Morgunblaðið - 20.01.2009, Blaðsíða 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2009
✝ Ólafía Karlsdóttirfæddist í Bakka-
koti á Seltjarnarnesi
2. ágúst 1909. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 12. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sigríður Jónsdóttir, f.
í Krísuvík 29.8. 1874,
d. 7.8. 1959, og Karl
Guðmundur Ólafsson
skipstjóri frá Bygg-
garði á Seltjarn-
arnesi, f. 10.8. 1872, d.
18.7. 1925. Ólafía var sjötta í röð
átta systkina. Ein systir er á lífi.
Systkini Ólafíu eru Kar-
ólína, f. 3. 6. 1900, d.
5.2. 1988; Guðjón, f.
27.11. 1901, d. 15.5.
1966; Þorbjörg, f. 3.12.
1903, d. 25.2. 1994; Inga
Jóna, f. 29.11. 1905, d.
22.6. 1999; Guðrún, f.
20.8. 1907; Bjarni, f. 8.9.
1911, d. 6.12. 1999; og
Hrefna, f. 18.10. 1914,
d. 2.6. 2001.
Ólafía giftist 23.12.
1934 Hauki Jónssyni
trésmíðameistara, f.
31.10. 1899, d. 9.7. 1970. Foreldrar
hans voru Guðrún Guðmundsdóttir
og Jón Jónsson bóndi í Sigguseli á
Mýrum. Dóttir Ólafíu og Hauks er
Sigrún grunnskólakennari, f. 5.7.
1949, gift Magnúsi Helgasyni raf-
virkja. Börn þeirra: 1) Auður um-
hverfisstjórnunarfræðingur, f. 30.7.
1971, í sambúð með Jóhannesi Dags-
syni heimspekingi og myndlist-
armanni, sonur þeirra er Flosi, f.
20.10. 2005. 2) Haukur vélvirki, f.
4.4. 1974, kvæntur Önnu Kristínu
Halldórsdóttur uppeldisfræðingi,
dóttir þeirra er Natalía Yun, f. 24.3.
2006. 3) Árni byggingarfræðingur,
f. 18.12. 1978, kvæntur Maríu Krist-
ínu Gröndal hársnyrti, dætur þeirra
eru Andrea Marín, f. 3.7. 2003, og
Arna Bríet, f. 16.11. 2006.
Útför Ólafíu fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Mig langar að minnast Ólafíu
Karlsdóttur tengdamóður minnar
sem látin er á 100. aldursári á Hrafn-
istu í Hafnarfirði.
Ólafía eða Lóa eins og hún var köll-
uð af vinum og ættingjum bjó fyrstu
10 æviárin á Seltjarnarnesi, en þá
flutti fjölskyldan í Hafnarfjörð undir
Hamarinn. Þrátt fyrir að hafa búið í
Hafnarfirði í 89 ár taldi hún sig ávallt
vera Seltirning. Hún sagði að lengi
hefði hún saknað Seltjarnarnessins
svo að hún fór daglega upp á Hamar
að horfa til æskuslóðanna.
Í Hafnarfirðinum átti Lóa góð ár.
Að barnaskólagöngu lokinni tók vinn-
an við eins og títt var í þá daga. Hún
vann við ýmislegt svo sem sumarstörf
í sveit, barnapössun og svo fiskvinnu
hjá Hellyers-bræðrum og Ólafi Böðv-
arssyni. Síðar vann hún í 20 ár við
ræstingar í Öldutúnsskóla og hætti að
vinna 75 ára gömul. Lóa var ein af
stofnendum verkakvennafélagsins
Framtíðar í Hafnarfirði.
Hún lærði fatasaum hjá Karólínu
systur sinni og lék saumaskapurinn í
höndum hennar. Barnabörnin nutu
góðs af saumaskap hennar og enn eru
til flíkur sem hún saumaði á þau.
Þessar flíkur bera vitni um einstak-
lega fallegt handbragð og vandvirkni.
Á yngri árum tók hún virkan þátt í
leiklist hjá Leikflokki Hafnarfjarðar.
Hún lék í mörgum leikritum þar og
m.a. aðalhlutverkið í Tengdamömmu
eftir Kristínu Sigfúsdóttur. Hún tal-
aði oft um þennan tíma með blik í aug-
um. Þessi ár voru henna alla tíð dýr-
mæt.
Á Þorláksmessu 1934 giftist Lóa
Hauki Jónssyni trésmíðameistara, en
hann var einn af stofnendum og eig-
endum skipasmíðastöðvarinnar
Drafnar. Lóa og Haukur byrjuðu sinn
búskap á Suðurgötu 31 en byggðu sér
fallegt hús á Hringbraut 63 og síðar á
Ölduslóð 48. Haukur lést sjötugur að
aldri 9. júlí 1970.
Frá fyrsta degi er við Lóa kynnt-
umst ríkti með okkur gagnkvæmt
traust og vinátta og bar þar aldrei
skugga á. Tengdamamma hafði sér-
staka unun af að elda og var lista-
kokkur hvort sem um var að ræða
hversdags- eða veislumat. Einnig var
hún bakari góður enda hafði hún unn-
ið í bakaríinu hjá Ásmundi bakara.
Á Ölduslóðinni byrjuðum við Sig-
rún okkar búskap og búum þar
reyndar enn. Í fyrstu bjuggum við á
neðri hæðinni og Lóa á þeirri efri.
Þetta var ómetanlegt fyrir okkur öll.
Amma Lóa var ávallt reiðubúin fyrir
okkur öll hvort sem var að gæta
barnanna okkar leiðbeina þeim,
hlusta á þau og hlúa að okkur á allan
hátt. Henni verður aldrei nægjanlega
þakkað fyrir þetta.
