Morgunblaðið - 16.02.2009, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 16.02.2009, Qupperneq 5
Fréttir 5INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009 „SÓLARGEISLARNIR voru eins og risavaxinn foss sem steyptist niður úr dökkum skýjunum. Ljósaleikurinn magnaði upp Skrúðinn og Vatt- arneshornið, en varðskipið lónaði yst í Reyðarfirðinum,“ sagði Helgi Garðarsson, ljósmyndari á Eskifirði sem tók þessa mynd í nýliðinni viku. Hann sagði sólstafina sem lýstu upp vetrarmorguninn hafa verið stórkostlega sjón. Sólstafir myndast þegar sólin skín gegnum göt í skýjaþykkninu og geislar hennar ná að lýsa upp loftið í samanburði við dekkri bak- grunn, segir á Vísindavef Háskóla Íslands. Sólstafirnir stefna í raun- inni allir frá einum punkti á himninum, punktinum þar sem sólin væri ef við sæjum hana en það gerum við sjaldnast þegar sólstafir eru á lofti. aij@mbl.is Geislarnir eins og risavaxinn foss Ljósmynd/Helgi Garðarsson FJÖLDI þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, eða frá föstudegi til fimmtudags, var 39 samningar. Vikuna þar áður var fjöldinn 34 samningar. Heildarveltan á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 1.129 milljónir króna og meðal- fjárhæð samnings 28,9 milljónir, samanborið við heildarveltu upp á 893 milljónir vikuna á undan og með- alfjárhæð um 26,3 milljónir. Kaupsamningum fjölgaði því nokkuð í síðustu viku frá vikunni á undan og meðalfjárhæð var einnig hærri. Fjöldi samninga í síðustu viku var þó töluvert undir því sem var á svipuðum tíma í fyrra og það sama á einnig við um meðalfjárhæð samn- inga. Í febrúarmánuði í fyrra var að jafnaði þinglýst yfir 100 kaupsamn- ingnum á höfuðborgarsvæðinu á viku og meðalfjárhæð samnings var um 35 milljónir króna. Samdráttur í fjölda er því yfir 60% og nafnverð samninga hefur að jafnaði lækkað um 17% milli ára. gretar@mbl.is Enn lítil sala á fasteigna- markaði SÍÐASTLIÐINN föstudag var hald- in vígsluhátið í nýjum húsakynn- um málmiðnaðar- fyrirtækisins Héðins að Gjá- hellu 4, Hafnar- firði. Eru hin nýju húsakynni fyrir- tækisins í iðnað- arhverfinu skammt frá álverinu í Straumsvík. Samkvæmt upplýsingum frá Guð- mundi S. Sveinssyni, framkvæmda- stjóra Héðins, þá kostaði hið nýja hús í kringum einn milljarð króna. Segir hann að ekki hafi reynst nauð- synlegt að taka háar fjárhæðir að láni til byggingarinnar. Það stafi af því að reksturinn hafi gengið vel í gegnum árin og fyrirtækið hafi því átti nokkuð fyrir upp í byggingar- kostnaðinn. Útgerðin og stóriðjan „Passað hefur verið upp á við- skiptavinina og starfsmennina,“ seg- ir Guðmundur. „Það hefur skilað sér í góðum rekstri Héðins. Þá hefur ekki mikið verið tekið út úr fyrirtæk- inu.“ Að sögn Guðmundur er stærstur hluti verkefna Héðins fyrir útgerð- ina í landinu og fyrir stóriðjuna. Seg- ir hann að mikið sé að gera hjá fyr- irtækinu á báðum þessum sviðum. Vélsmiðjan Héðinn var stofnuð fyrir 87 árum, eða árið 1922. Starfs- menn eru tæplega hundrað talsins. gretar@mbl.is Héðinn þurfti ekki há lán Málmiðnaðarfyrirtækið er flutt í Hafnarfjörð Guðmundur S. Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.