Morgunblaðið - 20.01.2009, Side 11

Morgunblaðið - 20.01.2009, Side 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009 Dagskrá 21. janúar kl. 15:00 til 17:00 Opinn fundur um vísindamál 15:00-16:00 Breyttar aðstæður, nýjar áskoranir - Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar - Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands - Þórarinn Guðjónsson, varaforseti Vísindafélagsins - Einar Stefánsson, prófessor og yfirlæknir Landspítala og frumkvöðull hjá Oxymap - Þórdís Ingadóttir, dósent lagadeild Háskólans í Reykjavík 16:00-17:00 Pallborð og umræður - Fundarstjóri: Leifur Hauksson 28. janúar kl. 15:00 til 17:00 Opinn fundur um tækniþróun og nýsköpun 15:00-16:00 Breyttar aðstæður, nýjar áskoranir - Þorsteinn Ingi Sigfússon, formaður tækninefndar - Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris - Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í vöruhönnun Listaháskóla Íslands - Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir á sviði upplýsingatækni 16:00-17:00 Pallborð og umræður - Fundarstjóri: Leifur Hauksson 4. mars kl. 15:00 til 17:00 Kynning og umræður um drög að nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs Vísindanefnd og tækninefnd boða til opinna funda um mótun nýrrar vísinda- og tæknistefnu í Nýja Kaupþing banka hf, Borgartúni 19, Reykjavík 2009-2012 VÍSINDA & TÆKNISTEFNA Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Það er mikill kraftur og jákvæðni sem ríkir hér á svæðinu við að spyrna við fótum. Þrátt fyrir bölsýnisspár sé ég tæki- færi framundan og þau er best að nýta en ekki sitja auðum höndum heima í sófa. Hér er fólk án atvinnu sem vill láta gott af sér leiða, m.a. við kennslu og leiðsögn,“ sagði Hjörleif- ur Hannesson við opnun Virkjunar á fimmtudag en Hjörleifur er einn af þeim sem misst hafa atvinnuna. Virkjun – miðstöð fyrir fólk í at- vinnuleit mun hefja starfsemi mánu- daginn 19. janúar og var dagskráin kynnt af Önnu Lóu Ólafsdóttur verkefnisstjóra hjá Miðstöð sí- menntunar á Suðurnesjum. Virkjun er ætlað að byggja upp starfsemi fyrir íbúa á Reykjanesi sem leita nýrra tækifæra í atvinnu og námi en markhópurinn er einkum atvinnu- lausir. Nú þegar hefur umsóknum í nám hjá Keili, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Fjölbrautaskóla Suðurnesja aukist. Virkjun verður ekki síður samkomustaður fólks sem vill breyta því áfalli sem atvinnuleysi er í ný tækifæri á atvinnumarkaði með námi, námskeiðum, tóm- stundum og menningarstarfsemi, en allar þessar leiðir verða í boði, ásamt sjálfsstyrkingu, ráðgjöf og sér- fræðiþjónustu. Starfseminni er ætl- að að vera sjálfbær og að miklu leyti unnin í sjálfboðavinnu. 1.400 einstaklingar á Suður- nesjum eru nú án atvinnu en starf- semin er samstarfsverkefni sveitar- félaganna á Suðurnesjum, Vinnumálastofnunar, stéttarfélaga, fyrirtækja og menntastofnana á svæðinu. Atvinnuleysi mælist mest á Suðurnesjum, um 10%, en um 5% á landinu öllu. Við opnunina á fimmtu- dag kom fram að mikil jákvæðni hef- ur einkennt allan undirbúning Virkj- unar. Að sögn Ásmundar Friðrikssonar verkefnisstjóra hjá Reykjanesbæ hefur orðið nei ekki þekkst og allir hafa lagt sig 100% fram. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði mikilvægt skref vera tekið með opnun Virkjunar þar sem vissu- lega væri mikill vandi framundan sem mikilvægt væri að taka á strax. Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja tók í sama streng og sagði að sam- starf þeirra fjölmörgu aðila, sem á undanförnum vikum og mánuðum hafi unnið af mikill elju og dugnaði, sé nú að bera ávöxt. „Þetta er starf sem við vildum ekkert vinna og gjarnan vildi ég skella í lás strax á morgun, en þetta er veruleikinn. Við hér á Suðurnesjum vorum fyrst nið- ur í efnahagslægðinni og verðum fyrst upp aftur,“ sagði Guðbrandur. Getum leitt fólk áfram Fyrsti og eini starfsmaður Virkj- unar er Páll Rúnar Pálsson rekstr- arfræðingur, sem nýverið missti vinnuna. Hann kom að undirbún- ingsvinnunni um miðjan desember eftir að Ásmundur Friðriksson verk- efnisstjóri hafði samband við hann og bað hann að vera með. „Ég efast ekki um að hér verði tækifærin að veruleika. Það er búið að vera mjög magnað að finna hvað allir eru já- kvæðir fyrir þessu, bæði fyrirtæki og einstaklingar sem hafa eitthvað fram að bjóða.