Morgunblaðið - 16.02.2009, Síða 32
MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 47. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Áherslan á ódýrari lyf
Heilbrigðisráðuneytið gerir ráð
fyrir að ná fram eins milljarðs króna
sparnaði með breytingum á lyfja-
útgjöldum sjúkratrygginga. »4
Veðlánin öll
Tilgangslítið er að ganga frá
greiðsluaðlögun sem ekki tekur öll
veðlán með, segir Árni Páll Árnason
alþingismaður. En frumvarp ríkis-
stjórnarinnar um greiðsluaðlögun
hefur verið sent allsherjarnefnd Al-
þingis. »2
Staða formannsins
Skiptar skoðanir eru um þau um-
mæli Jóns Baldvins Hannibalssonar
að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi
að víkja sem formaður Samfylking-
arinnar. »6
Engir nýir bílar keyptir
Alkul er í bílasölu, meira en 90%
samdráttur er milli ára í sölu nýrra
fólksbíla eftir bankahrunið. »11
Hunsaði viðvaranir
Gordon Brown, forsætisráðherra
Breta, á nú mjög í vök að verjast. Er
hann sagður hafa hunsað viðvaranir
vegna bankanna, en hann var fjár-
málaráðherra í áratug. »12
SKOÐANIR»
Frjálshyggja í blindgötu
Veiðiráðgjöf Samfylkingarinnar
Aukin menntun er svarið …
Á svig við sannleikann
UMRÆÐAN»
Staksteinar: Bónusar og bankamenn
Forystugreinar: Aðþrengdir í Afg-
anistan | Lægri lyfjakostnaður
Pistill: Það á allt að gerast
Ljósvakinn: Í fótspor Barbí
Heitast 8 °C | Kaldast 2°C
Suðlæg átt, víða 5-10
m/s og rigning, eink-
um s- og v-lands. Snýst
í suðvestan 10-15 síð-
degis. »10
Sýning JBK Ransu í
Turpentine spyr
áleitinna tilvist-
arspurninga um ein-
staklinginn og
listina. »25
MYNDLIST»
Tilvistar-
spurningar
FLUGAN»
Það var flogið víða um
helgina. »26
Midnight Club: Los
Angeles setur ný
viðmið í kappakst-
ursleikjum og fær
glimrandi dóma á
leikjasíðum. »29
TÖLVULEIKIR»
Góður Mid-
night Club
FÓLK»
Stormasamt hjá Lohan
og Ronson. »28
KVIKMYNDIR»
Frost/Nixon er rúmlega
þriggja stjarna. »31
Menning
VEÐUR»
1. Aldrei of blönk til að hugsa
2. Hver er pabbinn?
3. Lagið Is it true til Moskvu
4. Bál kveikt á Lækjartorgi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FRANSKA út-
gáfan af bók El-
ínar Pálmadóttur
Fransí biskví,
Frönsku Ís-
landssjómenn-
irnir er tilnefnd
til hinna virtu
bókaverðlauna
L’Academie de la
marine í Frakklandi. Verðlaunin eru
veitt nýútkomnum bókum er varða
hafið.
„Ég geri mér ekki neinar vonir en
er ákaflega stolt yfir að vera valin í
svo virðulegan bókmenntaflokk í
Frakklandi,“ segir Elín. | 24
Tilnefnd í
Frakklandi
Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur
sigrunerna@mbl.is
EFNAHAGSMÁLIN eru þema borgarafundar ung-
menna sem haldinn verður í dag. Ungt fólk hefur mik-
inn áhuga á þjóðmálunum og fylgist vel með þjóð-
félagsástandinu en umræðuvettvang hefur skort.
Lítið tillit tekið til ungmenna
,,Ungt fólk finnur fyrir mikilli gremju yfir að skilja
ekki hvað er í gangi og hvernig þetta gat gerst,“ segir
Hildur Inga Sverrisdóttir, 17 ára, sem situr í Reykja-
víkurráði en hún er ein þeirra sem standa að fundinum.
Verið sé að taka ákvarðanir er varða framtíð þeirra en
ungt fólk fái þó lítið að vita. ,,Stjórnvöld þurfa að átta
sig á að það erum við sem sitjum í súpunni ef það verða
teknar rangar ákvarðanir,“ segir Hildur. „Við viljum
því fá að taka þátt í umræðunni.“
Hún segir umfjöllun um kreppuna fyrst og fremst
beinast að kjósendum en lítið sé talað beint til unga
fólksins. Spurningar þess séu oft ekki hinar sömu og
hjá þeim eldri. Það sé líka vandamál að fréttaflutn-
ingur sé oft í æsifréttastíl og sumir af yngri kynslóðinni
taki hlutunum bókstaflega. ,,Við höfum til dæmis heyrt
af krökkum sem hafa áhyggjur af því að matur sé að
klárast í landinu vegna frétta af hamstri,“ segir Hildur.
