Morgunblaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 19
Daglegt líf 19ÚR BÆJARLÍFINU
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009
Símenntunarmiðstöðin á Vest-
urlandi átti 10 ára afmæli í febrúar og
hélt upp á það hinn 19. febrúar sl. Um
130 manns mættu til að gleðjast sam-
an, en boðið var upp á ókeypis örnám-
skeið af ýmsu tagi og glæsilegar veit-
ingar frá ýmsum heimshornum.
Mexíkóskar pönnukökur, filipp-
seyskar núðlur, þjóðarréttur frá Mar-
okkó, pierogi og golabki-kálbögglar
frá Póllandi; allt rann þetta ljúflega
niður ásamt grænmetisrétti sem þeir
Beggi og Pacas elduðu í „beinni“.
Ekki var afmælistertan frá Geira
bakara síðri, og voru allir saddir og
sælir með daginn. Símennt-
unarmiðstöðin er í miklum blóma,
hefur eflst og dafnað á þessum 10 ár-
um, og fjölgar viðskiptavinum jafnt
og þétt, og eftirspurn eftir alls kyns
námi og námskeiðum. Alls staðar er
eftirspurn eftir „Stóru námsleið-
unum“ en það eru námskeið sem
kennd eru skv. námskrá Fræðslu-
miðstöðvar atvinnulífsins. Nám-
skrárnar eru vottaðar af mennta-
málaráðuneytinu og er námið
einingabært til framhaldsskóla. Með-
al þessara námsleiða má nefna
Grunnmenntaskólann, Grunnnám
skólaliða, Aftur í nám, Skref til sjálfs-
hjálpar og Landnemaskólann.
Landnemaskólinn er nám ætlað inn-
flytjendum og eru kennslugreinar
sjálfstyrking, færnimappa, tölvur,
samfélagsfræði og íslenska. Nám-
skeið hófst í síðustu viku hér í Borg-
arnesi og eru þátttakendur 14 frá 4
löndum. Nú vilja margir af erlendum
uppruna styrkja sig bæði í íslensku
sem og aðlögun að íslensku samfélagi.
Margir innflytjendur sem hér búa
hafa síður en svo hugsað sér að yf-
irgefa Ísland, og vilja taka slaginn
með okkur, hvort sem er í uppgangi
eða niðursveiflu. Í árferði sem þessu
er mikilvægt að nýta tímann og
styrkja stöðu sína, því komið hefur í
ljós að Landnemaskólinn virkar
hvetjandi og undantekningarlaust
hafa þátttakendur verið mjög ánægð-
ir með skólann. Í vor er stefnan tekin
á menningarferð til höfuðborg-
arinnar, jafnvel alla leið út á Álftanes,
en þetta er liður í fræðslu um íslenskt
samfélag.
Nú vinna ungir og atorkumiklir menn
að því dag sem nótt að koma upp
skemmtistað hér í bæ. Um er að ræða
„gamla Bónushúsnæðið“ við Borg-
arbraut, en þarna hafa áður verið til
húsa ýmsar verslanir s.s. Hagkaup,
10-11, og Verslun Jóns og Stefáns.
Um hríð hefur húsið staðið autt, með
örfáum undantekningum eins og jóla-
markaði. Reiknað er með að nýi
skemmtistaðurinn verði opnaður upp
úr 20. mars og tekur um 200 manns.
Það er ekki laust við að spenna sé í
loftinu og eflaust einhverjir farnir að
hlakka til að geta slett úr klaufunum,
tjúttað og tvistað en hingað til hefur
gólfrými verið helst til lítið á hverf-
isbörunum í Borgarnesi; Dússabar og
Vinakaffi sem þó standa vel fyrir
sínu.
Verst er samt að Borgarbrautin er
sundurgrafin þessa dagana, verið er
að skipta um skólprör og umferðinni
beint um Kjartansgötuna. Því miður
er sú gata ekki beysin, holótt og mö-
lótt, en vekur hjá vegfarendum ljúfar
minningar um sveitavegina forðum.
Allt hlýtur þetta þó að lagast með vori
og hækkandi sól, enda Borgarnes
bara flottur bær. Landsnámssetrið
fékk Eyrarrósina nýlega, spennandi
hugmyndir eru um nýtingu Englend-
ingavíkurinnar og forseti Íslands hef-
ur sést hér ótrúlega oft undanfarið !!!
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Landnemar í sjálfstyrkingu Landnemaskólinn er nám ætlað innflytjendum.
BORGARNES
Guðrún Vala Elísdóttir fréttaritari
Hjálmari Freysteinssyni varð aðorði þegar Kristinn H. Gunn-
arsson sagði skilið við Frjálslynda
flokkinn:
Ýmislegt þarf upp að stokka
öðru breyta má.
