Morgunblaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009
ÞAÐ VILL nú vera svo að
oft er mesta skemmtunin
við að lesa gamlar bækur
það hve þær birta úrelta
og ömurlega heimsmynd;
svo slæma að maður prís-
ar sig sælan fyrir að vera
ekki uppi á þeim tíma sem
viðkomandi bók er skrif-
uð. Þannig er því til að
mynda farið með þessa barnabók sem er ein
sú vinsælasta í breskri bókmenntasögu.
Bókin, sem kom út í apríl fyrir rúmum 150
árum, er upp full af fordómum og heimsku,
dæmigerð birtingarmynd ensks yfirstétt-
arhroka nítjándu aldar.
Bókin segir frá ungum pilti, Tom Brown,
og uppeldi hans hans í Wessex-skíri. Faðir
hans er héraðshöfðingi af efri miðstétt, vel
ættaður og stöndugur, og virðulegur eftir
því. Það er eftir því tekið í þorpinu að hann
lætur sér það vel líka að Tom ungi leiki sér
með lágstéttarpiltum, en þegar Tom er send-
ur í skólann verða vinir hans eftir, þeirra
framtíð verður önnur.
Af hverju að lesa slíkar bækur, spyr ef-
laust einhver, en því er til að svara að þær
leyfa okkur að skyggnast inn í fortíðina, fá
nasasjón af veröld sem var. Þannig eru í bók-
inni stórmerkilegar lýsingar á daglegu lífi í
enskum smábæ á fyrri hluta nítjándu aldar
og því fólki sem þá byggði sveitir Englands.
Sérstaklega er forvitnileg lýsing á sveita-
skemmtun og hún gefur líka greinargóða
lýsingu á vistinni í heimavistarskóla, en
Hughes er þar að lýsa eigin reynslu því hann
gekk í Rugby þaðan sem samnefnd íþrótt er
ættuð.
Víst er Tom Brown’s Schooldays upp full
af predikunum og þvælukenndri kristinni
þjóðernisrómantík en hún er líka skemmti-
lega skrifuð á köflum og Tom Brown er geð-
þekkur hnokki þrátt fyrir allt.
Geðugur
hnokki
Tom Brown’s Schooldays eftir Thomas Hughes.
Oxford Classics gefur út. 406 bls. ób.
Árni Matthíasson
BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. The Associate – John Grisham
2. Run For Your Life – James Pat-
terson & Michael Ledwidge
3. Heart and Soul – Maeve Binchy
4. The Host – Stephenie Meyer
5. Fool – Christopher Moore
6. The Guernsey Literary & Po-
tato Peel Pie Society – Mary
Ann Shaffer & Annie Barrows
7. Dog on It – Spencer Quinn
8. The Story of Edgar Sawtelle –
David Wroblewski
9. Among the Mad – Jacqueline
Winspear
10. True Colors – Kristin Hannah
New York Times
1. The White Tiger – Aravind
Adiga
2. The Other Hand – Chris Cleave
3. The Blood Detective (rafbók) –
Dan Waddell
4. The Secret Scripture – Sebastian
Barry
5. The Reader – Bernhard Schlink
6. The 19th Wife – David Ebershoff
7. When Will There be Good News?
– Kate Atkinson
8. The Assassini (rafbók) – Thomas
Gifford
9. Cleanskin (rafbók) – Val McDer-
mid
10. The First Apostle (rafbók) –
James Becker
Waterstone’s
1. The Girl Who Played With Fire
– Stieg Larsson
2. Eclipse – Stephenie Meyer
3. Breaking Dawn – Stephenie
Meyer
4. The Girl With the Dragon
Tattoo – Stieg Larsson
5. Confessions of a Shopaholic –
Sophie Kinsella
6. New Moon – Stephenie Meyer
7. Dead Man’s Footsteps – Peter
James
8. Lady Killer – Lisa Scottoline
9. Careless in Red – Elizabeth
George
10. The Broken Window – Jeffery
Deaver
Eymundsson
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
BRESKI rithöfundurinn Peter
Ackroyd sendi nýlega frá sér ævi-
sögu bandaríska skáldsins Edgar
Allan Poe. Áður hefur Ackroyd
sent frá sér stórgóðar ævisögur
Ezra Pound, T.S. Eliot, Charles
Dickens, Thomas More og Shake-
speare og er þá einungis fátt eitt
nefnt af bókum Ackroyds.
Poe er bæði heillandi og dul-
arfullt viðfangsefni. Síðustu dag-
arnir í lífi hans hafa verið ráðgáta
sem Ackroyd tekst ekki að leysa,
enda sumt þar þess eðlis að aldrei
verður nákvæmlega komist að því
hvað gerðist.
Dauðvona konur
Bók Peter Ackroyd, Poe – A
Life Cut Short, er ekki löng, ein-
ungis 170 síður, en góður rithöf-
undur getur sagt margt í stuttu
máli og það tekst Ackroyd einkar
vel. Hann dregur fram afarsterka
mynd af Poe, innra óöryggi hans
og ótta.
