Morgunblaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009 “HRÖÐ, F LOTT OG FYNDIN GAMAN MYND.” “...STÓRS KEMMTI LEG GLÆ PAMYND OG AÐD ÁENDUR RITCHIES GETA TE KIÐ GLE ÐI SÍNA Á NÝ.” L.I.B. - TO PP5.IS HVAÐ EF ÆVINTÝRI OG DRAUMAR ÞÍNIR MYNDU RÆTAST ADAM SANDLER ER STÓRKOSTLEGUR Í ÞESSARI FRÁBÆRU GAMANMYND BEDTIME STORIES kl. 8 LEYFÐ ROCKNROLLA kl. 10 B.i. 16 ára CHANGELING kl. 10 B.i. 7 ára YES MAN kl. 8 B.i. 7 ára THE SPIRIT kl. 10 B.i. 12 ára BEDTIME STORIES kl. 5:50 - 8D - 10:20 LEYFÐ DIGITAL ROCKNROLLA kl. 8 - 10:20D B.i. 16 ára DIGITAL ROCKNROLLA kl. 5:30 - 10:20 B.i. 16 ára LÚXUS VIP YES MAN kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 7 ára YES MAN kl. 8 LÚXUS VIP CHANGELING kl. 5:30 - 8:30 B.i. 16 ára BOLT m/ísl. tali kl. 5:503D LEYFÐ THE SPIRIT kl. 10:20 B.i. 12 ára TWILIGHT kl. 8 B.i. 12 ára CITY OF EMBER kl. 5:50 B.i. 7 ára BEDTIME STORIES kl. 6D - 8:10D - 10:20D LEYFÐ DIGITAL ROCKNROLLA kl. 8D - 10:20D B.i. 16 ára DIGITAL YES MAN kl. 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 7 ára BOLT m/ísl. tali kl. 63D LEYFÐ 3D - DIGITAL BOLT m/ensku tali kl. 6:103D LEYFÐ 3D - DIGITAL BEDTIME STORIES kl. 8 LEYFÐ THE SPIRIT kl. 10:10 B.i. 12 ára SÓLSKINSDRENGUR m/ísl. tali kl. 8 þriðjudagstilboð gildir ekki á íslenskar myndir LEYFÐ TWILIGHT kl. 10:10 B.i. 12 ára SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI BYGGT Á SÖNNUMATBURÐUM Frá Clint Eastwood, óskarsverðlauna- leikstjóra Mystic River, Million Dollar Baby og Unforgiven. Tilnefnd til 2 Golden Globe verðlauna BEDTIME STORIES kl. 8 LEYFÐ THE SPIRIT kl. 10:10 B.i. 7 ára CITY OF EMBER kl. 8 B.i. 7 ára FOUR CHRISTMASES kl. 10:10 B.i. 7 ára AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELLFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELLFOSSI FILMCRITIC.COM “JIM CARREY KEMUR LOKS INN Í GRÍNIÐ AFTUR EFTIR FULLLANGA FJARVERU, OG HANN VELDUR ALLS EKKI VONBRIGÐUM!” TOMMI - KVIKMYNDIR.IS VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA V.J.V TOPP5.IS SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI „HEILLANDI, FULLORÐINS ÞRILLER, MEÐ ÓTVÍRÆÐRI ÓSKARSFRAMMISTÖÐU FRÁANGELINU JOLIE.“ - EMPIRE SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK EMPIRE SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI L.I.B. – FRÉTTABLAÐIÐ SÝND MEÐ Í SLENSKU OG ENSKU TALI ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSSI SAMbio.is Reykjavík • Akureyri • Keflavík • Selfoss Ámilli jóla og nýárs gafst mértími til að kíkja á tværmerkar heimildarmyndir sem hafa einhverra hluta vegna ekki ratað inn í myndspilarann fyrr en nú. Annars vegar var það heim- ildarmynd Juliens Temple, Joe Strummer: The Future Is Unwrit- ten, um leiðtoga The Clash og svo The Clash: Westway to the World eftir Don Letts, heimildarmynd frá 2000.    Myndin um Strummer rataðinýverið inn á leigur hér- lendis og var búið að lofa hana í há- stert í mín eyru lengi, lengi. Hina tók ég svo með sem einhvers konar viðbæti og mælist ég eiginlega til þess að fólk byrji á því að horfa á hana, eigi það þetta tvennt eftir. Þessi samloka gefur manni nefni- lega ágæta innsýn í líf og störf Strummer, en sveit hans, The Clash, er af mörgum talin ein merkasta rokksveit sem nokkru sinni hefur starfað. Þeir sömu gráta líka örlög hennar nokkuð og það má vel færa rök fyrir því að hana hafi þrotið örendið óþarflega snemma. Undir restina var nokk- urs konar ofursveitarára tekin að leika um hana, svo virtist sem hún ætlaði að verða U2 á undan U2 sjálfum. En svo kollsteyptist allt heila gillið á einni nóttu eða því sem næst.    Fyrir nokkrum árum tók heim-ildarmyndagerð undir sig ákveðið þroska- og þróunarstökk. Menn hófu að beita nýstárlegum aðferðum við að matreiða efnið og það má segja að þessar tvær mynd- ir séu fyrir og eftir breytingu. The Clash: Westway to the World er þannig mjög hefðbundin í uppbyggingu, rúllar eiginlega áfram eins og kennslumyndband. Ramminn er aldrei brotinn upp með einhverju óvenjulegu, það er keyrt áfram á viðtölum í myndveri sem eru brotin upp reglubundið með tóndæmum, myndskeiðum eða ljósmyndum. Þrautreynd formúla og hún virkar vel hér, kannski að- allega vegna þess að sagan er góð. Og auk þess gefa allir meðlimir færi á sér, en Strummer lést síðan sviplega árið 2002, tveimur árum eftir að myndin kom út. The Clash skar sig nokkuð fráöðrum pönkhljómsveitum. Þeir voru fyrir það fyrsta vel spil- andi (utan mögulega Pauls Simon- on, bassaleikara, sem er svalleikinn holdi klæddur). Meðlimir voru svona „fullorðins“; gengi af harð- skeyttum ástríðufullum mönnum sem báru með sér bæði textalegan boðskap og barmafylli af frábærri tónlist sem varð framsæknari og ævintýralegri með hverju miss- erinu. Í raun brotnaði The Clash undan eigin metnaði, meðlimir kunnu einfaldlega ekki að hlífa sér og eftir fimm ára linnulaust hjakk var skaðinn einfaldlega skeður. En á meðan Letts gefur ágæta, sögu- lega mynd tekst Temple að kafa að- eins dýpra.    