Morgunblaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 29
sókn til þín og ömmu. Ég mun
aldrei gleyma hve góður þú varst
og allar þær góðu minningar sem
við eigum um þig munum við alltaf
geyma í hjarta okkar. Það var svo
sárt þegar mamma sagði okkur að
þú værir farinn að tárin láku niður
kinnarnar og ætluðu ekki að
stoppa, við munum aldrei gleyma
þér. Þakka þér fyrir allt, sem þú
varst mér. Þakka þér fyrir allt,
sem þú gerðir fyrir mig.
Þú skilur eftir auðlegð þá
sem enginn tekið fær.
Ást í hjarta, blik á brá,
og brosin silfurtær.
Mesta auðinn eignast sá
er öllum reynist kær.
(G.Ö.)
Guð geymi þig, elsku afi. Og
takk fyrir allar góðu stundirnar
Anna Þóra og Vilmundur Grét-
ar.
Það er erfitt og líklega bara
ómögulegt að kveðja þennan frá-
bæra og yndislega mann sem hann
Óli afi var. En minningarnar eru
margar, góðar og lifa alltaf. Sem
börn vorum við mikið í Stífluselinu
og reyndum sem oftast að fara og
eyða nótt eða helgum þar. Þegar
við veiktumst og komumst ekki í
skólann kom ekkert annað til
greina en að komast í dekrið og
væntumþykjuna í Stífluselinu.
Sterkustu minningarnar eru þó án
efa ættarmótin og óteljandi ferðir
undir Eyjafjöll með afa. Við vitum
að afi er nú kominn á góðan stað og
honum líður vel og viljum að lokum
segja:
Elsku afi, þú munt alltaf lifa í
minningunni og Guð geymi þig.
Guðmundur M. Þorsteinsson,
Svanur Þ. Þorsteinsson.
Nú er afi minn dáinn, mikið á ég
eftir að sakna hans.
Ég á margar góðar minningar
um afa minn. Ég fór á hverju ári
með afa mínum og ömmu austur
undir Eyjafjöll í sveitina þeirra.
Einnig fór afi og amma oft með
mér í sumarbústað. Þetta ár á eftir
að verða allt öðruvísi en öll önnur
ár sem ég hef lifað, því það vantar
svo mikið þegar afa vantar. Afi var
búinn að vera dálítinn tíma veikur
og það var erfitt að horfa upp á
það. Nú er ég viss um að afa líður
vel hjá guði.
Elsku amma, við pössum hvort
annað, nú þegar afi er farinn, svo
okkur líði vel.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Guð veri með þér, elsku afi.
Kristmundur Sverrir.
Elsku afi,
Augu mín fyllast tárum og ég fæ
kökk í hálsinn þegar ég hugsa um
það að afi sé farinn, að ég fái aldrei
að sjá hann eða tala við hann aftur.
Það er erfitt að ímynda sér Stíflu-
selið án afa. Þó að ég hafi nokkurn
veginn gert mér grein fyrir því
hversu alvarleg veikindi þín voru
átti ég alls ekki von á því að
mamma myndi vekja mig einn dag-
inn með þær fréttir að þú værir
farinn. Síðustu mánuðir hafa verið
svo erfiðir hjá þér og ég trúi því að
þar sem þú ert núna líði þér betur.
Ég veit að þú munt fylgjast með
okkur hérna og passa upp á okkur,
sérstaklega ömmu. Þú og amma
voruð alltaf tvö. Maður gat alltaf
treyst á það að ef maður sá annað
ykkar var hitt ekki langt undan.
Það var svo auðvelt þegar ég var
lítil að hringja bara í ömmu og afa,
fá að koma til ykkar og vera hjá
ykkur. Á hverjum morgni vaknaði
maður við klukkuhljóðið í stofunni
og lykt af ristuðu brauði. Það var
alltaf tekið svo vel á móti manni og
allt gert fyrir mann. Ef ég vildi
ekki það sem var í kvöldmatinn hjá
ykkur leið ekki langur tími þangað
til þú klæddir þig í skóna og fórst
með mig út í búð. Þú varst alltaf
svo þolinmóður eins og þegar þú
varst að kenna mér að spila ólsen-
ólsen og svarta Pétur. Ég átti svo
erfitt með að ná leikreglunum en
þú gafst ekki upp, eftir smátíma
var ég búin að ná þeim og við spil-
uðum endalaust. Það fór aldrei á
milli mála hversu góður maður þú
varst. Ég kveð þig með miklum
söknuði og skal lofa því að þú munt
alltaf lifa í minningunum mínum.
Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf
son sinn eingetinn, til þess að hver sem á
hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft
líf.
