Morgunblaðið - 16.02.2009, Page 11
Fréttir 11VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
TÆPLEGA 4.000 nýir bílar standa
óseldir við Sundahöfn en gríðarlegur
samdráttur er í bílasölu. Samdrátt-
urinn reyndist sem kunnugt er Heklu
ofviða, en fyrirtækið var tekið yfir af
Kaupþingi á þriðjudaginn sl. Rekstr-
inum verður þó haldið áfram í
óbreyttri mynd í einhvern tíma.
Forsvarsmenn stórra bílasala eru
misbjartsýnir á framtíðarhorfur.
Flestir stórir bílasalar sýndu fyrir-
hyggju og drógu úr pöntunum þegar
gæta fór minnkandi sölu á fyrsta árs-
fjórðungi síðasta árs. „Það er hæpið
að alhæfa um að allir séu í nauðvörn
en það er auðvitað rétt að eftir hrunið
er samdrátturinn í sölu [nýrra bíla]
90-95%,“ segir Egill Jóhannsson, for-
stjóri Brimborgar. Hann segir að fyr-
irtækin hafi brugðist misjafnlega við
ástandinu.
Aðeins 170 nýir fólksbílar voru ný-
skráðir hér á landi í janúar. 98%
þeirra voru seldir úr landi samkvæmt
upplýsingum frá Bílgreinasamband-
inu, en bílasölurnar sem seldu bíla er-
lendis neyddust til þess að nýskrá
suma bílana hér á landi fyrst áður en
þeir voru seldir út.
Erfiðasta árið framundan
Úlfar Steindórsson, forstjóri
Toyota á Íslandi, segir að samdráttur
milli áranna 2007-2008 hafi verið í
kringum 40% hjá Toyota. Sala á nýj-
um bílum í janúar og febrúar 2008
hafi verið „alveg frábær“ og vill hann
meina að ekki sé hægt að bera saman
söluna í janúar á þessu ári og janúar í
fyrra og draga víðtækar ályktanir á
muninum þar á milli. Úlfar segir að
allt síðasta ár hafi verið dregið stíft úr
kostnaði, auglýsingar og annar
rekstrarkostnaður hafi verið skorinn
niður. Einnig tók starfsfólk á sig 10%
launalækkun og starfsfólk á tíma-
kaupi tók á sig minnkað starfshlut-
fall. Toyota eigi um 500 nýja bíla á
lager. „Okkur mun takast að sigla í
gegnum þetta en þetta verður líkleg-
asta erfiðasta árið [í langan tíma].“
Í lok mars mun B&L flytja starf-
semi sína frá Grjóthálsi niður á Sæv-
arhöfða, þar sem Ingvar Helgason er
til húsa, en bílasölurnar eru í eigu
sama fyrirtækis, Sævarhöfða ehf.
„Það væri mjög óábyrgt að greiða
háa leigu upp á Grjóthálsi meðan
samdráttur er í sölu,“ segir Loftur
Ágústsson, markaðsstjóri hjá Ingvari
Helgasyni og B&L. Saman eiga fé-
lögin um 500 nýja bíla á lager. „Við
erum búnir að sameina allt sem hægt
er og höfum fækkað starfsmönnum
sameinaðs félags um helming.“
Pálmi Blængsson, markaðsstjóri
Suzuki-bíla, segir að staðan hjá fyr-
irtækinu sé ágæt. Fyrirtækið eigi í
kringum 200 nýja bíla á lager. „Það
hefur þurft að skera niður auglýs-
ingakostnað en þetta er fámennt fyr-
irtæki,“ segir Pálmi, en tólf starfs-
menn starfa hjá Suzuki-bílum.
Fyrirtækið hafi einnig stöðvað allar
pantanir. Hann segir að horfurnar
séu almennt góðar, þrátt fyrir sam-
drátt. „Við erum ekki í neinni hættu,“
segir Pálmi.