Núna vantar fleiri flokka
fyrir Kristin H.
Davíð Hjálmar Haraldsson bætti
við:
Frjálslyndra er fjöregg brotið;
feyru sáu augu glögg
og orðið svona innanrotið,
ekki þoldi sleggjuhögg.
Þá Hreiðar Karlsson:
Ótrauður þræðir hann einfarans stig,
aðeins til hliðar og nokkuð á ská.
Kvíða því flokkarnir hver um sig
að Kristinn gangi til liðs við þá.
Hjálmar var ekki hættur:
Hefur margt til brunns að bera,
brögðóttur og fylginn sér
og minnisgóður má hann vera
að muna í hvaða flokki hann er.
Loks orti Davíð Hjálmar:
Víxlaður fór hann á valhoppi um geim,
til vinstri og hægri þar slóðin öll lá,
en Kristinn til Framsóknar
kominn er heim.
Kálfinum Hreiðar því slátra nú má.
VÍSNAHORN pebl@mbl.is
Kristinn H. og flokkarnir
Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn sem
náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdaginn og búsettir eru í
Suðurkjördæmi.
Prófkjörið fer fram laugardaginn 14. mars nk. og verður það
nánar auglýst síðar.
Nánari upplýsingar: www.profkjor.is
Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
ATKVÆÐASEÐILL
í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi
14. mars 2009
Kjósið 6 frambjóðendur í töluröð
Jón Þórðarson, ritstjóri
Birgitta Jónsdóttir Klasen, náttúrulæknir
Magnús Ingberg Jónsson, sjálfstætt starfandi
Árni Johnsen, alþingismaður
Árni Árnason, blaðamaður
Ingigerður Sæmundsdóttir, verkefnastjóri
Guðbjörn Guðbjörnsson, stjórnsýslufræðingur
Vilhjálmur Árnason, lögreglumaður
Kjartan Ólafsson, alþingismaður
Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður
Íris Róbertsdóttir, grunnskólakennari
Grímur Gíslason, framkvæmdastjóri
Sigmar Eðvardsson, bæjarfulltrúi
Björk Guðjónsdóttir, alþingismaður
Björn Ingi Jónsson, rafiðnaðarfræðingur
Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri
Ólafur Hannesson, skrifstofumaður
ATHUGIÐ. Kjósa skal 6 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að
setja tölustafina 1 til 6 fyrir framan nöfn frambjóðenda. Þannig skal kjósandi setja
töluna 1 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem hann óskar að hljóti fyrsta sætið í
prófkjörinu, töluna 2 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti annað sætið í
prófkjörinu, töluna 3 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti þriðja sætið í
prófkjörinu og þannig koll af kolli þar til kosnir hafa verið 6 frambjóðendur.
Kjósið 6 frambjóðendur í töluröð
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins
í Suðurkjördæmi 14. mars 2009
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram sem hér segir:
Austur-Skaftafellssýsla
Sjálfstæðishúsinu, Kirkjubraut 3,
Höfn í Hornafirði
4.-6. mars og 9.-13. mars
kl. 17:00-19:00
Vestur-Skaftafellssýsla
BVT ehf., Austurvegi 15,
Vík í Mýrdal
5. mars og 11. mars.
kl. 15:00-17:00
Árnessýsla og Árborg
Sjálfstæðishúsinu,
Austurvegi 38, Selfossi
4. mars - 13. mars.
kl. 17:00-19:00
Rangárvallasýsla
Þrúðvangi 18, Hellu
4.-6. mars og 9.-13. mars
kl. 09:00-17:00
Vestmannaeyjar
Ásgarði við Heimagötu
4. mars - 13. mars.
kl. 17:00-19:00
Reykjanesbær
Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík
4. mars - 13. mars.
kl. 17:00-19:00
Grindavík
Björgunarsveitarhúsinu,
Seljabót 10
7. mars - 13. mars.
kl. 17:00-19:00
Valhöll
Háaleitisbraut 1, Reykjavík
4. mars - 13. mars.
kl. 09:00-17:00
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur
Reykjanesbær | „Mig langar til
að gera kórinn hæfari í rytma-
tónlist. Kórinn er mjög fjöl-
breyttur, fleiri og fleiri bætast í
hópinn og margir kunna að lesa
nótur sem gerir það að verkum
að honum er auðveldlega hægt
að skipta í hópa. Svo væri gam-
an að búa til kirkjuband, sem
skipað væri hljóðfæraleikurum
úr kórnum. Þeir eru margir og
fjölhæfir,“ sagði Arnór Vilbergs-
son organisti í Keflavíkurkirkju
en hann tók við orgelinu og
stjórn Kórs Keflavíkurkirkju síð-
astliðið haust. Mjög poppaður
segja þeir sem til þekkja og ekki
óalgengt að úr pípunum megi
greina tóna Deep Purple eða
Þursaflokksins.
