Morgunblaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.03.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2009 Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is BIÐLISTAR eftir hjartaþræðingum hafa styst mikið frá því á sama tíma í fyrra. Nú eru 43 manns að bíða, en á sama tíma í fyrra voru 123 manneskjur á biðlista eftir slíkri aðgerð. Þetta kemur fram í samantekt landlæknis á biðlistum eftir aðgerðum. Þar segir að biðlistar hafi eink- um verið viðvarandi eftir hjartaþræðingum, liðskiptaað- gerðum og aðgerðum á augasteini. Biðtími eftir öðrum aðgerðum sé hins vegar viðunandi. Til dæmis sé enginn biðlisti fyrir almennar skurðaðgerðir, svo sem gallsteina- og kviðslitsaðgerðir. Minnst 19% færri bíða eftir hnjáskiptum Biðlistar eftir liðskiptaaðgerðum hafa líka styst, þótt breytingin sé ekki jafnmikil og þegar hjartaþræðingar eiga í hlut. 12,5% fækkun hefur orðið á biðlista eftir mjaðmaskiptum frá því á sama tíma í fyrra og að minnsta kosti 18,7% fækkun á biðlista eftir hnjáskiptum. Biðtími eftir mjaðmaskiptaaðgerðum er nú sá sami og hann var í október síðastliðnum, hins vegar hefur bið eftir liðskipt- um á hné á sama tíma styst mikið á Landspítalanum, úr 17 mánuðum í hálft ár. Bið eftir augnsteinaaðgerðum styttist hægar Þótt samanburður sé örðugur á milli mismunandi árs- tíða hefur biðlisti fyrir aðgerðir á augasteinum styst úr 1.543 manneskjum í 1.224. Ástæðu þess segir Landlækn- isembættið að hið opinbera hafi gert samninga við lækna- stofurnar Sjónlag og LaserSjón um aðgerðir á augastein- um. Biðlistar hafi hins vegar ekki minnkað jafnmikið eftir þetta og var vænst. Tölur um biðlista hafa verið kallaðar inn þrisvar sinn- um á ári, með reglubundnum hætti, frá árinu 2007, sem hluti af lögbundnu hlutverki Landlæknisembættisins. Því vekur athygli að St. Jósepsspítali – Sólvangur byrjaði ekki að skila inn neinum tölum fyrr en júní í fyrra, sem gerir heildarsamanburð við fyrri ár erfiðari en ella. Upp- lýsingarnar eru birtar á heimasíðu Landlæknis. Fækkar á biðlistunum  Fjörutíu og þrír bíða eftir hjartaþræðingu nú, en voru 123 talsins fyrir ári  Biðlistar enn viðvarandi í hjartaþræðingum, liðskiptum og augnsteinaaðgerðum Í HNOTSKURN »Enginn biðlisti er eftirófrjósemisaðgerðum fyrir karla. Hins vegar eru sex á biðlista eftir ófrjósemisaðgerð fyrir konur. »72 eru á biðlista eftir æða-hnútaaðgerð. 23 bíða eftir legnámi. Tveir bíða aðgerðar á blöðruhálskirtli. »Tíu manns bíða eftir gall-steinaaðgerð, 129 konur eru á biðlista eftir aðgerð vegna legsigs, en 134 bíða eft- ir brjóstaminnkunaraðgerð. ALLA daga frá áramótum hafa nemendur í Hagaskóla átt kost á fiskmáltíð í hádeginu, til viðbótar við annað sem í boði er. Í gær var t.d. bæði grjónagrautur og svokallaður bixímatur að auki en að sögn Þrastar Harðarsonar, matráðs í Hagaskóla, fóru engu að síður 60 skammtar af þorskinum, sem rann ljúflega niður kverkar krakkanna. „Ég er búinn að velta því fyrir mér í mörg ár að hafa fisk í boði á hverjum degi og kýldi svo á það nú um áramótin,“ segir hann og bætir því við að um 30% matargesta borði nú fiskinn frekar en eitthvað annað. Fúlsa ekki við fiskinum sem er í boði alla daga Morrgunblaðið/RAX „OKKUR langaði bara til að gera eitthvað jákvætt og gott og hrista saman fjölskyldur í kreppunni, þess vegna fórum við í það að skipuleggja þetta,“ segir Sigurður Páll Sig- urðsson en hann og Sunnefa Burgess standa fyrir Blá- fjalladeginum í dag. „Þetta er ein allsherjar fjölskylduskemmtun og það verður opið til tíu í kvöld. Það verða fríar