Morgunblaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 21
Atvinnuleysistryggingasjóður tæmist í haust Í JANÚAR síðastliðnum var at- vinnuleysi á Íslandi komið í 6,6%, sem jafngilti því að nærri 10.500 manns væru án atvinnu. Frá Vinnumálastofnun barst sú frétt að með sama áframhaldi myndi At- vinnuleysistryggingasjóður tæmast í nóvember. Þegar að því kemur verða atvinnuleysisbætur greiddar beint úr ríkissjóði – sem manni skilst að standi ekki beint vel. Þegar Atvinnuleysistrygg- ingasjóður var settur á laggirnar, árið 1956, rann til hans ákveðið hlutfall af tekjum hvers verkamanns: einn hluti frá ríki, annar frá sveitarfélögum og sá þriðji frá at- vinnurekendum, samanlagt 7% af launum Dags- brúnarverkamanns. Með þessu móti átti sjóð- urinn að stækka í góðæri og vera gildur og aflögufær þegar atvinnuleysi ykist. Það fór eftir lengi vel. Árið 1990 var tekjuöflun sjóðsins breytt þann- ig að hann fékk hlutdeild í svonefndu trygginga- gjaldi, sem var 4,25% af öllum launum og hlunn- indum launafólks. Stærstur hluti þess rann til Tryggingastofnunar ríkisins en 1,5% var nefnt atvinnutryggingagjald og rann til Atvinnuleys- istryggingasjóðs. Árið 1996 var hafið svonefnt góðæri hér á landi og atvinnuleysi orðið lítið, þótt það ætti eftir að aukast lítillega tímabundið. Þáverandi stjórnvöld horfðu vonglöð til framtíðar og töldu fulla ástæðu til að draga úr fjárstreymi í At- vinnuleysistryggingasjóð. Gjaldið til hans var því lækkað í 1,35%. Minnkandi atvinnuleysi var þó ekki eina ástæðan heldur var það fé sem þar með var á lausu notað til þess að greiða niður lækkun á vörugjöldum, sem meirihluti Alþingis hafði samþykkt. Áfram dró úr atvinnuleysi og í svonefndum „bandormi“, frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum haustið 1997, var lagt til að gjaldið yrði lækkað í 1,15%. Árið 1999 dró enn úr atvinnuleysinu og spáð að það yrði ekki nema 2,5% árið 2000. Við fjárlagagerðina ákváðu stjórnvöld því að lækka gjaldið enn, nú niður í 1%. Atvinnurekendur spyrntu við fótum En þá mótmæltu samtök atvinnurekenda, sem hétu þá Vinnuveitendasamband Íslands. Þór- arinn Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, fór fram á það í harðorðu bréfi til Geirs H. Haarde fjármálaráðherra að fallið yrði frá lækk- uninni þannig að Atvinnuleysistryggingasjóður myndi byggjast upp í góðæri svo hann gæti mætt samdrætti í efnahagslífinu næst þegar hann yrði. Þetta hreif og lækkunin var dregin til baka. Vorið 2000 var samþykkt á Alþingi Íslendinga tímamóta lagafrumvarp, sem fjallaði um for- eldraorlof. Þjóðin virtist hafa vel efni á þessu mikla framfaraspori í þeim efnahagsuppgangi sem þá blasti við, ekki síst vegna þess að búist var við að ríkissjóður yrði rekinn með 15 milljarða króna af- gangi það árið. Engu að síður var gripið til þess bragðs að láta Atvinnuleysistrygg- ingasjóð fjármagna foreldraorlofið að stærstum hluta, sem var gert með dálítilli reikningskúnst: Fyrst var almenna tryggingagjaldið hækkað úr 3,99%, sem það var orð- ið þá, í 4,34% en atvinnutrygginga- gjaldið hins vegar lækkað úr 1,15%, ekki í eitt prósent, heldur 0,8%. Þetta þýddi að sjóðurinn var skertur um 1,2 milljarða króna en samsvar- andi upphæð var látin renna í fæðingarorlofs- sjóðinn. Einu alþingismennirnir sem mölduðu í móinn og spurðu hvað ætti að gera ef atvinnuleysi yk- ist voru Kristján Möller, Samfylkingunni, og Einar Oddur Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki. Auk þess vöruðu Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins við að þetta yrði gert. Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs lét reikna út hvaða áhrif þetta hefði á stöðu sjóðsins á árinu 2001 og niðurstaðan var sú að við 2,4% at- vinnuleysi yrðu gjöld hans hærri en tekjur. Samt bætti Páll Pétursson félagsmálaráðherra um betur og ákvað að atvinnuleysisbæturnar skyldu hækka um tvö prósent, í samræmi við al- mennar launahækkanir. Þessu til viðbótar var sjóðurinn látinn leggja fram rúmlega 100 millj- ónir króna á ári næstu árin í fræðslusjóð, sem stofnaður var samkvæmt samningum „aðila vinnumarkaðarins“. Atvinnuleysistryggingasjóður sameinaður ríkissjóði Vorið 1999 flutti fjármálastjóri Vinnu- málastofnunar stjórn Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs þau tíðindi að fjármálaráðuneytið hefði ákveðið að fé skyldi ekki lengur safnast í sjóðinn heldur ætti stjórnin kröfurétt á fé úr ríkissjóði til atvinnuleysisbótagreiðslna. Þetta hafði ekki verið nefnt við stjórnina einu orði heldur ein- faldlega ákveðið í ráðuneytinu, en þannig hafði venjulega verið farið að við allar meiri háttar breytingar á sjóðnum. Tæknilega snerist þetta um að sjóðurinn var gerður að A-hlutastofnun í stað þess að fram að því hafði hann verið B-hlutastofnun, sem þýddi einfaldlega að hann var ekki lengur sjálfstæður heldur hluti af Ríkissjóði, m.ö.o algjörlega upp á fjárveitingarvaldið kominn. Stjórnin gerði ítrek- aðar tilraunir til þess að hnekkja þessu en fjár- málaráðherra varð ekki hnikað. Hann vísaði til þess að þetta væri nauðsynlegt vegna laga um fjárreiður ríkisins frá 1997, því Atvinnuleys- istryggingasjóður væri ekki lengur lánastofnun eins og verið hafði um áratugaskeið heldur myndaður með hluta af skatttekjum ríkisins. Sigurður Líndal lagaprófessor var spurður álits og niðurstaða hans var að sjóðurinn væri sjálfstæð stofnun undir forræði Alþingis og flutningur hans í A-hluta ríkissjóðs brot á lögum um sjóðinn. En Geir Haarde fjármálaráðherra hafnaði einfaldlega niðurstöðu lagaprófessorsins og þar við sat. Stjórn sjóðsins tókst þó á end- anum að fá því framgengt að sjóðnum var haldið aðgreindum á ríkisreikningi og stjórninni væri heimilt að leita hagstæðustu vaxta á fjármagns- markaði. Þar við situr. Eins og margir muna var nokkur samdráttur í efnahagslífi okkar í kringum aldamótin og árið 2001 var 4,3 milljarða króna halli á ríkissjóði. En árið eftir brá svo við að ríkissjóður var gerð- ur upp með 8,6 milljarða króna afgangi. Þetta var náttúrlega þakkað góðri efnahagsstjórn en á fárra vitorði var að megnið af þessu tilheyrði í raun og veru Atvinnuleysistryggingasjóði, eða nærri 8,3 milljarðar. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri stóð Atvinnu- leysistryggingasjóður í 14,5 til 15 milljörðum króna um síðustu áramót. Sú upphæð hefði átt að standa undir 2% atvinnuleysi að meðaltali allt árið 2009. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að at- vinnuleysið verði 8-9%, sem þýðir að allt fé At- vinnuleysistryggingasjóðs verður uppurið í nóv- ember, ef ekki gerist því meira í atvinnumálum þjóðarinnar áður. Hannibal Valdimarsson, fyrrum forseti Al- þýðusambands Íslands, kallaði þennan sjóð eitt sinn „mesta öryggissjóð verkalýðsins“. Það voru orð að sönnu. Í nokkra áratugi var hann ekki einungis notaður til þess að greiða fólki laun í atvinnuleysi heldur var hann óspart notaður til að styrkja og efla atvinnulífið í landinu með lán- um og fjárframlögum og til að styrkja fjölmörg félagsleg framfaramál, sem nú eru talin sjálf- sögð mannréttindi. Þetta er rifjað upp nú til þess að minna fólk á hvernig velferðarkerfið hefur verið skert á und- anförnum árum á meðan sköttum og skyldum hefur stöðugt verið létt af fyrirtækjum og auð- mönnum. Nú hafa ýmsir þeir sem ríkisvaldið hlóð hvað mest undir í „góðærinu“ rústað efna- hag þjóðarinnar, sem kemur harðast niður á al- menningi. Í stað þess að þeir sem missa atvinn- una í þessu hörmungar ástandi fá aðstoð úr „öryggissjóði verkalýðsins“ verður þeim frá og með næsta hausti vísað á skuldum vafinn rík- issjóð. Eftir Þorgrím Gestsson »Nú er hins vegar gert ráð fyrir að atvinnuleysið verði 8-9%, sem þýðir að allt fé Atvinnuleysistryggingasjóðs verður uppurið í nóvember … Þorgrímur Gestsson Höfundur er blaðamaður og hefur m.a. skrifað sögu Atvinnuleysistryggingasjóðs. 