Morgunblaðið - 20.01.2009, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 20.01.2009, Qupperneq 15
Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009 F É L A G Í S L E N S K R A B Ó K A Ú TG E F E N D A BÓKAMARKAÐUR 2009 Árlegur Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður Í Perlunni 27. febrúar til 15. mars næstkomandi. Útgefendur sem vilja bjóða bækur sínar á markaðinum er bent á að hafa samband við Félag íslenskra bókaútgefenda sem fyrst, eða eigi síðar en 15. febrúar nk., í síma 511-8020 eða á netfangið baekur@simnet.is Aðeins verður tekið á móti bókum sem komu út 2007 eða fyrr. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is ENGAR loftárás- ir eða önnur vopnaviðskipti voru á Gaza í gær en Ísraelar lýstu yfir einhliða vopnahléi frá sunnudegi og Hamas sama dag yfir vopnahléi í viku. Á Gaza blas- ir við viðurstyggð eyðileggingarinnar hvert sem litið er. Talið er, að um 1.300 manns hafi látið lífið í hernaði Ísraela og mörg þúsund manna særst og örkumlast. Notuðu margir Gazabúar vopnahléið í gær til að leita í rústum heimila sinna að einhverju nýtilegu. Sumar versl- anir og bankar voru opnuð og lög- reglumenn Hamas voru á götunum. Hefur Hamas lýst yfir vopnahléi í viku og heitir að skjóta aftur eldflaug- um á Ísrael verði ísraelski herinn ekki farinn allur næstkomandi sunnudag og þá búið að leyfa óhindraðan flutn- ing um landamærin. Ísraelar segjast hafa fellt 500 Ham- asliða en sjálfir segjast þeir aðeins hafa misst 48 menn undir vopnum. Þrátt fyrir yfirgnæfandi stuðning í Ísrael við hernaðinn efast margir um, að hann hafi í raun nokkru skilað. Áþreifanlegasti árangurinn sé sá, að Hamas og Palestínumenn njóti sam- úðar umheimsins en Ísraelar séu út- hrópaðir. Eyðileggingin á Gaza er óskapleg. Þinghúsið, hluti af háskólanum, lög- reglustöðvar, moskur og hundruð eða þúsundir heimila eru rústir einar. Aðrir innviðir eins skolpræsa-, vatns- og rafmagnskerfið eru í lamasessi og ljóst, að það mun taka langan tíma að bæta úr því. Klofningurinn meðal Palestínu- manna talinn hafa aukist Abdullah, konungur Sádi-Arabíu, tilkynnti í gær, að hann ætlaði gefa Gazabúum einn milljarð dollara en bú- ist er við, að arabaríkin stofni tveggja milljarða dollara endurreisnarsjóð. Eru 17 leiðtogar þeirra nú á fundi í Kúveit um viðbrögð við hernaði Ísr- aela en ekki er búist við algerri sam- stöðu um þau frekar en fyrri daginn. Fréttaskýrendur segja, að hernað- ur Ísraela á Gaza hafi valdið því, að bilið á milli palestínsku fylkinganna, Fatah og Hamas, hafi breikkað enn. Sýrland og Íran styðja Hamas en Jórdanía, Sádi-Arabía og Egyptaland hafa stutt Fatah. Á fund arabaríkja í Katar sl. föstudag var hins vegar að- eins boðið fulltrúa Hamas en ekki Mahmud Abbas, forseta Palestínu- manna og leiðtoga Fatah. Basim al-Salahi, leiðtogi flokks, sem tilheyrir hvorugri fylkingunni, sagði, að yrði með þessum hætti ýtt undir klofninginn meðal Palestínu- manna, myndi það hafa alvarlegri af- leiðingar fyrir þá en Gazastríðið. Gífurleg eyðilegging á Gaza en vopnahléið virt Abdullah konungur Í HNOTSKURN » Hernaður Ísraela á Gazastóð í 22 daga og hefur valdið þar óskaplegu tjóni. Á annað þúsund manna týndi lífi og vel á sjötta þúsund særðist og örkumlaðist. » Tilgangur Ísraela var aðlama Hamas en ljóst er, að það hefur ekki tekist. Þeim hefur hins vegar tekist að skaða eigin orðstír verulega. BAGDADBÚI á leið fram hjá vegg með kosningaspjöld- um í gær. Sveitarstjórnarkosningar verða 31. janúar og er hart barist um atkvæðin. Tveir frambjóðendur hafa látið lífið vegna ofbeldis í tengslum við kosning- arnar en baráttan hefur þó verið mun friðsamlegri en embættismenn höfðu óttast, gert hafði verið ráð fyrir öldu tilræða vegna kosninganna. Um 14.400 manns eru í framboði í landinu öllu og slást um alls 440 sæti. Reuters Kosningabaráttan á fullu í Bagdad Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BÚIST ER við að um tvær milljónir manna og hugs- anlega fleiri safn- ist saman í Wash- ington í dag til að fylgjast með því þegar Barack Obama sver emb- ættiseið forseta Bandaríkjanna, fyrstur blökkumanna. Gífurlegur ör- yggisviðbúnaður er í borginni vegna athafnarinnar og yfirvöld segjast vera við öllu búin. Umferð um brýr og vegi inn í borgina verður stöðvuð, þúsundir vopnaðra lögreglu- og her- manna verða á varðbergi á götunum og leyniskyttur á þökum bygginga í grennd við þinghúsið. Þyrlur og orr- ustuþotur fljúga yfir borgina