Morgunblaðið - 16.02.2009, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 16.02.2009, Qupperneq 21
Það eru margar dýrmætar minn- ingar sem koma upp í hugann þegar maður horfir yfir farinn veg á kveðjustund. Ferðirnar í Munaðar- nes með ömmu og afa. Bíltúrarnir á sunnudögum með ömmu og afa. Að taka upp kartöflur með ömmu og afa. Kókópuffs í morgunmat. Hrær- ingur í eftirmat – og hlusta á frétt- irnar um leið. Að þvo bílinn með afa í sólinni. Að liggja í laut við hliðina á honum og finna stráin kitla andlitið, með lokuð augu að tala um heims- mál. Að borða ís aftur í brúna saab- inum. Að finnast maður vera aðeins nær einhverju almætti uppi á þaki á Tollarahúsinu. Eða kannski var það bara nærvera afa. Það er ekki hægt að komast hjá því að bros læðist fram á varirnar þegar maður leiðir hugann að þessum stundum. Afi talaði alltaf við mann eins og fullorðinn einstakling. Hann var vandvirkur og virðulegur, hreyfing- arnar nákvæmar og nærgætnar. Afi gat opnað jólagjafirnar án þess að á pappírnum sæist. Á seinni árum tók hann upp á því að sjá um uppvaskið, af sinni einstöku natni. Hann var alltaf góðlegur og oftast glettinn. Hann talaði rólega og var alltaf kurteis til seinasta dags, brosmildur og blíður. Innan um afa var erfitt annað en að bera virðingu fyrir sjálfum sér líka. Afa var alla tíð annt um börn og umhugað um að þeim liði vel. Hann lét ömmu um mest af því praktíska, en augu hans hvikuðu aldrei langt. Það var iðulega hann sem tók fyrst- ur eftir því ef kláraðist úr glasi eða hætta var á að barn dytti. Hann hélt sig til hlés en nærveran var sterk og hlý. Umhyggja hans og einlæg gleði þegar börn voru nærri réð enn ríkj- um þegar langafabörnin komu í heimsókn í Sóltún. Þá sat afi bros- andi og leit ekki af þeim eitt augna- blik meðan þau skottuðust um og þáðu súkkulaði. Og allir sem hafa verið börn í Bogahlíð vita að hjá engum var betra að vera. Samvera ömmu og afa einkennd- ist alla tíð af virðingu, vináttu og kærleika. Og fyrir okkur, sem erum þeirra, hefur sú einlæga ást, sem enn var sýnileg í hversdagslegum eldhúskossum, kveðjustrokum og spjalli yfir tebollum, verið innblást- ur. Það er erfitt að kveðja góðan afa. Og það er erfitt að horfa á góða ömmu kveðja lífsförunaut. En minn- ingin lifir og við heiðrum hana með því að vera kurteis, fylgin okkur og koma fram við hvert annað af virð- ingu. Málfríður og Sigurveig. Við mágkonur og svilar Jóns Mýrdal viljum minnast hans með nokkrum kveðjuorðum að leiðarlok- um. Vegferð hans var löng, en ill- skeyttur sjúkdómur gerði erfiðan síðasta spölinn. Jón Mýrdal var óvenju traustur samferðamaður. Hann var maður einstaklega ná- kvæmur og samviskusamur. Mátti aldrei vamm sitt vita í neinu. Fastur fyrir. Vann öll störf, sem honum var treyst fyrir, af einstakri trú- mennsku, hvort heldur það var á vinnustað eða í félagsstarfi. Hann var af sjósóknurum kominn og hlaut að gjalda Ægi konungi hinn dýra toll. Faðir hans var togaraskip- stjóri og fórst á besta aldri með skipi sínu. Fráfall hans lagði þungar byrgðar á herðar ungum manni, en hann reis undir þeim og brást ekki. Þrátt fyrir þessi ógnvænlegu kynni af hættum hafsins nam hann loft- skeytafræði og gerðist um tíma loft- skeytamaður á togurum. Eftir að sjómennsku sleppti vann hann tíma- bundið sem loftskeytamaður hjá Veðurstofunni. Lengst starfaði hann þó hjá Tollstjóraembættinu í Reykjavík og naut þar einstaks traust og virðingar, jafnt samstarfs- manna, yfirmanna og viðskiptavina vegna traustrar þekkingar sinnar, nákvæmni, samviskusemi og sam- starfsvilja. Hann var félagslyndur og tók þátt í ýmsum félögum, þar á meðal Skátahreyfingunni, Kiwanishreyf- ingunni og Hjartaheill. Honum voru falin þar ýmis trúnaðarstörf og hófst jafnvel til æðstu metorða, þrátt fyrir meðfædda hógværð og lítillæti. Jón Mýrdal var ákaflega hlýr maður og góðviljaður, en frem- ur hlédrægur. Hann naut þess að ferðast um og skoða landið eins og gömlum og góðum skáta sæmir. Um leið og við þökkum þér allar góðu samverustundirnar og sam- fylgdina kveðjum