Morgunblaðið - 16.02.2009, Side 18

Morgunblaðið - 16.02.2009, Side 18
18 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009 ✝ Guðrún JónaGunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 6. október 1957. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut mánu- dagskvöldið 9. febr- úar. Foreldrar Guð- rúnar voru Auðbjörg Brynjólfsdóttir f. 1.11. 1929, d. 17.1. 2000, hún starfaði sem húsmóðir og síð- ar sem starfsmaður heimilishjálpar Reykjavíkurborgar og Gunnar Hafsteinn Kristinsson f. 1.11. 1930, d. 27.8. 2000, hitaveitu- stjóri Hitaveitu Reykjavíkur. Guðrún var sú fimmta í systk- inaröðinni af átta. Elstur er Gunnar Ingi f. 1947, Þórarinn f. 1950, Krist- inn Halldór f. 1952, Sigrún Bryndís f. 1954, Karl Ágúst f. 1955, Katrín f. 1959, óskírt meybarn f. 1960 d. 1960, Hafsteinn Hörður f.1965. Þann 12. apríl 2005 giftist Guð- rún Guðjóni B. Guðmundssyni f. 6.5. 1949, d. 12.2. 2007. Þau bjuggu að Seljalandi í Hörðudal í Dalabyggð og einnig Engjaseli í Reykjavík. Börn Guðrúnar eru tvö. 1) Haf- steinn Daníel Þorsteinsson f. 23.12. 1981, kærasta hans er Ragnheiður Guðrún tók einnig að sér kennslu og kenndi m.a. við sjúkraliðabraut FVA síðustu ár og lagði mikla vinnu í að byggja upp og þróa dreifnám. Var kosin í sveitarstjórn Dalabyggðar vorið 2002, var á fyrsta fundi nýkjörinnar sveit- arstjórnar kosin oddviti Dala- byggðar. Því starfi gegndi hún í eitt ár, en þá var hún kjörin vara- oddviti og til setu í byggðarráði. Í byggðarráði sat hún í tvö ár, eða til miðsumars 2005, einnig átti hún sæti í nokkrum stjórnum og nefnd- um á vegum sveitarfélagsins. Sat í stjórn Hitaveitu Dalabyggðar, í stjórn SSV um tíma, auk setu í öðr- um veigaminni nefndum, hún kom að ýmsum málum á þessum tíma. Vegna starfs síns bjó hún víða um allt land en síðustu tvö ár bjó hún í Reykjavík og starfaði, þegar heilsan leyfði, við kennslu og hjúkrun á heilsugæslusviði. Einnig stundaði hún nám af kappi og var skráð í meistaranám í stjórnun heilbrigðisstofnana við háskólann á Bifröst og lauk þar þremur áföngum á s.l. ári. Var einnig í dip- lómanámi í opinberri stjórnsýslu við H.Í en náði ekki að ljúka því námi vegna veikinda. Útför Guðrúnar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin kl 13. Helga Sæmunds- dóttir. 2) Katrín Björg Hannesdóttir f. 4.5. 1987. Hafsteinn og Katrín stunda bæði nám í lækn- isfræði í Ungverja- landi. Fyrstu æviárin bjó Guðrún í Hlíðahverf- inu í Reykjavík en fluttist 8 ára gömul í Garðahrepp sem þá hét. Að loknu gagn- fræðingaprófi frá Garðaskóla Garða- hrepps innritaðist hún í Mennta- skólann í Reykjavík og lauk prófi þaðan árið 1979. Árið 1983 útskrif- aðist Guðrún sem hjúkrunarfræð- ingur frá Hjúkrunarskóla Íslands. Guðrún lauk MBA-prófi frá endur- menntun Háskóla Íslands árið 2006. Sama ár lauk hún bæði kennsluréttindanámi fyrir fram- haldsskóla við Kennaraháskóla Ís- lands og einnig námi í mannauðs- stjórnun við H.