“ Virkjun er staðsett í 1.300 fer- metra húsnæði á Vallarheiði sem áð- ur hýsti launadeild varnarliðsins og afhenti Pálmar Guðmundsson verk- efnisstjóri Þróunarfélagsins Kadeco húsæðið formlega við opnunina. Starfsemi er fyrirhuguð í öllu hús- næðinu og sagði Páll Rúnar að hann væri eins konar ráðskona staðarins. „Ég mun halda utan um skráningar á fólki og niðurröðun í húsið og slíkt og vera hérna á staðnum.“ Páll Rún- ar sagði að fyrst um sinn muni þarfagreining fara fram. „Fjölmarg- ir sérfræðingar hafa boðið sína þjón- ustu og námskeiðsframboð mun fara eftir því hversu margir koma á stað- inn. Við gerum okkur grein fyrir því að það getur tekið fólk tíma til að átta sig á þess. Við ætlum að byrja og þá kemur vonandi fólkið.“ – Getið þið sinnt 1.400 manns? „Já, vonandi. Ég hugsa að við ætt- um alveg að geta gert það, allavega leitt það áfram í einhverja farvegi,“ sagði Pálmar í samtali við blaða- mann. Ætla að snúa baki við vonleysi og svartsýni Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Virkjun Páll Rúnar Pálsson rekstrarfræðingur sem nýverið missti vinnuna mun hafa yfirumsjón með daglegri starfsemi Virkjunar. Virkjun hefur tekið til starfa á Vallarheiði með það að markmiði að snúa vörn í sókn í efnahagsþrengingum „FANGELSIÐ og starfsfólk þess hefur frá upphafi gert allt sem hægt var til þess að létta fanganum lífið og aðstoða hann við námið, þ.m.t. að veita honum aukinn aðgang að int- erneti sem þó er undir eftirliti. Fyr- irsögnin andar því köldu í garð þeirra sem að málum koma á Litla- Hrauni,“ skrifar Erlendur S. Bald- ursson afbrotafræðingur fyrir hönd forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins í athugasemd sem Morgun- blaðinu hefur borist. Erlendur vísar til umfjöllunar blaðsins sl. sunnudag þar sem fjallað var um málefni Birgis Páls Marteinssonar undir fyrirsögn- inni „Á þetta bara að vera refsivist?“ en Birgir afplánar sjö ára fangels- isrefsingu á Litla-Hrauni vegna að- ildar sinnar að Pólstjörnumálinu. Í athugasemd Erlends kemur fram að á Litla-Hrauni sé unnið mik- ið meðferðarstarf og í boði sé tóm- stundastarf, líkamsrækt, nám, vinna og ýmis námskeið. „Stefna fangels- isyfirvalda er í stuttu máli sú að gera föngum kleift að rækta garðinn sinn. Sérstaklega hefur verið hugað að námi fanga hvað þetta varðar og í ágúst sl. var sérstakur námsráðgjafi ráðinn til starfa. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að fangelsi er fangelsi og þeir sem þar dvelja gegn vilja sínum kvarta eðilega oft undan þeim tak- mörkunum sem ávallt hljóta að vera til staðar á slíkum stöðum. Ekki er heldur unnt að vista nema lítinn hluta fanga í opnu fangelsi á Kvía- bryggju þó svo að þeir uppfylli skil- yrði þar að lútandi. Haft er eftir Brynjari Níelssyni hrl. að viðkomandi fangi eigi ekki heima á Litla-Hrauni. Hver á heima á Litla-Hrauni? Ekkert er óeðlilegt við það að maður sem orðinn er 26 ára gamall og dæmdur í sjö ára fang- elsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot vist- ist tímabundið í aðalfangelsi lands- ins. Fangelsi landsins eru ekki bara refsivist þau eru hins vegar fang- elsi,“ skrifar Erlendur. „Fangelsin ekki bara refsivist“ Föngum kleift að rækta garðinn sinn EINN inflúensu- stofn af þremur er orðinn ónæm- ur fyrir því lyfi sem helst er not- að við sjúkdómn- um. Almennt er lyfið notað í litlum mæli hérlendis. Þeir þrír stofn- ar veira sem valda inflúensu eru H1N1, H3N2 og B. Næmispróf sýna að fyrstnefndi stofninn er orðinn ónæmur fyrir lyf- inu Tamiflu en auk þess er flensa í einhverjum tilfellum meðhöndluð með lyfinu Relenza. „Það er afar óheppilegt að þetta skuli gerast,“ segir Haraldur Briem sóttvarna- læknir. „Því viljum við að menn taki veirusýni svo við getum áttað okkur á því hvaða stofn er í gangi.“ Munurinn á lyfjunum er helstur sá að Tamiflu er í töfluformi en Relenza er innúðalyf, að sögn Haraldar, sem undirstrikar að bæði lyfin séu notuð í miklu hófi. Tamiflu hafi verið ávísað á um 500 einstaklinga í fyrra og Re- lenza á sex. Flestir komist yfir sjúk- dóminn af eigin rammleik. Hann tel- ur flest tilfelli inflúensu nú vera vegna H3-stofnsins en það geti verið breytilegt. Sýnatökur leiði vonandi fljótlega í ljós hver stofnanna sé ráð- andi um þessar mundir. ben@mbl.is Inflúensuveirustofn myndar ónæmi við lyfi Haraldur Briem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.