Morgunblaðið - 16.02.2009, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009
Anna K. Kristjánsdóttir
| 14. febrúar 2009
Svaf ágætlega
yfir Júróvisjón
Ég ákvað að vera þjóðleg
á laugardagskvöldið og
ákvað að horfa á Júróv-
isjón, reyndar í fyrsta
sinn þennan veturinn því
undankeppnin hafði alveg
farið framhjá mér.
Meira: velstyran.blog.is
Jenný Anna Baldursdóttir
| 15. febrúar 2009
Í losti
Ég er eiginlega máttlaus
af skelfingu eftir að hafa
horft á fréttir áðan.
Ég hélt satt að segja að
það væri varla hægt að
hreyfa við blóðinu í mér
núorðið, svo vön er ég
orðin vondum fréttum síðan í haust. En
það sem gæti verið okkar versta mar-
tröð, sko okkar sem viljum sjá ný vinnu-
brögð og nýtt Ísland …
Meira: jenfo.blog.is
ÞAU áföll sem geng-
ið hafa yfir íslenskt
samfélag á und-
anförnum mánuðum
eiga sér ekki fordæmi.
Jafnvel þó að þau séu
sett í samhengi alþjóð-
legrar fjármálakreppu
og heimskreppu í víðum
skilningi er óhjá-
kvæmilegt annað en að
horfast í augu við að
hér á landi höfum við
gert mistök. Hér er ekki um að
ræða ein eða tvenn mistök sem eru
afmörkuð við einstök atriði og
ákveðna tímapunkta heldur er um
mörg mistök að ræða sem spanna
langt tímabil. Þau eru misstór og
höfðu mismikil áhrif, sum jafnvel
þannig að ekki er augljóst að um
mistök hafi verið að ræða nema
vegna aðstæðna sem sköpuðust en
voru illfyrirsjáanlegar. Af þessu
leiðir að margir hafa átt sinn þátt í
þessum mistökum: Ráðherrar, rík-
isstjórn, Alþingi, Fjármálaeftirlit,
Seðlabanki, forseti Íslands, stjórn-
endur gömlu bankana o.fl. Hið sama
á við stjórnmálaflokkana alla, hvern
á sinn hátt. Við sjálf-
stæðismenn eigum að
sjálfsögðu að gangast
við því. Þó var ekki
allt sem gert var
þessu marki brennt
og margt af því sem
vel var gert mun
hjálpa okkur út úr
vandanum fyrr en
annars hefði orðið.
Að mínu mati var
eitt stærsta vanda-
málið fólgið í því að
við bjuggum við við-
skiptalíf þar sem
þrjár viðskiptablokkir réðu ríkjum.
Hver þeirra átti sinn banka og hver
þeirra átti sitt fjölmiðlaveldi. Í
krafti þessa byggðist upp banka-
kerfi af stærð sem engin leið var að
ríkið gæti varið með sinn litla gjald-
miðil og við þær aðstæður sem
sköpuðust hér og annars staðar í
heiminum þegar leið á síðasta ár.
Það sem skiptir mestu máli nú er
að draga réttar ályktanir af því sem
gerðist til þess að við getum með
breyttum áherslum og breyttum
farvegi fyrir stefnu Sjálfstæð-
isflokksins mótað framtíðarstefnu
sem nýtist við lausn á þeim vanda
sem samfélagið okkar er í.
Skýr markmið
Það er tvennt sem við þurfum í
meginatriðum að gera: Í fyrsta lagi
að marka okkur skýra framtíð-
arstefnu í mikilvægum málaflokkum
með skýrum tölusettum og mæl-
anlegum markmiðum sem unnt
verður að ná á ákveðnum tímabil-
um. Í öðru lagi þarf að verða hug-
arfarsbreyting hvað varðar nálgun
okkar gagnvart þremur stórum
málaflokkum. Málaflokkum sem að
sumu leyti ganga þvert á aðra mála-
flokka.
Við þurfum að setja okkur skýr
markmið í umhverfis- og eldsneyt-
ismálum, velferðarmálum og
menntamálum, byggðamálum,
gjaldmiðilsmálum og hvar við ætl-
um í framtíðinni að sjá okkur stað-
sett í samfélagi þjóðanna.
Hugarfarsbreyting
Hjá okkur þarf að verða hug-
arfarsbreyting hvað varðar atvinnu-
mál. Við þurfum áfram að byggja á
grunnatvinnuvegum þjóðarinnar
sjávarútvegi og landbúnaði en að
auki halda áfram uppbyggingu
ferðaþjónustu, nýtingu orkuauð-
linda til orkufreks iðnaðar og við
þurfum að halda áfram uppbygg-
ingu nýrra greina og samkeppn-
isiðnaðar. Við búum nú við verulegt
atvinnuleysi og skuldir þannig að
áhersla verður að vera á fleiri og
verðmætari störf með því að ganga
lengra en áður í frekari vinnslu, full-
vinnslu sem skapar meiri verðmæti
og skilar betur launuðum störfum
og meiri gjaldeyristekjum. Við þurf-
um jafnframt að nýta orkuna til
meiri verðmætasköpunar en áður.