rútuferðir í boði Iceland Excursions frá BSÍ klukkan hálf fimm og hálf sjö og svo aftur til baka klukkan tíu,“ segir Sigurður Páll. Plötusnúðurinn Áki Pain sér um að spila tónlist allan dag- inn, Brettafélagið sýnir listir sínar á brettum og Ölgerðin ætlar að gefa brettadrykkinn Mountain Dew. Verslunin Brim verður með tískusýningu, sem grínistinn Þorsteinn Guðmundsson ætlar að stjórna sem og uppboði á bæði vörum og þjónustu sem tengjast vetraríþróttum. Öll inn- koma af uppboðinu mun renna óskipt til Breiðra brosa, sem eru samtök aðstandenda barna með skarð í vör og góm. Öll miðasala á skíðasvæðið eftir klukkan fimm renn- ur líka óskipt til samtakanna. Einnig verður boðið upp á fría bretta- og skíðakennslu fyrir byrjendur og hægt verð- ur að kaupa sér kjötsúpu, kakó og piparkökur. „Klukkan hálf níu verða öll ljós slökkt í fjallinu og farin verður blysför niður brekkuna og ef skyggni verður gott eigum við von á að hún sjáist til borgarinnar. Dr. Spock ætlar svo í lokin að stíga á snjósviðið sem við erum búin að láta gera, og skemmta öllum af sinni alkunnu snilld með tónleikum. Við hvetjum alla landsmenn til að koma og taka þátt í gleðinni og styrkja gott málefni í leiðinni.“ khk@mbl.is Bláfjalladagur í dag með blysför og allskonar fjöri MIKIÐ verður um að vera í stjórnmálum um helgina því að prófkjör og for- val verður hjá Samfylkingu, Vinstrigrænum og Framsókn á nokkrum stöð- um. Auk þess sem aukakjördæmisþing verður hjá Framsókn í Reykjavík þar sem lögð verður fram tillaga for- valsnefndar að vali á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmum. Fundurinn hefst kl. 10 í aðalsal Hót- el Hilton Reykjavík Nordica í dag. Framsóknarmenn í Suðvestur- kjördæmi halda prófkjöri í dag frá kl. 9-18 í félagsheimili framsóknar- manna við Digranesveg í Kópavogi. Forval VG í Reykjavík fer einnig fram í dag í húsnæði VG í Reykjavík, Suðurgötu 3, og stendur frá 10-22. Í dag lýkur einnig netkosningu Samfylkingar í Suðurkjördæmi, svo og lýkur opnu prófkjöri Samfylking- ar í Norðausturkjördæmi. Á sunnudag halda framsóknar- menn í Suðurkjördæmi aukakjör- dæmisþing sitt þar sem framboðs- listi Framsóknar í heild er lagður fyrir þingið kl. 13 á Hótel Selfossi að aflokinni póstkosningu. Á sunnudag lýkur póstkosningu Frjálslyndra í Norðvesturkjördæmi og netkosn- ingu Samfylkingar í sama kjördæmi. Lífleg helgi í pólitíkinni Prófkjör og forval í flestum kjördæmum FYLGI Samfylkingar eykst og mælist 30,5% samkvæmt könnun, sem MMR hefur gert á fylgi stjórn- málaflokkanna. Fylgi Sjálfstæðs- flokks mælist 29,3% og fylgi VG 22,7%. Rétt yfir helmingur svarenda segist styðja ríkisstjórnina. Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist frá könnun, sem MMR gerði í febrúar en þá mældist það 24,1%. Fylgi Framsóknarflokksins dalar nokkuð og fer úr 14,9% í febrúar í 10% nú. Stuðningur við Sjálfstæðis- flokk og Vinstri græna breytist lítið. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist 2,2%. Þeim fækkar sem segjast ætla að kjósa aðra flokka en buðu fram síðast og eru bú 5,3% Könnunin var gerð dagana 3.-5. mars og fjöldi svar- enda var 891. Samfylking eykur fylgið Opið hús á sunnudaginn Nú á sunnudag verður opið hús á kosningaskrifstofu Bjarna Benediktssonar í Hlíðasmára 15. Leikararnir Gói og Atli koma og skemmta kl. 16. Boðið verður upp á kaffi og veitingar. Allir velkomnir. www.bjarniben.is Bjarni Benediktsson í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, SV-kjördæmi, 14. mars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.