Morgunblaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
TÆPLEGA 700 ungmenni í
Reykjavík, á aldrinum 16 til 24
ára, voru í desember síðastliðnum
á atvinnuleysisskrá, að því er Lár-
us Rögnvaldur Haraldsson, deild-
arstjóri upplýsingamiðstöðvar hjá
Hinu Húsinu greinir frá.
Vítamín fyrir atvinnulausa
Þar hófst í gær vikulangt nám-
skeið, Vítamín, fyrir atvinnulaus
ungmenni, 16 til 20 ára.
„Þetta er hópur sem hefur verið
í fullri vinnu og er nýlega dottinn
út af vinnumarkaði. Þetta eru líka
ungmenni sem hafa tekið sér hlé
frá námi í einhvern tíma eða ekki
komist inn í skóla.“
Hópefli og sjálfstyrking
Vinnumálastofnun gaf ungmenn-
unum kost á að velja á milli viku-
langa námskeiðsins hjá Hinu Hús-
inu, sem í eru 20 þátttakendur,
eða styttra námskeiðs hjá stofn-
uninni sjálfri sem í eru fleiri þátt-
takendur.
„Hjá okkur verður um hópefli
að ræða og sjálfstyrkingu sem er
auðveldara þegar hópurinn er lít-
ill. Við munum meðal annars
kenna þeim gerð ferilskrár og
hamra á því við unglingana að
þeir séu virkir, hvort sem er í at-
vinnuleit eða sjálfboðastarfi,“
greinir Lárus frá.
Hópnum fylgt eftir
Hann getur þess jafnframt að
til standi að fylgja hópnum eftir
og kalla hann inn á hálfsmánaðar
fresti.
Að loknu námskeiðinu sem
stendur yfir verður metið hvort
breyta þurfi námskeiðshaldinu en
halda á nýtt námskeið eftir tvær
vikur, að sögn Lárusar. „Við erum
almennt að endurskoða starfið hér
til þess að geta þjónað okkar
markhópi sem best. Við erum að
skoða hugmyndir um ýmiss konar
örnámskeið.“
2.000 á öllu landinu
Í desember voru rétt rúmlega
2.000 einstaklingar á aldrinum 15
til 24 ára á atvinnuleysisskrá á
öllu landinu.
Á höfuðborgarsvæðinu voru 258
ungmenni 15 til 19 ára skráð at-
vinnulaus en 293 á landsbyggðinni.
Á aldrinum 20 til 24 ára voru 868
skráðir atvinnulausir á höfuðborg-
arsvæðinu en 647 á landsbyggð-
inni.
Fjöldi ungra er án vinnu
Námskeiðið Vítamín haldið hjá
Hinu Húsinu Hópefli og sjálfstyrking
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur skipað tilsjónarmenn með
fjármálum tveggja skóla vegna
þess að ekki hefur tekist að fylgja
fjárhagsáætlunum og greiða niður
halla fyrri ára. Tilgangurinn er að
ná utan um reksturinn.
Menntamálaráðuneytið skipaði
tilsjónarmann með fjármálum Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti í desem-
ber og núna um áramótin var skip-
aður tilsjónarmaður með
fjármálum Háskólans á Hólum,
samkvæmt upplýsingum Gísla Þórs
Magnússonar, skrifstofustjóra fjár-
málasviðs ráðuneytisins. Hann seg-
ir að FB hafi skuldað um 50 millj-
ónir kr. fyrir rúmu ári og ekki hafi
tekist að grynnka á því, eins og
áætlanir voru um.
Hærri tölur eru í tilviki Háskól-
ans á Hólum. 170 milljónir sem Al-
þingi samþykkti á fjáraukalögum
fyrir jól duga ekki fyrir öllum upp-
söfnuðum halla. Þá fékk skólinn
ekki 115 milljóna króna hækkun á
fjárveitingum á núgildandi fjár-
lögum sem nefnd til eflingar skól-
ans hafði lagt til, þótt tillögurnar
hafi verið samþykktar í ríkisstjórn.
Skúli Skúlason, rektor Háskólans á
Hólum, segir að erfiðara verði að fá
varanlega niðurstöðu í málið þar
sem fjárframlagið fékkst ekki
hækkað.
Hann hefur ekkert á móti skipan
tilsjónarmanns. „Við upplifum
þetta sem hreinan og kláran stuðn-
ing við skólann, til að koma honum
yfir þennan hjalla. Það er unnið
hörðum höndum að leiðréttingu og
áætlanagerð, með hans aðstoð. Við
erum frekar bjartsýn, þótt málið sé
erfitt,“ segir Skúli. Verið er að leita
leiða til aðhalds og sparnaðar í
rekstri og jafnframt tekjuöflunar.
Unnið hefur verið að undirbún-
ingi formbreytingar á rekstrarfyr-
irkomulagi skólans, að gera hann
að sjálfseignarstofnun. Skúli segir
enn stefnt að því enda segist hann
sannfærður um að það sé góð leið
fyrir sérhæfðan skóla. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hólar Hólaskóla var breytt í há-
skóla og þar er nú fjárhagsvandi.
Tilsjón
á Hólum
AFSTAÐA Ríkislögreglustjóra til
Taser-rafbyssa liggur fyrir og kem-
ur fram í skýrslu sem send var
dómsmálaráðherra fyrir áramót.
Afstaðan fæst hins vegar ekki upp-
gefin að svo stöddu.
Eftir að ríkislögreglustjóri af-
henti dóms- og kirkjumálaráðu-
neyti skýrslu sína fól ráðuneytið
embættinu að skoða ákveðin atriði
málsins. Sú athugun stendur enn
yfir. „Spurning vaknaði við skýrslu
RLS og var óskað frekari skýr-
inga,“ segir Björn Bjarnason,
dómsmálaráðherra.
