Morgunblaðið - 16.02.2009, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 16.02.2009, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009 Orðsending til skilanefnda og lögmanna. Önnumst fjármálaþýðingar · Afar snör handtök. Tilboð í öll verkefni · bafþýðingaþjónusta.is. Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör vegna framboða til trúnaðarstarfa í VR, skv. 20. gr. laga félagsins. Allsherjaratkvæðagreiðslan mun hefjast 23. febrúar nk. og henni lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 11. mars 2009. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.vr.is eða með því að hringja á skrifstofu VR í síma 510 1700. Kjörstjórn VR Allsherjaratkvæðagreiðsla Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is MIKIL verðmæti hafa á undanförn- um árum og áratugum orðið til í skógarreitum bænda og félaga víða um land. Unnið hefur verið að und- irbúningi trygginga á þessum verð- mætum, en sú vinna hefur strandað á því að lög um Viðlagatryggingu Ís- lands ná ekki yfir skóga. Á vegum skógarbænda hefur einnig verið unnið að öryggismálum ýmiss konar í samvinnu við Brunamálastofnun, slökkvilið og Neyðarlínuna. „Við höfum unnið að því með Sjóvá-Almennum að koma upp brunatryggingum á skógunum,“ segir Björn Jónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka skógarbænda. „Það starf hefur gengið mjög vel, en nauðsynlegt er að breyta lögum um viðlagatryggingu svo þau nái yfir skógana. Með tryggingum á skóg- lendi færi hluti iðgjalds inn í viðlag- artrygginguna. Það er brýnt fyrir skógarbændur, til dæmis ef náttúruhamfarir eyði- leggja skóga, að ganga sem fyrst frá þessum tryggingamálum. Okkur er sagt að ekki sé hægt að viðlaga- tryggja skóga á Íslandi því lögin segi að eingöngu sé hægt að tryggja fasteign eða lausamuni. Skógur er hvorugt. Vinna við þessa breytingu er hafin og vonandi verður málið tekið upp á haustþingi,“ segir Björn. Handbók um eld og varnir Á vormánuðum kemur út á vegum Brunamálastofnunar handbók fyrir slökkvilið, skógareigendur og aðra sem tengjast skógrækt um bruna, eldvarnir og fleira. „Það er hart að segja það, en það verða eldar í íslenskum skógum á næstu árum. Á síðustu árum hafa orðið slíkir brunar, t.d. í Þjórsárdal og við sumarhús í Þrastaskógi. Öfl- ug slökkvilið komu í báðum tilvikum í veg fyrir stórtjón. Við erum að vinna að því að tryggja það að ef eldur kemur upp séum við í stakk búnir til að ráða við hann.“ Skógakort á næstu árum Í síðustu viku var samið um að skógarkort yrði sett inn í korta- grunn Neyðalínunnar. Með því verða skógarreitir bænda um allt land og leiðir að þeim og innan þeirra sett inn í kortagrunn 112 á næstu árum. Ef slys verður í skógi verður aðkoma sjúkrabifreiðar eða slökkviliðs auðveldari og öruggari en áður með aðstoð síma og skóg- arkortsins. Fyrstu skógarbændurnir eru komnir með ítarlegar áætlanir um brunavarnir í sínum skógum. Þar er búið að setja inn á kort viðkomandi jarðar aðkomu- og útgönguleiðir, næsta vatnstökustað og annað sem nauðsynlegt er til að tryggja sem best aðkomu og aðgerðir í skóginum ef slys verður, hvort sem um er að ræða bruna í skóginum eða slys á fólki. Flókið að tryggja  Skógarbændur vinna að öryggismálum  Skógarreitir inn í kortagrunn Neyðarlínunnar Vaskir Skógarhöggsmenn unnu í síðustu viku við grisjun í Haukadalsskógi á Suðurlandi á vegum Skógræktar ríkisins. Skógurinn var gróðursettur fyrir tæplega hálfri öld. Svæðið var síðast grisjað fyrir 10 árum og því var mikil þörf á að grisja það á ný, að því er segir á skogur.is. Eftirspurn eftir íslenskum skógarafurðum hefur aukist á undanförnum mánuðum og er grisjunarátakið sem nú stendur yfir meðal þeirra stærstu sem Skógrækt ríkisins hefur ráðist í.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.