og skip og bátar strandgæslunnar fara í eft- irlitsferðir um siglingaleiðir. Borgarstjóri Washington, Adrian Fenty, hefur spáð því að allt að fjór- ar milljónir manna safnist saman í miðborginni en öryggisyfirvöld telja að sú tala sé of há. Búist er þó við að mannfjöldinn verði meiri en nokkru sinni fyrr í sögu innsetningarat- hafna í Washington. Aðsóknin var mest árið 1965 þegar um 1,2 millj- ónir manna voru í miðborginni við embættistöku Lyndons B. John- sons. Aðstoðarmenn Obama segja að í ræðu sinni við athöfnina hyggist hann meðal annars fjalla um ábyrgð einstaklingsins og hvetja landsmenn til að búa sig undir erfiða tíma. Rahm Emanuel, verðandi skrif- stofustjóri Hvíta hússins, sagði í sjónvarpsviðtali á sunnudag að Obama myndi krefjast „nýs tímabils ábyrgðarkenndar“ af hálfu stjórn- valda, fyrirtækja og almennings. Nær 80% bjartsýn Mikil eftirvænting er í Wash- ington og öllum Bandaríkjunum vegna valdatöku Baracks Obama sem er vinsælasti forseti Bandaríkj- anna frá árinu 1981 þegar Ronald Reagan tók við embættinu, sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun. Um 79% spurðra í könnun The New York Times sögðust líta bjartsýnum augum til næstu fjögurra ára undir stjórn Obama. Um 60% sögðust vera ánægð með Obama og mikill meirihluti kvaðst telja að hann yrði góður forseti. Aðeins 22% sögðust ánægð með frammistöðu George W. Bush í for- setaembættinu síðustu átta árin og 80% sögðu að ástandið í landinu væri verra nú en fyrir fimm árum. Aðstoðarmenn Obama hafa reynt að draga úr væntingunum síðustu daga til að koma í veg fyrir að marg- ir landsmenn verði fyrir vonbrigðum með frammistöðu hans fljótlega eft- ir að hann tekur við embættinu. Könnun The New York Times bend- ir til þess að mönnum Obama hafi að nokkru leyti tekist þetta því flestir sögðu að það myndi taka Obama að minnsta kosti tvö ár að efna loforð sín um að bæta efnahaginn, breyta sjúkratryggingakerfinu og binda enda á stríðið í Írak. Um tveir þriðju spurðra sögðust telja að efnahags- kreppan myndi standa í tvö ár eða lengur. Búist við met- mannfjölda Gífurlegur öryggisviðbúnaður í Wash- ington vegna embættistöku Obama Barack Obama tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í dag, fyrstur blökkumanna. Kynþáttamismununin er þó enn mikil í Bandaríkjunum. Hagskýrslustofnun í atvinnumálum (BLS), CDC, dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, Manntalsskrifstofa Bandaríkjanna. KYNÞÁTTAMISMUNUN Í BANDARÍKJUNUM Meðaltal í Bandaríkjunum 6,9 DÁNARTÍÐNI UNGBARNA Dauðsföll á hver 1.000 fædd börn, 2005 Blökku- menn Hvítir 13,6 5,8 Meðaltal 7,2 ATVINNULEYSI Desember 2008 Blökku- menn Hvítir 11,9 6,6 HLUTFALL KYNÞÁTTA AF ÍBÚUNUM Áætlað 2007 Hvítir 65,8% Rómanskir 15,1% Blökkumenn 12,2% Asískir 4,3% Aðrir 2,6% MEÐALFJÖLSKYLDUTEKJUR Í dollurum 2007 Blökku- menn Hvítir $40.259 $68.083 Meðaltal $61.173 Meðaltal 955 FJÖLDI FANGA Karlmenn dæmdir í fangelsi á hverja 100.000 íbúa, m.v. 31. desember sl. Blökku- menn Hvítir 3.138 481 Barack Obama MIKIÐ fannfergi og frosthörkur eru nú beggja vegna Atlantshafs, í Vestur-Evrópu og austanverðum Banda- ríkjunum þar sem jökulkaldur norðanstrengurinn hef- ur náð alla leið suður á Flórída. Í Noregi er víða hálfs metra djúpur, jafnfallinn snjór og á sunnudag urðu björgunarsveitir að aðstoða fólk á 1.700 bílum. Í gær var spáð enn meiri snjókomu en síð- an átti heldur að hlýna. Í Bandaríkjunum austanverðum eru hörkurnar óvanalega miklar. Sem dæmi má nefna, að um helgina var kaldara í Alabama en í Alaska og sums staðar í norðausturríkjunum fór frostið í 34 gráður á Celsíus. Á Flórída fór frostið í 7,7 gráður á Celsíus og er það kuldamet þar. Vitað er um sex dauðsföll hið minnsta vegna kuldanna. Í Chicago var frostið mjög hart og þar hefur ekki tek- ið upp snjó í lengri tíma en áður hefur mælst eða síðan 1884. Margt bendir til, að úrkoma sé að aukast á norð- urhveli, a.m.k. beggja vegna Atlantshafsins, hvort sem um er að kenna loftslagsbreytingum eður ei. Í Mollsjö- näs í Svíþjóð, norður og austur af Gautaborg, var sett úrkomumet á síðasta ári, 1.866 mm, og er það þriðja úrkomumetið í Svíþjóð á þessum áratug. Til saman- burðar má nefna, að mesta ársúrkoma hér var á Kví- skerjum 2002, 4.630,4 mm. svs@mbl.is Fannfergi og hörkur beggja vegna Atlantshafs AP Allt á kafi Skemmtigarðarnir í Boston laða að sér fólk, líka þegar þeir eru í fjötrum frosts og fanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.