Morgunblaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is ANNAR stærsti opinberi fjárfestingarsjóður heims, Qatar Investment Authority (QIA), bauðst til að kaupa fimmtungshlut í Kaupþingi í júlí síðastliðnum og greiða fyrir með reiðufé. Til- boðið var munnlegt og vildi sjóðurinn greiða fyrir sem svaraði innra virði hlutarins án tillits til óefnislegra eigna. Markaðsvirði 20 prósenta hlut- ar í Kaupþingi á þessum tíma var yfir 100 millj- arðar króna. Þetta staðfesta bæði Sigurður Ein- arsson, fyrrv. stjórnarformaður Kaupþings, og Ólafur Ólafsson, annar stærsti eigandi bankans fyrir fall hans. Stjórnarformaður QIA er Sjeik Hamad bin Jassim bin Jaber Al Thani, forsætis- og utanríkisráðherra Katars. Forsvarsmönnum Kaupþings fannst tilboðið ekki ásættanlegt og töldu bankann ekki þurfa á nýju lausafé að halda á þeim tíma. Tæpum þremur mánuðum síðar féll Kaupþing. Ólafur kemur á fundi Ólafur segir að hann hafi verið beðinn að koma á fundi milli bankans og QIA í fyrravor. Kaup- þing hafi á þeim tíma verið að leita eftir fjár- festum í Mið-Austurlöndum í nokkurn tíma. Fyr- ir tilstilli Ólafs, sem hafði verið í persónulegum tengslum við konungsfjölskylduna í Katar árum saman, fundaði fulltrúi Kaupþings með QIA í Doha, höfuðborg Katars, 27.-28. mars í fyrra. Þar var starfsemi Kaupþings kynnt fyrir hinum væntanlegu fjárfestum. Þann 22. apríl 2008 funduðu fulltrúar Kaup- þings síðan í fyrsta sinn um væntanlega fjárfest- ingu með Al-Thani forsætisráðherra og stjórn- arformanni QIA. Sá fundur fór fram í Berlín í Þýskalandi og að sögn Ólafs kom fram mikill áhugi hjá honum á að koma að Kaupþingi. „Þeim fannst Kaupþing afar áhugaverður banki. Annar fundur var síðan haldinn með helstu stjórnendum QIA í London í beinu framhaldi.“ Sigurður Ein- arsson og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrv. for- stjóri Kaupþings, sátu báðir fundinn í London. Á síðasta hluthafafundi Kaupþings hafði verið samþykkt að bjóða út allt að 20 prósent af nýju hlutafé í bankanum. Á næsta fundi Kaupþings- manna með stjórn og stjórnendum QIA, sem var haldinn í sumarhúsi forsætisráðherra Katars í Frakklandi þann 28. maí, lá fyrir að sjóðurinn hafði áhuga á að kaupa allt það hlutafé sem til stóð að auka í Kaupþingi. Fyrir hönd Kaupþings sátu helstu stjórnendur bankans þennan fund. Það sem meira var, QIA vildi kaupa hlutinn og greiða fyrir hann allan með reiðufé. Á þessum tíma voru hinir væntanlegu kaup- endur búnir að ráða PricewaterhouseCoopers og ónefndan erlendan fjárfestingarbanka til að framkvæma ítarlega könnun á Kaupþingi. Í kjöl- far hennar staðfesti forsætisráðherra Katars að vilji væri fyrir því að koma að Kaupþingi. Þeir höfðu á þeim tíma þegar keypt stóran hluta í breska bankanum Barclays og auk þess tilkynnt að til stæði að fjárfesta í fleiri bönkum á næstu árum. QIA var því vel undirbúið. Töldu tilboðið allt of lágt Tilboð QIA í fimmtungshlut í Kaupþingi var síðan lagt fram munnlega á fundi í Doha í júlí síð- astliðnum. Það hljóðaði upp á að sjóðurinn myndi greiða bókfært innra virði hluta