Framleiðsluhagkerfið mun skipta
höfuðmáli við endurreisn þjóðabús-
ins.
Eitt af því sem brást hjá okkur
var regluverkið og eftirlitið. Trú-
verðugleika þess þarf að endurreisa
með breyttu hugarfari. Kerfið þarf
að fara úr meðvirkni í virkni. Skuld-
sett eignarhaldsfélög, óheftar skort-
sölur, krosseignarhald og innherja-
viðskipti eru hlutir sem verða að
heyra sögunni til. Þetta gerist með
meira gegnsæi og meiri umfjöllun.
Sumt af þessu eru alþjóðleg vanda-
mál og þarf að takast á við í sam-
starfi við aðrar þjóðir, en við erum
vel fær um það.
Þriðja atriðið hvað varða breytt
hugarfar og ekki það veigaminnsta
snýr að breyttu gildismati. Við meg-
um ekki ganga út frá því að
græðgisvæðing og flottræfilsháttur
síðustu ára sé það sama og að sýna
framtakssemi eða vilja til að bæta
stöðu sína og hlúa vel að sér og sín-
um. Án frjáls framtaks og krafts
einstaklinganna munum við ekki
komast út úr vandanum. Við þurfum
hins vegar að gæta hófs og virða
gömul gildi og gæta þess að fara
ekki yfir þau strik sem ofbjóða um-
hverfinu. Samskipti við nágranna
eiga ekki að vera í formi keppni um
hver eigi stærsta garðinn eða
stærsta bílinn. Við eigum að leitast
við að láta okkur líða vel saman í
okkar umhverfi og sýna hvert öðru
meiri umhyggju.
Takist okkur að gera þessar
breytingar á markmiðum okkar og
stefnumörkun munum við að lokum
komast vel frá vandanum innan ekki
mjög langs tíma. Þessar breytingar
eru ekki kollsteypa – en færa okkur
í farveg hófs og skynsemi og byggja
um leið á þeim krafti og framtaki
sem við nauðsynlega þurfum.
Eftir Árna M.
Mathiesen
» Takist okkur að gera
þessar breytingar á
markmiðum okkar og
stefnumörkun munum
við að lokum komast vel
frá vandanum innan
ekki mjög langs tíma.
Árni
Mathiesen
Höfundur er alþingismaður.
Gerum breytingar
ÍSLENDINGAR tóku um síðustu
áramót við formennsku í Norrænu
ráðherranefndinni. Sumum kann að
virðast það ærið verkefni fyrir litla
þjóð að leiða svo umfangsmikið
svæðasamstarf á sama tíma og hún
er að vinna sig út úr mestu fjár-
málakreppu sem á henni hefur dun-
ið. En þá ber að líta til þess að marg-
ir eru til að lyfta undir byrðar þegar
á reynir, því Norðurlandasamstarfið
stendur á sterkum stoðum og er svo
samofið allri starfsemi norrænu rík-
isstjórnanna. Íslendingar hafa því
fullan hug á því að framfylgja eins vel og þeim
er unnt metnaðarfullri formennskudagskrá á
árinu og koma forgangsverkefnum sínum að í
ráðum og nefndum, enda er ávinningurinn
ótvíræður eins og margoft hefur sýnt sig.
Frumkvöðlar á öllum skólastigum
Meginstefnumið Íslendinga voru ákveðin
með tilliti til stefnuyfirlýsingar norrænu for-
sætisráðherranna fyrir norrænt samstarf frá
árinu 2007 um sóknarfæri fyrir Norðurlönd í
ljósi hnattvæðingar. Stefnt er að því að styrkja
samkeppnisstöðu Norðurlanda, m.a. með því
að efla rannsóknir og nýsköpun, ekki síst á
sviði loftslags- og umhverfismála. Engin
ástæða þykir til að slá af þessum markmiðum
þótt á móti blási í efnahagsmálum hjá öllum
norrænu þjóðunum, þær ætla sér að vera
áfram í forystu í umhverfismálum og hafa
meðal annars á hugmyndafræði sjálfbærrar
þróunar sem er í beinu samhengi við áherslur í
norrænu samstarfi og forgangsverkefni Ís-
lendinga á formennskuári. Sjálfbær þróun er
hugmyndafræði með félagslegri, efnahagslegri
og umhverfispólitískri vídd, hugmyndafræði
sem getur vísað okkur veg við nauðsynlega
endurskoðun á gildismati. Ný framkvæmda-
áætlun um sjálfbæra þróun tekur gildi í nor-
rænu samstarfi á formennskuári Íslendinga og
verður hún rauður þráður í starfsemi allra fag-
nefnda. Meginverkefnið er að stemma stigu við
loftslagsbreytingum og ætla Íslendingar m.a.
að hafa frumkvæði að ýmsum verkefnum sem
stuðla að kolefnisbindingu, s.s. skógrækt og
endurheimt skemmdra vistkerfa.