Í. Guðrún sótti einnig ýmis stutt námskeið á veg- um Endurmenntunar Háskóla Ís- lands. Guðrún starfaði lengst af sem hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu- sviði, ýmist sem almennur hjúkr- unarfræðingur eða sem stjórnandi. Elsku besta mamma. Ég sit, stari út í loftið og reyni að sjá fyrir mér lífið án þess að hafa þig. Ég get ekki hugsað mér það. Ég rifja upp tímann sem liðinn er frá því að meinið greinist fyrst árið 2006. Hvernig gegn öllum líkum og útreikningi þú sigraðir þá baráttu við sjúkdóminn, eins og þér einni var lag- ið. Þegar meðferðinni lauk fórum við litla fjölskyldan saman til Kanarí til að fagna sigrinum og áttum ógleym- anlegar stundir. Við vorum bjartsýn á framhaldið og héldum ótrauð áfram með lífið þó svo að við hefðum alltaf varann á. En ekki leið á löngu þar til verk- irnir fóru að gera vart við sig. Heils- unni hrakaði og verkirnir jukust, ófá- ar heimsóknir til lækna, rannsóknir og sjúkraflutningar á bláum ljósum einkenndu sumarið. Það kom síðan í ljós að lítið „æxliskríli“, eins og þú orðaðir það, hefði fundist en það var ekkert miðað við það sem átti eftir að koma á daginn. Við ákváðum að skella okkur saman til Krítar um haustið. Sú ferð var okkur ómetan- leg. Þú sóttir fast að það yrði farið í þessa ferð og við mundum njóta hennar saman í botn. Sem og við svo sannarlega gerðum! Ég er viss um að þú hafir vitað meira en læknarnir og við um hvað var í uppsiglingu. Ég man að ég sat við eldhúsborðið úti í Debrecen þegar þú hringdir í mig með fréttirnar um miðjan des- ember. Ég heyrði strax á röddinni að eitthvað mikið var að þó svo þú hafir alltaf reynt að hlífa okkur. Meinið var mun dreifðara en við héldum og sjúk- dómurinn nú ólæknandi. Áfallið var svo hræðilegt. Við kreistum út úr lækninum einhverja hugmynd um tíma, meðallíftími 18 mánuðir sagði hann. Tilhugsunin um að við ættum e.t.v. einungis 18 mánuði eftir til að eyða með þér var nógu erfið, hefðum við bara vitað að þeir ættu einungis eftir að verða tveir. Okkur varð fljótlega ljóst hversu veik þú varst þegar við komum heim. Við reyndum að eyða sem mestum tíma saman heima milli þess sem við þurftum að vera á sjúkrahúsinu. Ég mun aldrei gleyma bíltúrunum okkar og aldrei gleyma ómetanlegu stundunum okkar á svöl- um Landspítalans. Ég mun aldrei gleyma síðustu jólunum okkar.Þú varst of veikburða til að standa yfir matnum svo þú fékkst þér sæti í horninu þínu og stjórnaðir okkur yfir steikinni. Dagarnir og vikurnar liðu. Fyrir hvert skref sem þú fékkst framávið varstu dregin tvö til baka. En aldrei gafstu upp elsku mamma, þú ætlaðir alltaf að vinna þessa lotu! Þú hélst alltaf í vonina. Ég veit ekki hversu oft við Kata vorum tekin á eintal af lækn- unum og okkur tjáð að trúlega væri þetta að klárast. En alltaf stóðstu upp og gafst læknunum langt nef. Þar til þeir ákváðu að hætta að láta það koma sér á óvart að þú risir upp á ný. En það kom að því að meira að segja þú gast ekki meir. Endalausar kvalir og engin von um bata. Enginn hefði getað barist jafn lengi og þú og með jafn miklu æðruleysi. Þú varst ekki bara besta mamma í heimi heldur einnig minn besti vinur. Þú verður alla tíð hetjan mín og ég mun sakna þín meira en orð geta lýst. Ég veit að þú vakir yfir okkur. Minn- ing þín er ljós í lífi mínu. Þinn sonur, Hafsteinn Daníel. Síðustu vikur hef ég verið að hugsa hvort hann mikli þarna uppi væri sof- andi, vant við látinn eða jafnvel gleymt okkur. Hvernig stæði á því að svona yndisleg móðir sem hefur þurft að ganga í gegnum svo mörg áföll í lífinu þurfti að kveljast svona mikið líkamlega. En nú ertu laus úr þjáningunum elsku mamma, þjáningum sem tóku þig smátt og smátt í burtu frá mér og Haffa. Mamma var sko