(Jóhannes. 3:16)
Sigurbjörg Ólína Jónsdóttir.
Í dag er ég kveð Ólaf frænda
minn og vin með virðingu og þökk
langar mig til að minnast Guðlaug-
ar systur hans en hún var jarð-
sungin 9. febrúar sl. Mér þótti leitt
að geta ekki fylgt henni.
Margar góðar og skemmtilegar
minningar á ég frá æsku minni í
Stóru-Mörk þegar systkini mömmu
og fjölskyldur komu austur í sveit-
ina sína. Alltaf voru rifjaðar upp
sögur frá gömlu dögunum, þá kom
glettni og smápúkagangur í ljós, en
alltaf í góðu. Eftir að ég flutti í bæ-
inn og eignaðist mína fjölskyldu og
birtist óboðin í heimsókn hjá þeim
opnuðust dyrnar upp á gátt, öllum
var tekið jafn vel og allir boðnir
velkomnir. Svona voru systkini
mömmu frá Stóru-Mörk, alltaf hlý
og notaleg.
Ég bið Guð að styrkja Mundu,
dætur þeirra Ólafs og fjölskyldur,
einnig Jens, börn Guðlaugar og
fjölskyldur. Guð gefi mömmu og
Sigurbjörgu góða heilsu og styrk,
en þær lifa nú stóran systkinahóp.
Meðfylgjandi er vísubrot sem
amma Guðbjörg, móðir þeirra,
fékk í heillaskeyti á 70 ára afmæli
sínu sem fylgir minningu minni um
veruna í Stóru-Mörk.
Bjart er yfir bæjum undir heiði
bjarma og yl af minningunum ber
heill þér, Guðbjörg, hamingjan þig leiði
hlýjar kveðjur senda viljum þér.
(Höf. ókunnur.)
Hrafnhildur Eysteinsdóttir.
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009
Stundum fannst okkur í fjölskyld-
unni að hann tæki vinnuna með sér
hvert sem hann fór. Vinnan var hon-
um afar mikilvæg og reyndi hann oft
að útskýra fyrir tornæmum tengda-
syni hinar ýmsu nýjungar í röntgen-
fræðum við misjafnan árangur.
Þórður fór oft til útlanda til að
mennta sig og sótti ráðstefnur víða
og fylgdist vel með öllum nýjungum í
röntgenfræðunum og miðlaði þeirri
þekkingu meðal starfsfélaga sinna.
Hann kenndi einnig nemum í rönt-
gentækni um árabil. Helstu áhuga-
mál Þórðar voru íþróttir en hann
stundaði frjálsar sem ungur maður
og þegar hann lagði þá skó á hilluna
fór hann að æfa borðtennis og tók
þátt í þeirri íþrótt með góðum ár-
angri meðan heilsan leyfði. Hann var
góður skákmaður og síðustu skákina
tefldi hann við Guðmund vin sinn
tveimur dögum fyrir andlátið. Þórð-
ur hafði gaman af því að spila hvers
konar spil og þá sérstaklega brids,
mér veittist sá heiður að fá stundum
að spila með þeim spilafélögum sem
hittust einu sinni í viku til margra
áratuga. Þar kynntist ég keppnis-
manninum Þórði sem sætti sig
sjaldnast við að tapa. En keppnis-
maðurinn lýsti sig sigraðan þegar
heilsan brast, hann tók örlögum sín-
um af einstakri sálarró og aldrei
missti hann glaðværð sína.
Tengdafaðir minn var góður og
vandaður maður sem við fjölskyldan
eigum eftir að sakna sárt. Við Guð-
rún, Halla Björg og Árni Þórður
kveðjum ástkæran föður, tengdaföð-
ur og afa og þökkum fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum með hon-
um.
Randver Þorláksson.
Nú þegar Þórður, vinur minn, hef-
ur kvatt þetta líf koma upp í hugann
ótal minningar um góðan dreng.
Leiðir okkar lágu fyrst saman á
verkstæði fyrirtækisins Bræðurnir
Ormsson, en ég var þá að hefja þar
nám í rafvélavirkjun. Mér var kunn-
ugt um að ég ætti skyldmenni sem
starfaði hjá fyrirtækinu sem rafvirki
og lék mikil forvitni á að hitta þenn-
an frænda minn. Það er skemmst frá
því að segja að við náðun strax mjög
vel saman og urðum miklir mátar
sem síðar þróaðist í farsæla vináttu.