Mikil óvissa um sumarvinnu
Umræða um kreppuna er mikil meðal ungs fólks sem
hefur miklar áhyggjur. Allt er að hækka og litla sem
enga vinnu að fá. Þúsundir sjá fram á að fá enga sum-
arvinnu.
,,Þetta tekur mikið á andlega hjá sumum og það er
oft erfitt að ráða fram úr hlutunum. Á mörgum heim-
ilum ríkir hræðsla því annað foreldrið eða jafnvel bæði
hafa misst vinnuna og foreldrarnir eru kannski ekki í
standi til að setjast niður og ræða málin. Það er því
nauðsynlegt að aðrir aðilar komi inn,“ segir Hildur.
Eftir fundinn verða helstu spurningar gesta teknar
saman og athugað hvort þörf er á fleiri fundum.
Þungar áhyggjur
Ungmenni hafa miklar áhyggjur af efnahagsástandinu
Umræðuvettvang skortir Lítið talað til unga fólksins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umræða Snorri Rafn Hallsson, Hildur Inga Sveinsdóttir, Kjartan Orri Þórsson og Freyja Dís Karlsdóttir.
Ungmenni halda borgarafund
AURATELJARI fór ásamt fjöl-
skyldunni í Háskólabíó í vikunni.
Myndin sem varð fyrir valinu var
verðlaunamyndin The Reader sem
Græna ljósið kynnir og því var ekki
laust við að tilhlökkunin væri ívið
meiri en gengur og gerist. Eftir að
hafa keypt hefðbundið bíósnakk
fyrir nokkur þúsund krónur settist
fjölskyldan niður í sal 1 og beið
átekta. Myndin hófst að loknu
löngu auglýsingafargi en þá birtist
nokkuð sem bíógestir bjuggust ekki
við. Yfir breiðtjaldið mitt gaf að líta
græna línu sem skar myndflötinn í
tvennt. Undirritaður gekk fram í
sjoppuna og spurði hvort sýning-
arstjórinn ætlaði ekki að ganga í
málið. Honum var þá tjáð að á film-
unni væri rispa og að svona yrði
þetta út alla myndina. Undirritaður
átti ekki til orð. Af hverju var hon-
um ekki sagt frá þessu í miðasöl-
unni þegar hann borgaði 1.100
krónur fyrir miðann? Stúlkan í
sjoppunni yppti öxlum. Ekki henn-
ar mál. Miðaverðið fékkst endur-
greitt en kvöldið var ónýtt sem og
allt poppið og kókið sem flattist út í
sal 1. Aurateljari mun í framtíðinni
hugsa sig tvisvar um áður en hann
sækir myndir Græna ljóssins í Há-
skólabíói. hoskuldur@mbl.is
Auratal
SUDDEN Weat-
her Change hefur
verið sýndur
áhugi erlendis.
„Við erum að
vinna með
Storme WG sem
hefur haldið utan
um tónleikaferðir
fyrir Sigur Rós, CSS og Bloc Party,“
segir Benjamin Mark Stacey.
Bandið leggur nú lokahönd á
frumraun sína er kemur út í byrjun
apríl. Í burðarliðnum eru tónleika-
ferðir til Evrópu yfir páskana og svo
Bandaríkjatúr í september. | 28
Áhugaverðir
RAKEL Sjöfn Hjartardóttir var
aðeins sex ára þegar hún greindist
með svokallaða sóragigt. Núna er
hún þrettán ára en fær stundum
svo slæm gigtarköst að hún á erfitt
með að standa upp úr stól og
ganga upp og niður tröppur.
Falinn sjúkdómur
„Það eru fáir sem vita að börn fá
gigt. Þetta er falinn sjúkdómur,“
segir Linda Bragadóttir, móðir
Rakelar og formaður Barnahóps
innan Gigtarfélags Íslands. Hóp-
urinn vill vekja athygli á því að
börn greinast líka með gigt og hef-
ur því gefið út bækling og dreift í
leik- og grunnskóla sem og á
heilsugæslustöðvar.
„Ég er með verki á hverjum degi
þegar köstin koma en mismunandi
mikla. Þess á milli er ég stundum
með verki en ég er næstum því
alltaf stirð,“ segir Rakel. | 13
Morgunblaðið/Golli
Hefur glímt við alvarlegan
gigtarsjúkdóm frá sex ára aldri
Gigt Rakel tekur krabbameinslyf til
að draga úr einkennum gigtarinnar.