Morgunblaðið - 20.01.2009, Page 2

Morgunblaðið - 20.01.2009, Page 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Minna kólesteról www.ms.is Benecol er náttúrulegur mjólkurdrykkur sem lækkar kólesteról í blóði. Mikilvægt er að halda kólesterólgildum innan eðlilegra marka því of hátt kólesteról í blóði er einn helsti áhættuþáttur kransæðasjúkdóma. Ein flaska á dag dugar til að ná hámarksvirkni. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 – 0 0 5 1 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is VELFERÐARMÁL, skattamál, efnahags- og vaxtastefna, sem og áætlun ríkissjóðs skipta gríðarlegu máli fyrir útkomu þeirra víðtæku viðræðna sem hófust hjá heildar- samtökum vinnumarkaðarins í gær. Mikill vilji virðist vera meðal samn- ingsaðila til að horfa á málin heild- stætt og að fá stjórnvöld jafnfljótt að samningaborðinu og auðið er. „Þetta er á algjöru byrjunar- stigi,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands- ins, en gærdagurinn fór í að skipta fundarmönnum niður í þrjá hópa sem munu á næstu vikum taka á at- vinnumálum, kjaramálum og svo fjársýslu- og skattamálum. Ljóst er að kjaramálin eiga eftir að reynast nokkuð flókin. En al- menni markaðurinn er með kjara- samninga sem gilda til 2010, þó þeir eigi að koma til endurskoðunar 15. febrúar nk. á meðan samningar op- inberra starfsmanna eru lausir í ár. Kjarasamningar ASÍ þykja líklegir til að mynda grunn að viðræðunum. Enn er hins vegar ekki ljóst, líkt og Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, bendir á, hvernig sá rammi hentar opinberum starfsmönnum. Mikill vilji er meðal þeirra sem við samningaborðið sitja til þess að stjórnvöld komi að samningunum og nefnir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdstjóri Samtaka atvinnulífs- ins, fjármála-, forsætis- og félags- málaráðuneyti sem æskilega þátttakendur í viðræðunum. Stjórn- völd virðast hins vegar, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, heldur vilja halda í þá hefð að halda að sér höndum uns lausn sé í sjón- máli. „Menn gera sér alveg grein fyrir að ríkið er ekkert sérstaklega af- lögufært um að leggja mikið efni inn í samninginn. Það sem við erum að kalla eftir er að ríkið taki þátt í þeirri umræðu og mótun sem þarf að eiga sér stað við þetta borð. Því það sem við viljum sjá koma út úr viðræðunum er einhver samstillt sýn um það hvernig við eigum að vinna okkur út úr þessu,“ segir Gylfi. Ríkið tregt til að koma að viðræðum?  Mikill vilji til að skoða málin heildstætt  Kjaramálin flókin Í HNOTSKURN »Kjaraviðræðurnar gætuorðið nokkuð flóknar. Al- menni markaðurinn er með kjarasamninga sem gilda til 2010 og sem ASÍ telur borga sig að framlengja. Samningar opinberra starfsmanna eru hins vegar lausir í ár. MÓTMÆLT var fyrir utan dóms- málaráðuneytið um miðjan dag í gær. Mótmælendur kröfðust þess að Benóný Ásgrímssyni flugrekstr- arstjóra og Georg Lárussyni, for- stjóra Landhelgisgæslu Íslands, yrði tafarlaust vikið úr starfi þar sem þeir hefðu, að mati mótmæl- enda, gerst sekir um spillingu í mannaráðningum. Morgunblaðið/Kristinn Skýr skilaboð Hagmunagæslan mátti lesa á skilti eins mótmælanda. Mótmælt í Skuggasundi ÞAÐ var létt yfir Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, Helgu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra BSRB, og Árna Stefáni Jónssyni, formanni SFR, á fyrsta degi víðtækra viðræðna heildarsamtaka vinnumarkaðarins. Auk hefðbundinna kjaraviðræðna er markmiðið að ná fram samstilltri sýn um hvernig best megi taka á kreppunni. Morgunblaðið/Ómar Samstillt gegn kreppunni UM fjórðungur eða 27% þeirra sem eru í launaðri vinnu segjast myndu leita sér að starfi í útlöndum ef þeir misstu vinnuna. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir ASÍ. Þeir sem eru í laun- aðri vinnu voru spurðir hvað væri líklegast að þeir tækju sér fyrir hendur ef viðkomandi missti vinn- una. „Iðnaðarmenn eru þar fjölmennir en einnig ungt fólk með háskólapróf. Fólk sem í dag starfar sem sérfræð- ingar og stjórnendur. Meirihluti þessara hópa myndi þó byrja á að leita sér að vinnu hérlendis. Sér- fræðingar og verkafólk eru fjöl- mennustu hóparnir sem færu í nám og ungt fólk færi frekar í nám en þeir sem eldri eru,“ segir í frétt ASÍ. Fram kom að 22% þeirra sem hafa misst vinnuna segjast verða að leita að vinnu erlendis. Leita starfa erlendis EKIÐ var á hreindýr á Þrengslaveginum við Heiðarenda á Jökulsárdal um tíuleytið í gær- kvöldi. Aflífa þurfti hreindýrið og er fólksbíllinn sem á dýrið ók svo gott sem ónýtur að sögn lögregl- unnar á Egilsstöðum. Mikil ísing er á veginum og hvetur lögregla fólk til að fara varlega. annaei@mbl.is Fólksbíll ók á hreindýr Í ÓÐAMANSGARÐI, fyrsta óperan sem samin er í Færeyjum, verður flutt á Listahátíð í Reykjavík í vor. Tónskáldið er Sunleif Rasmussen en textinn er byggður á samnefndri sögu eftir William Heinesen sem í íslenskri þýðingu Þorgeirs Þorgeir- sonar heitir Fjandinn hleypur í Gamalíel. „Sagan er um ungt par, Mars- elíus og Stellu og við sjáum hvernig þau horfast í augu við leyndardóma lífsins og ástina á sama tíma og þau feta sig eftir drungalegum og heillandi garði brjálæðingsins,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, list- rænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. „Það er ánægjulegt að fá tæki- færi til þess að setja upp fyrstu fær- eysku óperuna á Íslandi og gaman að sjá hvernig listgreinarnar vinna saman í verkinu. Þetta er spenn- andi og viðamikið verkefni á dag- skrá hátíðarinnar.“ Uppfærslan er samstarfsverkefni Listahátíðar við Þjóðleikhúsið en færeyska þjóðleikhúsið Tjóðpall- urin vinnur með Þjóðleikhúsinu að uppfærslunni. Hópur færeyskra og íslenska listamanna tekur þátt í verkefninu en leikstjóri verður Ría Tórgarð og hljómsveitarstjóri Bernharður Wilkinson. | 28 Eyjólfur Eyjólfsson Þóra Einarsdóttir Færeysk ópera á Listahátíð ALLS verða gefnar út 370 handtökuskip- anir á ein- staklinga í Ár- nessýslu í vikunni. Um er að ræða fólk sem ekki hefur skilað sér í fjár- nám hjá emb- ætti sýslu- mannsins á Selfossi. „Það er algjört neyðarbrauð að þurfa að gera þetta,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaðurinn á Selfossi. Fjárnámsbeiðnum hafi fjölgað og það hafi eins aukist að fólk mæti ekki í fjárnám. „Hvort það er vegna þess að þetta er ekki fremst í forgangsröðinni veit ég ekki,“ segir hann. Fólkið verður handtekið á heimili sínu eða vinnustað og það síðan fært fyrir sýslumann eða fulltrúa hans. Nokkuð er síðan farið var í sams konar aðgerðir síðast og segir Ólafur Helgi hópinn nú vera tölu- vert stærri en þá. Viðbrögð fólks við handtökuskip- uninni hafi í það skipti náð yfir all- an skalann. „Sumir skiluðu sér þeg- ar það spurðist út að við værum að fara í þessar aðgerðir, en aðrir ekki fyrr en búið var að banka upp á hjá þeim – annaðhvort á vinnustað eða heimili. Viðskiptaskuldir algengar Skuldirnar að baki fjárnáms- beiðnunum eru af öllum toga. „Þetta eru viðskiptaskuldir, sem og skuldir vegna kreditkorta og banka- lána og þó að við höfum ekki gert úttekt á því myndi ég segja að flest- ar þeirra séu til komnar vegna ein- hvers konar viðskipta,“ segir Ólafur Helgi. Upphæðirnar eru líka mjög misháar. Í sumum tilfellum hafi skuldin upphaflega verið nokkur hundruð krónur en um verulega há- ar upphæðir sé að ræða í öðrum til- fellum. annaei@mbl.is Verða handtekin á heimili eða vinnustað Allt frá kreditkortaskuldum til viðskiptaskulda Í HNOTSKURN »Þeim hefur fjölgað semekki skila sér í fjárnám hjá sýslumanninum á Selfossi. »Fólkið verður handtekið áheimili sínu eða vinnustað og það síðan fært fyrir sýslu- mann eða fulltrúa hans. Ólafur Helgi Kjartansson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.