Morgunblaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009
✝ Ólafur Sæmunds-son fæddist í
Stóru-Mörk í Vestur-
Eyjafjallarhreppi 15.
október 1918. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
mánudaginn 23. febr-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Sæ-
mundur Einarsson,
bóndi og hreppstjóri í
Stóru-Mörk, f. 1872,
d. 1951, og kona hans
Guðbjörg María Jóns-
dóttir, húsmóðir í
Stóru-Mörk, f. 1889, d. 1961. Þau
bjuggu allan sinn búskap í Stóru-
Mörk 3. Systkinahópurinn var stór,
14 alls, en einungis tvær systur eru
á lífi. Systkinin eru: Valtýr, f. 1907,
d. 1997, Árni, f. 1909, d. 1986,
óskírður drengur, f. 1911, d. 1911,
Kristín, f. 1912, d. 1996, Einar, f.
1914, d. 1967, Sigurður, f. 1916, d.
1998, Katrín, f. 1917, Ólafur sem
hér er kvaddur, f. 1918, Guð-
mundur, f. 1920, d. 2001, Guðlaug,
f. 1921, d. 2009, Bergur, f. 1923, d.
2003, Þóra, f. 1925, d. 2001, Krist-
ján, f. 1926, d. 1973, og Sigurbjörg,
f. 1928.
Eiginkona Ólafs er Guðmunda
Sigurbjörg Sveinsdóttir, húsmóðir,
f. á Núpi í Vestur-Eyjafjallahreppi,
8. október 1927. Foreldrar hennar
voru Sveinn Sigurðs-
son og Ólöf Ólafs-
dóttir. Dætur Ólafs
og Guðmundu eru: 1)
Ólöf, f. 1956, sam-
býlismaður Grétar
Karlsson, f. 1964.
Synir hennar a) Ólaf-
ur, f. 1978, hann á
einn son, Jakob Dag;
b) Jóhann, f. 1981,
sambýliskona Guðrún
Guðjónsdóttir, f.
1981, þau eiga tvö
börn, Andra Snæ og
Heiðu Diljá; c) Guð-
mundur, f. 1987, unnusta Auður S.
Sigurðardóttir, f. 1989; d) Svanur,
f. 1990, unnusta Kristbjörg Jóns-
dóttir, f. 1993; börn Ólafar og Grét-
ars, e) Anna Þóra, f. 1994, f) Vil-
mundur, f. 1996. 2) Guðbjörg María,
f. 1960, gift Jóni Hauk Valssyni, f.
1955, börn þeirra a) Jón Vilberg, f.
1988 unnusta Aldís Sigurðardóttir,
f. 1989. b) Sigurbjörg Ólína, f. 1990.
3) Svanhildur, f. 1961, gift Þorleifi
Kjartani Kristmundssyni, f. 1952,
sonur þeirra Kristmundur Sverrir,
f. 1995.
Ólafur vann lengstan hluta ævi
sinnar við byggingar og trésmíða-
vinnu.
Útför Ólafs verður gerð frá
Seljakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Elsku besti pabbi minn, Nú kveð
ég þig með sárum söknuði. Ég mun
ávallt minnast þeirra góðu stunda
sem við áttum saman. Minningarn-
ar af ferðunum í sveitina þína sem
var þér svo kær. Og alltaf varst þú
til staðar tilbúinn að rétta hjálp-
arhönd. Eftir situr stórt skarð sem
enginn mun fylla, og ég veit að það
mun taka tíma að sætta sig við það
þegar svo kær manneskja er tekin
burt frá manni. Ég veit þú munt
lifa með okkur í anda og fylgja
okkur um ókomna tíð. Þakka þér
fyrir allt, sem þú varst mér. Þakka
þér fyrir allt, sem þú gerðir fyrir
mig. Elsku pabbi minn, far þú nú í
friði og hafðu þökk fyrir allt.
Ég veit að Guð mun styrkja okk-
ur og við munum öll styrkja hvert
annað í sorg okkar.