Samstarf í vesturvegi
Það felast því mörg tækifæri í norrænu og
norður-evrópsku samstarfi þótt verulega blási
á móti í efnahagsmálum um þessar mundir.
Virk þátttaka í Norðurlandasamstarfi er bæði
leið til endurreisnar og til að hafa áhrif til góðs
í samstarfi við grannþjóðir.
Á fundi norrænu samstarfsráðherranna í
desember sl. kom fram skýr vilji til að aðstoða
Íslendinga á erfiðleikatímum. Fram-
kvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar
og vinnuhópur mun setja fram tillögur um til-
högun þessarar aðstoðar sem miðar að því að
íslensk ungmenni geti verið virk í norrænu
samstarfi og notið þeirra gæða sem það hefur
skapað. Við skulum því hafa það hugfast að við
stöndum ekki ein – við erum hluti af hinni nor-
rænu fjölskyldu og þar hjálpumst við að. Þar
erum við ekki síður veitendur en þiggjendur
með hugmyndaauðgi, sérþekkingu og reynslu.
að vera grundvöllur fyrir samhæfðar við-
bragðsáætlanir komi til umhverfisslysa á haf-
svæðunum á milli Noregs, Færeyja, Íslands og
Grænlands. Brýn þörf er á slíku vákorti í ljósi
aukinna siglinga með hættulegan farm á norð-
lægum hafsvæðum og vaxandi ásóknar í nátt-
úruauðlindir á norðurslóð. Gert er ráð fyrir að
vinnu við vákortið verði lokið í árslok 2010.
Annað verkefni af öðrum toga en ekki síður
mikilvægt, er samanburðarrannsókn á til-
högun fæðingar- og foreldraorlofs á Norð-
urlöndum. Á vettvangi ESB er nú horft til
Norðurlanda og sérstaklega Íslands hvað
varðar fyrirkomulag þessara mála. Það segir
sína sögu að Íslendingar munu leiða þessa
rannsókn, því hér á landi er bæði til sérþekk-
ing og mannauður til fræðastarfs í jafnrétt-
ismálum.
Mörgum öðrum þverfaglegum verkefnum
verður ýtt úr vör á formennskuári og jafnframt
verður efnt til fjölmargra viðburða, ráðstefna,
málþinga og sýninga. Frekari upplýsingar um
formennskuáætlunina eru á www.norden.2009.
Sjálfbær þróun
Verkefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar byggist
frumkvæði á alþjóðavettvangi
í baráttunni gegn loftslags-
breytingum og annarri um-
hverfisvá. Unnið er að því á
vegum Norrænu ráðherra-
nefndarinnar að tveggja ára
samningaferli um nýjan al-
þjóðlegan loftslagssáttmála
ljúki með nýjum sáttmála á
loftslagsráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í Kaupmannahöfn í
árslok.
Í ljósi hnattvæðingarstefn-
unnar munu Íslendingar leit-
ast við að styrkja þverfaglegt
samstarf stjórnvalda, stofnana
og fyrirtækja til að stuðla að rannsóknum og
frumkvöðlastarfsemi. Frjó hugsun, áræði og
sköpunargleði er forsenda sprotastarfs í at-
vinnulífi. Því ætlum við að beita okkur fyrir
þverfaglegu samstarfi sem miðar að því að efla
frumkvöðlamenningu á öllum stigum skóla-
kerfisins. Sjónum verður sérstaklega beint að
gildi listmennta og mikilvægis þess að skapa
flæði milli listgreina og hefðbundinna fræði-
greina til að kveikja hugmyndir og búa til far-
veg fyrir frumkvöðla úr skólakerfinu og út í at-
vinnulífið.
Metnaðarfull verkefni
Á formennskuári verður m.a. ráðist í tvö
metnaðarfull verkefni sem snúa að sameig-
inlegum hagsmunamálum norrænna þjóða.
Fyrst ber að nefna að vinna hefst við að setja
saman vákort fyrir Norður-Atlantshafið sem á
Eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur » Við stöndum ekki ein – við
erum hluti af hinni nor-
rænu fjölskyldu og þar hjálp-
umst við að. Þar erum við ekki
síður veitendur en þiggj-
endur.
Höfundur er umhverfis- og samstarfsráðherra.
Aflvaki á erfiðum tímum
Kolbrún
Halldórsdóttir
BLOG.ISÁrni Sæberg
Við Níuna Fangelsisvist er ekkert gamanmál en þátttakendur í söguferð Birnu Þórðardóttur um Reykjavík virtust skemmta sér vel yfir frásögnum hennar.