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009 Með bindi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra virðist ekki alveg vita hvað hún á að gera við bindið sem hún fékk að gjöf frá Krabbameinsfélaginu. Í gær afhenti Guðrún Agnarsdóttir forstjóri öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar tákn átaksins Karlmenn og krabbamein, þrílit herrabindi og slaufur. Golli Aðalheiður Ámundadóttir | 3. mars Stjórnlagaþing og framtíð þjóðkirkjunnar Eðlilegt verður að telja að framtíð þjóðkirkjunnar verði eitt af stóru mál- efnum væntanlegs stjórn- lagaþings. Hvernig standa skoðanir lands- manna hvað þetta mál- efni varðar? Vilja menn hafa þjóðkirkju? Þykir mönnum stjórnarskráin tryggja trúfrelsi nægilega á sama tíma og kirkj- an nýtur yfirburðastöðu umfram önnur trúfélög á Íslandi? Hvað gerist ef ný stjórnarskrá verður samþykkt sem inniheldur ekkert ákvæði um þjóðkirkju? Verður öllum prestum og biskupum sagt upp störfum um- svifalaust, kirkjum læst eða þær settar á uppboð? Hvað ætli Skálholt fari á mikið? Stjórnlagaþing hlýtur að hafa umboð til að skilja að ríki og kirkju, eða er það ekki? Meira: alla.blog.is Elinóra Inga Sigurðardóttir | 3. mars Ísland getur nýtt sér frelsið Á örskömmum tíma hafa orðið miklar breytingar á Íslandi. Margir bera nú kvíðboga fyrir framtíð- inni, sem eru eðlileg við- brögð á óvissutímum. Það er þó afar mikilvægt, að horfa björt- um augum til framtíðar en um leið að gera sér grein fyrir þeim veruleika sem við blasir á raunhæfan hátt. Allt frá byrjun síðustu aldar höfðu margir Íslendingar þá staðföstu trú, að þeir gætu staðið á eigin fótum í hinum stóra heimi. Lítil þjóð á hjara veraldar og á mörkum hins byggilega heims. Íslend- ingar mega ekki gleyma því nú þegar mikill háski vofir yfir að sjálfstæði lands og þjóðar er engan veginn sjálfsagt mál. Sjálfstæðisstefnan byggist á frelsi einstaklingsins til að öðlast möguleika til að berjast fyrir málstað sínum á rétt- látan hátt og njóta til fulls hæfileika sinna og frumkvæðis. Aldrei má neinn skugga bera á þennan rétt manna. Raunverulegu frelsi fylgir þó ábyrgð og raunhæfri ábyrgð fylgir frelsi. Þessi at- riði haldast því ætíð í hendur. Frjálsum líður manninum best og frjáls getur hann unnið heildinni mun meira gagn en sá sem bundinn er af oki og yfirgangi annarra. Sjálfstæðismenn hafa ekki misst sjónar á þessum sannleika þó svo einhverjir aðilar hér á landi hafi hlaupist undan ábyrgð. Ég hef þá staðföstu trú að á Íslandi séu margir ónýttir möguleikar landi og þjóð til aukinnar hagsældar. Nýir tímar kalla á breytt viðhorf og endurnýjun. Gömlu gildin standa þó enn fyrir sínu. Nú ríður á að koma auga á nýja mögu- leika, sem hægt er að nýta þjóðinni til heilla. Til þess þurfum við svigrúm, til þess þurfum við frelsi. Við þurfum nú að standa vörð um frelsi einstaklingsins því frelsi mannsins er frelsi þjóðarinnar. Meira: elinora.blog.is Kristinn Örn Jóhannesson | 3. mars Frelsi, markaður og landsbyggðin Það var athyglisvert að fara austur til Egilsstaða og svo til Vestmannaeyja á sameiginlega fram- boðsfundi með mótfram- bjóðendum mínum til for- manns VR. Ljóst er að sú þensla „gróðærisár- anna“ náði ekki til landsbyggðarinnar. Þannig varð ekki sprenging á húsnæð- ismarkaði og yfirveðsetningargildran var víðs fjærri. Það voru markaðslaun VR líka. Úti á landi, lengst frá núverandi for- ystu VR, giltu kjarasamningarnir sem gerðir voru á meðan formaðurinn gaf nokkrum útvöldum 50 þúsund milljónir af sjóðum Kaupþingsbanka. Fimmtíu milljarða reikning sem okkur skattgreið- endum hefur nú verið sendur. En hljóðið í fólkinu var gott. Það slapp mestmegnis við þensluna og er þ.a.l. minna vart við kreppuna þó að hún snerti samt marga. . . . Meira: vrkristinn.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.