engin venjuleg mamma, hún var mín besta vinkona sem ég sagði mín dýpstu leyndarmál og hugleiðingar. Ófáu stundirnar sem við áttum við eldhúsborðið góða, á Þjóðhátíð og núna síðast á spítalan- um eru mér ómetanlegar. Þú ert mín hetja, hetja sem barðist í gegnum lífið eins og ljón og gafst aldrei upp. Ég labbaði um við hliðina á þér, montin og stolt en undrandi hvar þú fengir kjarkinn og orkuna. Þú ert mín fyrirmynd og leiðarljós í lífinu. Amma spáði í bolla í denn að það myndi birta til í lífi þínu um fimm- tugt. Ég spái því á móti að nú dansið þið tvær uppi á borðum, skálandi og með ABBA í botni. Stekkjarflatap- artíið er byrjað. Elsku mamma, þú barðist fyrir mig og Haffa, nú munum við berjast fyrir þig. Love you 2 elsku mamma. Þín dóttir, Katrín Björg Hannesdóttir. „Þú trúir því kannski ekki að heim- urinn þarfnist þín, en hann gerir það því þú ert einstök. Enginn hefur nokkurn tíma verið eins og þú og enginn á eftir að verða eins og þú. Enginn annar getur látið röddina þína hljóma, sagt það sem þú hefur að segja, – brosaði brosinu þínu eða lýst ljósinu þínu. Enginn getur komið í þinn stað, því hann er aðeins þinn og ef þú ert ekki til að lýsa ljósinu þínu, hver veit þá hversu margir ferða- langar munu villast þegar þeir eiga leið framhjá staðnum þínum tómum í myrkrinu.“ (Höf. ókunnur). Elsku litla systir mín. Nú er harðri baráttu þinni við krabbameinið lokið. Þú neyddist loks til að sleppa takinu og ég veit að þú ert komin í hlýjan faðm mömmu og pabba og annarra ástvina. Margar góðar minningar streyma fram um okkar samleið hér á jörð og eftir stendur umfram allt þakklæti fyrir að fá að vera systir þín. Við áttum okkar rispur, vorum ekki alltaf á sama máli, en alltaf sætt- umst við því við gátum ekki verið ósáttar lengi. Sérstaklega vil ég þakka þér fyrir stuðning þinn og styrk vegna veikinda og fráfalls Hjölla. Þú stappaðir í mig stálinu þegar ég hélt ég ætti ekki meiri kraft eftir. Þú hvattir mig til að vera sterk og berjast. Þú studdir börnin mín og varst þeim góð frænka. Það var því mér og börnum mínum ljúft og skylt að geta stutt þig og hjálpað þegar þú og þín börn þörfnuðust þess á ögur- stundu. Við munum sakna þín óenda- lega mikið en erum þakklát fyrir það að nú ertu laus við þjáningarnar. Takk fyrir allt og allt. Elsku Haffi og Kata, megi góður Guð vernda ykkur og styrkja og hjálpa ykkur að takast á við þennan mikla missi og ég veit að mamma ykkar mun gæta ykkar og vernda frá sínum nýja íverustað. Sigrún. Við ótímabært andlát systur minn- ar streyma fram minningar frá æsku okkar. Hún var tveimur árum eldri, verndari minn og leiðtogi fram á ung- lingsár. Ég minnist okkar hlaupandi upp í Sjómannaskóla frá heimili okk- ar í Drápuhlíð í sunnudagsskólann en líklegast voru það myndirnar af Jes- ús sem drógu okkar þangað. Dvalar á Rauðhólum í skjóli stóru systur og seinna í sumarbúðum í Menntaskóla- selinu í Hvergerði. Var þar margt brallað enda hafði systir mín ævin- týraþrá í blóði sínu sem dugði okkur tveimur. Þegar við fluttum á Stekkjarflötina í Garðahreppi sem þá hét, deildum við herbergi fram á ung- lingsár. Þar voru margar sögur sagð- ar, bækur lesnar á hvolfi þar til lestr- arkunnáttunni var náð. „Ég skal segja þér þrjár sögur ef þú segir mér tvær,“ sagði systir. Og ævintýrin urðu ljóslifandi í myrkrinu, prins- essur