Morgunblaðið - 04.03.2009, Side 22

Morgunblaðið - 04.03.2009, Side 22
22 UmræðanKOSNINGAR 2009 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009 ÍSLENSK stjórnmálaumræða mun aldrei verða söm eftir þá atburði sem hlutust af hita- sótt frjálshyggjunnar. Þegar sápukúlan svo sprakk blasti við að ekki einasta hafði fjár- hagur þjóðarinnar hrunið – siðferðisgildin höfðu líka beðið skipbrot. Þessir atburðir hafa afhjúpað siðferðisbresti, hugsanaleti, ákvarð- anafælni og meðvirkni sem gegnsýrði allt þjóð- lífið. Í villtustu draumum gátum við ekki gert okkur annað eins í hugarlund. Í þeim erfiðleikum sem nú herja á þjóðina ríður á að jafnaðarmenn standi fast í fætur gagnvart þeim verkefnum sem bíða og þau eru nokkur: Sjávarbyggðirnar sem margar hafa ekki borið sitt barr eftir að kvótakerfinu var komið á þurfa að endurheimta náttúrurétt sinn til fiskveiða. Landbúnaðinn þarf að frelsa undan áratugagömlu miðstýrðu framleiðslustjórn- unarkerfi og auka möguleika bænda til þess að sinna sjálf- stæðri matvælaframleiðslu í tengslum við ferðaþjónustu. Byggja þarf upp háskólastarf, símenntun, samgöngur og fjarskipti um land allt til að bæta samkeppnisstöðu byggð- anna. Stjórnmálamenn og stjórnsýslan öll verða að bera ábyrgð og standa vörð um hlut- verk stofnana þannig að þær fái að sinna lög- bundnu hlutverki sínu án inngripa stjórn- málaflokka eða annarra hagsmunaafla. Það er því ekki lítið verk sem bíður. Aldrei fyrr hefur verið jafn rík þörf fyrir hugrekki og heiðarleika í íslenskum stjórnmálum. Aldrei fyrr hefur verið jafn rík ástæða til þess að end- urheimta þau verðmæti sem við þó eigum Ís- lendingar – andleg og veraldleg. Og aldrei fyrr hefur verið jafn rík ástæða til þess að end- urheimta þá sjálfsvirðingu sem gerir okkur kleift að vera þjóð meðal þjóða, í bandalagi og samstarfi við vinaþjóðir þangað sem við getum sótt bæði tilstyrk og fyrirmynd. Samfylkingin stendur á sögulegum tímamótum sem stjórnmálaflokkur. Hún stendur frammi fyrir því að inn- leiða löngu tímabærar lýðræðisumbætur samhliða end- urreisn íslensks samfélags. Það er núna sem reynir á hvort íslenskir jafnaðarmenn rísa undir nafni. Eftir Ólínu Þorvarðardóttur Ólína Þorvarðardóttir Höfundur gefur kost á sér í 1.-2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi Hér þarf hugrekki og heiðarleika SAMFÉLAGSMYND okkar er að breytast með aukinni tækni. Mikil tækni gefur möguleika á nákvæmri greiningu og bestu meðferð fyrir hvern og einn. Aldraðir eru viðkvæmari fyrir sjúkdómum og fylgikvill- um sem fylgja hækkandi aldri en þeir yngri. Eins og stoðkerfis-, hjarta- og æðasjúkdómum, beinþynningu, einn- ig fylgja vandamál aldurstengdri hrörnun. Afleiðingar af því eru mikill sársauki og stundum beinbrot. Þess vegna þurfa aldraðir oftast lengri tíma til að ná heilsu til að takast á við daglegt líf á ný. Mikilvægt er að skipuleggja öruggt og gott stuðningsnet kringum aldraðra einstaklinga sem vilja vera heima sem lengst, þess vegna er heima- hjúkrun í samvinnu við að- standendur afar mikilvæg. Sjúkra- og iðjuþjálfun þarf að skilgreina og upp- fylla þarfir einstaklinga til að þeir geti verið heima sem lengst. Mönnun í heima- þjónustunni þarf að vera nægileg til að sinna óvænt- um veikindum skjólstæðinga. Með því tryggjum við öryggi og vellíðan skjól- stæðinga okkar og fjölskyldna þeirra. Úrlausnir í öldrunarþjónustu Eftir Grazynu M. Okuniewska