Lóa var mikill húmoristi og hafði
skemmtilega frásagnargáfu og frá-
sagnargleði. Hún var mjög fróð og
hafði ótrúlegt minni og fylgdist vel
með þjóðfélagsmálum allt til síðasta
dags og hafði sterkar skoðanir á þeim
sem öðrum málum.
Fjölskyldan var henni hjartfólgin
og hún fylgdist grannt með okkur öll-
um. Fram á síðasta dag spurði hún
um langömmubörnin sín og hún
þreyttist aldrei á að heyra sögur af
þeim og sá þau fyrir sér í huganum
hvert og eitt.
Að leiðarlokum vil ég enn og aftur
þakka Lóu tengdamömmu samfylgd-
ina og bið Guð að varðveita hana.
Magnús tengdasonur.
Ólafía Karlsdóttir
Fleiri minningargreinar um Ólaf-
íu Karlsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGURJÓNA STEINGRÍMSDÓTTIR,
Hjúkrunarheimilinu Eir,
áður Hagamel 35,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Neskirkju á morgun,
miðvikudaginn 21. janúar kl. 11.00.
Gylfi Guðmundsson, Marta Sigurðardóttir,
Edda J. Gylfadóttir, Guðlaugur Viktorsson,
Þórunn H. Gylfadóttir, Þorsteinn S. Guðmundsson,
Guðmundur Gylfason, Valgerður Erlingsdóttir
og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI KRISTJÁN HALLDÓRSSON,
Sævarlandi 14,
sem lést þriðjudaginn 13. janúar, verður jarð-
sunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
22. janúar kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim
sem vilja minnast hins látna er bent á minningar-
sjóð félags aðstandenda Alzheimerssjúklinga, FAAS, í síma
533 1088.
Elísabet Gunnlaugsdóttir,
Lára V. Helgadóttir, Eiríkur Jónsson,
Margrét Helgadóttir, Siegfried Hugemann,
Gunnlaugur Helgason, Ágústa Valsdóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eigin-
manns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
STEFÁNS G. PÉTURSSONAR,
Tröllagili 14.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á dvalar-
heimilinu Hlíð og læknum sem önnuðust hann af
mikilli alúð í veikindum hans.
Guð blessi ykkur öll.
Kristbjörg Magnúsdóttir,
Helgi Magnús Stefánsson, Helga Kristjánsdóttir,
María Sigurbjörg Stefánsdóttir, Leiknir Jónsson,
Svandís Ebba Stefánsdóttir, Jóhannes Páll Héðinsson,
Anna Kristín Stefánsdóttir, Anfinn Heinesen,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐRÚNAR VIGDÍSAR
SVEINBJARNARDÓTTUR,
Höfðavegi 20,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar
Vestmannaeyja fyrir góða umönnun.
Haraldur Gíslason, Ólöf Óskarsdóttir,
Rannveig Gísladóttir, Hjörtur Hermannsson,
Kristín Gísladóttir,
Helga Gísladóttir, Geir Sigurlásson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur hlýhug, vináttu og samúð við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, afa og langafa,
STEINDÓRS ÚLFARSSONAR
málmsteypumeistara,
Þangbakka 10,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir sendum við Sigurði Böðvarssyni krabbameinslækni
og starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi.
Sigríður Jóna Jónsdóttir,
Oddfríður Steindórsdóttir, Þórarinn Jón Magnússon,
Úlfar Steindórsson, Jóna Ósk Pétursdóttir,
Helga Jónína Steindórsdóttir, Gunnar Már Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, sonur, bróðir
og afi,
BIRGIR AXELSSON,
Hraunbæ 194,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðviku-
daginn 21. janúar klukkan 11.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Ljósið,
endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og
aðstandendur, sími 561 3770.
Steinunn Bjartmarsdóttir,
Einar Gunnar Birgisson,
Bjartmar Birgisson, Ásta Björk Sveinsdóttir,
Axel Valur Birgisson, Berglind Kristinsdóttir,
Áslaug Guðlaugsdóttir,
Kristín Axelsdóttir, Árni Ísleifsson,
Edda Axelsdóttir, Ómar Friðriksson,
Sveinn Andri, Álfheiður Edda, Birgir Þór,
Anna Vala og Bergþór.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍN SIGURBJÖRT SÆMUNDSDÓTTIR,
Borgarholtsbraut 62,
Kópavogi,
sem lést 10. janúar, verður jarðsungin frá
Kópavogskirkju föstudaginn 23. janúar kl. 14:00.
Innilegar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeilda
Landspítalans og Karitaskvenna, fyrir yndislega umönnun og hlýhug.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu
Karitas s. 770-6050 og 551-5606.
Grímur Guðmundsson,
Jón Elvar, Sigríður Markúsdóttir,
Guðmundur Grímsson, Hrafnhildur Proppé,
Finnur Grímsson, Þórunn Hafsteinsdóttir,
Elín Grímsdóttir, Jón Bjarni Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
HJÖRDÍS KARLSDÓTTIR
ljósmóðir,
Melalind 8,
Kópavogi,
sem lést laugardaginn 10. janúar, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
22. janúar kl. 13.00.
Sigurður Gísli Bjarnason,
Guðrún Hjálmarsdóttir, Símon Friðriksson,
Steinunn Þorsteinsdóttir,
Sigrún Sigurðardóttir, Ásgrímur Þór Pálsson,
Steinar Sigurðsson, Ragnhildur Sverrisdóttir,
Ragnhildur Sigurðardóttir, Smári Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.