Morgunblaðið - 16.02.2009, Page 19
hún ætíð í hjarta sér og í sveitinni leið
henni best, innan um skepnur og
haga. Lífsganga Gunnu var öll á
brattann, hennar bestu eiginleikar
voru oft hennar verstu gallar.
Ákvarðanir voru oftar en ekki teknar
í fljótræði; þær voru hennar og með
þeim stóð hún og féll. Stuttu eftir að
hún greindist með krabbamein lést
eiginmaður hennar. Áfram hélt hún
kramin á hjarta og sál. Bætti við sig
prófgráðum, kenndi sjúkraliðanem-
um á Akranesi, hvatti og styrkti
börnin sín til náms. Var vakin og sof-
in yfir framgöngu þeirra og velferð
allt til hinstu stundar.
Svartar fjaðrir sár þau hylja,
sem þú hlaust að drottins vilja
Þungt er að lifa, en þyngra að skilja,
þrautir og örlög sín.
Svo segir í ljóði Davíðs Stefánsson-
ar sem hún hélt mikið upp á. Elsku
systir mín, ég kveð þig í þeirri full-
vissu að nú hafir þú loks öðlast þann
frið sem þú svo lengi leitaðir, laus við
þær þrautir sem á þig voru lagðar.
Við systkinin munum halda utan um
gullmolana þína og gæta þeirra.
Í sorginni okkar sálir mætast.
Seinna okkar draumar rætast.
Katrín.
Guðrún Jóna, elskuleg mágkona
mín, er látin aðeins 51 árs að aldri.
Hún er laus undan þeim óbærilegu
kvölum sem hún hefur mátt þola síð-
ustu vikur og mánuði. Vonin um sigur
í baráttunni var sterk og lífsviljinn
var sterkur, viljinn til að eiga einn
dag enn með börnunum sem voru
henni allt. Síðustu ár hafa verið
Gunnu erfið. Glíman við krabbamein-
ið, missir eiginmanns og ýmiss konar
mótlæti í starfi og félagslífi gekk
mjög nærri henni. Byrðunum og mót-
lætinu í þessu lífi er sannarlega mis-
skipt, en Gunna fékk meira af slíku
en hægt er að ætlast til að ein mann-
eskja rísi undir. En með persónuleg-
um styrk og einstökum stuðningi og
elsku barna sinna sýndi Gunna æðru-
leysi og vilja til að halda áfram,
hvernig sem á móti blés.
Gunna var skarpgreind og mikill
dugnaðarforkur. Hún var hjúkrunar-
fræðingur að mennt og unni því starfi
afar heitt. Hún var fær og góður
hjúkrunarfræðingur og sinnti sínu
starfi af alúð og umhyggju fyrir skjól-
stæðingum sínum. Þörfin og löngun-
in til að auka þekkingu sína og færni
var mikil. Hún lét sig ekki muna um
að ljúka meistaranámi með glæsi-
brag samhliða rúmlega fullu starfi.
Jafnvel eftir að hún greindist með
krabbameinið hóf hún annað meist-
aranám. Hún gerði miklar kröfur til
sín og mig grunar að einkunnin 9 hafi
verið lágmarkseinkunn í hennar
huga. Hún naut þess líka að miðla
öðrum af þekkingu sinni og kennslan
við Fjölbrautaskóla Akraness síðustu
árin gaf henni mikið. Hún naut fé-
lagsskaparins við nemendur sína
enda hafði hún mikla ánægju af sam-
skiptum við annað fólk. Síminn var
vel nýttur á kvöldin til langra símtala
við vini og vandamenn. Síðustu mán-
uði fækkaði þeim góðu símtölum en
Gunna notaði bloggið þeim mun
meira til að koma skoðunum sínum á
framfæri. Og á þeim lá hún ekki, við
mismiklar vinsældir eins og gengur.