Hér þegar verður hold
hulið í jarðarmold,
sálin hryggðarlaust hvílir,
henni Guðs miskunn skýlir.
Þú gafst mér akurinn þinn,
þér gef ég aftur minn,
ást þína á ég ríka,
eigðu mitt hjartað líka.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þín dóttir
Ólöf.
Ástkær tengdafaðir minn, Óli, er
látinn. Með honum er genginn góð-
ur vinur.
Það er svo margs að minnast
þegar litið er yfir farinn veg og
margar góðar minningar. Hann
ólst upp í hinni fögru Eyjafjalla-
sveit og þangað fórum við all-
nokkrar ferðir saman fjölskyldan
og alltaf var farið í kirkjugarðana
að koma fyrir blómum. Tryggð
hans við sveitina sína var einstök.
Honum var alltaf mjög umhugað
um allt sitt fólk.
Ég minnist Óla með þakklæti.
Þakklæti fyrir hjálpsemina og
hjartahlýjuna sem hann gaf okkur
öllum. Sérstaklega er ég honum
þakklátur fyrir að vera börnunum
mínum besti afi sem hugsast getur.
Ég bið Guð að varðveita Mundu,
tengdamóður mína, í sorginni.
Að leiðarlokum vil ég þakka Óla
tengdaföður mínum samfylgdina
og allt það sem hann var okkur
Ólöfu og börnum okkar og barna-
börnum. Blessuð sé minning hans.
Grétar Karlsson.
Ástkær tengdafaðir minn Ólafur
Sæmundsson, eða Óli, eins og hann
var ávallt kallaður hefur nú fengið
hvíldina. Með örfáum orðum langar
mig að minnast Óla eftir 30 ára
samfylgd.
Við hjónin eigum margar ynd-
islegar minningar, t.d. um ferðir
okkar Óla og Mundu um Vestfirði
og Austfirði þar sem við héldum til
í sumarhúsum, og ferðirnar austur
undir Eyjafjöll í sveitina þeirra,
þangað þótti Óla alltaf gott að
koma enda var sveitin honum
ávallt kær. Farið var á hverju
sumri austur, komið við í Hvera-
gerði og keypt blóm til að taka
með, því það var honum hjartans
mál að hugsa vel um leiði ætt-
menna sinna sem farnir eru.
Óli var rólyndur og ljúfur maður,
hugsaði vel um sína, einstaklega
barngóður, hann var kletturinn á
bak við fjölskylduna og alltaf boð-
inn og búinn að hjálpa öllum ef á
þurfti að halda. Missir okkar allra
er mikill en elsku Munda mín, þinn
missir er þó mestur, ég bið góðan
guð að styrkja þig og varðveita.
Elsku Óli, minning þín er ljós í
líf okkar allra, hafðu þökk fyrir allt
guð geymi þig.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þinn tengdasonur
Þorleifur K. Kristmundsson.
Elskulegi afi, nú þegar þú hefur
skilið við þetta jarðlíf er mikið gat í
tilveru okkar.
Það er svo sárt að kveðja jafn
yndislegan afa eins og þig, þú varst
einstakur afi.
En við erum þess fullvissir að nú
ertu á góðum stað hjá
himnaföðurnum.
Þegar við hugsum til baka bræð-
urnir er af svo mörgu yndislegu að
taka. Heiðarleiki, dugnaður, hóg-
værð og hversu barngóður þú
varst, þetta er það sem kemur upp
þegar við hugsum um þig, ásamt
mörgum öðrum kostum.
Við erum svo heppnir að hafa
fengið að eyða miklum tíma með
þér og ömmu á uppvaxtarárunum
og allt til síðasta dags.
Þú og amma voruð alltaf til stað-
ar fyrir okkur hvar og hvenær sem
var og betri fyrirmynd en þig er
erfitt að finna.