„Yes,“ voru viðbrögð ferming-
arbarna þegar Arnór kynnti
þeim í haust sálma með blúsuðu
yfirbragði. „Auðvitað nota ég
líka þá klassísku tóna sem
kirkjugestir eiga að venjast.“
Blásið og slegið um leið
Þegar blaðamann bar að garði
ómuðu tónar úr kvikmyndinni
Titanic um ganga safnaðarheim-
ilisins. Arnór Vilbergsson org-
anisti sat við lítið píanó í vinnu-
herbergi sínu með munnhörpu í
viðeigandi festingu svo hann
gæti slegið hljómana og blásið
um leið. „Mig langar að kynna
unga fólkinu eitthvað nýtt,“
svaraði hann um uppákomuna.
Þrátt fyrir að Arnór byrjaði sinn
feril í poppinu með hljómsveit-
inni Þusl frá Keflavík æxluðust
málin þannig að orgelið og
kirkjutónlistin urðu ofan á.
„Ætli það hafi ekki verið fullt í
píanónáminu þegar ég skráði
mig í tónlistarskólann. Ég byrj-
aði að læra á orgel hjá Siguróla
Geirssyni heitnum, fór svo yfir í
píanó hjá Ragnheiði Skúladóttur
og tók svo pásu á unglingsárun-
um. Eftir að hafa leikið á Ham-
mondinn í hljómsveitinni valdi
ég aftur orgelið. Steinar Guð-
mundsson, sem þá var orðinn
kennari minn, kallaði mig inn í
Ytri-Njarðvíkurkirkju og ég
varð svo heillaður af tónunum
og kirkjutónlistinni að það varð
ekki aftur snúið. Það er alveg
magnað hvað er hægt að gera
með þetta hljóðfæri, og að fá að
glíma við stykki eftir Bach og þá
meistara fannst mér mikil áskor-
un. Það er gott að fá að glíma
við það sem er aðeins of erfitt, “
sagði Arnór sem kom aftur á
bernskuslóðirnar í haust eftir 10
ára veru á Norðurlandi þar sem
hann náði sér í góða reynslu í
orgelleik, kórstjórn og tónlistar-
vinnu í leikhúsi.
– Þú hefur ekkert verið litinn
hornauga fyrir þennan viðsnún-
ing í tónlistinni?
„Nei, þvert á móti. Fólk var frá
upphafi opið fyrir því sem ég
hafði fram að færa og ég fékk
mikinn stuðning.“
Arnór sagði jafnframt að það
væri ekkert nema gott um það að
segja að hafa reynslu í poppinu.
„Sá grunnur hefur bara hjálpað
mér. Í kirkjulegum athöfnum er
mjög oft beðið um popptónlist.
Poppið hefur auk þess reynst
mér vel í vinnu með framhalds-
skólanemum við uppsetningu
söngleikja sem og í leikhúsi, en
ég hef verið tónlistarstjóri í
nokkrum verkum, meðal annars
hjá Leikfélagi Akureyrar.“
Poppið hyggst Arnór ekki síð-
ur nota til að auka fjölbreytnina í
tónlistarvalinu hjá Kór Keflavík-
urkirkju, en hann sagði mik-
ilvægt að leggja inn eitthvað nýtt
reglulega svo ekki komi leiði í
fólk. „Mig langar að kórinn geri
meira af því að syngja dæg-
urtónlist, enda er kórinn góður
og getur sungið nánast hvað sem
er. Auk þess búum við svo vel að
hafa frábæran raddþjálfara, Jó-
hann Smára Sævarsson bassa-
söngvara og hann kemur mjög
sterkur inn á æfingar. Það eru
ekki margir kórar sem geta stát-
að af raddþjálfara á launum,“
sagði Arnór sem á sér greinilega
marga góða drauma um framtíð
Kórs Keflavíkur.
Æfingarnar í dag snúast hins
vegar um upprisuhátína því á
páskadagsmorgun verður verkið
Inneggiamo úr Cavalleria Rustic-
ana eftir Mascagni flutt í kirkj-
unni, erfitt verk sem er mikil
áskorun fyrir kórinn, að sögn
Arnórs.
Gott að fá að glíma við eitt-
hvað sem er aðeins of erfitt
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Poppaður organisti Arnór Vilbergsson, organisti í Keflavíkurkirkju, segir
poppið góðan grunn í starfið. Viðbrögð kirkjugesta við nýjungum hafa sýnt það.