Grazyna M. Okuniewska Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. ÉG ER alin upp af róttæku alþýðu- fólki. Móðurafi minn, Haraldur Björns- son sjómaður og verkamaður, sagði mér margt um samtakamáttinn og þær fórn- ir sem alþýða manna færði til að ná fram þeim réttindum sem mín kynslóð hefur búið við til þessa, og tekur sem sjálf- sögðum hlut. En nú eru blikur á lofti. Eftir ár græðgisvæðingar og einstaklingshyggju þar sem samtakamátturinn þótti hallær- islegur en einstaklingshyggjan var tísk- an, er hætta á að réttindi fólks verði skert. Við þurfum að standa vörð um velferðina og þau réttindi sem áunnist hafa. Þess vegna vil ég nú taka þátt í stjórnmálum. Í störfum mínum sem fjölmiðlakona hef ég fjallað um þjóðfélagsmál í 23 ár. Ég hef hlustað á og tekið viðtöl við fólk í öllum stéttum. Hef heimsótt fátækasta fólkið, fólk í skýlum fyrir heimilislausa, auðmenn, unglinga í vímuefnavanda, fólk sem orðið hefur gjaldþrota, fjöl- skyldur langveikra barna og geðsjúkt fólk, afreksfólk, fanga og fyrirtæki. Kynni mín af fjölmörgum hliðum ís- lensks samfélags hafa orðið til þess að nú langar mig að vinna fyrir fólk á þingi. Mér finnst Alþingi eiga að endurspegla þjóð- ina, þar eiga að vera konur og karlar úr öllum stéttum og störfum. Ég vil að þingmenn hlusti á þjóðina, hvetji hana til dáða og tali mannamál. Önnur ástæða þess að mig langar að fá tæki- færi til að vinna fyrir þjóðina á Alþingi er að allir mínir draumar hafa ræst og ég vil fá að þakka fyrir það. Ég á gott líf mitt meðal annars að þakka góðri fjölskyldu, hvatningu og velferð- arsamfélagi. Mig langar til að næstu kynslóðir fái líka að njóta sín. Ég hef átt kost á að mennta mig í háskóla, óháð efnahag. Ég gat notið menningar og bók- mennta, óháð efnahag. Og í bernsku fékk ég, ásamt móður minni, öruggt húsnæði í félagslega húsnæð- iskerfinu. Ég gat alltaf fengið vinnu á sumrin og notið lífsins. Þetta vil ég að næstu kynslóðir fái líka. Ég vil að hér ríki friður, frelsi, réttlæti og jöfnuður. Og við verðum að bretta upp ermar og vinna í því að skapa fleiri störf. Ég vil leggja mitt af mörkum. Þingmenn eiga að vera í tengslum við þjóðina Eftir Sigríði Arnardóttur Sigríður Arnardóttir Höfundur er félags- og fjölmiðlafræðingur og gefur kost á sér í 5.-6.sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í ÁRATUGI hefur Sementsverk- smiðjan á Akranesi framleitt sement fyrir landsmenn úr innlendum hráefnum með hug og hönd góðs starfsfólks. Í meira en hálfa öld hefur hún veitt hundruðum fólks störf á Akranesi og víðar. Sementsverksmiðjan er eitt af staðartáknum Akraness í huga lands- manna eins og gullaldarlið þeirra í fót- bolta, ÍA. Ég var þeirrar skoðunar að ríkið ætti áfram að eiga sinn hlut í verk- smiðjunni og standa með því að því að tryggja rekstur hennar og framtíð. En í einkavæð- ingaræði fyrrverandi ríkisstjórna var hún því miður einkavædd og seld þrátt fyrir hörð mótmæli okkar í VG. Hvað sem því líður er hún áfram mikilvægur vinnu- staður og tryggir framleiðslu á innlendu sementi fyrir þjóðina. Í upphafi þenslutímabilsins sem nú er lokið var hafinn stórfelldur innflutningur á sementi frá Danmörku. Nú er það svo sem gott og blessað að það sé samkeppni á þessum markaði, verði henni við kom- ið og hún til hagsbóta fyrir landsmenn. En þegar þrengir að á byggingamarkaði er það mögulegt fyrir innflytjandann að draga úr