Spurður um afstöðu embættisins
til rafbyssa, en í skýrslunni er gerð
tillaga með eða móti Taser-
væðingu lögreglunnar, sagði Björn:
„Nei, ekki fyrr en athugun er lok-
ið.“ andri@mbl.is
Afstaða RLS
liggur fyrir
UM 12% þeirra sem eru skráðir at-
vinnulausir gegna reglubundnum
hlutastörfum, samkvæmt upplýsing-
um frá Vinnumálastofnun. Starfs-
hlutfall getur verið allt frá 25% en al-
gengast er að hlutfallið sé á bilinu
50-75%. Miðað við þetta má ætla að
um 1.300 manns sem eru skráðir at-
vinnulausir hafi hlutastörf.
Á vef Vinnumálastofnunar í gær
kom fram að tæplega 11.700 væru án
atvinnu. Upplýsingarnar sem birtast
á vefnum byggjast á tilkynningum
um atvinnuleysi en ekki endanlegri
skráningu, þ.e. eftir að öllum fylgi-
skjölum hefur verið framvísað. Hjá
stofnuninni fengust þær upplýsingar
í gær að 11.246 væri nákvæmari tala
um fjölda atvinnulausra.
Í skýrslu Vinnumálastofnunar í
desember kom fram að 1.270 erlend-
ir ríkisborgarar væru atvinnulausir
en gera má ráð fyrir að um 10-11.000
erlendir ríkisborgarar hafi verið við
vinnu um áramótin. Vísbendingar
eru um að þeim hafi fjölgað umfram
íslenska ríkisborgara á atvinnuleys-
isskrá, samkvæmt þeim upplýsing-
um sem fengust hjá Vinnumálastofn-
un í gær. runarp@mbl.is
Um 12% á atvinnuleys-
isskrá í hlutastörfum
Vísbendingar um að atvinnuleysi meðal útlendinga aukist
Í HNOTSKURN
» 7.340 karlar eru atvinnu-lausir en 4.339 konur.
» Þegar launamaður hefurþurft að draga úr starfs-
hlutfalli sínu að kröfu vinnu-
veitanda skerða þau laun sem
hann heldur fyrir 50% eða
hærra starfshlutfall ekki fjár-
hæð atvinnuleysisbóta sem
hann fær samhliða starfi.
Hefur atvinnuleysi
ungra aukist?
Atvinnuleysi ungs fólks hefur
aukist meira en þeirra eldri og
hefur 16-24 ára atvinnulausum
fjölgað úr 1.408 í lok nóvember
í 2.069 í lok desember.
Eru þeir um 23% allra atvinnu-
lausra í desember, samkvæmt
skýrslu Vinnumálastofnunar.
Hverjar eru
horfurnar?
Gert er ráð fyrir áframhaldandi
samdrætti í mörgum atvinnu-
greinum, einkum verslun,
mannvirkjagerð og þjónustu-
greinum á næstu mánuðum auk
þess sem mörg minni fyrirtæki
eiga við mikinn fjárhagsvanda
að stríða.
S&S
VEGNA slæms ástands á atvinnumarkaði gera skóla-
stjórnendur framhaldsskólanna allt sem þeir geta til
þess að halda nemendum í skólunum, að sögn Karls
Kristjánssonar, deildarstjóra skóladeildar mennta-
málaráðuneytsins.
„Skólarnir reyndu að taka inn eins marga nemendur á
vorönn og þeir gátu og litu þá ekki til þess hvort nem-
endur hefðu dottið út áður eða ekki náð tilskildum ár-
angri. Það var reynt að verða við óskum sem allra
flestra um skólavist. Það var almenna línan,“ segir Karl
sem jafnframt bendir á að samkvæmt nýjum lögum eigi
nemendur rétt á að vera í skóla til 18 ára aldurs. „Það þýðir að þeir eiga
rétt á að koma aftur þótt þeir detti út,“ bendir Karl á. ingibjorg@mbl.is
Skólarnir taka sem flesta inn
Karl Kristjánsson
SVEITARFÉLAG Vestmannaeyja
hefur hug á að fjármagna sjálft við-
byggingu og viðgerðir á Safnahúsi
Vestmannaeyja. Sveitarfélagið
myndi þar með eignast viðbygg-
inguna og framkvæmdirnar ekki
koma til hækkunar á leigustofni
hússins, sem er í eigu Eignarhalds-
félagsins Fasteignar. Þetta segir
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum.
Sveitarfélagið hefur, líkt og
mörg önnur, ekki farið varhluta af
hækkandi leigu húsnæðis í eigu
Fasteignar þar sem 55% leigu-
gjaldsins eru reiknuð út í evrum.
„Við leitum allra leiða til að
draga úr kostnaði og þó að við eig-
um í góðu samstarfi við Fasteign,
þá snýst þetta bara um krónur og
aura.“ annaei@mbl.is
Eignist við-
bygginguna
SKAMMDEGIÐ er að víkja, sólin farin að hækka
á lofti og valda bílstjórum erfiðleikum eins og
þessum á Kringlumýrarbrautinni í Reykjavík í
gær, á mesta umferðartíma fá þeir geislana
beint í augun. Einn þeirra er forsjáll og hefur
brugðist við með því að setja upp sólgleraugu.
Auk þess sem sólin getur blindað ökumanninn er
alltaf öðru hverju hálka og því rétt að aka var-
lega, jafnvel þótt mikið liggi á.
Sólin er ekki búin að gleyma okkur
Morgunblaðið/Ómar