Þórður var mjög góður fagmaður,
athugull og með afar gott minni,
enda fljótt settur í vandasamari
verkefni hjá fyrirtækinu. Má þar
nefna Bæjarútgerð Reykjavíkur, þar
sem hann varð fljótt sérfróður í við-
gerðum á rafmagnsspilum togar-
anna, Hitaveitu Reykjavíkur, en
hann annaðist að stórum hluta upp-
setningar og viðhald á stýribúnaði í
dælustöðvunum á sínum tíma. En
það má segja að framtíð hans hafi
ráðist þegar honum var falið að sjá
um viðhald á röntgentækjum Ríkis-
spítalanna, enda leiddi það til þess að
Landspítalinn réð hann í fast starf til
þess að sinna þeim málaflokki og
varð hann brátt okkar fremsti sér-
fræðingur á þessu sviði og sá síðar
um að kenna nýliðum fræðin. En það
var ekki aðeins að Þórður þekkti
þessi fræði til hlítar, heldur kynnti
hann sér kosti og galla tækja frá hin-
um ýmsu framleiðendum og nýtti
þessa þekkingu síðan í útboðum, þar
sem hann gat raðað saman tækja-
búnaði, sem sameinaði bæði besta
verð og mestu gæði eða vinnuþæg-
indi. Í mörgum tilfellum sparaði
þetta ríkinu, og þá um leið skatt-
borgurum, tugi milljóna króna á þá-
virði.
Þórður var mjög vel liðinn meðal
samstafsfólks enda átti hann afar
létt með að koma útskýringum og
fræðsluefni til skila, þannig að allir
skildu.
Hann var áhugamaður um íþrótt-
ir, jafnt líkamlegar sem andlegar, og
með skemmtilegan keppnisanda,
enda lengi vel í landsliði okkar í
borðtennis. Skákmaður var hann
góður og eins vel liðtækur í brids. Þá
var hann ótrúlega ratvís á ókunnum
slóðum og kom það sér stundum vel.
Þórður hafði mjög góða nærveru því
það virtist alltaf liggja vel á honum
og ef til stóð að gera eitthvað
skemmtilegt var hann samstundis
reiðubúinn enda mikill gleðimaður
að eðlisfari. Hann var prúðmenni í
framkomu og bar gjarnan klæði á
vopn ef upp komu deilur, hvort held-
ur í starfi eða leik. Hann var traustur
þeim sem hann valdi að eiga sem
vini. Örlátur var hann að eðlisfari og
greiðvikinn. Að leiðarlokum kveð ég
vin minn með innilegu þakklæti fyrir
samfylgdina og trausta vináttu í
gegnum árin.
Elsku Halla mín, við Kristín send-
um þér og fjölskyldu þinni einlægar
samúðarkveðjur.
Kolbeinn Pétursson.
✝
Faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir,
ÞÓRÐUR SIGFÚS VIGFÚSSON,
lést miðvikudaginn 18. febrúar.
Bálför hefur farið fram.
Þökkum auðsýnda samúð.
Freyr Þórðarson, Vera Víðisdóttir,
Helena og Júlía,
Sigríður Vigfúsdóttir,
Kristín Hrönn Vigfúsdóttir,
Þuríður Vigfúsdóttir.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
STURLAUGS JÓHANNESSONAR.
Íris Einhildur Sturlaugsdóttir, Magnús Jónasson,
Jóhannes Sturlaugsson, Eygerður Guðbrandsdóttir,
Jakob Ingi Sturlaugsson, Ólöf Guðlaugsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær systir okkar, mágkona og frænka,
JÓHANNA GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR,
Austurbrún 2,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn
1. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Aðalsteinn Ó. Aðalsteinsson, Ásdís Elín Júlíusdóttir,
Leifur Ársæll Aðalsteinsson, Margrét Valgerðardóttir,
Sigurður Hjalti Sigurðarson, Guðrún Jónsdóttir,
börn og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
LAUFEY TORFADÓTTIR,
til heimilis
Hjaltabakka 16,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 6. mars kl. 14.00.
Guðrún G. Bergmann,
Guðni Guðjónsson, Hrafnhildur Steingrímsdóttir,
Hermann Guðjónsson, Guðný Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
KETILL JÓMUNDSSON,
Þorgautsstöðum,
Hvítársíðu,
lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi aðfaranótt
sunnudagsins 1. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Saga Helgadóttir,
Anna Björg Ketilsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson,
Þuríður Ketilsdóttir, Árni Brynjar Bragason
og barnabörnin.
✝
Okkar ástkæra
ANNA KRAGH OLSEN CHRISTENSEN,
áður til heimilis
Álftamýri 54,
er látin.
Útförin fer fram frá heimabæ hennar, Hobro
föstudaginn 6. mars.
Sveinn Christensen, Unnur Birgisdóttir,
Björn Christensen, Sigfríður Friðþjófsdóttir
og börn.