Algjört alkul í bílasölu
Morgunblaðið/RAX
Allt frosið Mikil niðursveifla er í efnahagslífinu og ekki mjög bjart framundan. Bílarnir og vinnuvélarnar á hafn-
arbakkanum bera þess vitni. Tæplega 4.000 bílar eru við Sundahöfn, en mikill samdráttur er í sölu.
Yfir 90% samdráttur milli ára í sölu nýrra fólksbíla eftir bankahrunið Stóru bílasöl-
urnar brugðust strax við í fyrra og stöðvuðu pantanir Aðeins 170 nýskráningar í janúar
! "
#$%
&
'! (
!
)**
&
+"%,%
#-
#.
#,
#+
#%
-
.
,
+
%
/-- /0% /0+ /0, /0. /0- /%% /%+ /%, /%. /%-
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
VAXTAMUNUR við útlönd hefur
aukist töluvert á undanförnum mán-
uðum og vekur það spurningar um
hvort ekki sé svigrúm til vaxtalækk-
unar hér á landi.
Ein af ástæðum hárra stýrivaxta
hér er sú að með því að viðhalda
miklum vaxtamun við útlönd sé
stoðum rennt undir gengi krón-
unnar. Því meiri sem vaxtamun-
urinn sé því vænlegra sé fyrir er-
lenda fjárfesta að kaupa krónur og
fjárfesta t.d. í íslenskum skuldabréf-
um.
Núgildandi gjaldeyrishöft koma
reyndar í veg fyrir slíkar fjárfest-
ingar, en þeim er einnig ætlað að
koma í veg fyrir gengishrun krón-
unnar. Einn viðmælenda Morgun-
blaðsins sagði að það væri eins og að
vera bæði með belti og axlabönd að
viðhalda háum stýrivöxtum á sama
tíma og gjaldeyrishöft eru til staðar.
Frá 29. ágúst hafa nær allir seðla-
bankar í heiminum lækkað vexti
sína, margir umtalsvert, en á sama
tíma hefur Seðlabanki Íslands
hækkað vexti. Frá 29. ágúst hefur
Evrópski seðlabankinn lækkað vexti
um 2,25 prósentur, Englandsbanki
um 4 prósentur og bandaríski seðla-
bankinn um 1,75 prósentur. Þá hef-
ur sænski seðlabankinn lækkað
stýrivexti um 3,5 prósentur. Á sama
tíma hækkuðu stýrivextir á Íslandi
úr 15,5% í 18%, sem er hækkun um
2,5 prósentur. Miðað við þetta hefur
vaxtamunur við útlönd aukist
umtalsvert.
Skammtímavexir
Sömu sögu er að segja ef horft er
á skammtímavexti í London, Evrópu
og Reykjavík. Þann 29. ágúst voru
þriggja mánaða Libor vextir 4,96%,
Euribor vextir 4,96% og Reibor
vextir 16.1%. Nú eru Libor vextir
hins vegar 1,8%, Euribor 1,9% og
Reibor 18,3%. Hefur munurinn á
Reibor vöxtum annars vegar og Li-
bor og Euribor vöxtum hins vegar
aukist um rúm 5,2 prósentustig.
Þýðir þetta að hægt væri að
lækka stýrivexti hér á landi um
nokkur prósent og samt sem áður
viðhalda þeim vaxtamun sem var
milli Íslands og annarra landa síð-
asta haust.
Bæði með belti og axlabönd
#"
'!
+%%$
##"
*!
+%%0
#$
#.
#1
#,
#2
#+
##
#%
0
-
$
3 4 5 6 5 3 3 7 8 3 4 5 6 5 3 3 7 8 3 4
+%%$ +%%- /%0
Vaxtamunur við
útlönd hefur aukist
umtalsvert á síð-
ustu mánuðum
Morgunblaðið/G.Rúnar
Barnkastjórnin Ein af ástæðum hárra stýrivaxta er sú að með því að við-
halda miklum vaxtamun við útlönd sé stoðum rennt undir gengi krónunnar.