og prinsar, álfkonur og dísir. Kvöld eftir kvöld var leikurinn end- urtekinn þrátt fyrir að stóra systir hefði „sofnað“ áður en að hennar sög- um kom. Stekkjarflötin var leiksvæði okkar krakkana og oftar en ekki hafði Gunna systir frumkvæðið að leikjun- um og ýmsum uppátektum. Hún var prakkari í sér, hvatvís og þorin. Eng- um nema henni hefði tekist að mana mig í að stökkva niður af bílskúrsþaki apótekarans neðar í götunni. Unglingsárin voru systur minni erfið og marga krákustígana fór hún í leit að sjálfri sér. Hætti í skóla og fór að vinna á Vífilsstöðum sem gang- astúlka. Þar varð framtíðarstarf hennar ráðið, hjúkrun skyldi hún nema. Hún var ekkert að tvínóna við hlutina, tók fjórða bekk utanskóla og síðar fimmta bekkjar próf með stæl. Settist síðan við hlið mér í 4. bekk MR og þar sátum við saman til vors 1979. Framtíðin blasti við björt og allur heimurinn beið okkar. Ég gerðist bankamær en Gunna hélt áfram námi, lauk prófi í hjúkrun og hóf störf á sjúkrahúsum og heilsugæslu um allt land. Börnin fæddust, fyrst Haf- steinn, síðar nafna mín hún Kata litla. Henni leið best úti á landi, var dreif- býlistútta sagði hún. Bóndakona var Guðrún Jóna Gunnarsdóttir Okkur er ljúft og skylt að minnast Sig- urðar Samúelssonar sem lést 26. jan- úar síðastliðinn. Ég kynntist honum þegar hann giftist Hólmfríði móður- systur minni, síðar betur þegar við hjón komum frá námi í Bandaríkjun- um 1985 og leigðum af þeim íbúð. Frá þeim tíma hafa samskipti okkar verið mikil. Sigurður var hamhleypa til verka, gafst aldrei upp og kom flestum áhugamálum sínum í höfn. Hann var brautryðjandi um bætt heilsufar og nauðsyn þess að hreyfa sig mikið og reglulega. Vegna þessa áhugamáls var hann í forystu um stofnum Hjartaverndar og starfaði þar lengi. Sigurður Samúelsson ✝ Sigurður Sam-úelsson, prófessor emeritus, fæddist á Bíldudal við Arn- arfjörð 30. október 1911. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 26. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 3. febrúar. Hann var og í bygg- ingarnefnd Landspít- alans í fjölda ára. Einnig var hann virk- ur í þjóðmálum og tók beinan þátt í þeim. Starfsorka hans var ótrúleg og breyttist lítið með aldrinum. Sem dæmi ritaði hann bókina um sjúkdóma og dánarmein ís- lenskra fornmanna að verða 87 ára gamall þar sem hann, á grundvelli umfjöllunar í fornsögunum, leiðir líkur að ástæð- um dauðsfalla fornmanna. Síðustu árin vann hann að enskri þýðingu bókarinnar sem mun að mestu lokið. Þau hjón byggðu sumarbústað í Trostansfirði 1972-3 og eyddu eftir það stórum hluta sumarsins þar. Sig- urður á ættir að rekja í Arnarfjörðinn og hafði sterkar taugar til Vestfjarða. Trostansfjörður, einn af suðurfjörð- um Arnarfjarðar, er með fegurstu stöðum á Vestfjörðum, skógi vaxinn með ám, fossum og lækjum. Undu þau hag sínum vel í kyrrðinni en tóku fagnandi öllum gestum sem litu við í heimsókn. Þar áttum við þess kost að vera með þeim og fórum gjarnan í ferðir um næsta nágrenni og ná- grannabyggðarlögin í fylgd hans. Sagði hann okkur þá sögur frá upp- vaxtarárum sínum, af málefnum, mönnum og talandi skáldum, starfi og striti Arnfirðinga, menntun og menningu upp úr aldamótunum 1900. Oft tengdi hann menn, sem hann þekkti eða hafði mætur á, við sögurn- ar. Hann var hafsjór af fróðleik og var annt um að