innflutningi og skerða reksturinn. Sementsverksmiðjan er hins vegar með sinn fastakostnað í mannvirkjum og auk þess stór og dýrmætur vinnustaður. Hún getur illa skorið niður framleiðsluna nema að það bitni á rekstri fyrirtæk- isins og fjölda starfsmanna. Þá er okkur afar brýnt nú að spara gjaldeyri sem kostur er og vera okkur sem mest sjálfum okkur nóg um sem flestar nauðsynjar. Ég get gert orð Jóns Steindórs Valdimarssonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, að mínum þegar hann segir: „Við erum að tala um það að við þurfum að spara gjaldeyri og velja íslenskt og þá er ekki heppilegt að kaupa danskt sement. … Ef það eru tveir valkostir í boði, íslensk einokun eða dönsk, þá vil ég þessa íslensku.“ (Fréttir á Stöð 2, 30. jan. 2009) Áskorun Starfsmannafélagsins Starfsmannafélag Sementsverksmiðjunnar sendi okkur alþingismönnum kjördæmisins bréf 24. febrúar sl., þar sem bent er á góða framleiðslu og mikilvægi verksmiðjunnar fyrir atvinnulíf Akraness og landsins alls: „Sements- verksmiðjan á Akranesi hefur frá upphafi skil- að þjóðinni miklum arði. Hún hefur framleitt rúmlega 5,5 milljónir tonna af sementi úr inn- lendu hráefni og sparað þjóðinni þann gjald- eyri sem annars hefði verið varið til innflutn- ings á sementi.“ Verði stoðunum kippt undan starfsemi verksmiðjunnar mun það hafa alvar- legar afleiðingar: „Vel á annað hundrað störf glatast, tækniþekking sem byggð hefur verið upp á síðustu áratugum verður að engu og sement, aðlagað þörfum íslensks markaðar, víkur fyrir innfluttu sementi.“ Stöndum vörð um innlenda framleiðslu Ég tók málefni Sementsverksmiðjunnar upp á Al- þingi í síðustu viku við iðnaðaráðherra og lagði þunga áherslu að nú bæri okkur að standa vörð um innlenda framleiðslu eins og sementið. Það mætti ekki ein- göngu horfa til nýrra framleiðslufyrirtækja heldur þyrfti einnig að slá skjaldborg um þann góða innlenda iðnað sem við þegar eigum. Því hvatti ég iðn- aðarráðherra og ríkið, sem einn stærsta bygging- araðila landsins, til þess að kaupa alfarið íslenskt sement á meðan það alvarlega ástand varir sem nú er. Þar með væri með beinum hætti reynt að tryggja sem flestum störf og halda dýrmætri framleiðslugrein í landinu. Kærar þakkir, ágæta starfsfólk sementsverksmiðj- unnar, fyrir gott hvatningarbréf til okkar þingmanna. Ég hef á undanförnum árum barist fyrir hagsmunum innlendrar sementsframleiðslu og mun gera það áfram hvar sem ég get lagt henni lið. Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Eftir Jón Bjarnason Sementið frá Akranesi – dýrmæt íslensk framleiðsla ÞEGAR frumvarpið um Varnarmálastofnun kom fram á Alþingi á síðasta ári, var málið umdeilt. Nú virð- ist sem stofnunin sé aftur komin í umræðuna. Fram hefur komið að utanrík- isráðherra sé með málefni stofnunarinnar til ræki- legrar endurskoðunar og segir málefni hennar vera forgangsmál. Vinstri grænir vilja leggja Varn- armálastofnun niður og benda á mik- inn kostnað sem fari í að reka hana, sem hægt væri að spara ef hún væri lögð niður. Ég get vissulega tekið undir með þeim sem segja að það þurfi að spara í ríkisrekstrinum og leita til þess allra leiða. Að leggja niður Varnarmála- stofnun og hætta hér loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu tel ég að sé ekki skynsamlegt. Málið varðar samstarf og þátttöku Íslands í Atlantshafs- bandalaginu. Til að ná fram sparnaði í þessum málaflokki