Morgunblaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 13
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
BOÐAÐ frumvarp til laga um breyt-
ingar á lögum um kosningar til Al-
þingis hefur litið dagsins ljós. Í
frumvarpinu felst að opnaður verði
möguleiki til persónukjörs. Flutn-
ingsmenn eru formenn fjögurra
þingflokka, Lúðvík Bergvinsson,
Samfylkingu, Jón Bjarnason, Vinstri
grænum, Siv Friðleifsdóttir, Fram-
sóknarflokki, og Grétar Mar Jóns-
son, Frjálslyndum. Sjálfstæðisflokk-
urinn stendur ekki að frumvarpinu
enda hafa talsmenn hans lýst því yfir
að svo róttækar breytingar á kosn-
ingakerfinu þarfnist miklu betri
undirbúnings.
Samkvæmt frumvarpinu skal
hverjum framboðslista fylgja yf-
irlýsing til yfirkjörstjórnar um það
hvort listinn skuli raðaður eða ór-
aðaður. Ef listinn er óraðaður, skal
yfirkjörstjórn varpa hlutkesti um
röð frambjóðenda á listanum. Sam-
kvæmt þessu munu úrslit prófkjöra
sem framundan eru engin áhrif hafa
á röð frambjóðenda á listanum, nái
frumvarpið fram að ganga, og við-
komandi flokkur ákveður að bjóða
fram óraðaðan lista.
Það er í valdi kjördæmisráða
flokkanna hvernig boðið er fram í
hverju kjördæmi. Að sögn Þorkels
Helgasonar, eins höfunda frum-
varpsins, er það skilningur höfund-
anna að flokkarnir geti valið mis-
munandi form eftir því hvar boðið er
fram. Þannig geti Samfylkingin boð-
ið fram óraðaðan lista í Reykjavík
norður en raðaðan lista í Reykjavík
suður, svo dæmi sé tekið.
Velji stjórnmálaflokkur að bjóða
fram óraðan lista hreppir sjá fram-
bjóðandi 1. sætið sem fær flest at-
kvæði í það sæti. Sá frambjóðandi
sem fær flest atkvæði samanlagt í 1.
og 2. sætið hreppir 2. sætið og svo
koll af kolli. Sú staða getur auðvitað
komið upp að tveir frambjóðendur
fái jafn mörg atkvæði. Samkvæmt
frumvarpinu á landskjörstjórn að
varpa hlutkesti milli þessara tveggja
einstaklinga. Það er því ekki óhugs-
andi að það ráðist á hlutkesti hvort
frambjóðandi verður þingmaður eða
ekki.
Breytingar þær sem frumvarpið
kveður á um snerta einkum ákvæði
um óraðaða lista. Reynt er að láta
ákvæði um raðaða lista halda sér frá
gildandi lögum.
Ræður hlutkesti?
Formenn þingflokka flytja frumvarp um kosningalög
Flokkar geta boðið fram bæði raðaða og óraðaða lista
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kosningar Nái frumvarpið fram að ganga verður talning atkvæða miklu flóknari en verið hefur hingað til.
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009
Samfylking og Vinstri hreyfingin grænt framboð hafa komið sér
saman um að Alþingiskosningar fari fram laugardaginn 25. apríl
næstkomandi. Morgunblaðið mun daglega birta fréttir sem tengjast
framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl. .
Alþingiskosningar 2009
BIRGIR Ármannsson leitar eftir stuðningi reykvískra
sjálfstæðismanna í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík sem fer fram dagana 13. til 14. mars nk. til áframhald-
andi setu á Alþingi. Birgir sækist eftir kjöri í 3.-4. sæti í
prófkjörinu og samkvæmt því stefnir hann að því að skipa
2. sætið á framboðslista flokksins í öðru hvoru Reykjavík-
urkjördæminu í vor.
Birgir hefur setið á Alþingi frá því í kosningunum vorið
2003. Hann er lögfræðingur og var aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands áður en hann var
kjörinn á þing 2003. Hann er kvæntur Ragnhildi Lövdahl.
Birgir sækist eftir 3.-4. sæti
Birgir
Ármannsson
LOGI Már Ein-
arsson gefur kost á
sér í 1.-3. sæti á
lista Samfylking-
arinnar í NA-
kjördæmi fyrir
komandi kosn-
ingar.
Logi er arkitekt
og rekur ásamt
öðrum arkitekta-
stofuna Kollgátu og hefur auk þess
mikla starfsreynslu á sviði mann-
virkjagerðar og skipulagsmála.
Logi Már sækist
eftir 1.-3. sæti
Logi Már
Einarsson
GUÐRÚN Erlings-
dóttir gefur kost á
sér í 1.-2. sæti í
prófkjöri Samfylk-
ingarinnar í Suður-
kjördæmi.
Guðrún starfar
sem sérfræðingur í
kjaramálum. Hún
hefur áratuga
reynslu af fé-
lagsmálum og hefur í átta ár setið í
sveitarstjórn.