Bílaumboðin drógu úr pöntunum
á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs
þegar gæta fór minnkandi eftir-
spurnar.
„Við byrjuðum að vinna í því
að minnka birgðir í febrúar 2008
og í dag eigum við nánast enga
nýja bíla á lager,“ segir Egill Jó-
hannsson, forstjóri Brimborgar. Í
febrúar í fyrra stöðvaði Brim-
borg allar pantanir og strax eftir
bankahrunið hóf fyrirtækið að
flytja bíla úr landi, að sögn Egils.
„Við fundum strax í febrúar í
fyrra að draga fór úr pöntunum.
Við gerðum því strax ráðstafanir
og höfum ekkert fengið af nýjum
bílum síðan í júní 2008,“ segir
Úlfar Steindórsson, forstjóri
Toyota á Íslandi.
Birgðirnar minnkaðar
● Breski bankinn Lloyds ætlar að
greiða yfirmönnum um 120 milljónir
punda, jafnvirði 20 milljarða króna, í
bónusa og aðrar launauppbætur, að
sögn blaðsins Sunday Telegraph.
Staða bankans er hins vegar afar
slæm og orðrómur er um að hann kunni
að verða þjóðnýttur á næstunni. Því
hefur bankinn hins vegar neitað.
Heimildarmenn blaðsins segja, að
gerðar hafi verið áætlanir innan bank-
ans um bónusgreiðslurnar og viðræður
standi yfir við UK Financial Invest-
ments, félag í eigu breska fjármála-
ráðuneytisins, sem á 43% hlut.
Gert er ráð fyrir að launaaukanum
verði skipt á milli þúsunda starfsmanna
Lloyds, sem fengu um það bil 150 millj-
ónir punda í launaauka á síðasta ári.
Mikil reiði er í Bretlandi yfir áformum
stóru bankanna um að greiða yfirmönn-
um launaauka þrátt fyrir slæma stöðu
bankanna. gummi@mbl.is
Fá bónusa þrátt fyrir
erfiðleika hjá Lloyds
● BRESKA hótel-
keðjan Menzies á í
verulegum fjár-
hagsvandræðum
og hefur nú hafið
víðtækar samn-
ingaviðræður við
lánardrottna um
endurfjármögnun
lána. Félag í eigu
kaupsýslumannsins Roberts Tchengu-
iz, sem situr í stjórn Exista, keypti hót-
elkeðjuna í lok ársins 2006. Hann var
einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings
og fékk háar fjárhæðir að láni hjá bank-
anum.
Breska blaðið Sunday Times fjallar
um þetta og segir að þetta sé enn eitt
áfallið sem Tchenguiz hafi orðið fyrir að
undanförnu. gretar@mbl.is
Tchenguiz í vandræðum
● Fjárhagsstaða írska ríkisins er afar
slæm. Sérfræðingar hafa opinberlega
sagt hættu á að Írland geti ekki greitt
afborganir af erlendum lánum.
Skuldatryggingaálag írskra rík-
isskuldabréfa hefur hækkað verulega
að undanförnu og er nú 350 punktar,
að því er kemur fram í blaðinu Sunday
Times í dag. Þrefaldaðist álagið næst-
um því í síðustu viku.
Skuldatryggingaálag íslenska ríkisins
fór raunar yfir 900 punkta í janúar.
Sunday Times hefur eftir Simon
Johnson, fyrrum aðalhagfræðingi IMF,
að alþjóðasamfélagið verði að koma
Írum til bjargar, og þótt slíkt gerist
ávallt á endanum, líkt og gerðist á Ís-
landi, sé betra og ódýrara að grípa
strax til aðgerða. gummi@mbl.is
Óttast greiðsluþrot
írska ríkisins