Morgunblaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 27
Velvakandi 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand AF HVERJU ÆTTI FRÚ RÓSA AÐ VILJA LAUN? ÞAÐ ER KANNSKI RÉTT HÚN ER BETRI EN VIÐ HIN! ÞÚ ÆTTIR AÐ BIÐJA HANA AFSÖKUNAR PENINGAR GETA EKKI VEITT HENNI ÞÁ GLEÐI SEM KENNSLAN VEITIR HENNI! EN ÉG GERÐI HENNI EKKI NEITT... STUNDUM FINNST MÉR EINS OG LÍFIÐ SÉ ORÐIÐ OF FLÓKIÐ... ÉG ER HRÆDD UM AÐ VIÐ HÖFUM TEKIÐ Á OKKUR OF MIKLA ÁBYRGÐ VIÐ ÆTTUM AÐ REYNA AÐ EINFALDA HLUTINA HVERNIG? ÉG ÞOLI ÞAÐ EKKI ÞEGAR ÞAU HORFA SVONA Á MIG ÞAÐ ER GOTT AÐ KOMA HEIM EFTIR LANGA FERÐ ÉG HLAKKA MIKIÐ TIL AÐ FÁ MÉR GÓÐAN, HEIMATILBÚINN MAT ÉG VIL FARA ÚT AÐ BORÐA! HVERNIG DATT ÞEIM ÞETTA EIGINLEGA Í HUG? ÞETTA ER ALLT OF MIKIÐ VESEN! STUNDUM VILDI ÉG AÐ ÞÚ ÞÉNAÐIR MEIRA SVO ÉG ÞYRFTI EKKI AÐ VINNA SVONA MIKIÐ ÞAÐ ER EKKI MJÖG SANNGJARNT FINNST ÞÉR EKKI AÐ KONUR OG KARLAR BERI SÖMU ÁBYRGÐ ÞEGAR KEMUR AÐ ÞVÍ AÐ SJÁ FYRIR FJÖLSKYLDUNNI? AF HVERJU ER ÞAÐ Á MINNI ÁBYRGÐ AÐ ÞÉNA MEIRA? ÞÚ ERT KARLMAÐUR! AUÐVITAÐ! GOTT AÐ HANN VEIT EKKI AÐ HANN ER MEÐ KÓNGULÓAR- MANNINUM OG FRÆGRI KVIK- MYNDA- STJÖRNU MUNIÐ AÐ HALDA YKKUR FAST ÞEGAR VIÐ KLIFRUM KLIFRUM? VIÐ ERUM Í DAUÐADALNUM! ÞAÐ ERU ENGIN FJÖLL HÉRNA VIÐ ÆTLUM EKKI UPP... ...HELDUR NIÐUR HLÝLEG birtan sem stafar frá kaffihúsinu Hljómalind freistar kaldra veg- farenda sem skoða útsölurnar í búðunum á Laugaveginum til að kíkja inn og hlýja sér á heitum drykk. Morgunblaðið/hag Kaffi Hljómalind Moska í Reykjavík? MIG langar að þakka fyrir skýra og rökfasta grein Alberts Jensen í Morgunblaðinu þriðjud. 6. jan. sl. Hann varar eindregið við því að leyfi verði veitt til að byggja mosku hér í Reykjavík. Hann bend- ir á ágengni og kröfur múslima um sérréttindi hér á landi. Þetta er að vísu ekki ný saga, ná- grannaþjóðir okkar á Norðurlöndum eiga nú í miklum vanda vegna þess að þær gættu ekki að sér og hleyptu múslimum allt of langt. Nú nýtir það fólk sér í ríkum mæli þá samfélagsaðstoð sem þar er í boði og það gengur eins langt og því er frekast unnt við að notfæra sér gestrisni og barnalegt umburðarlyndi ráðamanna. Sannað er að í Bretlandi eru moskur leynilegir staðir til að grafa undan vestrænni og kristinni menningu þar í landi með innrætingu hat- ursáróðurs. Hinn herskái armur íslam er orðinn svo áhrifamikill á Vesturlöndum að menningu okkar stafar einfaldlega mikil hætta af. Látum ekki mistök frændþjóða okkar og annarra landa í Evrópu gerast hér. Mosk- ubygging (fjármögnuð frá afturhaldsríkinu Sádi-Arabíu) í Reykja- vík þýðir vaxandi áhrif íslamskrar öfgastefnu. Það er ekki það sem Ísland þarfnast, allra síst nú. Friðrik Agnar Ólafsson Schram.      Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Molasopi og dag- blaðalestur kl. 9, vinnustofa kl. 9-16.30, vatnsleikfimi kl. 10.50 (Vesturbæjarlaug), postulínsmálning kl. 13, lestrarhópur kl. 14. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handavinna kl. 12.30-16.30, smíði/útskurður kl. 9- 16.30, leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.45. Bólstaðarhlíð 43 | Myndvefnaður, handavinna, morgunkaffi/dagblöð kl. 9, hádegisverður, línudans kl. 13.30, kaffí, böðun, hárgreiðsla, fótaaðgerð. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13 og félagsvist kl. 20. Félag kennara á eftirlaunum | Tölvustarf í Ármúlaskóla kl. 15-17. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.15, gler- og postulínsmálun kl. 9.30, handavinnustofan opin, leiðbeinandi til hádegis, jóga kl. 10.50, tréskurður kl. 13 og alkort kl. 13.30. Enn er hægt að bóka á þorrablótið nk. laugardagskvöld, byrjað verður að selja pantaða miða á morgun, miðvikudag, frá kl. 10. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9, jóga og myndlistahópur kl. 9.30, ganga kl. 10, leikfimi kl. 11, glerbrennsl- unámskeið kl. 14.30, jóga kl. 18. Skráning er hafin á þorrablótið 31. jan. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Línudans kl. 12 í Kirkjuhvoli, spilað í kirkj- unni kl. 13, karlaleikfimi kl. 13, boccia kl. 14, Bónusrúta kl. 14.45. Síðasti skráning- ardagur í tómstundanámskeið fé- lagsstarfsins og miðasölu í Jónshúsi, á þorrablót í Kirkjuhvoli 22. jan. Verð 4.000 kr., ekki tekið við greiðslukortum. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, m.a. glerskurður og perlusaumur, ganga um nágrennið kl. 10.30, postulínsnámskeið kl. 13. Á morg- un er farin kynnisferð í World Class í húsi Orkuveitunnar v/Bæjarháls, umsj. Sig- urður Guðmunds., lagt af stað frá Gerðu- bergi kl. 10.30 skráning á staðnum og s. 575-7720. Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30. Helgistund, handa- vinna, spilað, spjallað og kaffi. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, boccia kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegismatur kl. 12, Bónusbíllinn kl. 12.15, glerskurður kl. 13 og kaffi kl. 15. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, mynd- mennt kl. 10, leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30, brids kl. 13, myndmennt kl. 13, billj- ard- og innipúttstofa í kjallara alla daga kl. 9-16. Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur kl. 9 hjá Sigrúnu, lífsorkuleikfimi kl. 9 og 10, Björg F., námskeið í myndlist kl. 13.30, Birgir Þ. Helgistund kl. 14 í umsjón séra Ólafs Jó- hannns. Aftur af stað kl. 16.10 með Björg F. Böðun fyrir hádegi, hádegisverður. Hæðargarður 31 | Listasmiðja kl. 9-16, tai chi kl. 9, Stefánsganga kl. 9.10, leikfimi kl. 10, sagan kl. 10.30, Bónus kl. 12.40, bóka- bíll kl. 14.15, Gáfumannakaffi kl. 15, tangó- ævintýrið/námskeið kl. 18. Kynning World Class kl. 14.30 á morgun. Uppl. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Línudans í Kópa- vogsskóla v/Digranesveg kl. 14.30-16. Uppl. í síma 564-1490 og 554-2780. Korpúlfar, Grafarvogi | Gaman saman á Korpúlfsstöðum kl. 13.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgun- kaffi – vísnaklúbbur kl. 9, boccia – kvennahópur kl. 10.30, handverksstofa opin kl. 11, „opið hús“, vist/brids/skrafl kl. 13. Laugarból, Íþr.hús Ármanns/Þróttar Laugardal | Leikfimi hjá Bliki í Laugarbóli í Íþróttahúsi Ármanns/Þróttar fyrir eldri borgara mánud. og þriðjud. kl. 12 og fimmtud. kl. 11. Norðurbrún 1 | Myndmennt kl. 9-12 og opin vinnustofa, handavinna og postulíns- námskeið kl. 13-16, leikfimi kl. 13, smíða- verkstæði opið. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaað- gerðir kl. 9-16, handavinna kl. 9.15-16, há- degisverður kl. 11.30-12.30, spurt og spjallað kl. 13-14, bútasaumur kl. 13-16, frjáls spil kl. 13-16, kaffi kl. 14.30-15.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, handavinnustofan opin m. leiðsögn, morg- unstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, upplestur framh.saga kl. 12.30, félagsvist kl. 14, spil- að uppá vinninga, uppl. í síma 411-9450. Þorrablót 23. janúar og boðið uppá þorra- hlaðborð og söng hjá Senjórítum, þjóð- saga lesin, gamanmál, leynigestur og hljómsveitin okkar Vitatorgsbandið spilar fyrir dansi. Uppl. í síma 411-9450. Vídalínskirkja Garðasókn | Opið hús, kyrrðarstund kl. 12, súpa á vægu verði, spilað frá kl. 13-16, vist og brids, pútt- græjur á staðnum, kaffi kl. 14.45 og akst- ur fyrir þá sem vilja. Ekið frá Jónshúsi kl. 13.30 upplýs: 895-0169. Þórðarsveigur 3 | Bænastund kl. 10, Bón- usbíllinn kl. 12, salurinn opinn kl. 13, bóka- bíllinn kl. 16.45.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.