án viðskiptavild- ar, ekki markaðsvirði. Gengi bréfa í Kaupþingi var á bilinu 710 og 730 á hlut í júlí síðastliðnum og því hefði markaðsvirði þess hlutar sem QIA vildi kaupa verið yfir 100 milljarðar króna. Forsvarsmönnum Kaupþings þótti þetta tilboð hins vegar ekki ásættanlegt enda töldu þeir lausafjárstöðu bankans góða á þessum tíma. Til- boðinu var því hafnað. Hins vegar hittust fulltrúar beggja aðila einu sinni enn í ágúst og ákváðu þar að setjast aftur yfir málið þegar ramadan, föstumánuði múslíma, væri lokið. Honum lauk í byrjun október síðast- liðins, á svipuðum tíma og íslensku bankarnir voru að falla. Vildu kaupa fimmtung Fjárfestingarsjóður í Katar vildi kaupa 20% hlut í Kaupþingi Ljósmynd/Hanna Lilja Valsdóttir Persónuleg tengsl Ólafur Ólafsson, sem á þeim tíma var annar stærsti eigandi Kaupþings, ásamt meðlimi Al-Thani-fjölskyldunnar og öðrum vinum í Flatey 31. júlí síðastliðinn. Í HNOTSKURN »Fulltrúar fjárfestingarsjóðs í Katarfunduðu fimm sinnum með forsvars- mönnum Kaupþings um möguleg kaup sjóðsins í bankanum. »Sjóðurinn lagði fram tilboð í 20 pró-senta hlut í júlí en var hafnað. Hann ætlaði að greiða fyrir með reiðufé. BRÓÐIR emírsins af Katar, Sjeik Mohamed Bin Khalida Al-Thani, hafði mikinn áhuga á samstarfi við Kaupþing að sögn Ólafs Ólafssonar þó að QIA kæmi ekki að bankanum sem eigandi. Meðal þess sem hann skoðaði í því sambandi var að setja á fót alþjóðlegan fjárfestingarsjóð ásamt bankanum. Kaupþing átti á þessum tíma umtalsvert af hluta- bréfum í sjálfu sér og fór þess á leit að fyrsta skrefið í samstarfinu við nýtt íslenskt fjárfesting- arfélag Al-Thanis, Q Iceland Finance ehf., yrði að það keypti fimm prósenta hlut í bankanum. Al-Thani samþykkti að kaupa hlutinn en vildi einungis vera í ábyrgð fyrir helmingnum af kaup- unum. Kaupverðið var 25,6 milljarðar króna. Að sögn Ólafs hafði Al-Thani lagt fram ábyrgð- ir að upphæð 200 milljónir evra vegna væntan- legra viðskipta sinna við Kaupþing og var hluti þeirra notaður til ábyrgðar fyrir láni frá Kaupþingi beint til Q Iceland Fin- ance, samtals 12,8 milljarðar króna. Hinn helm- ingur kaupverðsins lánaði Kaupþing einnig, en hann var lánaður til félags á bresku Jómfrúr- eyjum, skráð á Ólaf Ólafsson, sem lánaði féð síðan áfram til Al-Thani. Þannig var Al-Thani ekki í persónulegum ábyrgðum fyrir helmingi lánsins, 12,8 milljörðum króna. Ólafur sagði að hann sjálf- ur hefði ekki haft neinn ávinning af þessum við- skiptum. Hann sagði ennfremur að Al-Thani hefði greitt 12,5 milljarða króna af láninu sem var með ábyrgðum hinn 8. október. Þetta hefði hann gert eftir að hafa keypt vel á þrettánda milljarð króna fyrir 50 milljónir dala sem hann hefði átt á banka- reikningi í Kaupþingi í Lúxemborg. Þannig nýtti hann sér mikið gengisfall íslensku krónunar í neyðarlagavikunni til að kaupa um 250 krónur á hvern dal. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins sá Kaupþing í Lúxemborg um að útvega hon- um krónur á því verði og bankinn tók á sig allt tap vegna þessa. Ef miðað er við gengi Seðla- bankans myndu fást um 6,4 milljarðar króna í dag fyrir 50 milljónir dala. Í yfirlýsingu sem Sigurður Einarsson sendi frá sér í gær kom fram að Kaupþing hefði lánað Al- Thani 50 milljónir dala til að kaupa skuldatrygg- ingar á bankann með verulegum afföllum. Þessa fjármuni notaði Al-Thani síðan til að kaupa krón- ur og greiða fyrir helminginn af hlutnum sem hann keypti í Kaupþingi. Ólafur sagði að 21. október hefði hann síðan haft persónulega milligöngu un að greiða eft- irstöðvarnar af láni Al-Thanis sem var í ábyrgð, alls 402 milljónir króna. Hinn helmingurinn sem lánaður var í gegnum félagið á bresku Jóm- frúaeyjunum er hins vegar tapaður. thordur@mbl.is Kaupþing fjármagnaði kaup Al-Thani Í Flatey Sjeikinn Al-Thani við þyrlu Ólafs Ólafs- sonar í Flatey hinn 31. júlí síðastliðinn. Í DAG, þriðju- dag kl. 12.05, heldur Kjartan Ólafsson, fyrr- verandi ritstjóri Þjóðviljans, fyr- irlestur í Þjóð- minjasafninu undir heitinu „Hetjudáð eða hermdarverk?“ Í erindinu verður fjallað um at- burði úr sögu nálægra ríkja og rætt um hversu mjótt getur verið á mununum þegar reynt er að flokka gerðir manna ýmist sem hetjudáðir eða hermdarverk. Í síð- ari hluta erindisins verður fjallað um símahlerarnir íslenskra stjórn- valda hjá pólitískum andstæð- ingum þeirra. Fyrirlestur um hermdarverk Kjartan Ólafsson Í GÆR var fjórtándi dagur eftir jól í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Daginn áður er venja að blessa vatnið. Haldin er athöfn við haf, fljót eða stöðuvatn. Presturinn veð- ur út í vatnið og fer með bænir. Í þeim tilgangi fór söfnuður heil- ags Nikulásar úr Moskvupatríark- inu í Reykjavík niður í Nauthólsvík þar sem prestur þeirra, Timothy Zolotuskiy, blessaði hafið. Eftir það fór hann og aðrir safnaðarmeðlimir þrisvar í kaf í sjónum, í nafni föð- urins, sonarins og heilags anda. Böðuðu sig í nafni Jesú Krists LÆKNARÁÐ St. Jósefsspítala harmar fyrirætlanir stjórnvalda um að leggja starfsemi spítalans niður og lýsir yfir megnri óánægju með skort á samráði. Rökin fyrir því að færa starfsemi spítalans til Keflavíkur eru m.a. þau að skurðstofur St. Jósefsspítala séu illa búnar og úreltar. Þessum rökum mótmælir læknaráðið. Skurðstofurnar séu góðar fyrir þá starfsemi sem þar fer fram. „Það er því eindregin skoðun læknaráðs að fyrirhuguð lokun St. Jósefsspítala sé vanhugsuð aðgerð sem skorti fagleg rök, geti ógnað öryggi sjúklinganna og hefur ekki sýnt fram á marktækan sparnað.“ St. Jósefsspítali ekki illa búinn Tillögur um nýja stjórnarskrá hafa heyrst og þeirri hugmynd hefur verið fleygt að með nýrri stjórn- arskrá væri lagður grunnur að nýju lýðveldi á Íslandi. Í erindi á Lög- fræðitorgi í Háskólanum á Ak- ureyri í dag leitar Ágúst Þór Árna- son svara við þeirri spurningu hvort nýrri stjórnarskrá fylgi óhjá- kvæmilega nýtt lýðveldi. Erindið hefst kl. 12 í stofu L 201 á Sólborg. Nýtt lýðveldi? Efnalaugin Björg Áratuga reynsla og þekking - í þína þágu .....alltaf í leiðinni Opið: mán-fim 8:00-18:00 • fös 8:00-19:00 • laugardaga 10:00-13:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.