koma honum til yngra fólksins sem og að það bæri virðingu fyrir landi, menningu og þjóð. Í síðustu ferð okkar með Sigurði og Hólmfríði til Trostansfjarðar fyrir 2 árum áttum við fjölskyldan ánægju- legar stundir með þeim hjónum. Sig- urður fór með okkur um lóðina, gaf fyrirmæli um hvað skyldi gera, við- hald og breytingar bústaðarins og ræddi um áætlanir sínar um að stækka bústaðinn þannig að fleiri gætu verið þar samtímis. Þess á milli fóru hann og Stefanía um lóðina og fjarlægðu þann gróður sem Sigurður vildi ekki að yxi innan girðingar. Ekki var annað á honum að heyra en hann ætlaði að vera þarna næstu áratugina þó háaldraður væri. Nú er hins vegar langri og viðburðaríkri ævi lokið og þökkum við Sigurði fyrir vináttuna í gegnum tíðina. Við hefðum gjarnan viljað njóta samvista við hann lengur og kveðjum hann með söknuði. Þórunn, Finnur og Stefanía. Sigurður Samúelsson var nær tví- tugur, þegar Landspítalinn tók til starfa. Hann gat því fylgst með vexti og viðgangi sjúkrahússins allan starfstíma þess hingað til, nærri 80 ár. Um 26 ára skeið gegndi hann leið- togastöðu á Landspítalanum og var ásamt Snorra Hallgrímssyni vafa- laust áhrifamestur starfsbræðra sinna um þróun sjúkrahússins og þjónustu þess. Lyflækningadeild Landspítalans var starfsvettvangur Sigurðar. Hann tók við stjórn deild- arinnar árið 1956. Hún var þá fáliðuð og lítt tækjum búin. Næsta aldar- fjórðunginn urðu mikil umskipti á deildinni. Mikið mannval réðst þar til starfa og munaði ekki minnst um yf- irlæknana Theódór Skúlason, Snorra Pál Snorrason, Jón Þorsteinsson og Hrafnkel Helgason. Þeir voru allir ósérplægnir og öruggir stjórnendur og afbragðs læknar. Stórstígar framfarir urðu í öllum undirgreinum lyflækninga og má til dæmis nefna upphaf hjartaþræðinga undir forystu Árna Kristinssonar, blóðskilun fyrir atbeina Páls Ás- mundssonar og speglunartæki á meltingarvegum, sem Bjarni Þjóð- leifsson mótaði. En þótt þessir menn séu sérstaklega nefndir má segja, að valinn maður hafi verið í hverju rúmi. Sigurður var mannþekkjari og hon- um urðu fá eða engin mistök á í vali samstarfsmanna. Sigurður fékk ágæta menntun í Danmörku og doktorsritgerð hans var merkt framlag til lyflæknisfræð- innar. Í ritgerðinni vakti hann meðal annars athygli á, hvað morfíngjöf gat verið varhugaverð í öndunarbilun. Hann var mjög fær læknir og sam- starfsmenn hans höfðu stundum á orði sérstaka hæfni hans til sjúk- dómsgreiningar. Á fyrstu starfsárum sínum þurfti hann að kenna flestallar undirgreinar lyflæknisfræðinnar, sem hefði flestum verið ofvaxið. Síð- ari árin gat hann einbeitt sér frekar að sérgrein sinni, hjartasjúkdómum. Rannsóknaráhuga sínum fann Sig- urður farveg með stofnun og skipu- lagningu Hjartaverndar, en aðrir munu verða til að lýsa þeim starfs- þætti. Forystuhæfni Sigurðar var ótvíræð. Hann var einbeittur, örugg- ur og úrræðagóður talsmaður deildar sinnar og hann var ekkert lamb að leika sér við, ef hann taldi starfsemi hennar ógnað eða þróunarmöguleik- um teflt í tvísýnu. Þá máttu andstæð- ingarnir biðja fyrir sér. Segja má ýkjulaust, að Sigurður Samúelsson hafi hannað og smíðað flaggskip íslenskrar læknisfræði. Þórður Harðarson. Sigurður Samúelsson próf. emer- itus er látinn. Sigurður starfaði lengst af sem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.