Guðrún sækist
eftir 1.-2. sæti
Guðrún
Erlingsdóttir
HJÖRTUR Guð-
bjartsson gefur
kost á sér í 5. sæti á
lista Samfylking-
arinnar í Suður-
kjördæmi.
Hjörtur er 25 ára
gamall. Hann
stundar nú nám í
stjórnmálafræði
við Háskóla Íslands
auk þess að sinna stöðu fram-
kvæmdstjóra hjá Lyfta.is í Reykja-
nesbæ.
Hjörtur Guðbjarts-
son vill 5. sæti
Hjörtur
Guðbjartsson
ÖSSUR Skarphéðinsson, iðnaðar- og utanríkisráðherra,
býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í
Reykjavík vegna alþingiskosninganna í vor.
Hann hefur lýst yfir stuðningi við Jóhönnu Sigurð-
ardóttur í 1. sæti og sem forsætisráðherraefni flokksins í
kosningunum og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í 2. sætið
og sem formann Samfylkingarinnar á landsfundi í vor.
Helstu baráttumál Össurar á þessu kosningavori er end-
urnýjun atvinnulífsins og aðgerðir til þess að sporna gegn
atvinnuleysi.
Össur sækist eftir 3. sæti
Össur
Skarphéðinsson
MATTHÍAS Sævar
Lýðsson, bóndi í
Húsavík í Stranda-
byggð, gefur kost á
sér í 3.-6. sæti á
lista Vinstri
grænna í NV-
kjördæmi.
Matthías hefur
unnið margt sam-
hliða búskap, m.a.
sem leiðsögumaður, lögreglumaður
og félagsráðgjafi.
Matthías Sævar
vill í 3.-6. sæti
Matthías Sævar
Lýðsson
Helgi Kr. Sig-
mundsson gefur
kost á sér í próf-
kjöri Sjálfstæðis-
flokksins í NV-
kjördæmi og býður
sig fram í 5. sæti
listans. Helgi tók
þátt í sveitarstjórn-
arkosningum árið
1990 og var á lista
Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.
Hann er nú búsettur á Ísafirði.
Helgi Kristinn býður
sig fram í 5. sætið
Helgi Kr.
Sigmundsson
GUÐRÚN Inga
Ingólfsdóttir gefur
kost á sér í 4. sæti í
prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins í
Reykjavík.
Guðrún er með
BS-gráðu í hag-
fræði frá HÍ og MA-
gráðu í alþjóðafjár-
málum og hagfræði
frá Brandeis-háskóla í Bandaríkj-
unum. Hún hefur undanfarin fjögur
ár búið í Boston.
Guðrún Inga sæk-
ist eftir 4. sæti
Guðrún Inga
Ingólfsdóttir
STUTT
GYLFI Þór Þór-
isson gefur kost á
sér í 5.-7. sæti í
prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins í
Reykjavík.
Gylfi Þór útskrif-
aðist með BA-
gráðu í markaðs-
fræðum frá Ari-
zona State
University í Bandaríkjunum árið
1994. Hann hefur m.a. unnið við
verslunar- og markaðastörf síðan.
Gylfi Þór sækist
eftir 5.-7. sæti
Gylfi Þór
Þórisson
SKARPHÉÐINN
Skarphéðinsson
gefur kost á sér í
3.-6. sæti á lista
Samfylkingarinnar
í SV-kjördæmi.
Skarphéðinn er
kennari við Iðn-
skólann í Hafn-
arfirði. Þar áður
rak hann verktaka-
fyrirtæki í 23 ár. Hann er formaður
félags pípulagningameistara.
Skarphéðinn sæk-
ist eftir 3.-6. sæti
Skarphéðinn
Skarphéðinsson
Kjósandi greiðir atkvæði á þann hátt að hann markar með ritblýi kross í
ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem hann vill kjósa.
Sé listi óraðaður setur kjósandi tölustafinn 1 í ferninginn fyrir framan það
nafn sem hann vill að sé í efsta sæti listans, töluna 2 í ferninginn fyrir fram-
an það nafn sem hann vill að sé í næstefsta sæti listans o.s.frv. Kjósandi set-
ur tölur við nöfn eins margra af frambjóðendum listans og hann sjálfur vill.
Nýti kjósandi ekki að fullu tölustafina 1, 2, 3 o.s.frv. eða sleppi einhverjum
þeirra telst hann ekki taka afstöðu til þess hver skipi viðkomandi sæti. Riti
kjósandi sama tölustafinn tvívegis eða oftar telst hann ekki heldur taka af-
stöðu til sætis með því númeri. Merki kjósandi einungis við listabókstaf en
færi engar tölur framan við nöfn frambjóðenda listans telst hann ekki taka
afstöðu til þess í hvaða röð þeir skipa sæti listans.
Kjósandi getur valið að vild