Hún var góður penni og greiningar
hennar á stöðu stjórnmálanna og ein-
stökum þáttum þjóðmála voru hnit-
miðaðar og áhugaverðar. Hún eign-
aðist fjölda vina í gegnum bloggið og
stuðningur bloggvina gaf henni mikið
í veikindunum síðustu mánuði. En nú
er Gunna laus undan ómanneskjuleg-
um þrautum sem leiddu af krabba-
meininu. Gullmolarnir hennar, eins
og hún kallaði gjarnan Haffa og
Kötu, véku ekki frá sjúkrabeði móður
sinnar síðustu vikurnar. Gagnkvæm
virðing og væntumþykja móður og
barna var einstök. Gunna var líka
óendanlega stolt af börnunum sínum.
Þau sjá nú á eftir elskaðri móður
sinni allt of snemma en lífsgildin sem
hún innrætti þeim munu verða þeirra
styrkur í lífinu. Ég bið góðan guð að
styrkja þau í þeirra miklu sorg.
Blessuð sé minning Guðrúnar
Jónu.
Elsa B. Friðfinnsdóttir.
Mig langar að hafa nokkur þakkar-
og minningarorð um kynni mín við
einstaka konu sem er fallin frá langt
um aldur fram. Það er ekki orðum
ofaukið að segja að Gunna hafi verið
einstök. Hún var það á svo marg-
slunginn og eftirtektarverðan hátt.
Það vita þeir sem þekktu hana.
Þó að okkar kynni hafi ekki verið
löng þá voru þau á margan hátt sér-
stök. Ég hafði í nokkurn tíma hlakk-
að til að hitta hana og var ekki svikin
þegar ég fékk svo tækifæri til að
kynnast henni. Mér leið alltaf vel í
nærveru hennar. Enda gaf hún ætíð
mikið af sér og við náðum vel saman
og urðum fljótt góðar vinkonur.
Þarna var, svo ekki verður um villst,
reynslumikil kona með hlýtt hjarta
og margt að gefa. Ég mun hugsa hlý-
lega til hennar, oft og mikið. Mér er
sannur heiður að hafa tengst henni
og fengið tækifæri til að verja tíma
mínum með henni, deila „quality-
stundum“, ferðast, skiptast á skoðun-
um og raða inn í minningabankann
samverustundum og uppákomum
sem seint munu gleymast. Eitt er víst
að líf mitt er ríkara fyrir vikið og ég
hef lært margt, ekki síst um eljusemi
og seiglu. Mér verður hollt og farsælt
að halda hennar merkjum á lofti á
mörgum sviðum í lífinu.
Mig langar að enda á bæn sem
okkur þótti báðum svo falleg:
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson)
Ég minnist hennar í kærleika, af
virðingu og með þakklæti. Guð blessi
minningu hennar.
Ragnheiður Helga Sæmunds-
dóttir (Heiða).
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir var
ráðin kennari við Fjölbrautaskóla
Vesturlands í ágúst 2004. Hún var
starfsmaður skólans til dauðadags.
Guðrún Jóna kenndi hjúkrunarfræði
og aðrar sérgreinar á sjúkraliðabraut
og skipulagði auk þess vinnustað-
anám sjúkraliðanema. Þetta voru
fjölbreytt og krefjandi verkefni. Á
þessum tíma var tekin upp ýmiss
konar nýbreytni í sjúkraliðanáminu
með það markmið í huga að koma til
móts við mismunandi þarfir nemenda
og ólíkar aðstæður þeirra. Sem dæmi
má nefna að á haustönn 2006 var
sjúkraliðanámið skipulagt með nýj-
um hætti. Nemendur sem þá innrit-
uðust á sjúkraliðabrautina stunduðu
fjarnám með staðbundnum lotum.
Nýtt skipulag krafðist nýrra
vinnubragða og var Guðrún Jóna
fljót að laga sig að þeim með góðum
árangri. Um miðja þessa önn kenndi
Guðrún Jóna sér fyrst þess meins
sem hún hefur nú lotið í lægra haldi
fyrir. Hún gekkst undir erfiða aðgerð
í kjölfar þess og var frá vinnu út
skólaárið. Hún kom til starfa aftur í
ágúst 2007 staðráðin í að ná heilsu og
starfsorku á nýjan leik. Því miður fór
heilsan að gefa sig aftur undir lok
þess skólaárs.
