Morgunblaðið - 16.02.2009, Síða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009
Það eina raunverulega við efna-hagsbóluna, sem nú er sprung-
in með látum, voru bónusarnir, sem
allir voru greiddir út. Samning-
arnir, sem voru á bak við bónusana
og yfirgreiðslurnar, reyndust hins
vegar einskis virði. Þetta var nið-
urstaða fréttaskýringar, sem ný-
verið birtist í The New York Times
um góðærið og fjármálahrunið.
Ofurlaunbankamanna
eru nú víða til
umræðu. Fréttir
um að bankinn
Lloyds á Bret-
landi ætlaði að
greiða 120 millj-
ónir punda í bón-
usa vakti mikla
reiði í gær og sögðu bæði stjórn-
arliðar og stjórnarandstaða að yf-
irmenn ættu ekki að fá eyri.
Hneykslunin leyndi sér ekki.
Í Bandaríkjunum er umræðan meðsvipuðum hætti. Yfirgreiðslur til
bankamanna á jötu ríkisins þykja
ekki koma til greina.
Í Þýskalandi sagði Angela Merkelkanslari slíkar greiðslur óskilj-
anlegar og Frank-Walter Stein-
meier varakanslari kvaðst hvað eft-
ir annað sleginn yfir
„veruleikafirringu og kaldhæðni“
margra forustumanna í fjár-
málaheiminum.
Í nýjasta tölublaði Der Spiegel erfjallað um ofurlaun bankamann-
anna. „Hinir óskammfeilnu,“ stend-
ur á forsíðunni og er gefið fyrirheit
um lýsingar innan úr „óforbetr-
anlegu gildi“ bankamannanna.
Á fundi 20 helstu iðnríkja heims í
apríl á að taka á ofurlaununum og
leita leiða til að spyrða greiðslur
við raunverulegan árangur, en ekki
loftkastala.
Voru bónusarnir það eina raun-verulega við íslenska fjármála-
ævintýrið?
Bónusar og bankamenn
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
"#
$
"
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
%
%
% %!
%
!% %!
%
% % !% !% !% %
%
%
!%
*$BC
! "#
$ %
&'
!
*!
$$B *!
& '
( ) )' )
*
<2
<! <2
<! <2
& (+ ), #-).+ /
D8-E
<7
#
( )* +
,
<
--
) "
#
%
,
62
+$
$, .
%
01++)) 22+ )
)3
), #
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
KATRÍN Jakobsdóttir menntamálaráðherra seg-
ist styðja áform um nýbyggingu fyrir Listaháskóla
Íslands en svigrúm til framkvæmda sé ekki mikið í
dag. Málið sé ennfremur í skipulagsferli hjá
Reykjavíkurborg og biðstöðu vegna óvissu um
eignarhald á Samson Properties, félaginu sem
hafði tekið að sér að reisa og reka húsið.
„Það þarf að byggja yfir skólann en það er einnig
ljóst að svigrúm til þess er ekki mikið núna. Við er-
um einnig að reyna að koma tónlistarhúsinu í gagn-
ið,“ segir Katrín.
Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskólans,
segir málið einnig vera í biðstöðu. Hann lítur svo á
að samningur, sem gerður var við menntamála-
ráðuneytið á síðasta ári um fjármögnun verksins,
sé enn í fullu gildi en útlit sé fyrir að byggingin tefj-
ist um ár. Framkvæmdir áttu að hefjast í vor og ný-
bygginguna átti að taka í notkun haustið 2011. Það
verður þá í fyrsta lagi árið 2012 sem byggingin rís
en skólinn er í dag til húsa á þremur stöðum í borg-
inni. Að sögn Hjálmars er einnig beðið eftir því að
eignarhald skýrist á fasteignafélaginu Samson
Properties, sem tók að sér að reisa skólann, nú
Novator Properties.
Áform eru um að nýbyggingin rísi í miðbænum;
við Laugaveg og Frakkastíg, og hefur skipulagsráð
Reykjavíkur haft verkið til umfjöllunar. Stjórnend-
ur skólans hafa hafnað þeim kosti að reisa skólann í
Vatnsmýrinni, eins og til stóð um tíma. „Breytt til-
laga okkar hefur fengið góðan hljómgrunn hjá
borgaryfirvöldum og ég reikna með að hún verði
samþykkt,“ segir Hjálmar en skipulagsráð hefur
viljað bíða eftir því að eignarhald á Novator Pro-
perties skýrist, sem og hver vilji stjórnvalda um
fjármögnunina sé. Vonast Hjálmar til að málið
skýrist á næstu vikum. bjb@mbl.is
Nýbygging LHÍ í biðstöðu
Þarf að byggja yfir skólann en svigrúmið lítið í dag, segir nýr menntamálaráðherra
BLAÐAMANNAFÉLAG Íslands
birti um helgina tilnefningar til blaða-
mannaverðlaunanna 2008. Þau Þóra
Kristín Ásgeirsdóttir, mbl.is, Jóhann
Hauksson, DV, og Sigrún Davíðs-
dóttir, Ríkisútvarpinu, eru tilnefnd til
Blaðamannaverðlauna ársins. Verða
verðlaunin veitt 21. febrúar nk.
Þóra Kristín var tilnefnd fyrir
vandaðar fréttir á mbl.is þar sem hún
nálgaðist frumlega málefni líðandi
stundar og netmiðillinn var nýttur
með nýjum hætti í íslenskri fjöl-
miðlun. Jóhann var tilnefndur fyrir
fréttaskrif og umfjöllun um mikilvæg
þjóðfélagsmál sem báru vitni um mik-
il tengsl, reynslu og skilning, og voru
iðulega fyrstu fréttir af málum. Sig-
rún var tilnefnd fyrir pistla þar sem
nýjum hliðum á fjölda mála var velt
upp.
Tilnefningar fyrir rannsóknar-
blaðamennsku hlutu Atli Már Gylfa-
son og Trausti Hafsteinsson, DV, fyr-
ir umfjöllun um kynþáttafordóma
meðal ungs fólks á Suðurnesjum,
Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Erla Hlynsdóttir, DV, fyrir greiningu
á eftirlaunum ráðamanna og áhrifum
eftirlaunafrumvarpsins, og Sigurjón
M. Egilsson, Mannlífi og Bylgjunni,
fyrir greinar og útvarpsþætti um ís-
lenskt efnahagsástand og þjóðmál.
Tilnefndir fyrir bestu umfjöllun
ársins eru Baldur Arnarson, Morg-
unblaðinu, fyrir greinaflokkinn Ný
staða í norðri, þar sem farið var yfir
þær náttúrufarslegu, efnahagslegu,
félagslegu og pólitísku breytingar,
sem hlýnun andrúmslofts og breytt
staða á norðurslóðum hefur í för með
sér, Brjánn Jónasson, Fréttablaðinu,
fyrir skrif um framboð Íslands til ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og
Ragnar Axelsson og Önundur Páll
Ragnarsson, Morgunblaðinu, fyrir
umfjöllun um virkjunarkosti á Ís-
landi.
Morgunblaðið/RAX
Tilnefning Skrif Morgunblaðsins
um virkjanaáform voru tilnefnd.
Morgunblaðið með
þrjár tilnefningar
Blaðamannafélagið kynnir tilnefningar
til Blaðamannaverðlaunanna 2008