Morgunblaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 1
„HEILDARKOSTNAÐUR er um 11 milljónir evra, sem nemur rúmlega 1,8 milljörðum íslenskra króna,“ segir Ingvar Þórðarson, en hann og Júlíus Kemp verða á meðal framleiðenda að næstu mynd finnsk/bandaríska kvik- myndagerðarmannsins Rennys Harlins. Myndin heitir Mannerheim og fjallar um Carl Gustaf Emil Manner- heim, hershöfðingja og síðar forseta, sem er þjóðhetja í augum Finna. Íslenskt starfsfólk mun koma að gerð myndarinnar, en meðal annars mun Helgi Björnsson fara með hlutverk í henni. „Við munum svo eiga allan rétt á Íslandi, auk þess sem við munum fá ákveðnar prósentur af hagnaði af myndinni um allan heim,“ segir Ingvar, en gert er ráð fyrir að hún verði frumsýnd á næsta ári. jbk@mbl.is| 32 Helgi Björnsson Ingvar Þórðarson Renny Harlin Framleiða finnska stórmynd Harlins Þ R I Ð J U D A G U R 2 0. J A N Ú A R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 18. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Samkvæmt könnun MMR um traust fólks á aldrinum 18–67 ára til fjölmiðla, dagana 19.–23. des. Óskorað traust til Morgunblaðsins 64,3% mikið traust lítið traust 11,4% 41,2% 24,5% Leikhúsin í landinu >> 30 MÓÐIR 14 ÁRA EINHVERFS DRENGS DREYMIR UM AÐ SONUR- INN VERÐI SJÁLFSTÆÐUR AFKOMENDUR RÚNARS JÚLÍUSSONAR Halda rekstri Geimsteins áfram BARACK Obama, sem í dag tekur við emb- ætti forseta Bandaríkjanna, aðstoðaði í gær við endurbætur á heimili fyrir táninga í Washington og heiðraði þannig minningu mannréttindafrömuðarins Martins Luthers Kings á degi hins síðarnefnda. Obama mun sverja forsetaeiðinn við þinghúsið rétt fyrir klukkan fimm í dag að íslenskum tíma. Er búist við að mikill mannfjöldi verði við- staddur athöfnina. | 15 Í minningu Kings AP Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is ÚTVALDIR viðskiptavinir Kaup- þings, þar á meðal Ólafur Ólafsson, annar stærsti eigandi bankans, fengu milljarða króna að láni til að gera samninga sem þeir gátu ekki tapað á. Kaupþing hafði lánað um 84 millj- arða króna vegna þessara samninga til erlendra félaga sem voru í eigu við- skiptavinanna vikurnar áður en bank- inn féll. Áhættan í viðskiptunum lá öll hjá Kaupþingi og hluthöfum bankans en ekki hjá fjárfestunum sjálfum. Þeir áttu hins vegar von á miklum fjár- hagslegum ávinningi, allt að tíu millj- örðum króna. Samningarnir voru gerðir með það að markmiði að styrkja fjárhag eig- enda þessara félaga. Til stóð að greiða út hluta af reiknuðum hagnaði samn- inganna fyrirfram. Það náðist ekki. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru þessar lánveitingar ekki samþykktar í lánanefnd bankans áður en þær voru afgreiddar. Það sama er að segja um fjármögnun Kaupþings á kaupum sjeiksins Al-Thani á 5% í bankanum. Þar sem áhættan í þessum lánveit- ingum var stór þurfti lánanefnd stjórn- ar Kaupþings að samþykkja þær. Sú nefnd var kölluð saman vikuna áður en neyðarlögin voru samþykkt og bank- arnir féllu. Þar var listi af óafgreiddum lánum lagður fram og hann samþykkt- ur til að ganga frá formsatriðum. Greiðslur Kaupþings til erlendra fé- laga tiltekinna viðskiptavina síðustu vikurnar fyrir fall námu um 120 millj- örðum króna. Á sama tíma hrikti í stoðum fjármálafyrirtækja í heimin- um. Milljarðalán án áhættu  Kaupþing lánaði tugi milljarða króna áður en samþykki lánanefndar lá fyrir Í HNOTSKURN »Auk hárra lána til við-skiptavina ákváðu stjórn- endur Kaupþings að kaupa skuldabréf bankans á markaði fyrir 180 milljónir evra. »Að teknu tilliti til þess fóruum 140 milljarðar króna út úr bankanum á nokkrum vik- um. »Á sama tíma var umhverfifjármálafyrirtækja í heim- inum mjög fallvalt og allt lausafé dýrmætt.  Milljarðalán | 14  Willem H. Buiter, prófessor við London Scho- ol of Economics, mælir fastlega gegn einhliða upptöku evru. Í fyrirlestri sem hann hélt í gær sagði hann ein- hliða upptöku óviðeigandi fyrir Ísland. „Það myndi útiloka landið frá því að fá nokkurn tíma fulla aðild að myntbandalagi Evrópu og njóta Seðlabanka Evrópu sem lánveit- anda til þrautavara fyrir íslenska banka. Það gæti jafnvel útilokað ykkur frá aðildarviðræðum, enda skýlaust brot á þeim reglum sem gilda um aðildarferlið. Ef þið viljið ekki fara inn í ESB og ekki fá þessa þjónustu frá Seðla- banka Evrópu eruð þið að biðja um að hafa einungis lágmarks banka- starfsemi. Ef svo er ættuð þið endi- lega að evruvæðast einhliða, því það er besta leiðin til að loka þess- um dyrum endanlega.“ »12 Einhliða upptaka evru óviðeigandi fyrir Ísland Willem H. Buiter  Atvinnuleysi ungs fólks hefur aukist meira en þeirra eldri. Fólk á aldrinum 16-24 ára er nú um 23% allra at- vinnulausra, samkvæmt skýrslu Vinnu- málastofnunar. Í Reykjavík voru tæplega 700 ungmenni á aldrinum 16-24 ára atvinnulaus í lok desem- bermánaðar en rúmlega tvö þús- und á landinu öllu. Hafði þeim fjölgað um rúmlega sex hundruð milli mánaða. Horfurnar eru ekki bjartar en gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í mörgum atvinnugrein- um. Hitt húsið hefur brugðist við þessu með því að bjóða upp á hóp- eflisnámskeið fyrir atvinnulaus ungmenni á aldrinum 16-20 ára. »6 Atvinnuleysi ungmenna eykst hröðum skrefum AÐSÓKN í lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema í Háskóla Íslands, hefur aukist gríðarlega á umliðnum mánuðum, eða frá því í byrjun október. Spurningar um fjármál heimilanna, fjárnám, gjaldþrot og gjaldþrota- skipti eru mjög algengar en það er breyting frá því sem áður var. Aðsóknin er raunar svo mikil að hringt er í stjórnarmenn félagsins utan símatímans – á öllum tímum sólarhringsins – og þeir nánast grátbeðnir um aðstoð. Guðrún Edda Guðmundsdóttir, annar framkvæmda- stjóri lögfræðiaðstoðarinnar, segir mjög misjafnt hversu mörgum fyrirspurnum sé svarað í hverjum símatíma, enda fari það mikið eftir eðli spurninganna. Opið er fyrir símann frá kl. 19.30 til 22 og á þeim tíma getur verið tekið á móti 8-10 símtölum eða 25-30. Síminn stoppar alla vega ekki. „Við verðum yfirleitt mjög hissa ef síminn hringir ekki um leið og við leggjum tólið á. Þá athugum við hvort ekki sé örugglega lagt á,“ segir Guðrún Edda. andri@mbl.is | 18 Nánast grátbeðnir um aðstoð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.