Það rifjast upp fyrir okkur þegar
þú varst að kenna okkur að spila
svartapétur og leika við okkur í
fuglafit, alltaf hafðir þú tíma fyrir
okkur.
Þín mikla þolinmæði var ótrúleg
því ekki vorum við bræðurnir alltaf
þeir auðveldustu, en alltaf hafðir
þú lag á að laða fram það besta í
okkur.
Eftir að við eignuðumst okkar
börn var alltaf jafn yndislegt að
koma með þau til þín og ömmu og
sjá hvað lifnaði yfir þér.
Brosið var aldrei langt undan
þegar þú varst innan um börn,
elsku afi. Og margt er það sem þú
hefur kennt, okkur um hvernig
skal hegða sér innan um börn og
það er æðislegt að hafa lært það af
þér.
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
Þú varst ljós á villuvegi,
viti á minni leið,
þú varst skin á dökkum degi,
dagleið þín var greið.
Þú barst tryggð í traustri hendi,
tárin straukst af kinn.
Þér ég mínar þakkir sendi,
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Elsku afi, við geymum minning-
arnar um þig í hjartanu, þín verður
sárt saknað.
Við munum hugsa um hana
ömmu fyrir þig þar til hún kemur
til þín.
Jóhann Kristinn, Ólafur
Kristján og Guðrún,
(Kiddi, Óli og Gugga).
Elsku afi, það var ánægjulegt að
fá að vera barnabarnið þitt. Þú
varst vanur að gera allt fyrir okkur
systkinin þegar við komum í heim-
Ólafur Sæmundsson
Elsku langafi, það er sárt að
sjá á eftir þér, minningarnar
eru svo margar og góðar
þegar við vorum í pössun hjá
þér og langömmu. Þá var
alltaf nóg að gera og alltaf
dekruðuð þið við okkur börn-
in.
Við minnumst þín alltaf í
bænum okkar og pössum
ömmu fyrir þig. Guð geymi
þig.
Andri Snær, Heiða
Diljá og Jakob Dagur.
HINSTA KVEÐJA
✝ Þórður Þorvarðs-son fæddist í
Reykjavík 3. apríl
1930. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð 21. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðrún Guðmunds-
dóttir, f. í Urriðakoti
28. nóvember 1902, d.
18. janúar 2000, og
Þorvarður Þorvarð-
arson, f. á Víðirhóli í
Fjallahr. í N-Þing. 9.
júní 1901, d. 8. mars
1984. Systir Þórðar er Guðrún Þor-
varðardóttir, f. 28. mars 1927, gift
Hermanni Pálssyni, f. 1921, d. 2002.
Þórður kvæntist 10. október 1953
Höllu S. Nikulásdóttur, f. 17. maí
1931. Hún er dóttir Rögnu Stefaníu
Stefánsdóttur, f. 6. apríl 1889, d. 29.
mars 1974, og Sigurðar Nikulásar
Friðrikssonar, f. 29. maí 1890, d. 6.
júní 1949. Börn Þórðar og Höllu
eru 1) Nikulás, f. 27. maí 1954, í
sambúð með Elísabetu Bertu
ert, f. 17. febrúar 1953, kvæntur
Dagmar Elínu Sigurðardóttur, f.
1958. Synir þeirra eru a) Helgi
Skúli, f. 1983. b) Daði Rúnar, f.
1986, í sambúð með Ester Önnu
Pálsdóttur. c) Hlynur Jökull, f.
1994.
Þórður lauk sveinsprófi í raf-
vélavirkjun frá Iðnskólanum í
Reykjavík árið 1951 og fékk meist-
arabréf í sömu grein 1954. Hann
var nemi hjá Bræðrunum Ormsson
og starfaði þar til ársins 1957
meistari hans þar var Eiríkur
Ormsson. Þórður var einn af stofn-
endum Rafvers. Hann hóf störf hjá
Landspítalanum 1957 og starfaði
þar þar til hann fór á eftirlaun ár-
ið 1999. Hann sérhæfði sig í rönt-
gentækjum og tækni, en það varð
hans helsti starfsvettvangur. Sem
ungur maður stundaði Þórður
frjálsar íþróttir með ÍR. Hann
fékk líka snemma áhuga á borð-
tennis sem hann spilaði meðan
heilsan leyfði. Hann var m.a. send-
ur á vegum Borðtennissambands
Íslands á heimsmeistaramót öld-
unga í Finnlandi.