Á stuttum starfstíma sínum í Fjöl-
brautaskólanum sýndi Guðrún Jóna
mikinn dugnað í erfiðum aðstæðum.
Guðrún Jóna hafði mikla reynslu sem
hjúkrunarfræðingur sem hún gat
miðlað af til nemenda sinna og var
alla tíð mjög dugleg við að afla sér
viðbótarmenntunar. Hún hafði mik-
inn faglegan metnað sem kennari og
gerði miklar kröfur til nemenda
sinna.
Fyrir hönd starfsfólks Fjölbrauta-
skóla Vesturlands sendi ég börnum
Guðrúnar Jónu og öðrum ættingjum
hennar innilegar samúðarkveðjur.
Hörður Ó. Helgason, skólameist-
ari Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Minningar 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009
Jón Stefánsson fé-
lagi minn er látinn.
Kannski kom það
engum á óvart, í hans
lífi hafa orðið áföll
sem stuðlað hafa að vanlíðan. Jón
brenndist mikið um borð í Akur-
eyrinni fyrir nokkrum árum og var
lengi að ná sér og tókst það held
ég aldrei að fullu.
Ég var ungur þegar ég kynntist
Jóni, þá kom hann á heimili for-
eldra minna með frænku minni
Ástu í Pétursborg sem var kærasta
hans og frá upphafi tókst með okk-
ur vinátta sem stóð þennan tíma.
Það hjálpaði mikið til að við vorum
báðir kratar og áttum auðvelt með
að tala um pólitík. Jón var tónelsk-
ur maður og hafði góða söngrödd.
Hann söng hér áður fyrr með
hljómsveitum á sveitaböllum og
Höllinni í Vestmannaeyjum, hann
lærði líka múrverk og var laginn í
þeirri iðngrein. Ég hafði gaman af
að heimsækja þau hjón og gerði
það eins mikið og hægt var, en það
var frekar á sumrin, þá var yf-
irleitt farið norður og var komið
við bæði þegar þau bjuggu á Sval-
barðseyri og Akureyri. Mamma
Ástu bjó hjá þeim í mörg ár við
gott atlæti og hugsaði Jón vel um
tengdamóður sína.
Fyrir örfáum árum var ég að
spila golf á vellinum við Þverá í
Eyjafirði tók ég þá eftir manni á
vellinum sem fór hægt yfir en var
að reyna að slá bolta. Þegar ég
spilaði að honum sá ég hver þetta
var, þar var kominn Jón vinur
minn. Þegar hringnum lauk náði ég
aðeins tali af honum, Ásta kom líka
þarna að og við tókum tal saman.
Jón var góður heimilisfaðir, þótti
vænt um börnin og vildi þeim vel í
allri þeirra göngu í leik og starfi og
einhvern veginn var það að þau
komu í sama orðinu Jón og Ásta.
Ég vil þakka þessa vináttu, kæri
félagi, það var virkilega gaman að
eiga með þér stundir í rabbi um
daginn og þá sérstaklega pólitík og
veginn.
Ásta mín, ykkur öllum færi ég
mínar innilegustu samúðarkveðjur
frá okkur Jóhönnu og Imbu systur
og Ingó.
Guðjón H. Finnbogason.
Látinn er Jón Stefánsson, félagi
í Lionsklúbbi Akureyrar. Með hon-
um er genginn einn af máttarstólp-
um klúbbsins undanfarin ár. Hann
gegndi fjölmörgum trúnaðarstörf-
um fyrir klúbbinn og leysti þau öll
af hendi með einstakri prýði.
Jón gekk í Lionsklúbb Akureyr-
ar í maí 1994 og var þar til ævi-
loka. Hann varð strax mjög virkur
félagi og örvandi fyrir félagslífið í
klúbbnum.
Hann var tvívegis formaður
klúbbsins ár í senn og gegndi
Jón Stefánsson
✝ Jón Stefánssonfæddist á Ak-
ureyri 7. júní 1937.