Temple gerði hina frábæru TheFilth and The Fury (2000) þar sem hann nýtti sér óhefðbundin meðul til að koma sögu og arfleifð Sex Pistols, pönkhljómsveitarinnar, á framfæri. Í raun fer hann eins að í Strummer-myndinni; hann nýtir sér teiknimyndir, búta úr gömlum kvikmyndum o.fl. til að vefa saman sannfærandi, heildstæða frásögn. Temple leitast við að fanga sál Strummer og hlífir honum ekki, ekki frekar en Strummer sjálfur. Kostir og gallar eru því dregnir fram. Á einum stað segir Letts t.a.m. fullum fetum að Strummer hafi verið heigull og hafi forðast átök og árekstra í mannlegum sam- skiptum. En um leið kemur það rækilega fram að Strummer var rómantíker, maður sem sá í gegnum það efn- islega. Hann var engu að síður breyskur og háði daglega baráttu við það að vilja vera frægur og það að vilja yppa öxlum yfir holum heimi frægðarinnar.    Og eins og sannur listamaður varhann ofurviðkvæmur en var um leið eiginlega dæmdur til að hrífa fólk með sér. Því að alltaf var allt gefið, allt var meint, allt var alla leið. Það er ekki létt að vera „allt eða ekkert“ maður og titill Clash-lagsins „Death or Glory“ seg- ir býsna margt um það hvernig Strummer hagaði lífi sínu. Strum- mer lést síðan árið 2002 úr dular- fullum hjartasjúkdómi og varð mörgum harmdauði. Það er eins og maður horfi á allt í gegnum kreppugleraugu í dag en á þessum tímum sviptinga og hrær- inga; þegar gildi og viðmið sem voru eitt sinn sjálfsögð eru það ekki endilega lengur er hægt að gera margt vitlausara en að kynna sér feril manns sem að minnsta kosti reyndi – og það af öllum lífs og sál- arkröftum – að halda í eitthvað sem hægt er að kalla hugsjónir. arnart@mbl.is Dýrðina, annars dauðann AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen »Hann var engu aðsíður breyskur og háði daglega baráttu við það að vilja vera frægur og það að vilja yppa öxl- um yfir holum heimi frægðarinnar. Áhrif Joe Strummer, fyrrum leiðtogi The Clash, snart marga með tónlist sinni og viðhorfum. BANDARÍSKI leikarinn Robert Downey jr. vand- ar leikstjóra sín- um, Guy Ritchie, ekki kveðjurnar þessa dagana þar sem þeir eru við tökur á Sherlock Holmes. Ástæð- an er sú að Ritc- hie krafðist þess að Downey jr., sem er um 1,70 m á hæð, gengi um í upp- hækkuðum skóm svo hann liti út fyrir að vera sömu hæðar og mótleikari hans, Jude Law. Að sögn vinar Downey jr. á leikarinn afskaplega erfitt með að ganga í skónum og blót- ar þeim í sífellu. Reyndar virðist sem kvikmyndin, sem er væntanleg í kvik- myndahús í nóvember á þessu ári, sé að ganga að Downey Jr. dauðum. Á dögunum tókst honum að kveikja í klofinu á sér við tökur á einu atrið- anna og nokkrum dögum seinna var hann kýldur niður kaldur af áhættu- leikara . Downey Jr. leikur hinn snjalla Holmes en Jude Law leikur aðstoðarmann hans Doctor Watson. Er að kikna undan hlut- verkinu Robert Downey Jr. OFURFYRIR- SÆTAN Kate Moss íhugar nú vandlega að stofna dúett með kærasta sínum Jamie Hince, gítarleik- ara hljómsveitar- innar The Kills. Moss, sem fagnaði 35 ára afmæli sínu á föstudaginn, fékk forláta Steinway- píanó frá kærastanum og þrátt fyrir að kunna ekkert á píanóið er hún staðráðin í að læra. Jamie gaf henni einnig sérsmíðaðan hring og tvö verk eftir franska graffítí-listamanninn Andre. Andre mun á næstu vikum fljúga til London og mála verkin á vegg Moss á heimili hennar í Norður- London. Íslandsvinurinn Sir Philip Green var einnig örlátur á afmæli fyr- irsætunnar og greiddi fyrir fimm svítur á Dorchester-hótelinu í Lond- on undir afmælisveisluna. Bað hann starfsmenn hótelsins um að skreyta svíturnar með blómum, kampavíni og dýrindis veitingum. Á meðal gesta í afmælinu voru Stella McCartney, Sa- die Frost og Meg Matthews. Að lok- inni máltíð á hótelinu var haldið að heimili Moss sem hafði verið skreytt í miðaldastíl í tilefni dagsins. Fékk svítur að gjöf frá Philip Green Par Kate Moss og Jamie Hince.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.