við þig með sárum söknuði og felum þig algóðum Guði á vald og biðjum hann að vernda og blessa ástvini þína. Gerða og Árni, Auður og Jóhannes, Gíslína og Henry. Nú þegar æskuvinur minn er far- inn heim, eins og við skátar segjum, er margs að minnast og margt kem- ur upp í hugann af minnisverðum samverustundum um langt árabil. Við Jón gengum um svipað leyti í Skátafélagið Væringja eða árið 1936 og störfuðum þar áratugum saman. Við vorum fyrst í 2. deild Væringja undir stjórn Björns Jónssonar, síð- ar flugstjóra. Ég minnist fyrstu úti- legunnar í Lækjarbotnsskálanum þar sem við æfðum skátastörf bæði úti og inni. Síðan leið tíminn og við Jón tókum að okkur forystustörf í skátaflokknum. Við stofnuðum for- ingjaflokk sem fékk nafnið Nætur- galar. Flokkurinn starfaði í meira en 70 ár. Við fórum í útilegur (ferða- lög) á hverju hausti, fórum saman í leikhús og á eftir til skiptis hver heim til annars. Eiginkonur okkar voru alltaf með í starfi Næturgalanna. Það sem ein- kenndi þennan hóp var einlæg vin- átta og samskipti í anda skátalag- anna sem þessi Næturgalahópur lifði lífi sínu eftir. En lífið hefur sinn gang og nú erum við frændur, Gísli á Grund og ég, einir eftir. Með þakklæti í huga kveð ég minn kæra vin um leið og ég færi Sigurveigu, konu Jóns, börnum og fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Páll Gíslason. Með Jóni Mýrdal aðaldeildar- stjóra er genginn maður sem segja má að hafi verið nestor íslenskra tollvarða. Hann var einstakur mað- ur, viðfelldinn, traustur, virtur for- ingi fyrir sínu liði hjá Tollstjóra- embættinu og óumdeildur yfirburðamaður á sínu sviði toll- fræðanna. Skyldurækinn var hann með afbrigðum, samviskusamur og ósérhlífinn. Jón Mýrdal var fylginn sér, ef honum bauð svo við að horfa, og kunni að feta þann vandrataða veg að beita valdinu, sem starfa hans fylgdi, af bæði hófstilltri festu og réttsýni. Um hann má segja, líkt og segir um Njál í bókinni sem við hann er kennd: Hann var vitur mað- ur, heilráður og góðgjarn, hógvær og drenglyndur og leysti hvers manns vandræði er á hans fund kom. Jón Mýrdal var trúr sínu starfi og trúr sjálfum sér. Öll hin vandasömu störf sem honum voru falin leysti hann af hendi þannig að ekki verður betur gert. Hann skilaði óvenju far- sælu starfi fyrir Tollinn og fyrir samfélagið og lagði drjúga hönd á plóginn í félags- og kjaramálum toll- varða. Það var mitt lán að fá að starfa náið með honum síðustu árin hans í Tollinum. Hann var frábær vinnufélagi og ég á ekkert nema góðar minningar um samstarf okkar og um öll okkar samskipti. Mér fannst meira til hans koma en flestra annarra manna sem ég hef kynnst. Að leiðarlokum kveð ég þennan mæta mann með djúpri virðingu og þakklæti fyrir allt og allt. Hann hvíli í friði. Eftirlifandi eiginkonu Jóns Mýr- dals og öðrum aðstandendum votta ég innilega samúð. Hermann Guðmundsson. Eitt sinn skáti ávallt skáti. Þessi orð koma upp þegar sest er niður og Jóns Mýrdal er minnst, hann er far- inn heim eins og við skátar segjum. Hann gerðist skáti ungur, varð flokksforingi, sveitarforingi og deildarforingi. Hann var virkur þátttakandi í því að halda skátahug- sjóninni á lofti með því að vera ávallt viðbúinn að vinna fyrir og með ung- um skátum. Á áttunda áratug síðustu aldar man undirrituð hann sem aðstoðar- skátahöfingja í stjórn Bandalags ís- lenskra skáta. Mér sem ungum for- ingja á þeim tíma kom hann fyrir sjónir sem hægur og prúður maður, virðulegur sem sýndi mikla yfirveg- un og talaði ekki á fundum nema þegar þess þurfti. Þá lagði unga fólkið við hlustir. Hann var vinnu- samur og nákvæmur, traustur liðs- maður sem ávallt var tilbúinn að styðja við skátastarfið þegar þurfti á að halda. Í seinni tíð voru hann og eiginkona hans áhugasöm að fylgj- ast með því sem ungir skátar voru að gera, og voru dugleg að heim- sækja skátamót og ýmsa viðburði. Þú ert skáti horfinn heim, himinn, jörð, ber sorgarkeim. Vinar saknar vinafjöld, varðar þökkin ævikvöld. Sérhver hefur minning mál, við munum tjöld og varðeldsbál, bjartan hug og brosin þín, þau bera ljósið inn til mín. Kveðjustundin helg og hlý, hugum okkar ríkir í. Skátaminning, skátaspor, skilja eftir sól og vor. (H.Z.) Um leið og skátahreyfingin minn- ist góðs foringja og þakkar áratuga hollustu sendum við eiginkonu og fjölskyldu hans allri samúðarkveðj- ur við fráfall hans. Með skátakveðju, Margrét Tómasdóttir, skátahöfðingi. Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009 Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Fundarboð Boðað er til fundar í Fulltrúaráði Samfylking- arinnar í Reykjavík mánudaginn 16. febrúar kl. 20.30. Fundarstaður er Grand Hótel. Dagskrá fundarins: 1. Ákvörðun um prófkjör í Reykjavík 2. Kosningabaráttan framundan 3. Önnur mál Stjórn Fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík. Félagslíf MÍMIR 6009021619 III°  HEKLA 6009021619 IV/V H&V  GIMLI 6009021619 I Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Heilsa Frelsi frá streitu og kvíða hugarfarsbreyting til betra lífs með EFT og sjálfsdáleiðslu. Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT, sími 694 5494, vidar@theta.is, www.theta.is Húsnæði í boði Íbúð til leigu! Falleg 70 fm íbúð til leigu á Njálsgötu nær Klapparstíg. Verðhugm. 120.000, innifalið rafm., hiti, hússj. Uppl. dyrfjord@hotmail.com eða sími 694-9333. Laus eftir samkomulagi. Atvinnuhúsnæði ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu er atvinnu- og skrifstofuhús- næði á tveimur hæðum, samtals 257 fm á Fiskislóð. Rými á neðri hæð er 132 fm, í salnum er 42 m³ kælir (frystir), húsnæðið uppfyllir kröfur heilbrigðiseftirlits um matvæla- vinnslu, stórar innkeyrsludyr, góð aðkoma, gott plan og leyfi fyrir gámastöðu. Á efri hæð 125 fm, er 8 m³ frystiklefi og annar 7 m³, einnig er á efri hæð loftræstiháfur fyrir stór eldhús (matvælaframleiðslu) ásamt skrifstofuaðstöðu. Frekari uppl. í síma 866 1844. Sumarhús Örfá gestahús 20 m² til sölu á gamla genginu. Verð kr. 790.000. Spónasalan ehf. Smiðjuvegi 40, gul gata, s. 567 5550. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Iðnaðarmenn Rafvirkjar Rafverktaki getur bætt við sig verkefnum. Nýlagnir, viðgerðir og breytingar. Sími 893 5214. Námskeið Frábært, rafrænt námskeið í netviðskiptum. Notaðu áhugamál þitt, kunnáttu og sérþekkingu til að skapa þér góðar og vaxandi tekjur á netinu. Við kennum þér hvernig! Skoðaðu málið á http://www.menntun.com Þjónusta Plexiform og bólstrun 555 3344. Framleiðsla á stöndum fyrir blöð, nafnspjöld o.fl. Fartölvustandar, póstkassar, húsnúmer og skilti Bólstrun og viðgerðir á sætum í faratækjum sjá plexiform.is Fyrir fyrirtæki, heimili og stofnanir Gerðu heimilið og vinnustaðinn öruggari. Sterkar sérsmíðað- ar gluggagrindur varna innbrotum. Gerum tilboð í smíði og uppsetningu. Vélsmiðja Heiðars ehf. S. 554 2570/895 5584. INNBROTSVÖRN Ýmislegt People wanted for photography project. Must be available at week- ends. Aged 21-100, all people wel- come. tony@icelandaurora.com Salur fyrir fermingarveislu Okkur bráðvantar sal fyrir fermingarveislu sem verður sunnudaginn 5. apríl, Pálmasunnudag frá kl. 16. Salurinn verður að rúma 60 +. Uppl. í síma 865 0952 eða 848 6547. Bílaþjónusta Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Öruggur í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla . 8921451/5574975.Visa/Euro. Húsviðhald Tökum að okkur að leggja PVC dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands- byggðinni einnig. Erum líka í viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598. Þarftu að breyta eða bæta heima hjá þér? Eða þarftu aðstoð í nýbyggingunni? Við erum til í að aðstoða þig við alls- konar breytingar. Við erum til í að brjóta niður veggi og byggja upp nýja, breyta lögnum, flísaleggja eða parketleggja og fl. Bjóðum mikla reynslu og góð vinnubrögð. Upplýsingar í síma 899 9825. Einkamál Stefnumót.is Stefnumót.is er vandaður og siðprúður vefur fyrir fólk sem leitar nýrra kynna með félagsskap, vinskap eða varanleg kynni í huga. Vertu ævinlega velkomin/n.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.