Hann lést á heimili
sínu, í Skessugili, 30.
janúar síðastliðinn.
Útför Jóns fór fram
frá Akureyrarkirkju
10. febrúar sl.
fjölda nefndarstarfa,
m.a. var hann mjög
virkur í fjáröflunum
og var í 3 ár formað-
ur verkefnanefndar.
Nú kveðjum við
kæran og glaðværan
félaga með söknuði
og um leið sendum
við eftirlifandi eigin-
konu hans, Ástu Hall-
varðsdóttur, og öllum
afkomendum þeirra
okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Lions-
klúbbs Akureyrar,
Valdimar Brynjólfsson.
Jón Stefánsson, múrarameistari
frá Akureyri, er farinn yfir móðuna
miklu, langt fyrir aldur fram. Ég
kynntist Jóni þegar við Auður syst-
ir hans hófum sambúð og stofn-
uðum heimili í Vestmannaeyjum
1971.
Við fyrstu kynni virkaði Jón
frekar hrjúfur, en þegar komið var
inn fyrir skrápinn kom í ljós mann-
kostamaður með létta lund, og
leiftrandi húmor. Hann vildi hvers
manns vanda leysa og spurði þá
ekki alltaf um laun fyrir vinnu sína.
Nutum við Auður góðs af hjálp-
semi hans, en hann sá um múrverk
við íbúð okkar í Eyjum og síðar við
hús okkar á Þórshöfn. Ekki var ná-
kvæmt bókhaldið við vinnustund-
irnar hans og ekki hagnaðist hann
á þessari vinnu.
Hugarfar Jóns var á þá leið að
innan fjölskyldunnar væri skylt að
rétta hjálparhönd án þess að
spyrja um laun. Þannig hugsandi
fólki fækkar stöðugt í okkar þjóð-
félagi og er það miður.
Með Jóni er genginn góður
drengur með ríka réttlætistilfinn-
ingu og viðkvæma lund, pólitískur
á köflum og fór ekki leynt með
krataástina. Á vinafundum var
hann hrókur alls fagnaðar og þótti
ekki mikið til mannfunda koma
væri ekki lagið tekið og það hressi-
lega. Hafði hann mjög gaman af
söng enda alinn upp á heimili þar
sem tónlist var í hávegum höfð og
Stefán faðir hans var sjálfmennt-
aður tónlistarmaður og var um ára-
bil organisti og þjálfaði einnig kóra
og söngkvartetta.
Eftir eldgosið í Eyjum fluttu Jón
og Ásta til Akureyrar og bjuggu
þar lengst af síðan. Auk þess að
vinna við múrverk stundaði Jón
sjómennsku á skipum Samherja og
var um árabil á aflahæstu skipum
Íslandsmiða. Átti sjómennska vel
við hann og hefur kannski hentað
honum betur heilsufarslega en
múrverkið sem er ákaflega slítandi
vinna.
Síðustu árin átti Jón við van-
heilsu að stríða og naut þá umönn-
unar Ástu sem alltaf hefur staðið
eins og klettur úr hafinu við hlið
hans.
Ástu, Höllu, Ragnheiði, Stefáni,
Sonju, Jónu Brynju og fjölskyldum
þeirra votta ég samúð mína.
Far þú í friði vinur, friður Guðs
þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Ágúst Marinósson.
prófessor við lyflækningadeild
Landsspítalans. Eftir að ég lauk
framhaldsnámi gerðist ég læknir á
deild hans og kynntist honum vel.
Sem prófessor gróf hann sig ekki ein-
göngu ofaní fræðslurit um kennslu-
efnið, þó hann væri áhugasamur um
nýjungar og rækti sín störf mjög vel
sem kennari. Ég rak mig fljótlega á
að hann var vakandi og áhugasamur
um áhrif og tengsl samfélagsþróunar
við orsakir og gang sjúkdóma. Ár-
vekni og framsýni hans varð til þess
að Hjartavernd var stofnuð. Hann
var frumkvöðull í baráttu við krans-
æðasjúkdómafaraldurinn er lagði að
velli miðaldra fólk í fullu starfi.