er hægt að horfa á aðrar leiðir en að leggja stofnunina niður. Það ætti að skoða það mjög vel hvort ekki væri rétt að sameina Varn- armálastofnun og Landhelgisgæsluna og flytja Landhelgisgæsluna á Kefla- víkurflugvöll. Í þeirri sam- einingu gæti falist veru- legur sparnaður til lengri tíma litið. Sameining og samstarf á sviði öryggis- og varnarmála mun opna möguleika sem áður voru lokaðir, t.d. aukinn að- gangur að upplýsingum og sameiginleg innkaup innan Atlantshafs- bandalagsins sem mun leiða til sparnaðar í rík- isútgjöldum. Á Keflavíkurflugvelli er til staðar allt það húsnæði sem þarf. Flugskýli, skrifstofuhúsnæði og íbúðarhúsnæði. Landrými er auk þess nægjanlegt til hvers konar æfinga í þessari fyrrver- andi varnarstöð sem þjónaði sem ör- yggis- og varnarsvæði landsins í ára- tugi. Þegar Varnarliðið fór af landi brott fékk íslenska ríkið mikið af góðu hús- næði í fangið. Nú þarf að hagræða og sameina stofnanir til að ná fram sparnaði. Nú er ekki tími til að byggja flugskýli á Reykjavíkurflugvelli eða skrifstofuhúsnæði. Það er allt til stað- ar á Keflavíkurflugvelli og býður þess að stjórnvöld sjái að auðvitað er það skynsamlegast að flytja starfsemina þangað og sameina þessar tvær stofn- anir í eina öfluga stofnun. Varnarmálastofnun – Landhelgisgæsla Eftir Björk Guðjónsdóttur Björk Guðjónsdóttir Höfundur er alþingismaður. EF búsáhaldabyltingin hefur sannað eitthvað, þá er það að þjóðin getur haft bein áhrif á stjórnvöld landsins. En ég tel að tími sé kominn að ganga lengra og gera það auð- veldara fyrir almenning að koma sínum hug- myndum á framfæri og ekki bara hafa áhrif á stjórnvöld, heldur vera stjórnvöldin sjálf. Þau sem hafa skoð- að althingi.is hafa kannski tekið eftir hversu erfið og flókin síðan er. Það er vegna þess að síðan er ekki beint hönnuð fyrir kjósendur heldur að- allega fyrir þingmenn og embætt- ismenn. Og því verðum við að breyta. Í fyrsta lagi legg ég til að heimasíðan althingi.is verður endurskipulögð. Síðan á að vera einföld, skýr og þægi- leg fyrir hvern sem er að nota. Við í Vinstri grænum viljum standa vörð um lýðræðið, og þess vegna finnst mér og mörgum öðrum í flokknum að það ætti að búa til sérstakar und- irsíður á althingi.is – kannski frum- vorp.althingi.is sem dæmi – þar sem hvert frumvarp og hverja þingsálykt- unartillögu sem lögð eru fram megi þjóðin ekki bara skoða, heldur líka koma með at- hugasemdir, tillögur og spurningar við. Í öðru lagi verða þeim sem vilja fylgjast með af- drifum frumvarpa og til- lagna sendar tilkynningar í tölvupósti þegar frumvarp er sett í nefnd, fer áfram í aðra umræðu og svo fram- vegis. Þar verður hægt að sjá hvað þingmenn hafa sagt í ræðum sínum um frumvörp og tillögur, hvernig þeir hafa kosið í nefnd, og hvernig þeir hafa kosið í þingsalnum. Í þriðja lagi tel ég mikilvægast að þjóðin hafi beint samband við þing- menn og ráðherra. Þess vegna tel ég að á síðum þingmanna eigi að vera sérstakt spjallborð, þar sem fólk get- ur lagt fram sínar eigin hugmyndir varðandi lagabreytingar og stefnu- mál. Þessar breytingar kostar ekki mik- ið, en árangurinn yrði ómetanlegur – öflugt og kraftmikið lýðræði þar sem þjóðin hefur tækifæri til að hafa áhrif á stefnumótun til framtíðar. Rafrænt lýðræði Eftir Paul F Nikolov Paul F. Nikolov Höfundur gefur kost á sér í 1.-3. sæti hjá VG í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.