankahrunið, en Ísland er þjónustuhagkerfi eins og önnur þró- uð ríki. Það ætti ekki að láta eina at- vinngrein ráða örlögum heillar þjóð- ar,“ segir Buiter. „Já, sjávarútvegs- stefna ESB er léleg. En þegar Íslendingar ganga inn verður breyt- ing í valdajafnvæginu innan veggja þess og þið fáið meiri stöðu til þess að hafa áhrif á stefnuna.“ En hvað ef hagsmunir sjávarút- vegsins verða samt ofan á, í þeim skilningi sem fyrr segir, og Íslend- ingar ákveða að fara ekki í ESB. Eig- um við þá að halda krónunni eða evr- uvæðast einhliða? „Það eru tveir slæmir kostir og svarið veltur á mörgum atriðum,“ svaraði hann til. Allir kostir væru slæmir ef niður- staðan yrði sú að Íslendingar höfn- uðu ESB. „Með nægilegum trúverð- ugleika gætuð þið áfram haldið úti ykkar eigin gjaldmiðli, svo fremi þið reynið ekki að byggja upp metn- aðarfullt bankakerfi á ný. En þið haf- ið ekki þennan trúverðugleika og því kem ég aftur að því að öruggasta leiðin til að endurvekja hann er að sækja um aðild.“ Einhliða upptaka gæti virst fýsileg í þeirri stöðu, en hún yrði greidd heldur dýru verði. Vinna yrði inn fyr- ir öllum evrum jafnóðum, ríkið hefði ekki myntsláttutekjur og svo fram- vegis. „Yfirleitt er hún bara tekin upp einhliða sem bráðabirgðalausn, í löndum sem hafa tapað öllum trú- verðugleika sínum, sem er jú tilfellið með Ísland.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.