Langa sögu má stytta. Á hálfri öld
hefur dánartíðni 35-75 ára karla og
kvenna vegna kransæðissjúkdóma
fallið um helming og má fullyrða að
starf Hjartaverndar hafi stuðlað að
þeim góðu breytingum. Spor Sigurð-
ar verða ekki afmáð.
Innilegar kveðjur til ekkju hans og
barna.
Inga Ólafsson og Ólafur Ólafsson
fyrrverandi landlæknir.
Sigurður Samúelsson var kjark-
mikill baráttumaður hugsjóna sinna.
Hann var í forystuhlutverki þeirra
manna, bæði lækna og leikmanna,
sem stóðu að stofnun Hjartaverndar
1964 en markmið samtakanna eins og
Sigurður lýsti þeim á stofnfundinum
var: 1) „Fræðsla og upplýsingastarf-
semi um hjarta- og æðasjúkdóma“, 2)
„Rannsóknir á almenningi eða hinu
svokallaða hrausta fólki“, 3) „Eftirlit
með hjartasjúkdómum og byggingu
hælis eða endurhæfingarstöðvar fyr-
ir þá“, 4) „Í fyrsta lagi að stuðla að því
að komist á öruggari nákvæmari
greining hjartasjúkdóma hér á landi
með aukinni menntun lækna á þessu
sviði og bættum útbúnaði og vinnu-
skilyrðum á sjúkrahúsum“. Sigurður
var formaður samtakanna frá stofn-
un þeirra og allt til ársins 1992 þegar
hann lét af störfum 81 árs gamall, og
nú þegar hann er allur hafa öll þessi
markmið náðst og árangurinn er sá
að nú deyja nærfellt helmingi færri
úr hjarta- og æðasjúkdómum miðað
við íbúafjölda en gerðu við stofnun
Hjartaverndar.
Þrem árum eftir stofnun samtak-
anna hófst svo Hóprannsókn Hjarta-
verndar (Reykjavíkurrannsóknin
svokallaða) sem staðið hefur í meira
en 30 ár en núverandi öldrunarrann-
sókn er framhald þeirrar rannsókn-
ar. Rannsakaðir hafa verið yfir 30
þúsund Íslendingar og er þetta
stærsta faraldsfræðilega rannsókn
sem gerð hefur verið á Íslandi og hef-
ur vakið heimsathygli, ekki bara
vegna umfangs og lengdar þessarar
rannsóknar heldur fyrst og fremst
vegna gæða og áreiðanleika. Fram-
hald þessarar rannsóknar er enn í
gangi og margvísleg verkefni hennar
eru nú unnin í samvinnu við Heil-
brigðisstofnun Bandaríkjanna
(NIH).
Ég minnist þess fyrir allnokkrum
árum þegar rætt var um hvernig
unnið skyldi úr rannsóknargögnum
þeim sem voru í vörslu Hjartavernd-
ar að Snorri Páll Snorrason læknir
sem lengi var í forystusveit samtak-
anna benti á að gögn þessi hefðu ekki
aðeins ómetanlegt vísindalegt gildi
heldur væru hér mikil peningaleg
verðmæti. Þetta hefur reynst vera
rétt og satt og starfsemin í dag er að
stórum hluta fjármögnuð í formi
margvíslegra erlendra styrkja og
greiðslna. Þetta hefur gert Hjarta-
vernd kleift að reka vísindastofnun á
heimsmælikvarða sem veitir ungu
fólki störf við vísindarannsóknir í
samvinnu við virtar alþjóðlegar rann-
sóknastofnanir.
Það hefur því sýnt sig að draumur
þeirra manna sem stóðu að stofnun
Hjartaverndar hefur ekki aðeins
ræst heldur lagt undirstöðu að út-
flutningi þekkingar og vísinda
byggða á íslenskum grunni. Fyrir
það ber að þakka og ekki síst prófess-
or Sigurði sem svo lengi var í forystu-
hlutverki.
Magnús Karl Pétursson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað
er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka
og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst.
Minningargreinar