Útför Þórðar verður gerð frá
Digraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 15.
Bjarnadóttur, f. 1950.
Börn þeirra eru a)
Svanborg Þórisdóttir,
f. 1977, gift Stefáni
Páli Jónssyni, dóttir
þeirra Elísabet Lea.
b) Bjarni Þórisson, f.
1978, í sambúð með
Mörtu Guðrúnu Jó-
hannsdóttur, börn
þeirra eru Einar
Hugi Böðvarsson og
Kristjana Kría
Lovísa. 2) Guðrún, f.
24. apríl 1957, gift
Randver Þorlákssyni
f. 1949. Börn þeirra eru a) Halla
Björg, f. 1980, í sambúð með Ög-
mundi Jónssyni. b) Árni Þórður, f.
1991. 3) Elísabet, f. 26. desember
1965, gift Einari Gunnarssyni, f.
1966. Dætur þeirra eru a) Andrea
Sara, f. 1991. b) Karen Eir, f. 1998.
4) Kjartan Þór, f. 28. nóvember
1971, í sambúð með Ásbjörgu
Geirsdóttur, f. 1978.
Sonur Þórðar og Kristrúnar
Skúladóttur, f. 1929, er Skúli Egg-
Fyrir röskum 23 árum hóf ég að
venja komur mínar í hús nokkurt við
Giljasel. Erindið var að stíga í væng-
inn við dóttur húsráðenda, þeirra
Þórðar og Höllu. Fljótt varð ég
heimagangur og sambúð okkar El-
ísabetar hófst með því að ég flutti inn
á heimilið nokkrum mánuðum síðar.
Slíkt sambýli felur í sér ýmsar áskor-
anir fyrir alla sem hlut eiga að máli
en Þórður og Halla tóku á móti ung-
um og óþroskuðum vonbiðli dóttur
sinnar af einstakri hlýju, virðingu og
umburðarlyndi. Innan árs vorum við
Elísabet búin að stofna okkar eigið
heimili en allar götur síðan bjó ég að
því að eiga sterkara og nánara sam-
band við tengdaföður minn heldur en
gengur og gerist milli tengdafeðga.
Þórður tengdafaðir minn var mik-
ill sómamaður, glæsilegur í fasi og
framkomu, skapmikill, ákveðinn og
réttsýnn. Undir niðri kraumuðu
miklar tilfinningar gagnvart hans
nánustu en hann reyndi að temja sér
ákveðna og virðulega fjarlægð eins
og í eina tíð þótti hæfa ábyrgum fjöl-
skyldufeðrum. Hann var í eðli sínu
nærgætinn og blíður en gat átt það
til að fela það og verða hvass, stríður
og afskiptinn. Þá gilti að kunna að
skyggnast undir yfirborðið og greina
kjarnann frá hisminu.
Þórður var mikill hagleiksmaður
og nákvæmni og snyrtimennska
voru honum í blóð borin. Hann var
rafvélavirki að mennt og lengstan
hluta starfsævinnar sinnti hann upp-
setningu, rekstri og viðhaldi rönt-
gentækja á Landspítalanum og í hjá-
verkum hjá ýmsum öðrum
heilbrigðisstofnunum. Honum þótti
vænt um viðfangsefnið og vinnustað-
inn og hann hafði ákveðnar skoðanir
á því hvernig gera bæri hlutina af
ráðdeildarsemi, án þess að kæmi nið-
ur á gæðum.