Látnar eða dauðvona konur eru
fyrirferðarmiklar í skáldskap Poe.
Ackroyd segir að það eigi sér
skýringar. Þær konur sem Poe
unni dóu ungar. Móðir hans lést
úr berklum þegar hann var
tveggja ára. Stjúpmóðir hans, sem
honum þótti innilega vænt um lést
ung og eiginkona hans Virginia,
sem hann kvæntist þegar hún var
þrettán ára, lést tuttugu og fjög-
urra ára. Poe komst nálægt því að
sturlast við lát hennar.
Alla sína ævi, sem varð ekki
löng, hafði Poe unun af að ganga
um kirkjugarða. Í huga hans voru
dauðinn og fegurðin nær órjúf-
anlega tengd og Ackroyd segir að
það hafi ekki síst stafað af því
hversu ungur hann var þegar
hann missti móður sína og missir
góðrar og fallegrar fósturmóður
hafi enn ýtt undir þessar hug-
myndir um dauðann og fegurðina.
Reiði út í heiminn
Áfengi var skelfilegur bölvaldur
í lífi Poes. Því hefur verið haldið
fram að hann hafi ekki þurft að
drekka nema eitt glas til að kom-
ast í áfengisvímu. Þessu hafnar
Ackroyd en segir að vandi Poes
hafi verið sá að þegar hann hóf
drykkju gat hann ekki hætt. Af-
leiðingarnar voru oft hrikalegar.
Ackroyd fer ekki í greiningu á
skáldskap Poes heldur einbeitir
sér að því að lýsa ævi þessa sér-
staka manns og leggur mikið upp
úr því að útskýra persónuleika
hans og hvað það var sem mótaði
hann. Ackroyd segir að líf Poes
hafi einkennst af röð mistaka,
miklu mótlæti og vonbrigðum.
Niðurstaðan er sú að Poe hafi ver-
ið versti óvinur sjálfs sín. Hann
var fullur af reiði út í heiminn og
skrifaði alltaf eins og hjarta hans
væri um það bil að bresta.
Forvitnilegar bækur: Ný ævisaga Edgar Allan Poe
Ógæfa snillingsins
Edgar Allan Poe Líf hans einkenndist af mistökum hans sjálfs, miklu
mótlæti og vonbrigðum. Hann var versti óvinur sjálfs sín.
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBO
GANUM
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Sími 551 9000
Frost/Nixon kl. 5:30 - 10 B.i. 12 ára
Hotel for dogs kl. 5:30 LEYFÐ
He’s just not that into you kl. 6 - 9 B.i. 12 ára
The Pink Panther 2 kl. 6 - 8 LEYFÐ
Valkyrie kl. 9 B.i. 12 ára
Bride wars kl. 8 - 10 B.i. 12 ára
The Wrestler kl. 8 - 10:15 B.i.14 ára
Vicky Cristina Barcelona kl. 5:50 LEYFÐ
The Reader kl. 8 - 10:20 B.i.14 ára
Frá leikstjóra The Hours og Billy Elliott
- S.V., MBL
The International kl. 8 - 10:15 B.i.16 ára
Ævintýri Despereaux kl. 6 LEYFÐ
He’s just not that into you kl. 8 B.i.12 ára
The Pink Panther 2 kl. 6 LEYFÐ
Fanboys kl. 10:15 LEYFÐ
- S.V., MBL - E.E., DV5
Bráðfyndin rómantísk gamanmynd sem
sviptir hulunni af samskiptum kynjanna
750k
r.
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
- DÓRI DNA, DV
- E.E., DV
- S.V. Mbl.
- V.J.V. TOPP5.IS
750k
r.
750k
r.
Bráðfyndin rómantísk
gamanmynd sem
sviptir hulunni af
samskiptum kynjanna
- D.Ö.,
KVIKMYNDIR.COM
- DÓRI DNA, DV
The International kl. 5:30 - 9 B.i.16 ára
Ævintýri Dexperaux ísl. tal kl. 6 íslenskt tal LEYFÐ
Milk kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.12 ára
750kr.
750k
r.
BRÁÐSKEMMTILEG MYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
ÞEIR RÁÐA YFIR FJÁRHAGI ÞÍNUM
ÞEIR STJÓRNA LÍFI ÞÍNU
OG ALLIR BORGA
EN HVAÐ EF ÞEIR NOTA PENINGANA ÞÍNA
TIL AÐ KAUPA MORÐ?
HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
- Tommi, kvikmyndir.is
- S.V., MBL
SÝND MEÐ ÍSLE
NSKU TALI
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI,
HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI,
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
750k
r.
750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA
MAGNAÐUR SPENNUTRYLLLIR MEÐ CLIVE OWEN OG
NAOMI WATTS Í FANTAFORMI!
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
- Ó.H.T.,RÁS 2
- S.S., MBL
- Ó.H.T., Rás 2
2
- Tommi, kvikmyndir.is
- ÓHT, Rás 2
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú
- S.V., MBL
- S.V., MBL750k
r.