Seinustu ár starfsævinnar voru
Þórði ákveðin áskorun eins og oft vill
verða. Tölvutæknin hélt innreið sína
aðeins of seint fyrir hann til að fylgja
henni eftir og smám saman fækkaði
þeim tækjum og búnaði sem hann
hafði sérþekkingu á umfram aðra.
Starfið gaf ekki sömu lífsfyllingu og
áður. Á móti kom að um svipað leyti
eignuðust Þórður og Halla sumarbú-
stað fyrir austan fjall. Þar hafði verið
byggt af hófsemd og bústaðurinn
tekinn í notkun hálfkláraður. Þórður
tók miklu ástfóstri við bústaðinn og
fór að mjaka verkinu áfram. Var þar
allt unnið af mikilli natni, en í skipu-
lögðum hægagangi. Ljóst var að
þetta voru Þórði ánægjustundir og
að þær átti að treina.
Haustið 2000 varð Þórður fyrir
heilablæðingu og var bundinn við
hjólastól upp úr því þótt hugsun og
mál væru skýr. Þórður dvaldist um
skeið í endurhæfingu á Reykjalundi
en bjó síðan seinustu árin á hjúkr-
unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi
þar sem hann naut góðs atlætis
starfsfólks og tíðra heimsókna fjöl-
skyldu og vina. Þórður tókst á við
þessar aðstæður af miklu jafnaðar-
geði og yfirvegun og án þess að sýta
nokkurn tíma orðinn hlut. Kom þar
berlega í ljós innri styrkur sem
minnti mjög á móður hans sem í
hárri elli bjó ein um margra ára
skeið, ávallt sjálfri sér nóg.
Ég þakka Þórði fyrir samfylgdina
að leiðarlokum og færi eiginkonu,
börnum og systur hans mínar hug-
heilustu samúðarkveðjur.
Einar Gunnarsson.
Í dag kveðjum við tengdaföður
minn Þórð Þorvarðarson. Ekki
hvarflaði að mér að á fögrum vetr-
ardegi þegar lífið virtist ganga sinn
vanagang – að skyndilega skyldi
hann Þórður kveðja okkur svona
óvænt. En svona er nú lífið – þú
vaknar að morgni, færð þér morg-
unverð, leggur þig svo aftur og sofn-
ar svefninum langa. Á svona hóg-
væran hátt kvaddi Þórður, sennilega
orðinn saddur lífdaga eftir nokkuð
langa dvöl á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð þar sem hann naut ein-
stakrar umhyggju.
Þórði kynntist ég fyrir um það bil
35 árum þegar við Guðrún fórum að
hittast. Mér var strax tekið sem ein-
um af fjölskyldunni. Alla þá tíð sem
við Þórður þekktumst kom hann mér
fyrir sem afar hjartahlýr, hógvær og
kurteis maður sem aldrei tranaði
sjálfum sér fram, aðrir gengu fyrir,
fjölskyldan og vinirnir. Þórður starf-
aði lengst af á Landspítalanum við
uppsetningar, viðgerðir og eftirlit
með röntgentækjum og þótti afar
flinkur og eftirsóttur, hann ferðaðist
víða um land og setti upp röntgen-
tæki af mikilli færni og eljusemi.
Þórður Þorvarðsson
Við kveðjum elskulegan afa
okkar með sorg í hjarta. Við
þökkum honum allar góðu
stundirnar sem við áttum
saman; meðal annars spila-
stundir, sumarbústað-
arferðir, sameiginlegan
áhuga okkar á kisum, Busa-
sögurnar og heimsóknirnar
til hans á hjúkrunarheimilið
Sunnuhlíð. Þessar kær-
komnu stundir munu lifa í
minningum okkar. Við mun-
um sakna hans sárt en vitum
jafnframt að hann er kominn
á góðan stað þar sem tekið
hefur verið vel á móti hon-
um.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Hvíl í friði, elsku besti afi.
Þín,
Halla Björg og Árni Þórður.
HINSTA KVEÐJA